Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 9

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 9
ÍtEC.ÍNA.'TÍI*! HEÍLSUFRÆÆINNAK. með hinni kynlegu sögu sinni. Frásögn þeirra út af fyrir sig hefði reyndar ejálfsagt ekki komið að miklu liði; en leynilögreglurnaðurinn hafði sjeð um það, að •geta fært óyggjandi rök fyrir öllu þvi, er hann sagði. Og áður en þau hjeldu heimleiðis aftur, var frú Euthendaie aftur orðin handhafi að eignum þeim, sem Bayard Knight hafði fyrir mörgum árum svift hana umráðum yfir með lævísi sinni og illmennsku. Nú eigum vjer að eins eftir að skýra frá einu leyndarmáli. En ef til vill hafa lesendurnir þegar fengið grun um það. Burt Brandon á nú forkunnar-fagra konu, og þessi ljómandi fallega kona hjet áður Renie Ruthendale, og er sú hin sama, sem leynilögi eglumaðurinn kom fyrst auga á frammi fyrir dómgrindunum. Meginatriði heilsufræðinnar. Eftir A. Utne. 2. g r. Vðftrarnir. Kjötið. sem er utan á beinunum, er kallað vöð- var. Undir þeim er afl hkama vors komið. Þeir eru settir saman úr smágerðum, þverrákóttum þráðum eða trefjum, er liggja saman í misjafnlega stórum og 5. mynd. Vöðvar, æðar og lega innýflanna. Hægra megin eru sýndir vöðvarnir. A hregra lærinn og fætinum sjást eiunig aðalblóðæðarnar, sem og það, hveruig blóðæðarnar kvíslast í liúðinni utan á vöðvunum. — Um inu- ýflin og æðakerfið verður síðar talað. ýmislega löguðum vöndlum. Hver slíkur kjötvöndull eða vöðvi getur dregið sig saman, og verður hann þá styttri og gildari Gerðu tilraun. Krepptu vinstri handlegginn um ölnbogann, og taktu sam- tímis með hægri hendinni um upphandlegginn. Hvað finnurðu þá? Eða krepptu flngurna, og líttu á vöðvana milli liðamótanna. Sjerhver vöðvi heflr sitt ákveðna hlutverk, og læknarnir hafa gefið hverjum vöðva sitt nafn. Vöðvar mannsins eru yflr 500 að tölu. í’að yrði of langt mál, að telja hjer upp nöfn þeirra allra, enda er ekki nauðsynlegt fyrir oss, að þekkja þau. • Utan um vöðvana eru himnur, sem við vöðva- endana verða ásamt þeim að sinum. Sinarnar tengja vöðvana ýmist við beinin eða húðina. í andlitinu er t. d. annár endi vöðvanna fastur við andlitsbeinin, en hinn við húðina. Pað eru andlitsvöðvarnir, sem gera svipbrigðin svo mismunandi, eftir þvi hvort maðurinn er glaður eða hryggur. Við langvinnt iðjuleysi verða vöðvarnir linir, og að lokum þróttlausir; en við hæfilega áreynzlu vex þeim þrek og þróttur, með því að þá flytur blóðið þeim meiri næringu. Likamleg vinna, fimleikar, sund o. s. frv. er þess vegna gagnlegt fyrir líkamann. Ungbörn veiða ætíð að hafa leyfi til að hreyfa útlimina. Vjer sjáum, hve fegin þau verða, þegar þeim er leyft að sparka og sprikla, eins og þau vilja, og að þau fara að gráta, þegar reifunum er aftur vaf- ið um þau. Aldrej má láta handleggi þeirra vera fjötraða í reifunum. Útileikar þeir og aflraunaleikar, sem nú eru víða farnir að tiðkast, svo sem skíðahlaup, skautahlaup, kappróðrar o. fl., geta þó auðveldlega gengið fiam úr hófl, einkum þegar börn hlaupa veðhlaup, því að kapp þeirra og virðingargirni er oft meiri, heldur en kraft- ar þeirra leyfa. P’egar þú verður móður og fær hjart- slátt, átt þú ætíð að hvíla þig, jafnvel þótt þú fyrir þá sök missir af verðlaunum þeim, er vinnandanum hafa verið heitin. Minnztu þess, að heilsan er fyrir öllu. Aflraun sú, sem fólgin er í því, að „fara í krók“, ætti helzt aldrei að eiga sjer stað, því að hún hefir oft haft í för með sjer langvinn meiðsli, ekki einungis í fingrinum, heldur og í allri hendinni. Eftir mikla áreynslu verða vöðvarnir ætíð að fá að hvíla sig. Svefnin er hin bezta hviíd fyrir þreytt- an líkama. Bandyefurinn. Þegar þú borðar kjöt, getur þú sjeð það, að alstaðar á milli vöðvanna eru. himnur, sem biuda vöðvaþræðina og halda þeim saman, og skifta vöðvunum sumstaðar þannig, að þeir liggja í lögum. Úetta er bandvefurinn, og fyllir hann öll rúm 6. mynd. Beinin í handleggn- raa og aflvöðvi upphandleggsins. Sinarnar tengja efri enda voðv- ans við axlarliðinn, en neðri end- ann við geislabeinið. Yöðvinn er sýndur eins og hann lítur út þegar hann dregur sig saman og kreppir handlegginn um ölnbog- ann. Til þess að rjetta handlegg- inn og halda honum beinum, dregur annar vöðvi sig saman, og er sá vöðvi aftan á upphand- leggnum. — 113 — — 114 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.