Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 2

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 2
HVEE VAE MOEÐINGINN? hvort annað. Síðan hefi jeg ekki haldið neinni minni hugsun leyndri fyrir honum, eða hann neinni sinni hugs- un fyrir mjer. í fjögur ár liöfum við ekki leynt hvort annað neinu, hvorki smáu nje stóru; hann hefir lifað í mjer og jeg í honum. Hann stendur einmana í heimin- um, eins og jeg; faðir hans hefir aldrei elskað hann. Yið höfum orðið fyrir miklu andstreymi um dagana — mörg- um vonbrigðum. Og einmitt nú, þegar andstreymið leit út fyrir að vera á enda, þá er hann allt í einu orðinn glæpamaður. Hvers vegna i Segið mjer það, hvers vegna ?« »Hann erfir hvorki nafn nje auðæfi de Commarins greifa, ungfrú góð, og vitneskjan um það, kom eins og reiðarslag. Sannauirnar voru allar í höndum gamallar konu. Og til þess að halda tign sinni og auði myrti hann hana«. »Svívirðilegar, grimmilegar álygar!« hrópaði hún. »Jeg þekki söguna af honum, sem hröpuðu stórmenni; hann hefir sjálfur sagt mjer hana. Það er satt, að þrjá fyrstu dagana tók hann sjer þessi umskifti mjög nærri; en það var miklu fremur mín vegna, heldur en sjálfs hans vegna. Hann tók sjer mjög nærri, að þurfa að hryggja mig með því að segja mjer það, að hann gæti ekki lengur veitt mjer allt það, sem hann vildi og hafði hugsað sjer. Hryggja mig! Hvað kæri jeg mig um tignarnafn og ó- grynni auðs? Það var einmitt auðurinn og ættgöfgin, sem ollu þeirri einu ógæfu, er jeg hefi orðið fyrir á æfi minni. Elskaði jeg hann þá máske þeirra hluta vegna? Hann var hryggur, en þegar jeg sagði honum þetta, varð hann aftur glaður og ánægður. Hann þakkaði mjer og mælti: »Þú elskar mig, og þá er mjer sama um allt annaði Jeg storkaði honum með því, að hann hefði vantreyst mjer; og samt sem áður segið þjer, að hann hafi verið það lítil- menni að myrða gamla konu? Þjer þorið ekki að segja það aftur«. Ungfrú d’Arlange þagnaði, og sigurbros ljek um varir hennar. Rannsóknardómarinn áleit nauðsynlegt, að svifta hana þessari tálvon sem allra fyrst. Hann gætti þess ekki, hversu særandi og móðgandi þessi þrámælgi hans hlaut að vera fyrir stúlkuna. Hann hugsaði að eins um að sannfæra hana, og taldi sjálfum sjer trú um, að tilgangur- inn helgaði aðferðina. »Þjer vitið ekki, ungfrú góð, hvernig hastarlegt og óvænt ólán getur allt í einu gert beztu og drenglyndustu menn alveg vitstola. í sama bili sem vjer missum eitt- hvað, finnum vjer sárast til þess, hve ákaflega mikið vjer höfum misst. Hugsið yður þá óttalegu ógæfu, sem dundi allt í einu yfir Albert de Commarin. Þorið þjer að full- yrða, að hann hafi ekki verið örvílnaður, þegar hann skildi við yður? Hugsið yður, að þetta hafi ef til vill gert hann alveg stjórnlausan. Getur hugsazt, að hann hafi alveg orðið viti sínu fjær litla stund, og að hann hafi ekki vit- að hvað hann gerði, þegar hann framdi þennan verknað. Það er ef til vill bæði hægast og rjettast, að hugsa sjer glæpinn framinn á þennan hátt«. Ungfrú d’Arlange varð náföl af skelfingu. Dómarinn hjelt, að nú væri traust hennar þó að minnstakosti ofur- lítið farið að bila. »Þá hlýtur hann í sannleika að hafa verið alveg brjál- aður«, mælti hún. »Getur verið«, svaraði dómarinn, »og þó benda ýms atvik á það, að glæpurinn hafi verið framinn að fyrir- huguðu ráði. Trúið mjer þess vegna, ungfrú góð, og bíðið með þolinmæði eftir úrslitum þessa skelfilega máls. Hlust- ið á mig, jeg er vinur yðar. Þjer eruð vön að treysta mjer eins og dóttir föður sínum; hafnið þess vegna ekki ráðum mínum. Bíðið þjer, og reynið að vera róleg. Leyn- ið harmi yðar fyrir öllum; það gæti farið svo, að þjer iðr- uðust þess sárt, að hafa látið á honum bera. Ung, ó- reynd, móðurlaus, því miður. Sorglegt, hvað þjer hafið varið ást yðar ílla«. »Jeg skil yður ekki«, mælti hún. »Til hvers ráðið þjer mjer þá?« »Til þess eins, sem skynsemin bendir til, og vinsemd mín við yður getur í Ijós látið. Jeg tala við yður eins og góður og vinveittur bróðir. Jeg segi við yður: Herð- ið upp hugann, Claire, og — hversu þungt sem yður kann að falla það, verið samt við því búin, að leggja allt í sölurnar fyrir sæmd yðar og virðingu. Engin vonbrigði eru svo sár, enginn harmur svo stór, að ung stúlka megi þeirra hluta vegna misbjóða sóma sínum. Grátið yðar blekktu vonir, en gleymið þeim. Sá, sem þjer hafið elsk- að, er yðar ekki lengur maklegur«, »Þjer sögðuð einmitt áðan«, mælti húu, »að hann gæti að eins hafa framið þennan glæp í augnabliks leiðslu eða æðiskasti — —«. »Já, það er hugsanlegt«, »En þá getur liann ekki verið sekur. Hafi hann ekki vitað, hvað hann gerði, þá getur hann ekki að því gert«. »Slíkt getur hvorki rjettvísin nje þjóðfjelagið tekið til greina, ungfrú góð. í vorum augum er Albert de Commarin glæpamaður. Ýmisleg atvik geta átt sjer stað, sem teljist til málsbóta, og dragi úr hegningunni, en sið- ferðislega er sökin jöfn þrátt fyrir það. Jafnvel þótt hann verði sýknaður, sem jeg vildi óska að hann yrði, þá hefir hann engu að síður glatað mannorði sínu og sóma. Þetta yrði óafmáanlegur blettur á honum. Þess vegna segi jeg: gleymið honum«. »Það er með öðrum orðum«, mælti hún, »að þjer ráðið mjer til þess, að yíirgefa hann í raunum hans. All- ir — allir snúa við honum bakinu, og sem skynsamur og hygginn maður, ráðið þjer mjer, að feta í þeirra fótspor. Jeg hefi heyrt, að karlmennirnir hagi sjer þaunig, þegar einhver vinur þeirra verður fyrir einhverju óláni; konurn- ar gera það þar á rrióti aldrei. Lítið í kringum yður; það kemur í sama stað niður, hversu mikilli lægingu og smán, hversu mikilli ógæfu maðurinn hefir orðið fyrir, þá erþóætíð einhver kvennmaður, sem huggar hann og reyn- ir að halda honum upprjettum. Þegar síðasti vinurinn er lagður á flótta frá honum, þegar síðasti ættinginn hefir snúið við honum bakinu, er konan kyr, og reynir að mykja harma hans«. Dómariun reyndi árangurslaust að fá hana til að þagna. »Getur verið, að jeg sje kvíðafull«, mælti hún enn- fremur; »en jeg er hvorki lítilmannleg nje kjarklaus. Jeg kaus Albert sjálfviljug. Hvað sem fyrir kann að koma, skal jeg aldrei yfirgefa hann. Nei, aldrei skal nokkur maður heyra mig segja: »Jeg þekki ekki þennan mann«. Hann ætlaði að veita mjer hlutdeild í auði sínum og tign sinni. Hvort sem hann vill eða ekki, skal jeg taka á mig minn hluta af smán hans og ógæt'u. Fyrir tvo verður byrðin ljettbærari. Það verðið þjer að fallast á. Jeg skal læsa mig svo fast utan í hann, að engin skömm geti snert hann svo, að hún skelli ekki líka á mjer. Þjer ráðleggið mjer að gleyma houum. Kennið mjer þá, hvernig jeg á að fara að því. Jeg ætti að gleyma honum? — Gæti jeg það máske, þótt jeg óskaði þess? En jeg óska þess alls ekki. Jeg elska hann. Það er ekki fremur á mínu valdi, að hætta að elska hann, heldur en að stöðva hjartað í brjóstinu á mjer. — — Hann er fangi, sakaður um morð. Gott og vel, jeg elska hann. Hann er sekur. Hvað gerir það til? Jeg elska hann. Þjer ætlið að dæma hann, þjer ætlið að svívirða hann. Dæmdur og svívirtur — jeg elska hann samt sem áður. Jeg er hans eign, og ekkert skal skilja mig við hann, nema dauðinn einn. Fari svo, að —99— —100—

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.