Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 12

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 12
GKSTUBINlí Á INGJALDSHÓLI. Þorbjörn, gamli maðurinn, sem daginn áður hafði rerið fyrsti maðurinn, er bar kennsl á skipið, og svo síðar iátið hreinskilnislega í ljós óhug sinn til Eng- lendinga, var heimamaður hjá prestinum. Jafnvel þótt hann væri kominn af gömlum, góðum og mikils- metnum ættum, hafði hann þó á yngri árum sinum ferðast víða um heim á útlendum skipum; annars voru íslendingar óvanir slíkum ferðalögum á þeim ár- um. í*egar hann fór að eldast, settist hann um kyrrt heima fyrir; og þegar síra Jón varð sóknarprestur að Ingjaldshóli og Fróðá, og kunni i fyrstunni ekki eitt einasta orð í íslenzku, bauðst Þorbjörn til þess, þrátt fyrir hatur það, er hann ól til Englendinga, að verða túlkur hans og meðalgöngumaður milli hans og sókn- armanna. Hann flutti sig þá að Ingjaldshóli, til prests- ins, og þótt hann ætlaði sjer ekki upprunalega að dvelja þar nema um stundarsakir, fór hann þaðan samt aldrei aftur. Pótt þeir, sira Jón og hann, væru býsna ólíkir að mörgu leyti, ólíkir að eðlisfari og mennt- un, og hefðu ólík áhugaefni, fór þó svo að lokum, að þeir gátu hvorugur án annars verið, og leiddi það þess vegna af sjálfu sjer, að Þorbjörn var ávallt kyr á Ingjaldshóli. Nú annaðist hann að mestu leyti um búið, og yfir höfuð alla hina veraldlegu hlið af störfum pressins. Gömlu mönnunum fundust löngu vetr- arkvöldin tiltölulega fljót að líða, því að þá varð Por- björn að segja prestinum sögur af ferðum sínum, segja honum greinilega frá öllu því merkilega, er fyr- ir hann hafði borið, og í stað þess sagði síra Jón honum frá mörgu og miklu, sem hann hafði lært og lesið um, og meira að segja, hann kenndi Þorbirni svo mikið í latnesku, að hann gat lesið hjálparlaust öll auðskildari rit Rómverja hinna fornu. Annars var Porbjörn fámálugur og fáskiftin maður, átti fáa kunn- ingja, og enga ættinga á lífl. Hann fór oft einförum úti á viðávangi, og sást þá oft sitja á sjávarströnd- inni, og horfa út á haflð. Ef hann talaði við ein- hvern, laut samtalið venjulega að þv;, hve raunalega vesalt allt væri orðið, í samanburði við það, sem áður hefði verið, og að það væru ekki neina ættlerar einir, sem nú ælust upp á íslandi. Mönnum geðjaðist auð- vitað eáki vel að þessari skoðun Porbjörns; en þótt, íáum væri hlýtt til hans, báru samt flestir virðingu fyrir honum, því að jafnvel þótt þeir vildu ekki kann- ast við, að hann hefði rjett fyrir sjer, varð þeim samt sem áður ósjálfrátt, að bera lotningu fyrir þeim, sem hafði ágæti og mikilfengleik liðna tímans i hávegum, og hjelt uppi svörum fyrir hann. Og auk þess var það almenn ætlun, að Porbjörn hlyti annaðhvort að hafa orðið fyrir miklum og þungum harmi, eða þá að hann byggi yflr einhverju, sem hofði tekið allan huga hans fanginn. Presturinn áleit nauðsynlegt, að hitta Þorbjörn að máli, áður en hann sæi nýja gestinn og fengi vit- neskju um það, að hann ætti að dvelja svo mánuðum skifti á Ingjaldshóli, því að honum var kunnugt um hatur þorbjörns til útlendinga, og var hann þess vegna hræddur um, að Porbjörn myndi ekki geta varizt þess, að láta óvildarhug sinn í Ijós við herra Dove, ef ekki væri búið að búa hann undir fundi þeirra. En það var samt auðveldara að fá hann góðan, heldur en presturiun hafði búizt Yið. Þorbjörn lýsti þegar yfir því, að þar sem gesturinn væri ekki Englending- ur, heldur Portúgalsmaður, þá bæri hann ekki meiri kala til hans, heldur en til flestra annara manna. Presturinn varð innilega feginn þessum góðu málalok- um, og skundaði sem fljótast inn i baðstofuna aftur, til þess að spjalla við gest sinn. (Meira.) & Rr ítlur. JrSééÍ H vorugur þeirra. „Heyrðu, geturðu sagt mjer eitt? í fjörunni hjerna stóð asni, og horfði út í eyjuna, en í eyjunni uxu þistlar, sem hann vildi gjarnan ná í. Hvernig átti nú asninn að ná í þistlana, án þess að fara út í eyjuna, og án þess að nokkur flytti honum þistlana?" Sá, sem spurður var, braut lengi heilann um þetta, ©n svaraði svo að lokum: „Nei, það goi jeg ek-ki“. ,Nei, það gat hinn asninn ekki heldur“. • Grimmúðugt læknisráð. Læknirinn: Fyrst litla telpan þolir ekki að drekka nýmjólk, þá verðið þjer að sjóða hana. Auglýsing. Fátæk kvennfata-saumastúlka, sein gekk í grand- leysi eftir götunni á laugardagsk völdið og var að skila af sjer saunium, var svo óiánsöm að missa liflð í mannþrönginni. Ráðvandur finnandi geri svo vel að skila því í Vesturgötu 55. Síátur. i. Hvers vegna hefir maðuriim eina tungu, en tvö eyru'? 2: Hvernig getnr þú úr tveim reglustikum búið til tiu? 3. Hvers vegna jera iivítar kindur meira en svartar? 4. Hvernig getur þú dregið svo einn frá nítján, að tuttugu verði eftir? * Stærðfræðisþraut. Jón, Páll og Bjarni áttu samtals 160 krónur. A borðinu fyrir framan þá ligu peningar. Jón sagði: „Jeg á helmingi fleiri krónur, heldur en hjer eru i borðinu“. „Ogjeg á þre- falt meira, heldur en hann Jón“, mælti Páll. „Pá er jeg tölu- vert ríkari“, mælti Bjarni, „því að jeg á ferfait fleiri krónur, heldur en hann Páll“. Hve margar krónur voru á borðinu, og hverau maigar Krónur átti hver þeirra? * Reikningsgáta. Brekkusnigill einn skreið upp eftir gafli á húsi, er var 12 metrar á hæð. Hann skreið fjóra metra áleiðis á degi hverjum, en rann þrjá metra ofau á við á hverri nóttu. Hve marga daga þurfti hann til þess, að ná mæni hússins? Ráðning gátnanna í 13.—15. tölubl. 1. Saltfiskinum, því að höfuðið er hjer uppi i sveit, en sporðurinn suður á Spáni. 2. Vegna þess að hann var hníflaus. 3. Snjóhúsum og „kramarahúsum11 (brjefstiklum). 4. Láttu hvern pokaun utan yfir annan, og rúginn í innsta pokann. Reikningsgátan: 30 ára. Stærðfræðisþraut: 20 vagnar. Útgefandi: STEFÁN RUNÓLFSSON, Pósthússtrœti 17. Reykjavík, 1902. — Aldarpreutemiðja. — 143 — 144 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.