Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 8

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 8
32 HAUKUR. III. 7— iö. ræmu hægt og hægt gegnum vjelina. Þegar rafmagns- straumurinn er í gangi, kemur blýantsoddur við pappírsræmuna, og með því að ræman dregst áfram, ritar hann ýmist depii eða stryk á ræmuna, eftir því hvort straumurinn varir að eins eitt augnablik, eða lítið eitt iengur. Lykiliinn er áhald, sem notað er til þess, að hleypa rafmagnsstraumnum af stað. Eigi að símrita frá A til B, styður símritarinn á lykilinn, og sendir þannig rafmagnsstraum til B. í sama vetfangi kemur blýantsoddurinn í ritvjelinni á B við pappírs- ræmuna og setur merki á hana, depil, ef símritarinn á A styður að eins eitt augnablik á lykilinn, en stryk ef hann styður lítið eitt lengur á hann. Þessi sím- ritunaraðferð hefir nær eingöngu verið viðhöfð til þessa tíma. Beyndar hafa verið gerðar ymsar smá- vægilegar breytingar, sem hafa gert símritun lítið eitt fljótlegri, en þessi einfalda aðferð Morses er þó enn notuð á öllum smærri ritsímastöðvnm. Þannig er sumstaðar við neðansjávar ritsíma höfð dálftið önnur aðferð, einkum á stuttu færi. Þá er hafður penni í stað blýantsins í ritvjelinni. Pennaoddurinn nemur ætið við pappírsræmuna og dregur beint stryk eftir henni, meðan enginn straumur kemur frá hinni ritsímastöðinni. En styðji símritarinn á lykilinn og sendi þannlg rafmagnsstraum af stað, dregst penninn í ritvjelinni á viðtökustaðnum lítið eitt til hliðar, og er þar meðan straumurinn helzt. Þannig koma lengri eða styttri hlykkir á strykið, eftir því hvort straumurinn helzt lengur eða skemur. Með slíkri aðferð myndi nafn þessa blaðs lita þannig út: _jiíiMJi]n_JiJTrT_rTJirLJ^^ h a u k u r Frakkneskur maður, Estienne, heflr stungið upp á því, að nota eingöngu stryk, misjafnlega löng, og láta þau koma þversum á pappírsræmuna þannig: tlll ll lll lll lll lll h a u k u r Vinningur við slika ritvjel yrði að eins sá, að hún yrði ekki jafn pappírsfrek og hinar. Einnig hefir maðureinn, Hughes að nafni, fundið upp aðferð, sem er gagD ólík aðferð þeirri, sem kennd er við Morse. Hann notar ritvjel, sem prentar (eða stimplar) venjulegt letur. Símritarinn, sem á að senda hraðskeytið, hefir þá borð fyrir framan sig, mjög svipað nótnaborði á hljóðfæri. Allir staflr, tölustafir og aðgreiningarmerki eru merkt á »nóturnar«, og styðji hann á »nótu« þá, sem merkt er með A, prent- ar ritvjelin á viðtökustaðnum A, o. s. frv. En vjela- útbúnaður þessi er svo margbrotinn og kostnaðarsam- ur, að hann hefir lítið sem ekkert verið notaður, og hefir hann þó tvo stórvægilega kosti fram yfir áhöld Morses: Símritunin er mikið fljótlegri, og það geta allir lesið simritin, svo að það þarf ekki að skrifa þau upp aftur, áður en þau eru send hlutaðeigandi við- takanda. Ymsar fleiri smábreytingar hafa verið gerðar á hinni npphaflegu aðferð Morses, en fæstar þeirra hafa verið notaðar. En nú er svo að sjá, sem gagngerð breyting sje í vændum. Fyrir nokkrum árum kom uppgötvun Marconis, fjarritinn simalausi, sem þegar er nokkuð notaður, t. d. nota Englendingar hann nú í ófriðnum við Búa í Astralíu. Og nú hafa tveir Ungverjar, Anton Pollak og Josef Virág komið með nýja uppgötvun, sem gerir símritun svo fljótlega, að engan hefir áður órað fyrir slíku. 0g með því að uppgötvun þessi hefir staðizt allar tilraunir, sem gerðar hafa verið, og reynzt jafn ágæt og finnendurnir sögðu hana, má búast við, að hún ryðji sjer fljótlega til rúms. Vjer skulum nú aftur hugsa oss, að það eigi að senda hraðskeyti frá A til B. Þá sjáum vjer á staðn- um A sívalning úr málmi, og úr honum liggur þráð- urinn til B. Eftir sivalning þessum dregst papírs- ræma með götum á. Götin eru I tveim röðum, og samsvarar önnur röðin (sú neðri) deplunum í stafrófi Morses, en hin röðin strykunum. Pappírsræma, með sama orði og áður er sýnt, myndi líta þannig út: O OOO OO OOOO o 00 o 00 o o Málmburstar tveir strjúkast eftir pappírsræmunni sinn eftir hvorri gata-röð. Þeir eru tengdir sinn við hvort skaut tveggja ratmagnsvirkja. Þegar burstarn- ir strjúkast yfir gat á pappírsræmunni og snerta þann- ig sívalninginn, myndast rafmagnssamband milli burstanna og sívalningsins, en rafmagnsstraumurinn slitnar meðan burstarnir eru milli gatanna. Með því að burstarnir eru tengdir sinn við hvort rafmagns- skaut, hleypur straumurinn ýmist fram eða aftur eftir þræðinum sem liggur til B, eftir því hvort burst- inn það er, sem snertir sívalninginn. Á viðtökustaðn- um B er rafmagnsstraumurinn látinn hafa áhrif á ör- þunna járnhimnu, á líkan hátt eins 0g í talsíma. Við það koma ofurlitlar sveifiur á járnhimnuna, og þær sveiflur eru á mjög einfaldan en hugvitsamlegan hátt látnar rugga ofurlitlum spegli. Lítið rafmagnsljós er látið skína á spegilinn, en spegillinD kastar geislanum aftur yfir á ljósnæma pappírsræmu, sem gangtól eitt dregur hægt og hægt áfram. Geislinn frá speglinum setur stryk á ljósnæma pappírinn, og á strykinu verða ýmsir hlykkir eftir því hvort efri brún spegilsins ruggar fram eða aftur. Pappirsræmuna verður svo að fara með á sama hátt, eins og »brómíd-pappír« Ijósmyndasmiðanna, bæði til þess að strykið komi í ljós, og til þess að hún þoli birtuna. Með slíkri skrift yrði nafn þessa rits þannig: nAAATvSfl/^AAWSAr h a u k u r og er auðvelt fyrir hvem þann, er þekkir stafróf Morses, að lesa úr því. Verzlunarráðaneytið á Ungverjalandi hefir stutt að tilraunum finnendanna, og látið nefnd skynberandi manna hafa eftirlit með þeim. Hefir þegar heppnazt, að símrita 100,000 orð á kiukkustundinni, og þó er talið víst, að hraðinn geti orðið töluvert meiri. Hraðskeyti, er var 500 orð, og fyilti pappírsræmu er var rúm alin á lengd og tæplega hálfur þriðji þuml. á breidd, hefir verið símritað á 22 sekúndum. Þar að auki þurfti hálfa þriðju mínútu til þess að festa strykið á Ijósnæma pappírnum og gera hann óljósnæman. Til þe3s að senda innihald dagblaðs, er væri 16 blaðsfður, og sem myndi þvi vera nálægt 40,000 orð, þyrftu 25 mínútur. Með áhöldum þeim, sem nú tíðkast, þyrfti æfður símritari að minnsta kosti 30 klukkustundir til sama starfa. Þegar þessi símritunaraðferð er orðin almenn, munu sjálfsagt allir þeir, sem mikið nota ritsímana, svo sem blaðamenn 0. fl., afhenda hraðskeyti sín á ritsíma- stöðvunum sem pappirsræmur með viðeigandi götum á, og símritunarkostnaðurinn verður þá ekki reiknað- ur út eftir orðafjölda, eins og nú á sjer stað, heldur eftir því, hve pappirsræman er margar stikur á lengd. Uppfundningarmennirnir telja líklegt, aö ritsímarnir

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.