Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 17.09.1987, Blaðsíða 8
FRETTASKÝRINGl eftir Friðrik Þór Guðmundsson Gatið fyllt með sköttum Fjármálaráðherra meö tekjuaukatillögur upp í allt gatið, sem íheild er a.m.k. 3,6 milljarö- ar króna. Niðurskurðartillögur hafa ekki náö milljaröi. Tekjuskattur einstaklinga hœkk- ar um allt aö 1,2 milljöröum frá þvísem fyrirhugaö var. Horfiö frá öllum „drastískum“ kerfis- breytingum, eins og að stokka upp söluskattskerfið. Slagurinn stendur um 1,5 milljarða króna. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málarádherra stendur frammi fyr- ir ad minnsta kosti 3.600 milljóna króna fjárlagagati á nœsta ári, en tala þessi gœti allt eins hœkkad upp í 4.000 milljónir króna. íyfir- standandi fjárlagasmíd fyrir 1988 hefur fjármálarádherra lagt fram skattahœkkunartillögur sem fylla myndu upp í þetta gat ad mestu leyti og er nú tekist á um ad skera nidur ríkisútgjöldin til þess ad draga úr skattahœkkunarþörf- inni. En tregdulögmálin eru hvar- vetna ríkjandi og framkomnar nidurskurdartillögur sem gœtu komið til framkvœmda á nœsta ári ná ekki 1.000 milljónum króna. Fjármálaráöherra er tilbú- inn til að skilja eftir 1.200 milljóna króna gat. Til að endar með þeirri niðurstöðutölu geti náðst saman þarf að hœkka skatta enn um 1.500 milljónir króna — eða skera meira niður sem þessu nemur. Fjármálaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram „tillögur um skattkerfisbreytingar og aukna tekjuöflun ríkissjóðs til að draga úr fjárlagahallanum". 1) Hann leggur til að tekjuskattur einstaklinga verði 4% af heild- artekjum þeirra, en í ár verður hlutfallið um 3% þótt gengið hafi verið út frá hærra hlutfali- inu. Ástæðan er að áiagning í ár reyndist lægri en áætlað var auk þess sem „tekjur heimil- anna hafa hækkað miklu meira á þessu ári en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga um síð- ustu áramót“. Með því að miða við 4%-markið segir hann að tekjuaukinn á næsta ári verði 1.200 milljónir króna. 2) Fjármálaráðherra leggur til af- nám allra undanþága á sölu- skatti, en að á móti verði skatt- hlutfallið lækkað, þannig að út- koman verði hin sama. En á hinn bóginn vill hann taka hús- nœðisgjaldið, sem er um 1% af söluskattsstofninum, og halda því fyrir utan, „til þess að mæta mjög aukinni fjárþörf húsnæð- iskerfisins á næsta ári". Áætlar ráðherrann í tillögum sínum að tekjuaukinn af þessu á næsta ári nemi 1.000 milljónum króna. 3) Hann leggur til að launaskattur- inn verði lagður á öll fyrirtæki, en ekki bara verslunar- og þjón- ustufyrirtæki. Á móti ætti skatt- hlutfallið að lækka úr 3,5% í 2,5%. Þó yrðu viðbótartekjurn- ar um 600 milljónir króna. 4) Fjármálaráðherra leggur til uppstokkun á tekjuskattsfyrir- komulagi fyrirtækja, með lækk- andi hlutfalli, þó þannig að ráð- stöfun þessi skili á næsta ári í ríkissjóð 100 milljónum króna. 5) Áður hefur komið fram sú til- laga að hætta við að endur- greiða útgerðinni uppsafnaðan söluskatt og eftir því sem næst verður komist er upphæðin sem hér um ræðir tiltekin allt upp í 700 milljónir króna. Alls er hér um að ræða 3.600 milljónir króna eða nærri allt fjárlagagatið eins og það legg- ur sig. Ur því að fjármálaráðherra er reiðubúinn til að skilja eftir 1.200 milljónir króna á næsta ári þá er hið raunverulega „gat“ um 2.400 milljónir króna án niður- skurðar. Fjármálaráðherra hefur því skattahækkunartillögur langt umfram þetta gat. En stjórnar- flokkarnir eru sammála um að fylla sem mest upp í gatið með nið- urskurði ríkisútgjalda auk skatta- hækkana og er nú tekist á um þennan niðurskurð frá fyrstu fjár- lagadrögum. Tregðan er fyrst og fremst fólgin í því að verulegur hluti ríkisútgjalda er bundinn í lög- um og þarf því tugi lagabálka áður en stórir póstar fjúka. Enn sem komið er virðist niðurskurðurinn ekki hafa náð 1.000 milljónum króna. Rætt er um að lækka framlag til niðurgreiðslna úr 1.600 milljónum króna í 600 milljónir króna. Á móti kæmu útgjöld til að draga úr áhrifum þessa á hag bænda og neytenda, hugsanlega um 500 milljónir króna. Niðurskurðurinn hér gæti því hljóðað upp á 500 milljónir. Á þessu ári voru áætlaðar 1.300 milljónir króna úr ríkissjóði í bygg- ingarsjóði ríkisins og verka- manna. í upphaflegum drögum að fjárlögum næsta árs var gert ráð fyrir 2.100 milljónum króna. Nið- urstaðan gæti orðið 1.900 milljón- ir króna og „sparnaðurinn" gæti því numið þessum 200 milljónum króna. Þá má nefna að fjármálaráð- herra hefur lagt til tilflutning verk- efna ýmissa stofnana til atvinnu- vega sem þýddi yfir 100 milljóna króna sparnað ef það ynnist á einu bretti. Hann vill m.a. endurskoða tekjuöflun Iðntæknistofnunar, Rannsóknastofnunar og Veiði- málastofnunar, væntanlega með það fyrir augum að tekjur þessara stofnana dugi þeim. Þá gætu spar- ast nál. 120 milljónum kr. Þessar tvær tillögur hljóða því upp á um 220 milljónir króna, ef sarnþykkt- ar verða, sem er umdeilanlegt því þær fela meðal annars í sér að af- nema framlög til ráðunauta Bún- aðarfélagsins, til héraðsráðu- nauta, til búfjárræktar, til mats á landbúnaðarafurðum og annarra helgra véa Framsóknar! Enn skal nefna tillögur um sölu ríkisfyrirtækja og sölu eigna ríkis- sjóðs í hluta- og sameignarfélög- um. Það tekur sinn tíma að ganga frá slíkum hlutum og vafasamt að ríkið fái af þessu umtalsverðar tekjur á næsta ári. Þó skal nefndur til skjalanna Utvegsbankinn og eitt sinn munaði minnstu að tækist að selja Sementsverksmiðju ríkis- ins. Þarna er með öðrum orðum sýnd veiði en ekki gefin. Þá má nefna vilja stjórnarliða til að elta uppi skattsvikara landsins, sem ár- lega eru taldir svíkja 5 milljarða undan skatti. Því miður næst ekki til þeirra á einu bretti. Áugun beinast að einstökum ráðherrum og ráðuneytum. 40% ríkisútgjalda eru ættuð úr heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu, þar sem stærstu liðirnir eru „óskerðanlegar" sjúkra- og lífeyr- istryggingar og fáum dettur í hug að hrófla við sjúkrahúskerfinu. 15—16% útgjalda ríkisins liggja í menntamálaráðuneytinu og þar liggja engar tillögur fyrir um nið- urskurð og reiknað, samkvæmt heimildum HP, með óbreyttu hlut- falli, þótt augu manna þar beinist sem fyrr að Lánasjóði íslenskra námsmanna. Drjúgur skildingur fer í vegamálin og vafasamt að Matthías Mathiesen nái að skera niður í þessu byggðastefnuráðu- neyti þegar hrópað er á bættar samgöngur með nýjum vegum, brúm, ef ekki jarðgöngum. Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmi- lega að vera: Miklar skattahækk- anir. Helst er talið að endar nái saman um hækkun tekjuskattsins sbr. tillögur fjármálaráðherra hér að ofan, en hæpið er að tekjur fáist nú í gegnum uppstokkun á sölu- skattskerfinu. Niðurgreiðslur munu lækka, en með samstilltu átaki Framsóknar og bændaarms Sjálfstæðisflokks mun takast að „bjarga" öðrum landbúnaðarlið- um. Og samkvæmt heimildum HP „er búið að leggja á hilluna í bili allar drastískar kerfisbreytingar". Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra. Hefur tillögur að skatthækkunum upp í allt 3,6 milljarða króna gatið. En bilið sem raunverulega þarf að brúa er 2,4 milljarðar og enn liggja aðeins fyrir til- lógur upp á 900 milljóna króna niðurskurð. Mis- munurinn er 1,5 milljarðar. Það bil verður liklega að mestu brúað með tekjuskattshækkun. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. Vill skera sem mest niður áður en til skatthækkana kemur. En stjórnkerfið er þungt í vöfum með lögbundnum sjálfvirkum útgjöldum. Hann þarf að útskýra hvers vegna tekjuskatturinn var ekki lækkaður, heldur hækkaður þvert ofan í yfirlýsta stefnu. Og allar kerfisbreytingar hafa verið lagðar á hilluna. Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra. Framsóknarflokkurinn berst gegn uppstokkun á landbúnaðarkerfinu, en sér fram á mikla lækkun á niðurgreiðslum. Á móti kemur að lítt veröur hrófl- að við Búnaðarfélagsútgjöldum, svo sem búfjár- ræktarframlögum! Þröstur Ólafsson: „Möguleiki að sumir fái meira en aðrir minna." Vérslað með visitöluhækk Miklar líkur eru nú taldar á því að ASÍnoti vísitöluhœkkun þá sem koma á til framkvœmda 1. októ- ber nk. sem skiptimynt í komandi kjarasamningum. Þetta þýðir að í stað þess að vísitöluhœkkunin gangi jafnt yfir alla línuna og komi til framkvœmda samkvœmt niðurstöðu launamálanefndar verði hún innifalin í nœstu kjara- samningum, gegn því skilyröi að almenn launahœkkun, sem samiö yrði um sérstaklega í komandi samningum, verði lœgri en ASl haföi upphaflega gert ráð fyrir. Talsmenn VSÍ hafa marglýst því yfir á undanförnum dögum að ekki sé svigrúm til almennra launahækkana umfram það sem gert var ráð fyrir í síðustu samn- ingum. í desember í fyrra var farin sama leið og heyrst hefur að fara eigi nú, nefnilega að fresta ákvörðun launanefndar. Þetta hef- ur í för með sér að þeir sem hafa hæst laun fá ekki umsamda vísi- töluhækkun á laun sín, en í stað þess verður samið sérstaklega um að hækka þá sem lægst hafa launin. í samtali HP við Þröst Ólafs- son, framkvæmdastjóra Dags- brúnar, kom fram að það sem væri höfuðverkur verkalýðshreyfing- arinnar um þessar mundir væri hvernig fara ætti að því að hala upp lægstu launin, án þess að það gengi yfir alla línuna. Þröstur sagðist ekki vita hvaða leið yrði farin til þess en málið væri stíflað sem stendur. Mismunur í kjara- þróun hefði orðið slíkur að það væri nauðsynlegt að bæta þeim sem lægstir væru það upp. Það 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.