Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 7
HVÍTA VOFAN. I’egar gamla konan heyrði köllin, kom hún hlaupandi rneS s-itt IjósiS í hvorri hendi, og skundaSi á undan manni síuum inn í herbergiS. Lecour lá á gólfinu meS reiSulegum starandi augum, og froSukúfinn fram úr vitunum. ÞaS var aumkunar- verS sjón, aS sjá þennan gráhærSa öldung liggja þarna meS helbleikt andlit, og yfirbragS, er bar ljósan vott um óttalega angist og örvílnun. 3>Nú, jájá, h v í t a v o f a n hefir þá veriö á ferS- inni enn þá einu sinni«, mælti Eady x' hljóSi, og beygSi sig til þess aS lyfta höfSi hans frá gólfinu. »Þetta ó- lukkans gamla hús veiSur okkur öllum aS bana. Jeg vildi óska, aS hann vildi kveikja í því, og brenna þaS aS köldum kolum«. »Þegi5u, kerli mín, þegiSu. Ef húsbóndinn heyrSi til þín, þá er jeg viss um, aS hann dræpi þig«. »Dræpi mig? ekki nema þaS þó!« svara&i Eady fyr- irlitlega. »Nei, hatin hefir víst fengizt of mikiS viS þess konar á yngri árum sínum, annarsværi hann varla svona óttalega hræSslugjarn nú í elli sinni. Auk þess vill hann gjarnan halda líftórunui í mjer svo lengi sem auSiS er, svo aS jeg geti búiS til matinn eftir hanssmekk. Nei — j e g er ekki hrædd viS hanr,; en ef hann sjer ljóta og leiSinlega snjáldriS á þjer, þegar hann raknar viS, þá er jeg alveg viss um, aS hann heldur aS þú sjert sendill frá Kölska sjálfum, sendur beina leiS til aS sækja sig, og þá ræSst hann á þig og kyrkir þig í greip sinni«. Pierre hafSi lotiS ofan aS húsbónda sínum; en þegar hann heyrSi þessa miSur kurteisu viSvörun, dró hann sig fljótlega í hlje, leit í spegilinn, og komst aS þeirri sorg- legu niSurstöSu, aS þaS væri alls ekki ólxugsandi, aS hús- bónda hans gæti dottiS eitthvaS slíkt í hug. Ljótara negra-andlit var sem sje tæplega hægt að hugsa sjer. Eady j’rSi köldu vatni á andlit húsbónda síns, og neri köldu hendurnar hans. Sntám sarnan tók hann aS rakna viS; haun flennti upp augun og starSi út í loftiS meS óumræSanlegum hræSslusvip. Hann titraSi eius og hrísla, og tautaSi við sjálfan sig: »Þa5 var bara missyning, bara heilaspuni. Augun í mjer eru orSin eitthvaS geggjuð; jeg — jeg þarf að leita einhvers augnlæknis. Reistu mig upp, kerling; hjálpaðu mjer upp á hægindastólinn minn. Svona — nú er jeg aftur orSinn góSur«. Hann hallaði sjer aftur að stólbakinu, og lokaði aug- unum' litla stund. Svo reis hann allt í einu upp, og spurSi: »Hvar er Pierre, Og hvar eru brjefin mín?« »Þau eru hjerna, húsbóndi góður«, svaraði Pieri-e; »og þessa böggla bað ungi maðurinn í skrifstofunni mig að fá ySur«. Pieri-e færði sig nær, þótt hann væri bysna valtur á fótunum, og rjetti fram bakka meS brjefum og blaSa- ströngum á, og tveimur bögglum með útlendum póst- merkjum. Lecour virti hann fyrir sjer litla stxxnd, greip því næst einn blaðastrangann, kastaði honum í hausinn á Pierre, og mælti fyrirlitlega: »Drukkinn enn þá einu sinni, bölvaSur asninn. SnautaSu xxt undir eins, og láttu kerlinguna hjálpa mjer«. Jafnvel þótt Pierre væri dauðhræddur viS myrkrið og vofurnar, var hann þó enn þá hræddari við húsbónda sinn. Þess vegna rjetti hann konunni sinni bakkann, og skundaði sem fljótast út úr herberginu. Reyndar gætti hann þess vel, að fara ekki nema rjett út fyrir dyrnar, og hurðina skildi hann við í hálfa gátt. Þegar hann fjekk Eady bakann, hafði eitt brjefið runnið ofan af brjefahrúgunni eða hrokkið þannig til, að utanáskriftin blasti beint við Lecour. Honum varð litið á utanáskriftina. Hann kipptist við og varð enn þá föl- ari en áður, svo að Eady hjelt, aS hann ætlaði að fá nýtt aðsvif. En hann náði sjer fljótlega aftur, þreif brjefið, eins og honum væri mikið niðri fyrir, virti utanáskriftina fyrir sjer, og tautaði: »Þetta er rjett eins og það skyldi vera skrifað eftir þá látnu. Höndin er alveg eins og h e n n a r hönd. En hvernig læt jeg! Æ, jeg er auli. Þetta er einmitt hönd- in, sem allar stúlkur læra í klaustrinu því. Eftir því að dæma er það frá minni elskulegu dótturdóttur« Hann lagði svo bitra og einkenuilega áherzlu a orðið »elskulegu«, að auðsætt var, að fáþykkja mikil hlaut að vera milli þeirra. Hann opnaði umslagið, og voru tvö brjef í því, annað frá abbadísinni í klaustrinu, en hitt frá dóttxxrdóttur hans. Hann mat meira brjefið frá gömlu kouunni, fletti því í suudur og las það. »París, Maríuklaustri .... Herra Lecour! — Með því að umboðsmaður yðar get- ur ekki borgað meðlagið með ungfrú Adrienne Durand fyrir síðastliðið ár, neita jeg algerlega að hafa haua lexigur undir minni umsjón, nema því að eins, að hún fáist til að verða nunna. Eins og ástatt er fyrir lxenni, væri það að öllum líkindum hollast fyrir haua og framtíðarlán hennar, að af- neita með eiði heiminum og öllum hans hjegóma, en mjer fellur þungt að verða að segja yöur það, að hún er ekki samdóma mjer að því er þetta snertir. Hún hefir lyst því yi'ir, að hún álíti sjálfan dauðann ákjósanlegri, heldur en útilokun frá þessum synduga heimi, sem ímyndunarafl hennar hefir fyllt með alls kon- ar fögnuði og dýrö. Henni hefir verið veitt leyfi til þess, að komast í sjerstök kynni við eina bekkjarsystur slna, dóttur meiri háttar embættismanns, og hefir hún tvívegis heimsótt hana í höll föður hennar. Mjer var þetta mjög á móti skapi, en nánustu ættingjar ungfrú La Grandes eru í þeirri stöðu, að jeg átti ekki gott með að segja nei. Stúlka þessi á frænda, sem mjer er sagt að sje laglegur og háttprúður maður, og jeg er hrædd um, að smjaöur- yrði haus hafi haft meiri áhrif á dótturdóttur yðar, held- ur en æskilegt hefði verið, því að hún hefir í bæði skift- in verið mjög fálát og döpur í bragði, þegar hún hefir komið aftur, og átt að fara að gegna skyldustörfum sínum. Jeg óska að fá að heyra álit yðar að því er snertir framtíð hennar. Er það yöar vilji, að hún verði nunna? Þjer hafið aldrei sagt mjer neitt ákveðið um það, hvað þjer ætlizt fyrir með hana, og þess vegna hefi jeg veitt henui sjálfræSi nokkuS, sem eg þó iði-ast eftir aS hafa gert. En ef þjer fáið biskupinn og fóður Eustace, sem er mælskumaður nxikill og prestur góður, í lið með yöur, þá efast jeg ekki um, aS þeir geti talið henni hughvarf, og fengið hana til að vinna heitið. Jeg dreg enga dul á það, að við getum að eins lofaS ungfrú Adrienne aS vera hjer, án meðlags frá yður, þar til arfsvon hennar hefir rætzt, ef húri gerist nunna. Ef hún undirgengst heitið, þá verður ekki gert neitt til- kall til auðs yðár, meðan þjer eruð sjálfur á lífi og getið notið hans. Eftir lát yðar verður auðurinn að ganga til hennar sem einka-erfingja yðar, og systralagið, sem getur notað hann sem meðal til þess, að láta mikið gott af sjer leiða, mun þá blessa minningu yðar og biðja fyrir sálu yðar. Hve mjög þjer munuð þurfa slíkra fyrirbæna við, veit enginn betur en þjer sjálfur. ÞaS er líka önnur mikilsverð ástæða til þess, að jeg óska að hafa ungfrú Durand hjá okkur framvegis. Hún gengur í svefni, og getur að líkindum orðið okkur aS miklu liði meS hæfilegri fullkonxnun. Með þessu skilyrði —133— —134

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.