Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 13

Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 13
III. 7—io. HAUKUR. 37 — svo sterkan kulda, að áhrif hans og verkanir eru að mestu leyti ókunnar enn þá — en hjer er alls ekki að ræða um þrýstingu. Með nál. 3 gallónum af loftlegi, sem jeg hefl látið i þrýstivjelina, hefi jeg í raun og veru framleitt hjer um bil 10 gallónur í vökvagerðarvjelinni. Þannig hefl jeg 7 gallónur í afgang, sem kosta mig ekkert, og þær get jeg notað sem afl á öðrum stað«. »Og er þessi framleiðsla takmarkalaus? Getið þjer án afláts haldið framleiðsunni áfram með svona miklum ávinningi?« »Það hygg jeg. Jeg hefi ekki lokið tilraunum minum enn þá, eins og þjer getið skilið, og vil því ekki fullyrða allt of mikið. En mjer er óhætt að fullyrða, að jeg hefl fundið mjög mikilvægt vísindalegt undirstöðuatriði, og jeg tel víst, að jeg geti látið not- hæfar vinnuvjelar vinna sama verk sem tilrauna- vjelar mínar vinna«. * * * í fljótu bili er öldungis ómögulegt að hugsa sjer allar þær byltingar, sem uppgötvun þessi getur haftí för með sjer í daglegu lifi, einkum að því er snertir allan verksmiðju-iðnað, flutningstæki og samgöngu- færi. Hugsið yður litla og ódýra vjel, sem býr sjálf til hreyfi-afl það, sem hún þarf á að halda, og fram- leiðir þar að auki, alveg kostnaðarlaust, nóg afl til þess að hreyfa margar aðrar vjelar, gangvjelar eða verksmiðjuvjelar — afl, sem einnig má nota til þess að framleiða rafmagn, scm svo má nota til hitunar, lýsingar o. fl. o. fl. Hugsið yður stóru meginhafs- eimskipin, þegar þau þurfa ekki lengur að burðast með kolastíur, sjóðandi katla og »rjúkandi reykháfa«, heldur sjúga allt það hreyfi-afl, sem þau þurfa á að halda, úr loftinu, sem er í kringum þau, jafnóðum og þau þurfa á því að halda. Hugsið yður eimreiðina, sem brunar áfram með marga vagna í taumi, ketil- laus, kyndaralaus, vatnshylkislaus, eldstóarlaus og kolalaus, og notar eingöngu loftið sem hreyfi-afl — loftið, sem kostar ekkert, og ávallt er við hendina. Hugsið yður, hversu fargjald manna og farmgjald varnings hlýtur að lækka, þegar hreyfi-aflið kostar ekkert, og hversu all-flestar vörutegundir hljóta að lækka í verði af sömu orsök. Og hugsið yður enn fremur, að það eru mjög mikil líkindi til þess, að það verði einmitt þetta afl, sem^gerir flugvjelarnar raun- hæfar, því að það útheimtir engan margbrotinn eða þúngan vjelaútbúnað, ekkert forðavirki og engin kol ~~ en jeg skal síðar minnast ítarlega á þetta efni. ®f einhver skyldi hafa löngun til þess, að gefa hug- stníða-aflinu lausan tauminn, þá getur það haft nóg ftð gera að glíma við úrlausnarefnið: »Hvernig verð- úr umhorfs í heiminum, þegar allt það starfs-afl, sem úiennirnir þurfa á að halda, fæst fyrir ekkert?* Þegar þú fer að hugsa um breytingar þær, sem aðrar eins vjelar og Triplers hljóta að hafa i för með 8,íer, ef þær lánast svo sem nú eru horfur á, þá verður Þd fyrst í efa um það, hverju þú eigir að trúa — Þjer finnst þetta allt svo ótrúlegt, ómögulegt og ó- húgsandi — þjer flnnst það hljóta að vera annað hvort einber fjarstæða eða argasti galdur, og — þó þarf ekki annað, en minnast þess, er sagt var, þegar Morse sendi fyrsta símritið sitt frá Washington til Haltimore, eða þegar Bell talaði í fyrsta skifti »gegn- úm eirvír* við mann í mílu fjarlægð. »Við erum byrjaðir að uppgötva ýmislegt, en úppfundningunum er ekki lokið«, segir Tripler. Mörg gátan er enn óráðin íjfcríki náttúrunnar, en smám saman mun mannsandanum auðnast að leysa þær. (Meira.) Fataskifti. Karlmaður og kvennmaður, sem voru með öllu ókunn- ug hvort öðru, urðu af tilviljun ein saman í járnbrautar- klefa. Þau sátu þegjandi hvort á sínum bekk. En svo sagði karlmaðurinn allt i einu: »Má jeg ekki biðja yður frá, að horfa ofurlitla stund út um gluggann? Jeg þarf sem sje að hata fataskifti snöggvast*. »Jú, það er velkomið«, svaraði hún kurteisislega, sneri að honum bakinu og leit út um gluggann. Litlu siðar sagði karlmaðurinn: »Nú er jeg búinn, frú, nú megið þjer gjarnan setjast aftur eins og þjer sátuð«. Þegar kvennmaðurinn leit við, sá hún, að förunautur hennar var kominn í kvennmannsföt, og hafði þjetta slæðn íyrir andlitinu. »Herra minn eða frú mín, eða hvað þjer nú eruð«, mælti kvennmaðurinn, »nú verð jeg að biðja yður að gera mjer sams konar greiða, biðja yður, að horfa út um gluggann dálitla stund, þvi að jeg þarf líka að hafa fata- skifti að nokkru leyti*. »Já, það er velkomið«, svaraði karlmaðurinn i kvenn- mannsfötunum, og sneri sjer þegar við. »Svona, nú megið þjer snúa yður við aftur«. Karlmaðurinn í kvennmannsfötunum varð ekki lítið forviða, þegar hann sá, að kvennmaðurinn .var alt í einu orðin að karlmanni. Hann hló dátt að þessari umbreytingu og mælti: »Það lítur helzt út fyrir, að við sjeum bæði á flótta og að það sje nokkuð likt á komið með okkur. Hvað hafið þjer nú gert fyrir yður? Þjer hafið þó ekki komizt í bankann, eins og jeg?« »Ójú, komið hefi jeg þar«, svaraði sá, sem verið hafði í kvennmannsfötunum, og skjótur eins og elding spratt hann upp úr sæti sínu, flaug á förunaut sinn og lagði handjárn á hann. »Jeg er Clement leynilögreglumaður. Jeg hefi elt yður eins og skugginn yðar í siðast liðna tvo daga, og nú —«, mælti hann enn fremur og miðaði skammbyssu sinni á bankaþjófinn, »nú vil jeg ráöleggja yður að hafa hægt um yður«. Ástarsaga hins látna. Eftir Max Langenberg.' —:0:— Jeg hjelt að jeg væri dáinn. Jeg hafði verið að renna nyer á skautum, ásamt fleirum, og sjeð ofurlitinn drenghnokka pompa ofan um ísinn fáa faðma frá mjer. Mjer hafði heppnazt að bjarga drengnum, en um ieið hafði jeg sjálfur dottið ofan i, og sjálfum mjer gat jeg ekki bjargað. Þegar þeim, sem við voru staddir, auðnaðist loksins að ná í mig, var jeg örendur; allar lífgunartilraunir urðu á- rangurslausar. Jeg hafði þannig látið líflð fyrir góðverk eitt, og það gat jeg haft mjer til huggunar á þessari löngu vegferð, er jeg átti nú fyrir höndum. Læknirinn hafði skrifað dánarvottorðið, virt mig fyrir sjer með meðaumkunarsvip og haldið aftur heim til sin. Hjúkrunarkonan, sem þegar I stað hafði ver- ið sent efcir, veitti mjer nábjargirnar, kveikti á kert- um í tólf silfur-liósastjökum, sem jeg átti, og setti þá við höfðalagið, sína sex hvoru megin. Svo las hún í hálfum hljóðum »bæn fyrir deyjandi*, og svo laum- aðist hún hljóðlega út, og lokaði hurðinni. Nú lá jeg þarna einn á líkbörunum; og enginn vakti yflr mjer. Jeg hafði engan átt aö í heiminum,

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.