Haukur - 01.01.1906, Page 4

Haukur - 01.01.1906, Page 4
HAUKUR. hött. „Til þess að komast fyrir það, hvað orðið hefir af Adrienne, verður sjálfsagt að leita einhver- staðar annarstaðar. Hvar get jeg hitt yður, ef jeg skyldi þurfa að tala við yður aftur?“ „Tvöfóld skylda heldur nijer fjötruðum hjer — skyldan sem kristinn og skyldan sem hefnandi. Hvor þeirra muni að lokum bera sigurinn úr být- um, veit enginn nema guð einn. En jeg verð að vera hjá þessum gamla manni, meðan lífið treinist í honum. Færið mjer Adrienne heila á hófi, þá verður líknsemin máske yfirsterkari. En ef---------“ Viotor hjelt nú af stað frá Bellair, og meðan hann er á leiðinni, skulum vjer skjótast á undan honum til La Santé, og munum vjer þá hitta Mendon þar. '26. kapítuli. Þegar Mendon hafði fengið grun um það, að Louisa væri á lifi, rifjaði hann upp fyrir sjer allt það, er mælt gæti með því, að svo væri. Gamla ástin frá drengjaárunum vaknaði aftur í huga hans, og þegar hann kom heim að bústað Brunels læknis, var honum næst skapi, að spyrja þegar um það, hvort maddama Mendon væri þar, því að hann mátti ekki hugsa til þess, að hún bar í raun og veru nafn glæpamannsins voðalega, sem nú lá fyrir dauðanum, þorparans, sem hann var að koma frá. Brunel læknir var heima, og Mendon var vísað inn í skrifstofu hans. Mendon þagði litla stuDd, og leitaði í huga sér að einbverju, sem hann gæti sagt, til þess að afsaka með komu sina, því að hann var óvanur að heimsækja Brunel lækni. En að lok- um mælti hann: „Jeg kem einmitt frá Bellair, og húsbóndinn þar liggur fyrir dauðanum. Að fáum klukkustund- um liðnum verður Lecour ekki lengur í lifandi manna tölu. Og með þvi að engan var hægt að senda, þá skrapp jeg hingað sjálfur, til þess að biðja yður að líta á hann“. Það varð merkileg breyting á rjóða og kringln- leita andlitinu læknisins, er hann heyrði þetta. Hann fleygði frá sjer tóbakspípunni, spratt upp af stólnum og mælti: „Getur ekki lifað! Eruð þjer viss um það — álveg viss? Nei, það eru allt of góðar frjettir tii þess, að þær geti verið sannar. Jeg ætti að hjálpa honum, eiturorminum þessum! Nei, svei mjer ef jeg geri það. Heldur vil jeg senda öll mín meðul norður og niður, en hjálpa lionnm með þeim. En er hann í raun og veru kominn í dauðann ? Hefir ólyfjaninni úr sjálfum honum nú loksins slegið inn og eitrað blóð hans?“ „Ekki beinlínis það, en efitir því sem mjer skilst, hefir einn af vighundum Lecours orðið óður og bitið hann“. „Það er guðsdómur yfir honum fyrir grimrni- lega meðferð haDS á varnarlausu barni“, tautaði Brunel læknir með sjálfum sjer. „Jeg hefi oft haft freistÍDgu til þess, að leggja hönd á hann. En guð er yfir öllu, og stýrir í sannleika öllu á bezta veg“. — 223 — Mendon komst að meiningunni i þessum orð- um læknisins, þótt hann heyrði ekki almennilega orðaskil, og hann hugsaði með sjer, að það væri bezt að bera þegar upp erindið. „Þjer vitið þá, hvað komið hefir fyrir ungfrú Durand á Bellair, og vitið eflaust, hvar hana er að finna? I guðanna bænum, segið 'mjer, hvort hún hefir orðið fyrir nokkru tjóni“. Brunel læknir komst í hálfgerðan bobba, en sagði þó: „Svo mikið er rújer óhætt að segja yður, að hún er heil og ómeidd að því er líf og limi snertir. En hræðslan hefir haft svo mikil áhrif á taugakerfi hennar, að það er vansjeð, hvenær hún nær sjer aftur. Nú sem stendur get jeg ekki sagtyður meira. En gerið nú svo vel, að segja mjer meira af veik- indum Lecours, því að það eru fleiri hjerna á heim- ilinu en jeg, sem vilja gjarnan fá vitneskju um það, hvernig honum líður“. Mendon skýrði honum nú frá því, hversu von- laust væri um það, að Lecour lifði þetta af, og sagði, að hann hlyti að eiga mjög skammt eftir. Læknirinn neri hendurnar af ánægju, en sagði þó, að það væri ljótt af sjer, að fagna dauða meðbróður sins, hversu djúpt sem hann væri fallinn. Hann lauk máli sínu á þessa leið: „Mergurinn málsins er sá, að jeg læt mjer svo umhugað um annan málsaðilann, að jeg hefi misst allt samkenndarþel til mannhraks þess, sem hefir farið með líf hennar“. „Jeg Veit mikið vel, að þjer eigið við mág- konu mina, maddömu Louisu Mendon“, mælti Mendon. „ Jeg hefi fulla ástæðu til að ætla, að hún hafi ekki látizt lijer á heimili yðar, eins og menn hjeldu þá. Jeg hjelt það líka, þangað til nú ný- skeð, er viss atvik komu mjer á aðra skoðun. Jeg gat ekki hugsað mjer það, að systir min gæti borið slíka tortryggð til mín“. Brunel starði forviða og hikandi á hann. En að lokum spurði hann: „En hvað finnst yður þá, að hún hefði átt að gera? Hún var----------. Nei, jeg hefi engan rjett til þess, að tala um þetta enn þá, og auk þess veit jeg ekki, hverja ástæðu þjer kunnið að hafa til þess, að koma með aðra eins staðhæfingu og þetta“. „Það er nú orðið um seinan fyrir yður, að koma yður út úr þessu, læknir. Auk þess er jeg 8annfærður um, að Louisa er á lifi, því að jeg heyrði og þekkti röddina hennar hjerna um nóttina. Og. nú er jeg hÍDgað kominn sem vinur dóttur hennar. Jeg veit sem sje lika, að Adrienne er dóttir hennarr en ekki dótturdóttir Lecours“. Læknirinn starði á hann, og var svo forviðar að hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, en sagði þó að lokum: , „Þjer eruð í sannleika skarpskygnari, heldur en jeg hefði haldið, Mendon. En i þessu máli get jeg ekki gert neitt á eigin ábyrgð. Jeg verð að lúta annarlegum vilja. Afsakið mig eitt augnablik“. „Sjálfsagt. Ef þjer farið til Louisu, þá segið henni, að jeg sje alveg á sama hátt bróðir hennar nú, eins og jeg var áður, þegar hún var mjer bæði móðir og systir. Hún þarf ekki að bera neitt van- — 224 —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.