Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 15

Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 15
ni. 7—io. HAUKUR. 39 »Farðu í h...........með a.............rausið og lýgina, sem vellur upp úr þjer«, öskraði jeg í bræði minni. »Vertu nú dálítið skynsamur*, mælti hinn aftur. »Leystu af þjer fjötrana meðan tfmi er til þess. Getur vel skeð, að Anna sje snotur og elskuleg stúlka — í sinni röð, en þú verður vel að gæta þess, að hún hefir aldrei átt heima og getur aldrei átt heima í þínum hóp, og þú mátt reiða þig á það, að svo framar- lega sem þú gtftist henni, þá hætta flestir betri menn að umgangast þig, og þú verður algerlega útilokaður úr þeirra hóp. Þú ert efni í ráðherra, og getur gert þjer góðar vonir um að komast innan skamms í ráðherrasessinn, en bindir þú þig við slíka konu, þá get jeg fullvissað þig um það, að þú kemst aldrei svo hátt, vegna þess — vegna þess — nú já, vegna þess að konan þín sómir sjer ekki sem bezt innan um hirðfólkið«. »Ef mjer er ekki samaU sagði jeg. En mjer lá við að rifna af reiði. »Ef ástardrykkur væri til«, mælti einn þeirra hlæjandi, »þá lægi næst að ætla, að þjer hefði verið byrlaður góður skammtur af honum, fyrst þú sjerð ekki öll þau vandræði og vesaldóm, sem þetta kvon- fang hlýtur að steypa þjer í. En sannleikurinn er sá, að Anna leiðir þig eins og óvitakrakka — hún hefir þig alveg í vasanum«. Nú stóðst jeg ekki lengur. Þessi frýjuorð þoldi jeg ekki. »Mig í vasanum!« grenjaði jeg. »MikIir dæma- lausir heimskingjar getið þið verið. Nei, mig leiðir enginn og mig hefir enginn í vasanum. Og til þess að sýna ykkur það og sanna — sko, jeg er laus og liðugur hvenær sem jeg vil«. Jeg hafðikastað trúlofunarhringnum mínum út um gluggann, út í snjóinn á strætinu. Litla stund var dauðaþögn í herberginu. Svo klöppuðu þessir Qelagar mínir saman lófunum, og septu hver í kapp við annan: »Bravó, bravó!« og jeg — jeg stóð þarna mitt á meðal þeirra eins og hetja, eins og maður, er lokið hefði einhverju að- dáanlegu afreksverki. Morgunin eftir var Anna auðvitað búin að frjetta þetta, Einhverjir hollvinir höfðu verið fljótir að færa henn fregnina. Hún sendi mjer þegar hringinn, sem hún hafði fengið hjá mjer, án þess að eyða um það Qeinum orðum. Og þar með var þessu lokið. En þó ekki alveg. Richard, bróðir Önnu, kom t'l min, og vildi láta mig gera grein tyrir þvf, hvernig & þessu stæði. En jeg sagði honum, að jeg hefði hagað mjer samkvæmt því, sem hyggnin og skyn- semin hefðu boðið mjer að gera, og að Anna myndi sjálfsagt huggast láta áður lang um liði. Hann starði ú mig með meðaumkunarsvip, og sagði, að sá hefði verið tíminn einusinni, er hann hefði ímyndað sjer, að eitthvað meira byggi í mjer, heldur en eintóm *hyggindi«. Svo fór hann, mjÖg alvarlegur á svipinn, eins og hans var venja Richard og Anna höfðu fyrir lörgu Diisst foreldra sína; hann var einka stoð og athvarf' systur sinnar, og mjer hafði ætíð fallið mjög vel við hann. En nú hataði jeg hann. —--------------— — — Þetta rifjaðist allt upp fyrir mjer þegar jeg lá á Hkbörunum. Jeg var gagntekinn af skelflngu, og tttjer fannst sem skrúfþröng hefði Terið sett um hjart- að í mjer. Þ e s s i synd var þyngri en svo, að hún yrði mjer fyrirgefin. Hárlokkurinn, þessi e i n i hár- lokkur var allt of þungur, því að við hárlokkinn hjekk kramið kvennmannshjarta. Mjer fannst tfminn ákaflega lengi að líða. Jeg bjóst við, að kallið myndi þá og þegar koma, og kveðja mig til að mæta fyrir dómaranum. En það kom ekki enn þá. Svo fiaug mjer það allt í einu í hug, hvort vinir mfnir, aldavinirnir mínir, myndu ekki koma og kveðja mig síðustu kveðjunni, áður en jeg yrði lagður í gröfina. Þeir höfðu drukkið og sungið með mjer dag- inn út og daginn inn, og hlutu þess vegna að koma til að kveðja mig hinni hinstu kveðju. Auðvitað er leiðin að líkbörunum erfiðari og ömurlegri, heldur en leiðin til drykkjusamkomunnar — en samt sem áður — jú, þeir hlutu að koma. Jeg beið og beið, en enginn kom. Þeir sendu blómhringa, afar-stóra og skrautlega blómhringa, en — sjálfir komu þeir ekki. Til hvers áttu þeir líka að vera að heimsækja liðið lík? Hvað var þetta? Jú — þarna kom einhver. Dyrunum var lokið upp. Jeg heyröi fótatak tveggja manna. Og í sama bili heyrði jeg, að sagt var með alvarlegri röddu: »Vertu ekki að þessu, Anna. Það er óþarfi*. Þessi kuldalega og alvarlega rödd glumdi í eyr- unum á mjer eins og hinn sfðasti lúðurhljómur, og mjer var sem jeg nötraði af ótta. En þá heyrði jeg aðra rödd — ó, jeg kannaðist við hana, kannaðist svo vel við hana! Hún hafði svo ákaflega oft hvísl- að ástúðlegum orðum í eyra mjer. »Þú mátt ekki banna mjer það, Richard*, sagði þessi rödd. »Enginn kemur til hans, til þess að kveðja hann, og hann dó þó eins og hetja*. »En hann á það alls ekki skilið, að þú verðirtil þess að vitja hans«, svaraði hin röddin, og orðin nístu sálu mina eins og sárbiturt sverð. »Vertu nú ekki reiður, Richard*, mælti fyrri röddin biðjandi. »Jeg ætla bara að kveðja hann hinni hinstu kveðju*. Jeg heyrði hægan ekka, sem reynt var að bæla niður. Svo kom einhver alveg að líkbörunum, og stráði blómum á mig og kringum mig. Og röddin, þessi mjúka, hljómfagra og viðkvæmnislega rödd, sagði: »Þótt allir vinir þfnir gleymi þjer, þótt allir aðrir gleymi þjer — þá get jeg aldrei gleymt þjer — hvorki í lífi nje dauða. Sofðu í friði, hjartans vinur- inn rninnD Jeg fann það, að jeg var kysstur brennheitum kossi; og — þá — hvað var þetta? Mjer fannst sem brennheitt blóðið tæki allt í einu að streyma eftir æðunum. Var jeg þá ekki örendur? Eða fann jeg andblæ annars heims leika um lfkama minn. í sama bili heyrði jeg að sagt var: »Richard, komdu hjerna, í guðanna bænum, komdu! Hann er ekki dauður — hann er lifandi! Hann hreyfði höndinaD Það var dauðaþögn litla stund. Svo sagði karl- mannsröddin; »Við verðum þegar að senda eftir lækninum. Flýttu þjer, hlauptu eftir honum, Anna! Hjer er ef til vill enn þá von«. Jeg hevrði, að hún hljóp af stað. En mjer fannst sem nýtt líf færðist yfir mig, og bak rið mig sá jeg allt það gamla og herfilega, hjúp- að svartnættismyrkri. Jeg gat opnað augun. Richard »

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.