Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 5

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 5
KONUNGUR LEYHILÖGREGUUMANNANNA. ,.Gott kvöld, læknir“, mælti leynilögreglumaður- inn með írskri áherzlu á orðunum. „Hver eruð þjer?“ „Gamall kunningi, sem einmitt er kominn til þess að heimsækja yður“. „Hver hleypti yður inn?„ „Það gerði jeg svei mjer sjálfur". „Hvernig stendur á því, að þjer dirfisl. að koma hingað inn, bófinn yðar? Út með yður undir eins, sama veginn og þjer komuð!" Læknirinn fór yfir að skáp einum, og tók út úr honum hiaðna skammbyssu. En þegar hann sneri sjer við aftur, rak hann í rogastanz, því að þá stóð gesturinn fi ammi fyrir honum, og miðaði skammbyssu á enni lians. „Hafið þjer hægt um yður, læknir, og setjist þjer niður“. „Jeg kalla á hjálp“. „Ef þjer opnið munninn til þess, þá skal það verða yðar síðasta orð“. „Hvert er erindi yðar?“ „Jeg vil fá að tala við stúlku þá, sem þjer hafið lokað hjer inni“. „Jeg hefi fjölda af stúlkum undir minni umsjón. Hver þeirra er það, sem þjer eigið við?“ „í'að er sú sem Bayard Knight, eða Grant, eins og þjer kallið hann, fór áðan til þess að tala við“. Úótt Kölski sjálfur hefði birzt Hilker lækni i sinni ægilegustu mynd, þá hefði hann sjálfsagt ekki orðið öllu óttaslegnari, heldur en hann varð við þessi orð þessa kynlega komumanns. „Jeg heimta að fá að vita, hver þjer eruð“, grenjaði hann. „fjer nefnið yður Hilker lækni, eða er ekki svo?“ „Eruð þjer geðveikur stroknmaður, eða hvað?“ „Um það getið þjer bezt dæmt, pegar jeg segi yður, hver þjer eruð. í fyrsta skifti, sem jeg komst í kynni við yður, hjetuð þjer Leonair". Læknirinn hefði eflaust látið kúluna fljúga gegn- um höfuð leynilögreglumannsins, ef hann hefði ekki verið við því búinn. En Brandon vatt sjer, skjótur eins og elding, að lækninum, þreif um handlegginn á honum, og mælti með sinni eigin röddu: „Hættið, nýðingur! Reynið ekki, að koma með neitt af yðar gömlu brellum nú“. „Brandon!" öskraði læknirinn. „Já, jeg er Brandon, Lenaire læknir, og nú höf- um við þá fundizt hjerna aftur". „Eruð þjer maður eða djöfull?* „Jeg hygg, að jeg sje maðurinn, en þjer djöfullinn. En annars er það Bayard Knight, sem jeg er á hnotskóg eftir. — Yiljið þjer ganga í lið með mjer? Ef þjer segið nei, þá er úti um yður“. „Viljið þjer heita því, að láta mig hlutlausan, ef jeg snýst í lið með yður?“ „Jeg skal ekkert gera yðui’, það er að segja, ef þjer hafið á engan hátt unnið Renie Ruthendale mein“. „Renie Ruthendale? Er það hið rjetta nafn stúlku þeirrar, sem Bayard Knight fól mjer á hendur?“ „Já, það er það vafalaust". „Bölvaður fanturinn!" „Það á ekki við, að við sjoum að rífast lengur. Yið skulum halda okkur við efnið“„ - 106- „Hvað viljið þjer, að jeg geri?“ „Fylgið mjer til herbergis þess, sem stúlkan er lokuð inni í“. „En jeg vil ógjarnan, að Knight fái vitneskju um það, að jeg hefi snúizt gegn honum“. „Verið þjer öldungis óhræddur. Segið mjer bara til vegar, og þjer skuluð ekki þurfa að iðrast þess“. Hilker læknir tók sama lampann, sem hann not- aði, þegar hann fylgdi Knight, fór svo út og benti leynilögreglumanninum að koma með sjer. Læknirinn nam staðar við dyr einar, og var tala herbergisins, 31, máluð á hurðina. Hann hafði læðst á tánum, og beðið leynilögreglumanninn að gera slíkt hið sama, til þess að fótatak þeirra skyldi ekki heyr- ast. Ijæknirinn benti á næstu dyr, sem voru ein- kendar með tölunni Si9, og mælti: „l'arna er stúlkan inni; við getum farið hjerna inn í númer 31, og haft gát á þeim '. Leynilögreglumaðurinn þorði ekki almennilega að treysta lækninum. Hann greip þess vegna allt í einu um hálsinn á honum, svo íast, að læknirinn gat engu hljóði upp komið, og dró hann með sjer inn i herbergi nr. 33. Þar setti hann ginkefli upp í hann lagði handjárn á hann, og lokaði hann síðan inn í herbergiriu. Að því loknu fór Brandon inn í herbergið 31. Það var eins og Hilkei- læknir hafði sagt, að þaðan mátti sjá allt það, er fram fór í næsta herbergi, gegn- um rifu eina á vegnum. Brandon leit gegnum rifuna, og sá, að þar var starfað af kappi. Bayard Knight stóð við borðið með penna í hendinni, og benti á skjal eitt, er hann hjelt á í hinni hendinni. En Renie Ruthendale lá á hnjánum á gólfinu, auðsæilega full ótta og örvílnunar. Brandon fann, að hjarta hans barðist venju frem- ur ótt. Hvað stúlkan gat verið yndislega fögur, þrátt fyrir alla þá meðferð, er hún hlaut að hafa orðið fyrir. En hann var ekki vanur að hugsa rnikið um sínar eigin tilfinningar. Og nú heyrði hann rödd Knights, er mælti: „Skrifaðu undir þetta skjal, Renie, og þá skaltu lifa glöðu og hamingjusömu lífi upp frá þessari stundu" . „Jeg get ekki skrifað undir það“. „í’að er með öðrum orðum, þú vilt ekki skrifa undir það?“ „Nei, jeg vil það ekki“, svaraði Renie, og spratt á fætur. „Hvað er þetta! Rjett i þessum svifum grábænd- ir þú mig um vægð og mildi“. „Já, jeg grátbændi tilfinningarlausan djöful". „Hlustaðu nú á mig litla stund. Ef þú skrifar ekki undir skjal þetta, þá sjer þú ekki dagsins ljós framar. Þú verður þá jörðuð hjer í þessu húsi, og það þegar í nótt“. „Jeg vil miklu heldur deyja, en gera það, sem Þjer heimtið af mjer“. „Gott og vei, þá er bezt að jeg fari“, mælti Knight, og gekk nokkur skref áleiðis til dyranna. Brandon gat varla bundizt þess, að ryðjast inn í herbergið, og síá níðinginn í rot. En með því að ýms smáatriði voru enn þá eftir, sem hann vildi gjarnan fá vitneskju um, einsetti hann sjer að bíða —106 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.