Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 8
HVÍTA VOFAN. erum við fúsar til að halda henni bjá okknr án meðgjafar, þar til hún fær arfinn. Yona, að fá sem allra fyrst svar frá trá yður. Yðar Ursula, abbadis i Mariuklaustri. • Lecour starði iitla stund á undirskriftina, og virtist vera sokkinn niður í einhverjar hugsanir. Svo braut hann brjefið saman, og opnaði hitt brjef’.ð. Þetta var í fyrsta skifti, sem hann fjekk brjef frá •dótturdóttur sinni, því að hann hafði sjálfur lagt svo fyr- ir, að hún rnætti aldrei ónáða hann rneð brjefaskriftum. Hann hafði afneitað dóttur sinni, og haft, að því er hon- um sjálfum virtist, fulla ástæðu til þess, og þess vegna hafði hann álitið það göfugmaunlegt ltknarverk, að láta ala dóttur hennar upp á hæfilegan bátt, og kosta upp eldi hennar. Og hatm vildi hvorki láta ónáða sig með þakklæti fyrir það nje umkvörtunum. Þannig var skoð- un Lecours á þvf, sem flestir aðrir myndu hafa áiitið helga skyldu. Brjefið var svohljóðaudi: »Loksins fæ jeg þá leyfi til þess, að skrifa yður, kæri afi minn. Mig hefir langað svo mjög til þess, en abbadísin hefir sagt, að þjer vilduð ekki láta minna yð- ur á tilveru mína, og að yður væri illa við mig, vegna þessaðjeg væri barn manns þess, er þjerhefðuð hatað, og dóttur yðar, sem þjer hefðuð afneitað. Æ, það er í sanrrleika sárt að hugsa til þessa, m o n p e r e (faðir minn), því að jeg hefi þó aldrei móðgað yður neitt. Jeg a engan annan ættingja á lífi, og þess vegna snyr hjarta mitt sjer eðlilega til yðar. Jeg hefi ætíð borið mikla lotningu fyr- ir yður, og elskað yður innilega, og ást mín til yðar veit- ir mjer rjett til þess, að ákalla aðstoð yðar nú þegar mjer liggur mest á. Samvistarmenn mínir hafa ekki látið neitt tækifæri ónotað, til þess að reyna að fá mig til að ganga í klaust- ur. En jeg vil miklu heldur láta reka mig eitthvað út í buskann, og vinna sjálf fyrir fæði og fatnaði handa mjer, heldur en að gera það. Frelsið mig, faðir móður minnar. Frelsið barnið h e n n a r, sem þjer einu sinni hljótið að hafa elskað, frá slíku óláui, því að jeg játa það, að jeg kýs miklu heldur dauðann en klaustrið. Leyfið mjer að koma heim til yðar. Leyfið mjer að vera yður til aðstoðar og huggunar í elli yðar. Jeg er ljettlynd og fjörug, og jeg skal flytja með mjer geisla vonarinnar og æskunnar iun í gamla og skuggalega hús- ið yðar. Reynið mig, kæri afi minn. Látið mig að minnsta kosti koma til yðar, og ef jeg skyldi verða yður til byrði eða ieiðmda, þá er ætið nægur tími til þess, að fela mig umsjá biskupsins og bandamanna hans. Ef þjer neitið því, að verða við ósk minni, þá veit jeg ekki, hverjar afleiðingarnar geta orðið, því að jeg á vini, sem hafa fullan vilja á að hjálpa mjer, og jeg læt yður vita það, að jeg kýs heidur að nota hjálp þeirra, en að verða ein af þessum gagnslausu og óvænlegu verum, sem kalla sig nunnur. Kæri afi minn! Skrifið mjer þegar aftur, og segið mjer, að hjarta yðar og heimili sje opið fyrir yðar Ærienne«. Einbúinn las brjef þetta yfir aftur og aftur, studdi síðan hönd undir kinn og sat lengi hugsi. Svo leit hann allt í einu upp og mæltl: »Hvað segir þú um það, kerlingartetur, heldur þú að það verði ekki ákaflega gaman fyrir unga stúlku, sen, er alin upp á Frakklandi, og hefir lært allt hugsanlegt til munns og handa, að búa hjerna í þessu gamla húsi, sem fullt er af draugum og afturgóngum, og hafa enga mannlega veru hjá sjer nema þig og mig?« »Ef hún bara hefir þak yfir höfuðið annarstaðar, herra minn, þá myndi jeg ráða bcnni, að vera þar en ekki hjer«, svaraði Eady einbeitt. »Hvernig í ósköpunum ætti ung stúlka að geta lifað hjerua, í þessari gömlu rottugildru, hjeina, þar sem svo margt undarlegt á sjer stað, sem hún getur ekki ráðið við?« Lecour yppti öxlutn. »En ef hún óskar nú sjálf eftir þessu, hvað á þá að gera?« spurði hann kýminn. »Ef hún á ekkert attnað heimili, hvað getur hún þá annað betra gert, en að gera sjer þetta að góðu? Auk þess biður hún rttig svo inni- lega um, að lofa sjer að l^oma, til þess að aunast mig í elli miuni. Jeg finn það, að jeg þarf á einhverjum öðr- ttm að halda, í staðinti fyrir veslings mállausa batttið þitt, sent getur litið eftir — — —«. Hann þagnaði og gaf Eady merki, sem hún virtist skilja, því að hún greip þegar fram í íyrir honum. »Og ntynduð þjer trúa henni til þ e s s, ef hún kærni? Það er þó sannarlega það heimskulegasta, sem nokkrum manni getur dottið í hug, að fara frá Frakk- lartdi, til þess að setjast að í þessari viðbjóðslegu rottu- holu. Hver er þessi veslittgs stúlka, sem ekki á neina vini, er geti útvegað henni annað skárra heimili?« »Þessi uuga stúlka er skjólstæðingur minn, og hún á að eins unt tvennt að velja, annaðhvort að koma til mín, eða að ganga í klaustur og vera þar alla æfi«. »Guð hjálpi henni!« mælti gamla konan innilega. »Og ef j e g gæti náð að tala við hana, þá skyldi jeg ráðleggja henni, að vera þó heldur hjá nunnunum, en að flytja sig hingað«. »Þú ert asni, kerling, og hefir ætíð verið það« mælti Lecour. »Þú hefir hjer nóg sólskin, nógan mat, nógan hita, nóg húsnæði og nóg verk að vinna, og samt sem áður möglar þú og talar þannig um hús mitt og heimili, eins og það væri ekki sæmilegur bústaður fyrir dótturdóttur mína«. »Dótturdóttur yðar!« endurtók Eady, og stóru, kringl- óttu augun hennar urðu enn þá stærri, en þau voru vön að vera. »Jeg hefi aldrei fyr heyrt neitt um það«. »Það Itefði líka verið skrítið, ef þú hefðir heyrt það fyr, því að það er mál, sem jeg tala ógjarnan um. Eu jeg á dótturdóttur, sem fæddist löngu áður en þú komst til Louisiana* Jeg hefi fengið mjer ókunnugt þjónustu- fólk, til þess að það skyldi ekki kvelja mig með spurn- ingum unt afkomanda, sem rnjer er raun að að eiga«. »En ef þessi unga stúlka er af yðar ætt, og svona nákomin yður, hvers vegna hefir hún þá verið látin flækjast svoua langt í burt frá sínu rjetta og eðlilega heimili?« »Það kemur mjer við, en ekki þjer, kerling, og jeg get ekki sagt þjer það. Jeg áleit bara nauðsynlegt, að láta þig vita, að bústýrustörfin verða máske bráðum tekin af þjer, og fengin í hendur ungri stúlku, sem sjálf hefir óskað eftir því, að fá að annast um húsið og hina undarlegu íbúa þess. Jeg ímynda mjer samt, að hún verði hjer ekki lengi; en þar sem hana langar svo mjög til að koma, þá álít eg rjettast, að hún fái vilja sínum fullnægt, einkum vegna þess, að jeg hefi líka gagn af því í öðru tilliti«. (Meira). ■ “5* —135— —136—

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.