Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 10
34
HAUKUR.
III. 7—10.
Vagninn var klæddur járnþynnum, og skotsmugur
hafðar eftir báðum hliðum endilöngum. Auk þess
var höfð ein stærri skotsmuga á hvorri hlið fyrir
fallbyssu, er höfð var á snúanlegu borði á miðju
gólfi. Vagn þessi kom að góðu liði.
Þegar Þjóðverjar sátu um París .1871 voru bryn-
vagnar notaðir til þess, að flytja matvæli inn í borg-
ina, og urðu þannig að miklu liði. Vagnarnir voru
allir klæddir járnþynnum, nægilega sterkum til þess,
að byssukúlur unnu ekki á þeim. Hver slík eimlest
hafði 4 litlar fallbyssur, sem auðvelt var að bregða
fyrir sig, þegar á þurfti að halda. Síðan komust
brynvagnar þessir svo í hendur uppreistarmannanna,
og unnu þá stjórnarliðinu mikið tjón.
Arið 1882 notuðu Englendingar brynvagna í
herförinni gegn Arabi Pasja.
Slíkir vagnar voru og notaðir í orustunni í Chili,
á Kúba, í síðasta ófriðnum i Súdan, og nú nota
Englendingar þá í Suðurafriku.
Það er auðvitað, að notkun slíkra brynvagna
hlýtur ætíð að vera mjög takmörkuð. Það þarf góða
skyttu til þess, að skjóta svo að gagni verði úr vagni,
sem er á hraðri ferð. Og þar að auki verða vagnar
þessir ekki notaðir nema þar, sem járnbrautir eru,
og þarf því ekki annað, en taka burt brautartein
eða leggja ofurlítið sprengitundurshylki á brautina
til þess að granda vögnunum. Enn fremur verður
að hafa það hugfast, að stálþynnurnar eru að eins
gerðar til þess, að verjast byssukúlum. Fallbyssu-
kúlum veita þær auðvitað ekkert viðnám.
Til þess að ráða bót á einum aðalókosti vagna
þessara, þeim ókosti, að þeir eru háðir brautartein-
unum, hefir hinn sístarfandi og hugvitsami Þýzka-
landskeisari gert uppdrátt af brynvagni, sem á að
geta komizt allra sinna ferða brautarlaust alstaðar
þar, sem er Dokkurn vegmn flatlent og þurlent.
Hervagn þessi er á stærð við venjulegan mann-
flutningavagn, og er hann klæddur stálþynnum niður
að jörð, til þess að hjólunum sje einnig óhætt. Skot-
smugur, bæði fyrir byssur og fallbyssur, verða auð-
vítað á alla vegu. Hjer og hvar umhveríis vagninn
verða þar að auki raðir af beittum stálbroddum, til
þess að koma í veg fyrir það, aö ráðist verði til upp-
göngu á vagninn. Ilugmynd þessi virðist vera nokkuð
draumóraleg, en sagt er, að járusteypuhús Krupps
hafl samt sem áður tekizt á hendur, að koma henni i
verk. Hver veit nema bráðum verði farið að nota
slíka »hervagna« á landi rjett eins og herskip á sjó?
*
* $
Tæringarmeðal segjast tveir nafnkunnir
frakkneskir visindamenn, C. Richet og J. Hericourt,
hafa fundið. Það er vöðvasafi, eða með öðrum orð-
um safi, sem kreistur er úr hráu kjöti, Sjúlkingarnir
eiga að drekka vöðvasafann, sem er mjög nærandi
og auðmeltur. Finnendurnir hafa gert tiraunir á
tæringarsjúkum hundum, og hefir meðalið reynzt
ágætlega. Þeir hafa einnig reynt meðal þetta við
berklaveiki í mönnum, og láta vel yfir því, en segjast
ekki hafa gert nægilega margar tilraunir enn þá, til
þess að ágæti þess sje fullkomlega sannað.
*
* sje
Nýtt björgunaráhald. Erfingjar auð-
manns eina frá Ameríku, er var á skipinu »Bourgogne«,
sem fórst í Atlanzhaflnu í fyrra sumar, hafa heitið
72,000 kr. verðlaunum fyrir bezta og heppilegasta
ráðið til þess, að bjarga mönnum í sjávarháska.
Eiga allir þeir, sem keppa vilja um verðlaunin, að
senda áhöld sín á sýninguna í París, sem nú stendur
yflr, og verður þar skorið úr því, hver skuli hljóta
verðlaunin. Danskur maður, F. 0. Larsen, hefir góða
von um að vinna verðlaunin. Bjargráð það, sem
hann heflr fundið upp, er togleðurspokar, sem hægt
er að geyma í vasanum, og hengja á sig í snatri,
þegar hættuna ber að höndum. Þetta nýja björgun-
aráhald er því mjög svipað þvi, sem lýst var í I. árg.
»Hauks«, bls. 30.
*
* *
Stærsti ísbrjótur í heimi er skipið Ermack.
Rússastjórn pantaði hann frá Englandi, og ætlar að
nota hann til þess að halda auðri skipaleið með
norðurströnd Rússlands. íbrjótur þessi hefir nú verið
reyndur í heimskautsísnum, og staðizt raunina ágæt-
lega. Nálægt Spizbergen brauzt hann gegnum 15 — 18
feta þykkan ís. Á stöku stað var ishellan jafnvel
fram undir 7 faðma á þykkt. Vegalengd sú, sem
Ermack fór gegnum slíkan ís, var um 350 rastir
(tæpl. hálf míla), og fór hann það á rúmlega hálfri
klukkustund.
*
♦ *
ímyndunaraflið. Fyrirlesari einn hafði með
sjer glas, sem hann hafði búið mjög vandlega um,
og sagði áheyrendunum, að hann ætlaði að reyna,
hversu lengi lyktin af því, sem í glasinu væri, væri
að berast út um salinn. Hann bað menn að rjetta
upp hendina þegar er þeir yrðu varir við lyktina.
Svo ljet hann fáeina dropa drjúpa úr glasinu í baðm-
ullarlagð, og sneri sjer undan, til þess að láta ekki
vökvann gufa upp í vitin á sjer. Að 15 sekúndum
liðnum tóku nokkrir þeir, er næstir sátu, að rjetta
upp handleggina, til merkis um það, að þeir fyndu
lyktina. Áður en 40 sekúndur voru liðnar, höfðu all-
flestir rjett upp hendurnar, einnig þeir, sem sátu á
fremstn bekkjunum. Og áður en ein mínúta var liðin,
voru margir af þeim, sem sátu á innstu bekkjunum,
staðnir upp og farnir út, vegna þess að þeir þoldu
ekki lyktÍDa. Þá sátu tveir þriðju hlutar af áheyr-
endunum með hendurnar á lofti. En í glasinu var —
hreint vatn.
*
* *
Maís-togleður hefir maður einn í Chicago
fundið upp. Það ar búið tii úr maís-olíu (olíu, sem
pressuð er úr maís-korni), og segir hann, að það megi
nota það í staðinn fyrir reglulegt togleður til hvers
sem vera skal, nema sem torleiðanda rafmagns. Það er
gizkað á, að togleður þetta muni vekja eftirtekt
manna á sýningunni i París.
*
* *
Nýtt meðal við 1 u n g n a t æ r i n g u
(berklaveiki) kveðst Vesturheimsmaður einn hafa fund-
ið. Það er ólívenolía blönduð safa úr eukalyptus,
blóðbergi og kanel, og spýtir hann þessari blöndu
inn í lungnapípurnar. Tilraunir voru gerðar á 16
sjúklingum, og eftir nokkrar vikur voru þeir allir
auðíjáanlega i afturbata.
*
* *
Steinrunninn maður fannst nýskeð í
Missurifljótinu í Ameríku, þar sem Juditfljótið rennur
í það. Handleggir liksins voru bundnir við brjóstið,
og ber það vott um, að maðurinn muni hafa verið
myrtur. Hveravatn rennur í Juditfljótið og er það
blandað kalki og kísilsýru; það hefir breytt likinu í
steingerving, og þótt það geti varla verið mjög gam-
alt, er það þó svo fullkominn steingervingur, að það
lítur út sem snildarlega gert steinlíkanssmiði.