Haukur - 10.07.1900, Page 2

Haukur - 10.07.1900, Page 2
26 HAUKUR. ni. 7—io. mælti hann. >Við skuium nú sjá, hvað dóttur jarð- segulsins heflr þóknazt að rita yðar tign«. Magneta hafði skrifað hrjefið þegar eftir að sýn- ingunni var lokið. Það var svo hljóðandi: »Herra minn! Sem menntaður maður hljótið þjer að vita, að það er talin ókurteisi, að sýna kvennmanni aðra eins áreitni og þjer haflð gert yður sekan um við mig, og sömuleiðis, að það er ósvífni gagnvart áhorfendunum, að ónyta sýninguna og gerast þar með gleðispillir þeirra. Ef þjer þurflð eitthvað að tala við mig, þá getið þjer heimsótt mig einhvern daginn. Jeg leyfl öllum heiðvirðum gestum aö heimsækja mig, og tek ætíð á móti þeim kl. 12—2 e. h. á hverjum degi. En sje það aftur á móti eitthvert leyndarmál, sem þjer þurflð að tala um við mig, er bezt fyrir yður að koma og drekka te hjá mjer einni stundu eftir að syningunni er lokið. Þá getið þjer talað við mig I næði. Jeg er amerísk stúlka, og skil allt, sem sagt er nokkurn veginn greinilega og skilmerkilega. Náttúr- an heflr engin launmæli. Þjer getið, ef yður þókn- ast, komið þegar annað kvöld, og þjer þurflð ekki einu sinni að fara í sparifötin. Jeg skal þá segja yður mína meiningu svo skyrt og afdráttarlaust, að þjer getið ekki misskilið mig. M a g n e t a«. »Þetta er ofur auðskilið*, mælti Prokopin, þegar þann hafði lesið brjefið. Þjer farið náttúrlega til Magnetu annað kvöld, drekkið te hjá henni, og segið svo við hana eitthvað á þessa leiö............« »Nei, jeg veit það nú miklu betur en þjer, hvað jeg ætla að segja við hana«, greip íwan fram í fyrir honum. »Nei, það er nú einmitt það, sem þjer ekki vitið. En nú skal jeg segja yður það. Þjer segið: »For- kunnar fagra gyðja, heljarstökk mitt í gær út í enda- lausan geiminn hiytur þegar að hafa sannfært yður um það, að jeg er orðinn hálf-brjálaður af brennandi ást til yðar, og hirði ekki um það, þótt jeg leggi lífið í sölurnar til þess, að draga yður af himnum ofan, og fá yður til þess að dvelja hjer niðri á jarð- ríki«. — Sje það nauðsynlegt, að þjer haflð einhvern rómantiskan blæ á ræðu yðar, þá getið þjer sagt henni ævintýrið, sem allir kunna, um fiskimannssoninn, sem varð heillaður af yndisleika kóngsdótturinnar. Þjer getið sagt henni eins og er, að kóngsdóttir þessi hafl verið dóttir Ægis konungs, að hún hafi verið grimmúðug og hörð í horn að taka, að hún hafi smáð ást hans og hlegið að barnaskap hans, en svo hafl hann rænt henni, haft hana á brott með sjer úr heimkynni hennar, »hinum töfrandi öldum«, farið með hana til lands, og gert hana að almennri mat- reiðslu- og þvotta-konu. Áður fyrri kölluðu menn þetta gjörninga, en nú heitir það bara dáleiðsla og innblástur. Þjer kunnið það sjálfsagt. En hjer er sá galli á, að stúlka sú sem þjer þurflð að dáleiða, heflr svo mikinn viðnámsþrótt, og svo gott skyn á að verjast dáleiðslunni, að þjer eigið á hættu, að hún geri yður ef til vill bæði blindan og heyrnarlausan. Það er bágt að gizka á það, hverju rafmagn hennar fær áorkað*. »Ekki held jeg, að jeg fari að segja allt þetta við hana«. »JSei, náttúrlega. Jeg er alveg sömu skoðunar. En þar á móti munuð þjer segja eitthvað á þessaleið: »Takið þjer nú eftir, ungfrú Magneta, hjer í seðlavesk- inu mínu er víxill, að upphæð fimm hundruð þúsund rúflur. Aftan á honum er eyða fyrir nafn þess manns, sem á að fá peningana. Ef þjer viljið, verður yðar nafn ritað í eyðuna. Til þess útheimtist ekki annað, en eitt orð af vörum yðar. Viljið þjer verða konan min? Mjer stendur á sama um það, hvort hjónavígsl- an verður borgaraleg eða kirkjuleg, og hvort hún fer fram á spænskan, rússneskan eða frakkneskan hátt. Höfuðatriðið er það, að þjer takið fimm hundr- uð þúsund rúfla víxilinn, og mig sem eiginmann í ofanálag*. — Þetta er það, sem þjer ætlið að segja«. »Nú, jæja«. »Nú, jæja! En stærðfræðin kennir okkur, að núll margfaldað með núlli sje núll, og að núll og núll lagt saman, sje líka sama sem núll. Haldið þjer máske, að jeg láti fimm hundruð þúsund rúflur fyrir alls ekkert?« »Nei, það kemur mjer ekki til hugar. En þjer munuð fúslega láta hálfa miljón fyrir — eitthvað«. »Það segið þjer satt«. »Þjer eruð hræddur um, að Magneta muni ef til vill gera eiginmann sinn, hversu mjög sem hann ann henni, að þegni einhvers auðugri manns, á svipaðan hátt eins og t. d. átti sjer stað um jarlinn og soldán- inn á Tyrklandi. »Jeg dáist að skarpskygni yðar«, mælti Prokopin. íwan fursti byrgði glasið sitt með hendinni, til þess að Prokopin skyldi ekki hella meira víni í það, og mælti: »En ef yður skyldi nú skjátlast í þessu, ef það skyldi nú vera ástæðulaust, að væna ungan og heið- virðan heldri mann um það, að hann muni ganga að svo niðangalegum afarkostum, hvað segið þjer þá?« »Jeg held, að mjer skjátlist ekki, með því aðjeg þekki vel einn slikan heldrimann. Furstadæmi yðar, herra íwan, heflr þegar um langan tíma verið í sama stað, sem þjer nú haflð vistað Magnetu, sem sje í tunglinu. Þessar flmm þúsund rúflur, sem ’þjer hafið lagt undir i veðmáli okkar, eru aleiga yðar. Ef þjer tapið þeim, þá getið þjer ekki gert annað rjettara, en að taka skástu skammbyssuna yðar, og kyssa á kjaftinn á henni. Það verður auöveldara fyrir yður, að kyssa hana, heldur en Magnetu. Og hver myndi syrgja yður? Hver myndi sakna yðar? Það er meíra en nóg af öðrum eins fautum í heiminum, svo að það er ekki hætt við stóru skarði þó að þjer fallið frá. En ef þjer á binn bóginn aðhyllist uppástungu mína, þá getið þjer haft von um, að verða bæði ofan á og undir*. »Nú, jæja þá. Komið þjer með víxilinn. Jeg giftist Magnetu*. »Gott, en jeg trúi yður ekki, nema þjer færið mjer áþreifanlegar sannanir*. »Jeg skal láta sýna yður hjúskaparvottorðið*. »Það er ekki fullnægjandi sönnun. Jeg verð að hafa tryggingu fyrir því, að engin brögð sjeu í tafli«- »Á jeg þá að láta taka ljósmynd af okkur sem brúður og brúðguma, og láta Magnetu vera klædda öllu sínu gullna skrauti?* »Nú voruð þjer nærri vegi. Að eins var þetta þveröfugt við það, sem jeg hafði hugsað mjer. Ef þjer viljið færa mjer fullnægjandi sönnun fyrir þvb að þjer sjeuð elskhugi og eiginmaður Magnetu, Þ& verðið þjer að sýna mjer ljósmynd af dísinni — Almeh-beltislausri*. * * * Kvöldið eftir, einni klukkustundu síðar en sýn-

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.