Haukur - 01.01.1906, Side 5
HAUKUR.
traust til mÍD, því að jeg skuldbind mig til að vernda
hana gegn sjerhverri hsettu á lífsleið hennar“.
Læknirinn yppti öxlum, er hann heyrði þessa
staðhæfingu, því að honum var vel kunnugt udí
hugsunarhátt MeDdons. Og án þess að svara neinu,
skundaði hann út og að húsi einu úti í garðinum,
sem var álíka stórt og íbúðarkús þeirra hjónanna.
Hurðirnar stóðu i hálfa gætt, til þess að nægi-
legt og hreint loft kæmist inn í húsið. Hann fór
inn, og kom inn í bjart og viðkunnanlegt herbergi,
sem tveir kvenmenn voru í.
Önnur var ung og forkunnar fríð. Hún svaf
föstum svefni, og mikla, gullna hárið kennar lið-
aðist út um og ofan um svæfilinn. Það var auð-
sjeð, að umhyggjusamar hendur höfðu breitt úr þvi
og lagað það.
Hin konan var hjúkrunarkona, og var hún enn
að fitla við hárið á stúlkunni, eins og hún gæti
ekki látið vera, að hafa hönd á einhverju, sem
heyrði til þessum ástfólgna sjúklingi. Hún var
horuð og veikluleg, og klædd að öllu leyti sem
liknarsystir. Þrátt fyrir stóra, svarta kappann, sem
skyggði á andlit hennar, myndi þó hver aðgætinn
maður hafa tekið eítir því, hversu svipur og and-
litslögun hjúkrunarkonunnar var líkt föla, fallega
andlitinu, er lá hreyfingarlaust á svæflinum.
„Hvernig liður sjúklingnum okkar, systir
Cecile?“ spurði læknirinn viðkvæmur.
„Þjer sjáið, hve fast hún sefur enn þá. Jeg
fer að verða hálf-hrædd við þetta, læknir. Ó, skyldi
hún þá nokkurn tíma vakna aftur til þessa lífs?
Og skyldi hún þá halda rjettu ráði? Jeg er svo
hrædd um, að hún hafi verið of veikbyggð til þess,
að afbera þetta voðalega áfall“.
„Hún er sterkari, en þjer haldið. Jeg vona,
að hún nái sjer bráðum aftur. En við verðum að
gæta þess, að hún verði ekki fyrir neinum snögg-
um geðshræringum“.
„Jeg vona, að þjer sjeuð ekki að gabba mig?
Ó, hvað ætti jeg að gera, ef jeg missti hana nú?
Jeg er viss um, að jeg missi þá það litla vit, sem
jeg hefi eftir“.
„Verið þjer óhrædd — Adrienne nær sjer fijót-
lega aftur. En jeg hefi mikilvæg tíðindi að færa
yður. Þjer getið komið snöggvast með mjer hjerna
inn í hitt herbergið“.
Systir Cecile fór með honum, og bjóst við öllu
þvi versta. Og þegar þau höfðu lokað dyrunum
milli sin og stúlkunnar, greip hún hönd læknisins
og spurði óttaslegin:
„Hvað er það? Er það eitthvert djöfullega
uppátækið úr honum — enn þá einu sinni?“
„Nei, nei, veslings barnið mitt. I þetta skifti
eru það góðar frjettir, sem jeg flyt jður. Louisa,
ofsóknari yðar liggur fyrir dauðanum. Að fáum
klukkustundum liðDum verður hann rrr sögunni“.
Henni varð svo mjög um þessa fregn, að hún
hneig niður á stól.
„Eruð þjer viss um, að þetta sje satt?“ spurði
hún áköf. „Já, þjer gætuð ekki fengið af yður, að
vera að gabba mig, — þjer, tryggðavinurinn minn.
í öllum mínum þrautum og öllu mínu basli, hafið
þjer ætíð staðið við lilið mjer, og stutt mig ineð
ráðum og dáð, og jeg þakka yður og blessa yður
fyrir það. Segið mjer, hvað komið hefir fyrir —
fyrir þennan vesala, gamla mann, og hver komið
hefir með þessa fregn?“
„Það er maður, sem einu sinni var mjög vin-
veittur yður, og segir, að hann sje sami tryggða-
vinur yðar enn þá. Það er Adolphe Mendon. Hann
kom til þess að sækja mig til Lecours, og til þess,
að fá að tala við yður, ef þess væri kostur“.
„En heldur Adolphe þá ekki, eins og allir
aðrir fornvinir mínir, að jeg sje dáin?“
„Iíann hjelt það þar til nú alveg nýskeð. En
svo þekkti hann röddina yðar í fyrri nótt, þegar
þjer ljekuð hvítu vofuna á Bellair, og þá íjekk
hann grun um sannleikann“.
Konan gat ekki að sjer gert að brosa-ofurlítið,
er liún svaraði:
„ Já, jeg stóðst ekki freistinguna, að svara spurn-
ingu, sem honum varð auðvitað ósjálfrátt, að mæla
fram í hálfum hljóðum, einkum af því að jeg von-
aði, að það myndi hvetja hann til þess, að vernda
veslings aðstoðarlausa barnið mitt. En það hafði
nú samt sem áður ekki þau áhrif, og ef jeg hefði
ekki verið á höttunum í nótt, þá hefði honum tek-
isst, að gera út af við blessað barnið mitt. Og nú
er hann að deyja — deyja! Og jeg, sem kjelt að
hann væri djöfullinn sjálfur, íklæddur holdi og blóði,
og myndi lifa um aldur og æfi“.
„Já, Louisa, hann er nú að falla úr sögunni.
Jeg neitaði þegar, að vitja hans. En jeg hefi orð-
ið dálítið vægari í skapi við það, að tala við yður.
Og þegar Adrienne er vöknuð, og við sjáum, að
hún er úr allri hættu, þá skal jeg fara til Bellair,
og reyna að draga ofurlitla ögn úr þjáningum hans.
Adolphe Mendon bíður eftir mjer í skrifstofunni,
til þess að fá vitneskju um leyndarmál það, sem
yður snertir. Það getur ekki verið nein áhætta,
að skýra konum frá því. Hvað á jeg að segja?“
„Eruð þjer alveg viss um, að mjer sje óhætt
að treysta honum? Og er — er alveg vonlaust
um, að grimmdarseggurinn gamli lifi þetta af?“
„Það er mjer alveg óhætt að fullyrða, því að
það er ekkert meðal til við því banvæna eitri, sem
komizt hefir i skrokkinn á honum. Og að því er
Mendon snertir, þá getur hann ekki grætt neitt
á þvi, að koma upp um yður, og þess vegna held
jeg, að það sje óhætt fyrir okkur, að treysta hon-
um. Auk þess getur hann orðið yður að liði,
þegar þjer farið aftur að gera tilkall til rjettinda
yðar“.
Louisa beDti á hurðina að hinu herberginu, og
mælti raunaleg:
„Nei — rjettindi hennar, ekki mín. Jeg hefi
engin — kæri mig ekki um að hafa nein. Jeg er
nú og verð ætið hjer eftir systir Cecile, tilheyrandi
líknarsystra-reglunni. Segið Adolphe, að engir nema
nánustu vinir okkar, megi fá vitneskju um það, að
jeg er á lifi. í augum heimsins verð jeg að vera
dauð, eins og jeg hefi verið. Segið honum rauna-
sögu mína, og biðjið hann að finna mig, þegar
Adrienne sje úr allri hættu“.
Þegar Brunel læknir ætlaði að fara, bað hún
hann að staldra enn við, og spurði:
— 225 —
— 226 —