Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 7

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 7
III. 7—io. HAUKUR. 3i Fróðleiks-molar. Telediagraf heitir áhald, sem Þjóðverji einn 1 Ameríku, Hummel að nafni, hefir fundið upp, og notað er til þess, að »senda« myndir með ritsímum. »New-York Herald« og stórblöðin í Boston, Chicago, Fíladelfíu og St. Louis eru þegar tekin að nota þetta áhald í sínar þarfir. Vjer setjum hjer stutta lýsingu á áhaldi þessu, og notkun þess. Myndin, sem senda á, er dregin upp á tinnæfur (stanniol) með einangrandi bleki, sem búið er til úr skellakki. Tinblaðið er síðan lagt á járnsívalning, þannig, að myndin snýr frá sívalningnum, og svo er sívalningnum snúið með þar til gerðu gangtóli. Titt- ur, sem gangtólið flytur ofur hæt frá öðrum enda sívalningsins til hins endans, kemur við tin blaðið, og með því að sívalningurinn snýst, fer titturinn þannig smámsaman yfir allt blaðið, án þess að skilja nokk- Urn blett þess eftir. Rafmagnsstraumur er leiddur gegnum pinnann í sivalninginn og úr sivalningnum eftir þræði (ritsima) til fjarlægra staða. En rafmagns- straumur þessi slitnar í hvert skifti sem pinninn hleypur yfir einhvern drátt í myndinni, vegna þess að skellakksblekið er einangrandi (torleiðandi). í viðtökuáhaldinu er einnig sívalningur, klæddur hvitum pappir. Utan yfir pappírinn er látinn lit- Pappír (kalkerpappír), og þar utan yfir silkipappír. Ratmagnsstraumnum er nú hagað þannig, að í hvert skifti sem titturinn í áhaldi því sem sendir myndina, fer yfir einhvern drátt i myndinni, þrýstir titturinn i viðtökuáhaldinu á pappírinn á sívalningnum, og fram- leiðir þannig með litpappírnum alveg samskonar mynd á papír þann sem næstur er sívalningnum, eins og mynd þá, sem dregin var upp á tin-blaðið. Eins og allar myndir, sem gerðar eru með litpappír, er mynd þessi fremur ruddaleg og óskýr, 0g þarf þvi að draga hana upp á ný, áður en hún er birt á prenti. Það hefir veitzt örðugast, að halda sívalningunum sinum á hvorri endastöð í alveg jafnri hreyfingu, og þarf til þess að vera rafmagnssamband milli gang- tóla þeirra, er valda hreifingunni. Fyrir rúmum 3 árum gerði Hummel hina fyrstu filraun í þessa átt, en þá var áhald hans enn þá mjög svo óíullkomið. í fyrra lánuðust tilraunir hans aftur ú móti svo vel, að eigendur fimm helstu blaðanna í Ameríku gengu í fjelag til þess að hagnýta uppgötv- ún þessa, og síðastliðið haust tóku þeir að nota hana. Uppgötvun þessi hlýtur að geta komið að miklu liði. Frjettablöðin geta flutt simritaðar myndir af viðburðunum jafnskjótt sem þau fá hraðskeyti um þá ntan úr heiminum. Lögreglan getur á svipstundu sent myndir af strokumanninum í allar áttir, til þess að stöðva ferð hans o. fl. 0. fl. Þar að auki getur úhald þetta alveg eins sent myndir af rituðu máli með eiginhandarundirskrift þess, er sendir, og veitt þannig simritinu fullt lagalegt gildi. * * * Nýtt rafmagns-glóðarljós. Þýzkur hugvitsmaður, prófessor Nernst, hefir nýlega fundið hPP nýjan glóðarlampa, sem útlit er fyrir, að muni fljótlega ryðja sjer til rúms. Munurinn á þessum nýja lampa og lömpum Edisons er aðallega sá, að loftlausa glerkúlan, sem er alveg nauðsynleg á lömpum Edisons, ev óþörf og þvi ekki notuð á þessum nýju lömpum. GUóðarstrengurinn (»hárnálin«) í lömpum Edisons er flr kolum (brenndum jurtatrefjum 0. fl.) og myndi því brenna og verða að ösku, ef loft kæmist að honum glóheitum, og þess vegna verður hann að vera í loftlausri glerkúlu. í lömpum Nernst’s er glóðar- strengurinn aðallega gerður úr brenndri magnesiu og eldtraustum leir, og þola þau efni hitann, þótt loft komist að þeim, en þau hafa aftur á móti þann eiginleika, að þau »leiða« alls ekki rafmagn fyr en þau hafa verið hituð nokkuð. Þetta þótti ífyrstu ókostur við lampa Nernst’s, og stóð nokkra stund á því, að flnna bentugt áhald til þess að hita glóðar- strenginn í hvert skifti sem á ljósi þurfti að halda. Áhald þetta er nú fundið, en það má vel komast at án þess. Einfaldasta ráðið til þess að hita glóðar- strenginn er það, að halda logandi eldspýtu undir honum. Hitnar hann við það nægilega til þess að leiða rafmagnið, og verður á svipstundu skínandi bjartur. Til þess að slökkva þetta nýja ljós þarf ekki annað, en að blása á það, eins og kertaljós. Sterkur loftstraumur kælir sem sje glóðarstrenginn svo, að hann leiðir ekki rafmagnið fyr en hann er hitaður aftur. Sje glerhjálmur hafður um glóðarstreng- inn, til þess að verja hann áföllum, er kveikt á ofur- litlum spírituslampa, sem er við op á hjálminum neð- anverðum. Glóðarlampi þessi er mjög ódýr. Glóðar- strengurinn ónýtíst auðvitað með tímanum, en með jöfnum og hæfilegum rafmagnsstraumi endist hann til þess að lýsa í 300 klukkustundir. Að þeim tima liðnum má fá nýjan glóðarstreng fyrir fáa aura, og setja hann á sama lampafótinn. Glóðarlampi Nernst’s kemst af með hálfu veikari rafmagnsstraum, heldur en hinir venjulegu glóðarlampar, til þess að framleiða jafn sterkt Ijós. Birtan af Nernst’s glóðarlampaljós- inu er mjög svipuð dagsbirtu, hvorki gulleit eins og gasljósið nje bláleit eins og bogalampaljósið. Aðal- kostur lampa þessa er sá, að hann framleiðir hreint og skært ljós fyrir svo lítið verð, að það þarf enga auðmenn til þess að geta notað hann. Þýska raf- magnsfjelagið (Allgemeine Elektricitats-gesellschaft) hefir tekið að sjer tilbúning lampa þessara, og hefir það þegar fengið yfir 100 einkaleyfi fyrir tilbúningi þeirra víðsvegar um heim. Siðast liðið missiri hefir það búið til fjarskalegan fjölda af þeim, og er nú mjög víða farið að nota þá. — Hvenær skyldum vjer Islendingar komast svo langt, að vjer förum að hugsa um, að fá oss þessi ódýru, hreinlegu, hollu 0g björtu ljós í stað hinna sóðalegu og hættulegu steinolíu- lampa? * * * Hrað-ritsíminn — ný uppgötvun. Margir af lesendum Hauks munu kannast við ritsíma-stafróf það, sem kennt er við Ameríkmanninn Samuel Morse. En vegna þeirra, sem ekki þekkja það, skal hjer farið um það fáum orðum. Stafrof þetta er ekki annað, en deplar og stryk sem eru sett saman á ýmsa vegu. Stafurinn A er t. d. depill og stryk, stafurinn B stryk og þrír deplar 0. s. frv. Ef nafn þessa blaðs væri símritað, myndi símritið líta þannig út: h a u k u r Stafrof þetta var fundið 1832, en ekki reynt fyr en 10 árum síðar, eða 1842, en siðan hefir það nær eingöngu verið notað við alla símritun. Aðferð- in hefir verið þessi, að því er aðalatriðin sneitir: Það er ritsimasamband miili stöðvanna A og B. Á báðum stöðvum eru tvö aðal-áhöld: ritvjelin og lyk- illinn. í ritvjelinni er gangtól, sem drcgur pappírs-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.