Haukur - 01.01.1906, Qupperneq 12
HAUKUE.
öllurn málavöxtum, og gleðin og ánægjan skein á
ásjónum þeirra beggja.
Og Kanemokki vafði handleggnum um mitti
konunnar sinnar fögru. — — —
Skammvinn atvinna.
Stúlka ein í Milvaukee í Ameríku setti nýskeð
á stofn hjúskapar-skrifstofu, en tók sjálf fyrsta
manninn, sem leitaði þaDgað, og iokaði svo þegar
skrifstofunni aftur.
•
Óþörf lítilþœgni.
I samkvæmi einu ljek ung stúlka á fortepíanó, og
gerði það svo aðdáanlega vel, að flestir urðu hrifnir.
Unglingsmaður einn, er hafði yndi af liljóðfæraslætti,
mælti frá sjer nnminn: „ Jeg vildi gefa aleigu mína
til þess, að eiga þessa fingur“. — „Þjer gætuð
máske fengið alla höndina, ef þjer færuð þess á
leit“, svaraði móðir ungu stúlkunnar, er hafði staðið
við hliðina á honum.
•
Maður einn bætti því ákvæði aftan við arf-
leiðsluskráua sina, að konan hans yrði að giftast
aftur að honum látnum. Og bann kvaðst gera þetta
einungis til þess að tryggja sjer það, að það yrði
þó að minnsta kosti einn, sem ætíð hjeldi áfram að
gráta fráfall sitt — sern sje eftirmaður hans í
hjónabandinu.
•
JBœði jafn ráðuq.
Maður einn, er ekki var laust við að hefði
konuríki, hafði ásett sjer, að borða kvöldverð í fje-
lagi með ýmsum vinum sinum. Hann hafði einsett
sjer, að hann slcyldi fara og taka þátt í samsætinu,
en konan hans hafði jafn ákveðið afráðið það, að
hann skyldi eklci fara. Hann varð líka að láta sjer
það lynda, að sitja heima. — Vinir hans söknuðu
hans auðvitað. Og tveir þeirra lögðu af stað heim
til hans, til þess að henda gaman að honum fyrir
bóndabeygjuskapinn, en er þeir komu inn, sátu bæði
hann og konan lians steinsofandi í dagstofunni.
Hann hafði byrlað henni svefndrykk, til þess að
komast burt, og hún hafði gefið honum samskonar
drykk, til þess að hann skyldi ekki komast burt,
Sfirífíur.
Skrumari.
H a n n : Nei, hættið þjer nú öllu gamni, UDgfrú;
það eru nú þegar tvær hefðarstúlkur orðnar geggj-
aðar af ást til min, og þó ætlið þjer að reyna að
telja mjer trú urn það, að þjer viljið mig ekki ?
Hún: Já, þjer megið reiða yður á það, aðjeg
tek yður aldrei.
Hann: Hm! merkilegt, stórmerkilegt! Eftir
því að dæma eru þrjár orðnar geggjaðar.
Elcki svo vitlaust.
Vínsalinn: Við höfum leitað í hverjum krók
og kyma og haft lögregluþjóna á hnotskó um allan
bæinn, en hvergi getað fundið þjófa þá, er brutust
hjer inn í nótt, og tæmdu inargar vínflöskur og
höfðu enn þá fleiri á brott með sjer.
Gesturinn: En hafið þjer látið spyrjast fyrir
í sjiikrahúsunum ?
•
Ekki glœny.
Vei t in gam aðu rinn: Hjerna er ágæt dilka-
steik, sem þjer hljótið að taka ofan fyrir, báttvirti.
Gesturinn (bragðar á steikinni): Þjer hafið
rjett að mæla. Maður á sem sje ætíð að sýna ellinni
lotningu.
Orsök og afleiðing.
„Nú, hvernig líður þjer eftir útiveruna í gær-
kvöld?“
„Agætlega, en konan mín kemur varla upp orði
fyrir hæsi“.
•
Góo meðmœli.
Húsmóðirin: Kunnið þjer nú í raun og veru
að umgangast börn, kona góð? Jeg vil sem sje fá
góðan og áreiðanlegan kvecmann til þess, að gæta
barnanna minna.
Konan: Hvort jeg kann að vera með börn?
Eins og jeg hefði annars dirfst að falast eftir vistinni?
Jú, jeg hefði nú haldið það. Jeg, sem hefi sjálf
átt þriú börn.
Húsmóðirin: Nú, þjer hafið sjálf átt börn ?
Og hvar eru þau?
Konan: 0, þau eru nú svei mjer dáin öll
sömun, veslÍDgs aDgarnir, öll sömun dáin.
Húsmóðirin: Úr hverju dóu þau?
Konan: Eitt þeirra druknaði nú fyrir þrem
mánuðum í læknum. Annað datt út um gluggann
hjá mjer, ójá, það held jeg nú, og það þriðja varð
undir mótorvagninum í fyrrasumar.
Hún var samt ekki tekin i vistina..
Útgefandi STEFÁN HVNÓLFSSON, Reykjavík.
ISAFJÖRÐUR. PRENTSMIÐJA M. ÓLAFSSONAR. 1906.
— 239 -
240 —