Haukur - 01.01.1906, Page 10
HAUKUE.
Saga frá Japan.
Eftir Alfred Lind. Með myndum eftir Poul Steffensen.
(Niðurl.) ---SitS-—
Daimióinn var virðulegur, gráhærður öldungur
með óvenjulega gáfulegu og góðmannlegu augnaráði.
Onaga heilsaði honum kurteislega. Hann brosti
vingjarnlega við henni, og bauð henni að setjast á
gólfábreiðuna. Því næst bauð hann þjónum þeim,
sem inni voru, að fara út úr káetunni.
„Barn mittu, mælti hann; „þegar jeg var uppi
á þilfarinu áðan, sá jeg, að þú varst að tala við
jakanina einn. Má jeg spyrja þig — þekkir þú
hann ?u
„Að eins mjög lauslega, tigni herra. Jeg hefi.
að eins sjeð hann einu sinni áður........“
„Segðu mjer, barnið mitt, hvernig i öllu liggur“,
mælti daimióinn. „Jeg hefi sem sje ýmsar gildar
ásæður til að ætla, að jakanini sá, sem þú talaðir
við, sje varmenni. Því miður hefir mig ætíð vantað
sannanir, og þess vegna hefir hann eun þá komizt
hjá hegningu. En hans tími mun koma, það er jeg
sannfærður um“.
Onaga sagði honum nú frá því, hversu þessi
ókunni jakaníni hefði verið áleitinn og nærgöngull
við Anunsíu, kvöld það, er hún sá þau hittast.
Hún kvaðst sannfærð um, að ósvífni, nærgönguli
jakaníninn væri sá hinn sami maður, sem nú væri
hjerna á skipinu. En hún sagði líka frá þvi, að
Anunsía hefði játað, að henni þætti vænt um hann.
„Veizt þú alls ekkert meira um þetta, barnið
. mitt ?u
Onaga skýrði frá öllu því, er snerti komu henn-
ar til Kanemokkis.
„Jeg held að það sje enginn vafi á því, að
Kanemokki hafi verið glapin sýnu, mælti daimíóinn,
þegar hún hafði lokið sögu sinni. „Jeg þekki
Kanemokki, og er ekki i neinum efa um það, að
jakaníninn, sem er hjerna um borð, hefir leikið á
hann, og svo framkvæmt hótanir þær, sem hann
hafði í frammi við veslings frúna, kvöid það, sem
þú skýrðir frá. Það eina, sem gerir málið dálitið
óljóst, er það, að vinstúlka þín játaði, að henni
þætti vænt um hann. En við skulum samt sem
áður hafa einhver ráð með að grafast fyrir þetta.
Jeg hefi trúan þjón með mjer hjerna á skipinu.
Hann hefir oft. grafizt fyrir mál, sem hafa verið
myrk sem nóttin, og hann mun einnig hafa einhver
ráð með að komast fram úr þessu. Jeg læt hann
fara aftur með fyrstu skipsferð til Scbakotan, til
þess að grafast fyrir máliðu.
(>. k a p i t u I i.
Fáum dögum síðar kom ungur maður til
Scbakotan, og heimsótti Kanemokki. Hann sýndi
honum brjef frá hinum tigna daimíó í Satsuporo.
í brjefinu var Kanemokki beðinn að veita brjefber-
anum alla þá aðstoð, er hann gæti, til þess ef
auðið væri að koma upp um glæpamann einn.
„Þjónnu daimíóans bað Kanemokki að veita
sjer alla þá fræðslu, er hann gæti gefið sjer um
ókunna jakanínann. Kanemokki skýrði honum með
skjálfandi röddu frá því, að hann hefði fundið
jakanínann í tesöluhúsinu, að þeir hefðu orðið sam-
ferða eftir götunni og að lokum kornið að búðar-
glugga málarans, og að þar hefðu þeir sjeð mynd
af konunni sinni og jakaninanum.
„Má jeg, náðugi herra, biðja yður, að koma
með mjer til þessa málara, sem þjer minntust á?u
Kanemokki fór með honurn. Og er þeir höfðu
talað lengi við málarann, fieygði liann sjer að lokurn
á gólfið fyrir framan gestina, og játaði, að hann
hefði verið keyptur til þess, að draga upp myndina
og setja hana út í gluggann. Hann skýrði þeim
frá þvi, að ókunni jakaníninn hefði einu sinni
komið með miklu fasi inn til sín, og beðið sig að
koma þegar út að glngganum og lita út á götuna.
jakaníninn hefði sagt, að bráðum kæmi ung stúlka
eftir götunni, sem hann þyrfti fyrir hvern mun að
fá mynd af, og þess vegna yrði málarinn að taka
vel eftir andliti hennar, svo að hann gæti dregið
upp mynd af henni.
„En hvenær var það þáu, mælti Kanemokki í
mikilli geðshræringu, „sem jakaníninn Ijetyðurkoma
lieim til sin, og þjer sáuð þessa urnræddu konu
liggja í faðmi jakaninans?u
„Jeg hefi aldrei komið á heimili jakanínans.
Jeg veit ekki einu sinni, hvar hann á heimau.
„En hvernig gátuð þjer þá dregið upp þessa
umræddu mynd?u spurði Kanernokki.
„Það var ósköp auðvelt fyrir mig — því mið-
ur“, stundi málarinn upp. „Jeg hafði sjeð jakanín-
ann, og jeg hafði sjeð hina ungu, yndisfögru konu.
Og jakaníninn borgaði mjer rausnarlega fyrir að
draga upp inyndina, og fyrir að gefa skýrslu þá,
sem jeg gaf. Og mjer, vesölum manni, kom ekki
til hugar, að þetta gæti haft alvarlegar afleiðingaru.
— 235 —
- 236 —