Haukur - 01.01.1906, Page 14

Haukur - 01.01.1906, Page 14
HAUKUE. Það fór hrollur um hana, og hiín fÖlnaði aftur í framan, svo að Yictor varð hræddur, og fiýtti sjer að grípa fram í fyrir henni: „Vertu nú ekki að hugsa meira um þann hræði- lega atburð, elskan mín. Það getur gert þig sjúka aftur. En þama kernur hún móðir þínu. Louisa kom inn í herbergið, föl og skjálfandi, og Brunel læknir með henni. Adrienne settist upp, og breiddi út faðminn móti kenni. Og í sörnu svipan lágu móðir og dóttir í faðmlögum, og grjetu eins og börn. Brunel læknir dró Victor til kliðar, og mælti í hljóði: „Nú er allt eins og það á að vera. Við skulum nú lofa þeim að vera einum. Það er víst það beztau. Louisa ýtti andliti dóttur sinnar frá brjósti sjer, virti hana viðkvæmnislega fyrir sjer og mælti: „Ó, elsku barnið mitt, loksins get jeg þá þrýst þjer að brjósti mjer. Hvernig átt þú að geta fyrir- gefið mjer það, að jeg hefi skilið við þig öll þessi löngu - löngu árV Jeg fór tvisvar tiJ Frakk- lands, bara til þess að sjá þig, en þá varst þú svo ung, að þú manst víst eklri eftir þvíu. „Mig rámar eitthvað óljóst í konu eina, sem einu sinni grjet svo beisklega yfir mjer, að jeg varð hrædd, svo að það varð að fara með mig burt úr herbergi abbadísarinnar. Og það varst þá þú, móðir mín?u „Já, það var jeg. Og frá þeirri stundu hafði jeg ekki sjeð þig, fyr en jeg komst að því, að þú varst í klóm samvizkulausa gamalmennisins“. „En hvers vegna var jeg látin vera svona langt í burtu frá þjer, og mjer talin trú um, aðjeg væri dóttir annara?u „Það er mjög raunaleg saga, barnið mitt. Þú skalt bráðum fá að heyra atvik þau, er til þess lágu. Nú sem stendur get jeg að eins sagt þjer það, að Mendon var kunnugt um það, að þú varst til, þegar jeg gekk að eiga hann. Og hann tók mig með sjer til Frakklands, til þess að heimsækja þig. En hvorki hann nje faðir minn vildu leyfa mjer, að kannast við þig sem dóttur mína, eða láta neinn vita um ætt þina. Þá var jeg þeirrar skoðunar, að hjónaband mitt og föður þíns hefði verið ólög- mætt, og jeg blygðaðist min, að láta almenning vita urn yfirsjón mína. Nú hefi jeg fullar sannanir fyrir þvi, að Henri Durand var löglegur eiginmað- ur minn“. „Og þú ert í raun og veru móðir mín?“ spurði Adrienne, og virti andlit Louisu fyrir sjer. „ÞOta er allt saman svo undarlegt — svo ótrúlegt. ■ En hvers vegna bjóst þú þig út sem afturgöngu, og hvers vegna varst þú að ofsækja þennan voðalega karl-hrott,a?u „Hann hafði eitrað líf mjtt, og gert mjer svo mikla bölvun, að jeg hafði einsett mjer, að gera allt það, sem jeg gæti til þess að hefna mín“, svar- aði Louisa með tindrandi augnaráði. „Hann hafði sært hjarta mitt ólífissári —- ó'íflssári. Hann hafði drepið þann, sem jeg elskaði. Og jeg gat okki Játið ónotað eina ráðið sem jeg hafði til þess, að Játa hann fá ofurlitinn smekk af eymd þeirri og kvölum, sem hann haf'ði bakað mjeru. Adrienne kyssti ástúðlega á enni hennar, og mælti blíðlega: „Þú verður nú að gleyma öllum órjetti, móðir mín, og gera mjer hamingju mina tvöfalt dýrmæt- ari raeð því, að njóta hennar með mjeru. „Ja, jeg hefi þó að minnsta kosti getað komið því til leiðar, að þú getur nú horft fram á áhyggju- lausa og auðnuríka daga. En jeg get ekki notið þeirra með þjer. Jeg hefi um langan tíma verið dauð í augurn heimsins, og það er ásetningur minn, að verða það einnig framvegisu. Adrienne reyndi, að telja henni hughvarf, og fá hana til þess, að hætta við þá ákvörðun, en það var árangurslaust. Móðir hennar var staðráðin í því, að taka al'tur til starfa sem líknarsystir, og eng- ar bænir nje fortölur gátu komið henni til þess, að hætta við það. Að nokkrum dögurn liðnum var Adrienne orðin svo hraust, að hún gat lagt af stað til New Orleans með móður siuni og Victor. Brunel læknir og faðir Eustace tóku einnig þátt í förinni. Og faðir Eustace gaf Adrienue þá skýringu á framkomu sinni gagn- vart henni, sem var öldungis fullnægjandi frá hans sjónarmiði, en alls ekki frá sjónarmiði jafn einlægrar og hreinskilinnar stúlku, eins og Adrienne var. Erindi hans til Louisiana var nú Jokið, og fór hann því að búa sig undir að hverfa aftur til Frakklands. Það tók langan tíma, að ráðstafa Montreuils- auðæfunum, svo að Victor du Vernay varð að dvelja nokkra mánuði enn þá í Ameríku. En hálfum mán- uði eftir að hann kom til New Orleans, voru þau Adrienne og hann gefin saman í hjónaband þar í dómkirkjunni. Lecour hafði hrúgað sarnan afarmiklu af dýr- gripum, og með þvr að enginn erfingi gaf sig fram, og gerði tilkall til þeirra, voru þeir afhentir klaustri því, sem dóttir hans hafði verið alin upp í. Adrienne geymdi í þakklátum huga endurminning- una um velvildarþel það, er henni hafði verið sýnt í klaustrinu, og henni þótti þess vegna vænt um, að geta á þennan liátt bætt fyrir fiótta sirm frá systrunurn. Victor du Vernay og konan hans elskulega voru i afar-miklum metum við hirð Napoleons keisara. En þegar hann fjell frá völdirm, fóru þau með börnin sín tvö aftur til Louisiana, og settust að á eignarjörð sinni. En áður en þau komu þangað, hafði gamla húsið verið rifið, og annað nýtt og veglegt Jiús byggt í þess stað. líady gamla, er hafði farið með þcdrn tii Frakklands* hitti þá mann sinn einn á lífi, og jafn hneigðan f'yrir áfenga drykki, eins og hann hafði venð áður. Og hún bætti honum hina löngu fjarveru sína með því, að sýna honum þeim mun rneiri ást og umhyggjusemi þann tímann, sem liann átti eftir ólifaðan. Sumarið 1815, þegar Lúðvík 18. settist aftur að völdum, sneri Mendon eirrnig af’tur til gamla heimilisins síns Ameríku. Maddama Crozat var þá látin, og plantekran var orðin eign hans og konunnar hans. Paulina var orðin beisklynd og goðstirð með aldrinum. Eu með þvi að liún átti engin börn, fyrirgaf stjúpsonur hennar henni það þó, að húu hafði gifzt föður hans. Maðurinn hennar lifði rólegra lífi með henni, heldur en hann hafði búizt við, þeg- ar hann gekk að eiga bana. Og Adrienne fjekk aldrei neina vitneskju um það, að það var í raun og veru PauJinu að kenna, að hún hafði einu sinni komizt í opinn dauðann. Þegar þau voru aftur setzt að í Ameríku varð brátt vingott með báðum þessum fjölskyldum, og or árin liðu, giftist einkadóttir maddömu du Vernays yngri syni Mendons, svo að Merulon gat þó að lok- ufc huggað sig við það, að helmingurinn afhinum langþráðu auðæfum, ætti þó með tímanum að lenda hjá einu af barnabörnum hans. (Endirp — 243 — - 244 —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.