Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 7

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 7
KONUNGUR LEYNILÖGREGIiUMANNANNA. „Jæja, mjer er ekkert að vanbúnaði", mælti hún; „farið nú með mig til hennar móður minnar". „Ekki í kvöld; en þess skal ekki verða langt að bíða. En nú ska.1 jeg, ef þú viit, segja þjer ýmislegt af móður þinni og högum hennar". „Já, í guðanna bænum, gerið þjer það“, svaraði Renie. Og Knight sagði henni langa sögu. Hann skýrði frá ýmsu, er Brandon hugði að rnyndi vera satt, og sagði Renie meðal annais, að faðir hennar hefði heit- ið Ruthendale, og að hún væri sama stúlkan, sem álitið væri, að drukknað hefði í tjörninni. Hann skýrði einnig frá ýmsum atvikum og atriðum viðvíkjandi Ruthendales málinu, sem Brandon hafði að sönnu haft grun um áður, en enga vissu, og veittist Bran- don því auðveldara eftir en áður, að lyfta hulu þeirri, er ætíð hafði hvílt yfir þessu dularfulla máli. Að hjer um bil stundu liðinni ijet Knight svo sem hann ætlaði að fara. Hann sagðist skyldi koma aftur morguninn eftir, og fara þá þegar með Reine til móður hennar. Hann ætlaði að bjóða stúlkunni góða nótt með kossi, en í sömu svipan var herberg- ishurðinni hrundið upp. Burt Brandon kom inn, setti sig í stellingar frammi fyrir Knight og mælti með rólegri röddn: „Hættið þessu, Knight". Eins og áður er skýrt frá, hafði leynilögreglu- maðurinn skift um duiargervi og breytt útliti sinu gersamlsga eftir að Knight var stiginn út úr vagnin- um. Knight þekkti hann þess vegna ekki. „Hver eruð þjer?“ spurði hann með höstum rómi. „Það má einu gilda hver jeg er. Sleppið þessari stúlku undir eins“. Kníght sleppti stúlkunni, en dró í sömu svipan skammbyssu upp úr vasa sínum og mælti: „Farið þjer út — út, segi jeg!“ „Niður með skammbyssuna!* Knight hleypti skotinu úr byssnnni; en Brandon var við því búinn. Áður en skotið reið af, stökk hann til hliðar og sló lögregluvelinum af öllu afli á handlegg Knights, svo að skotið fór í aðra átt. Nú kannaðist Knight við leynilögreglumanninn. „Hvert í heitasta .... Brandon!" öskraði hann. „Jú, jeg er Brandon“. „Það veit trúa mín, að nú skal jeg losa mig við yður að fullu og öllu*. „Þjer segið einmitt það sama, sem jeg hafði hugsað mjer með yður“. „Við fáum nú að sjá“, tautaði Knight, og það leyndi sjer ekki á andliti hans, að hann var alveg hamstoia af bræði. „Þjer lmldið máske, að þjer hafið þegar unnið leikinn?" spurði hann með kuldaglotti. „Já jeg veit, að jeg hefi unnið". „Ef yður er ekki alveg sama um lífið, þá er bezt fyrir yður að fara hjeðan út, og það nú þegar“. „Þegar jeg fer hjeðan, þá tek jeg yður með mjer. Glæpaferill yðar er nú á enda. Jeg þyrmi yður ekki lengur, því að nú þarf jeg ekki á því að halda". Bayard Knight sá það, að sjer myndi ekki auðið að komast undan, því að leynilögreglumaðurinn stóð með hlaðna marghleypu í annari hendinni, en lögreglu- völinn í hinni. Brandon hafði hugsað sjer að snarast allt í einu að Knight, og slá hann í rot, til þess að geta komið handjárnum á hann. En hann dró það litla stund, því að hann sá örvæntingarsvipinn á ásjónu Knights, og hafði gaman af því, að leika með hann eins og köttur með mús. En allt í einu beindi Knight skammbyssunni að brjóstinu á sjer. Skotið reið af, og Knight rambaði litla stund, en hneig svo niður á gólfið. Brandon hljóp nú yfir í herbergi það, sem Hilker læknir var í, tók keflið út úr honum, og ijet hann heita sjer hollustu sinni og allri þeirri fræðslu, er hann gæti í tje látið. Svo tók hann járnin af honum, og bað hann að koma með sjer inn til Knights. Renie hafði sezt á stól við borðið. Hún horíði á Knight og nötraði af hræðslu. Brandon tók í hönd hennar, og ætlaði að leiða hana út úr herberginu. En hún vildi ekki fara. Hún sagði, að Knight, sem nú væri auðsæilega að dauða kominn, gæti gert henni stórvægilegan greiða, með því að hún hefði ástæðu til að ætla, að honum væri kunnugt um æsku hennar og fleira, er henni væri á- riðandi að fá vitneskju um. En þegar Brandon sagði henni, að honum væri sjálfum kunnugt um allt það, er Knight vissi um ætt hennar og æfi, íór hún með honum út úr herberginu. Hilker var að mörgu leyti dugandi læknir, þótt hann hefði verið varmenni alla æfi. Hann sá þegar, að Knight var meðvitundarlaus, og skildi, að hann myndi vera í andarslitrunum, en tók þó að stumra yfir honum. Og þegar Brandon kom aftur inn í her- bergið, var Knight raknaður við, og spurði, hvað við hefði borið. „Ekki annað en það, að þjer eruð að deyja", svar- aði Hilker. „Deyja? — Já, nú manjeg það, — en — fyrst svo er — — þarf jeg fyrst að — að -- segja — írá — ýmsu. „Þá verðið þjer að hafa hraðan á, því að annars verður það um seinan". „Sækið — skriffæri". Hilker læknir náði í skriffæri, og Bayard Knight skýrði nú með veikri röddu og löngúm hvíldum frá ýmsu athæfi sínu. Meðal annars játaði hann, að það hefði verið hann, sem fjekk loftfimieikamennina tii þess, að stela Renie, þegar hún var barn, og kvaðst hann hafa myrt annað barn sjálfur og fleygt því í tjörnina. Einnig játaði hann, að hann hefði myrt Ruthendale gamla með eitri; og marga fleiri giæpi játaði hann sig sekan um, flesta framda í þeim tilgangi, að ni í eignir Rut.hendales. Stúlku þá, er Brandon fann í ræsinu, kvaðst hann hafa myrt með eitri. Það hefði verið fátæk saumastúlka, nýkomin til borgarinn- ar, og hefði hún verið svo svipuð Renie Ruthendale að mörgu leyti, að hann hefði haft góða von um, að geta með þessu tiltæki villt lögreglunni sjónir. Höfuð- ið hefði hann látið þar, sem það hlaut að finnast, en líkið hefði hann orðið að fela, vegna þess að nákunn- ugir myndu þegar hafa þekkt, að það var ekki lík ung- frú Ruthendales. Þegar Knight hafði gefið þessa játningu, var svo mjög af honum dregið, að hann mátti eigi mæla. Þegar Brandon innti hann eftir þvi, hveijir verið hefðu — 109 — — 110 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.