Haukur - 01.07.1901, Síða 2

Haukur - 01.07.1901, Síða 2
HVEB VAB MOBBINOINN? eru. Þser sanna bæði allt og ekkert. Eða hvað sanna líkur — hversu ramlegar sem þær eru — þegar svo stendur á, að maður verður að vefengja sín eigin skilningarvit? — — Albert hefir verið svo ólánsamur, að atvikin hafa borið böndin að honum, hvernig sem á því stendur. Eitt orð gæti skýrt atvik þessi til hlítar. Það er alveg satt, að Albert vill ekki skýra frá því, hvar bann var á þriðjudagskvöldið. En það kemur mjer ekki við. Jeg þarf ekki að geta sannað, hvar hann var, heldur að eins það, að hann var ekki í La Jonchere. Getur hugsazt, • að Gevrol hafl rjett fyrir sjer, þegar öllu er á botninn hvolft. Þess vildi jeg líka óska af heilum hug. Hjegómagirni mín og dirfska ætti það skilið, að hann hrósaði sigri yfir mjer. Hvað vildi jeg ekki gefa til þess, að geta sannað sak- leysi Alberts?" Tabaret gamli fór nú að hátta og sofa. En hann svaf ekki rólega. Hann var staddur á Place de la Roquette. Múgur og margmenni hafði safnazt þar saman, til þess að horfa á aftöku Alberts. Hann sá veslings manninn ganga upp bratta riðið, sem liggur upp að höggstokknum. Hendur hans voru bundnar á bak aftur, og kraganum hafði verið flett frá hálsinum á honum. Hann sá hann nema staðar á pallinum, og líta þóttafullum og einarðlegum aug- um á mannfjöldann fyrir neðan sig. Innan skamms kom hann auga á Tabaret gamla, og í sömu svipan sleit hann fjötrana af höndum sjer, benti á Tabaret og hrópaði hárri röddu: „Þarna er sá sem myrðir mig“. Glumdu þá við óttaleg óp og háreysti. Múgur- inn heimtaði, að Tabaret yrði tekinn og dæmdur til dauða. Hann ætlaði að leggja á flótta, en hann var svo máttlaus, að það var því líkast, sem fætur hans væru negldir við jörðina. Hann reyndi að láta aftur augun; en hann gat það ekki. Eitthvert óbugandi afl knúði hann til að horfa á. Svo opnaði Albert aftur munninn, og hrópaði: „Jeg er saklaus. Sá seki er--------— Hann nefndi nafn, og múgurinn endurtók nafnið; en Tabaret heyrði það ekki. Að lokum var Albert hálshöggvinn. Tabaret gamli æpti upp yfir sig af skelfingu og — vaknaði, löðrandi í köldum svita. Hann var lengi að átta sig og sannfærast um það, að ekkert af því, er hann haíði sjeð og heyrt, hefði í raun og veru átt sjer stað, og að hann væri í raun og sannleika í sínu eigin húsi, og í sínu eigin rúmi. Þetta var þá einungis draumur! En það er sagt, að draumarnir sjeu stundum fyrirboðar þess, er síðar á sjer stað. Hugsjóna-afl hans var svo gagntek- ið af því, er fyrir hann hafði borið, að hann neytti allrar orku .til þess, að rifja upp fyrir sjer nafn það, er Albert hafði nefnt. En honum heppnaðist það ekki. Hann settist upp og kveikti ljós. Hann var myrkfæl- inn, þótt hann væri það ekki að jafnaði; honum fannst fullt af vofum í kringum sig. Hann gat ekki sofið. Loksins tók að birta af degi. Hann klæddi sig í hægðum sínum og með mestu virktum, til þess að eyða tímanum, og reyndi að hugsa sem mest um búning sinn og annað þess konar, sem ekki kom mál- inu við. En þrátt fyrir það, þótt hann færi hægt að öllu, var klukkan þó ekki orðin átta, þegar hann kom inn í skriístofu rannsóknardómarans, og áleit hann þess vegna viðejgandi, að biðja afsökunar á því, hve snemma hann kæmi. En afsökunarbeiðnin var óþörf. Daburon fann aldrei að því, þótt hann væri heimsóttur klukkan átta árdegis. Þá var hann ætíð setztur við vinnu sína. Hann tók vingjarnlega móti leynilögreglumanninum, eins og hans var venja, og gerði jafnvel gaman að því, hve Tabaret gamli hefði verið æstur og reiður kvöldið áður. „Hver skyldi hafa trúað því um yður, jafn gaml- an mann, að þjer væruð svo viðkvæmur og örgeðja?" sagði hann. „En nú hafið þjer sjálfsagt sofið það úr yður? Hafið þjer nú náð yður aftur? Eða hafið þjer máske klófest þann rjetta morðingja?" Þessi gamanyrði dómarans, er var orðlagður um allt fyrir alvörugefni sína, komu flatt upp á Tabaret, og honum geðjaðist allt annað en vel að þeim. Hann var hræddur um að þau væru ills viti. Hann þótt- ist geta dregið það út úr spurningum dómarans, að hann hefði ásett sjer, að láta sögur hans engin áhrif hafa á sig. Hann tók samt sem áður að flytja mál sitt, en var nú miklu rólegri og stilitari, heldur en kvöldið áður, en þó svo einarðlegur og fylginn sjer, að auðheyrt var, að hann talaði af fullri sannfæringu. Áður hafði hann borið málstað sinn undir hjarta dómarans, en nú bar hann mál sitt undir skynsemi hans. En þótt efasemdin sje ætíð lík næmum sjúk- dómi, heppnaðist honum þó ekki, að sannfæra dóm- arann, eða breyta skoðun hans. Öflugustu röksemd- irnar hans höfðu ekki meiri áhrif á sannfæringu Daburons, heldur en brauðkúlur myndu hafa á bryn- varið herskip. Og það var ekki heldur við því að búast. Tabaret gamli hafði ekkert, nema ímyndun sina og ágizkanir, ekkert, nema eintóm orð, sínu máli til sönnunar. En Daburon hafði óhrekjandi sannanir. Og það einkenni- legasta af öllu, var það, að allar ástæður, sem gamli maðurinn kom með, til þess að rjettlæta Albert, sner- ust blátt áfram gegn honum, þegar þær voru krufðar til mergjar, og urðu til þess, að Albert varð sannari að sök eftir en áður. Tabaret varð að játa það, að eins og nú stæði á, sæi hann sjer ekki fært að staðhæfa, að hann hefði rjett fyrir sjer; hann vissi að dómarinn væri bæði sjeður og óvilhallur, og bæri þess vegna fullt traust til hans. Nú væri um að gera fyrir sig, að reyna að grafa upp fyllri vitneskju um það, hvernig í mál- inu lægi. Málið væri enn þá hjer um bil með öílu órannsakað, og væri þess vegna býsna margt, sem þeir væru enn þá óvitandi um ; þeir væru jafnvel aiis ófróðir enn þá um fortíð ekkju þeirrar, er myrt hefði verið. Sjálfsagt hlyti margt að koma úr kafinu, sem þeim væri enn þá huiið. — Hver vissi t. d. hverju maðurinn með eyrnahringana, sjómaðurinn, sem Gev- rol var að leita að, hefði frá að segja? Jafnvel þótt Tabaret gamli væri í raun og veru hamslaus af reiði, og jafnvel þótt hann sárlangaði til að egna þennan „dómaraþorskhaus" til reiði og hefna sín á honum, þá hjelt hann sjer samt í skefjum, og reyndi að vera auðmjúkur og kurteis. Hann lauk samræðunum með því að biðja um leyfi til þess, að ráðfæra sig við Albert. Hann hefði unnið svo mikið í lögreglunnar þarfir, að ekki væri nema sanngjarnt, þótt tekið væri tillit til þess. —76 —76— ■*

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.