Haukur - 01.01.1906, Qupperneq 3

Haukur - 01.01.1906, Qupperneq 3
H A UKTIE. „Þá krefst jeg þess, að þjer standið rnjer skil ;á henni, og hún vertíur að finnastu. „Leitið þjer að henni, eius og hiuir gerðu. Farið þjer út. Jeg hefi andstyggð á því að sjá yður. Hvernig dirfist þjer að gera kröfu til stúlku þeirrar og auðæfa þeirra, sem er lögleg eign mín — mín? Ó, hvaða skelfing, jeg brenn! jeg brenn! Og vatn getur ekki slökkt þennan voðalega þorsta. Drepið mig — gerið þið þegar út af við mig!“ Hann brauzt um á hæl og linakka af kvölum, og þeir áttu báðir fullt í fangi með að halda hon- um í rúminu. Þegar aftur fór að færast ró yfir hann, mælti Du Vernay við föður Eustace: „Get jeg fengið að skoða berbergi það, sem veslings Adrienne var ginnt inn í i nótt? Ef til vill heppnast mjer að finna eitthvað, sem þjer hafið ekki tekið eftiru. „Herbergið er hjerna beint neðan undir, og dyrnar eru opnar. Við Mendon leituðum þar reynd- ar svo vel sem við gátum, en það er þó hugsan- legt, að þjer verðið máske heppnariu. Du Vernay fór nú ofan og inn í myndaher- bergið, og varð honum fyrst fyrir, að opna einu gluggahlerann, til þess að birtan kæmist inn. Þar var ömurlegt um að litast: Hundurinn dauður á gólfinu, og ægilegar hryðjuverkamyndir á veggj- unum. TTann reikaði nú í hægðum sínum fram og aftur um herbergið, leitaði í hverjum krók og kima og barði á veggina. Hann hafði farið þannig þrisvar hringinn í kring í herberginu, án þess að það hefði neinn árangur, og honum var farinn að fallast hugur. En þá tók hann allt í einu eftir pappírsmiða, er stóð út undan umgerðinni á afar- stórri mynd af hertoganuin af Orleans, fyrverandi verndara Lecours. Hann dró það varlega undan umgerðinni, og las það: „Ef Victor du Vernay skyldi koma hingað, til þess að leita að Adrienne Durand, verður hann þeg- ar að bregða við, og leita uppi vin móður hennar, þann hinn sama, sem honum var sagt frá í New Orleans. Hann mun þar fá fullnægjandi útskýringu á því, sem skeði í nótt. Adrienne er á óhultum stað, jafnvel þótt hún sje langt frá því, að vera heil heilsu. Verið þögidl, og vinnið einn yðar liðs. Treystið enyttm manniu. Þegar Du Vernay sneri sjer við og ætlaði að þ]óta aí stað, gætti hann ekki ofan fyrir fæturna á sjor, og hrasaði þess vegna utn víghuudinn, svo að hann fjell af öllum sinum þunga á mynd'na af hertoganum af Orleans. Ljereftið rifnaði og af tóm- hljóðinu í veggnum þóttist hann þegar geta ráðið það, að efni og frágangur veggsins væri annar bak við myndina, heldur en annarstaðar í herberginu. Hann spratt þegar á fætur aftur, reif myndina, er var á hjörum, frá veggnum, og sá þá, að \egg- urinn var þar úr trje, þótt hann væri alstaðar ann- arstaðar úr steini. Hann varð þegar sannfærður um, að hjer hlytu — 221 — að vera leynidyr, og hann fjekk hjartslátt af eftir- væntingu meðan hann leitaði vandlega, bæði hátt og litt, að því, hvort hvergi væri nein læsing. Loksins fann hann ofurlítið tippi í veggnum, rjett niður undir gólfi, neðan undir neðri löminni á myndarumgerðinni. Hann ýtti fast á tippið, og laukst þá hurðin upp og fjell út á við. Sá þá inn í lítið herbergi, er fyllti út rúmið milli turnsins og stigans, er lá baka til upp í herbergi Adriennes. Victor fór inn, og athugaði herbergið við skímu þá, er kom úr myndarherberginu. Þar var mikið af brotnum eimi- flöskum, tómum glösum og ymsum hlutum úr efna- rannsóknaráhöldum, og þóttist hann því sjá, að herbergi þetta myndi einhvern tima hafa verið notað sem efnasmiðja. Dyr voru á herberginu inn í aðalhúsið, en þær voru harðlæstar; annars var engin-n gluggi eða op á því, og ekkert, sem hægt væri að sjá á utan að, að þessi efnasmiðja væri til. Victor þóttist skilja það, að Lecour myndi ekki hafa neinn grun um þennan inngang í herbergi hans, og hann athugaði herbergið svo vandlega, sem skirnan leyfði. Hann fann þar kertisstúf, sem auðsæilega hafði verið borinn þangað úr mynda- herberginu, og hjá honum stóð glas með fosfór í, er sýndi, hvernig kveikt hafði verið á kertinu. Þegar Victor du Vernay hafði lokað dyrunum aftur, og komið myndinni á sinn stað að svo miklu leyti sem liægt var, skundaði hann aftur upp í her- bergi Lecours, til þess að tala við prestinn, áður en hann færi af stað. Þegar hann koin inn í herbergið, lá Lecour sofandi, og presturinn á hnjánum fyrir framan hann. Presturinn var að mæla fram einhverjar særingar, og hjelt krossmarki yfir höfði sjúklingsins. En or hann sá Du Vernay, stóð hann upp og mælti: „Jeg er að reyna að særa burt hinn illa auda, er hefir tekið sjer bústað í þessutn aumingja manni. Jeg er prestur, og þess vegna er það skylda mín, að biðja fyrir honum, en syndirnar eru svo margar og miklar, að mjer liggur stundum við að hörfa óttasleginn undan þessari skyldu. Hönd hans hefir verið móti öllum, og það liggur við, að það sje að hafa af hreinsunareldinum, að láta hann sleppa of auðveldlega gegnum hann“. Það var svo alvöruleg gremja í rödd hans, að Victor skyldi þegar, að hann átti í megnu stríði við sjálfan sig. En honum var ókunnugt um or- sökina, og sagði þvi að eins: „Jeg þarf að finna Brunel lækni, og væri yður þakklátur, ef þjer vilduð segja mjer, hvar hann á heimau. „Þegar þjer komið að húsi umsjónarmannsins, sern er á að gizka tvær rastir lijeðan, þá beygið þjer við ofan að fljótinu, og fyrsta almennilega húsið, sem þjer kornið að, er La Santó, en svo kallar læknirinn húsið sitt. Þjer getið ekki villzt á þvi. Jeg skil það á þögn yðar, að leit yðar í myndaherberginu hefir verið jafn árangurslaus, eins og mín?u „Jeg hafði gaman af því, að virða fyrir mj'er þetta ömurlega myndasafnu, svaraði Victor út í — 222 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.