Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 6

Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 6
 Shcrlock Qolmes Leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle 7M Shirleya-siðbókin. Jafnvel þótt Sherlock Holmes sýndi meiri ná- kvæmni, heldur en nokkur maður annar, sem jeg hefi þekkt, þegar um rökvísi, íhugun og ályktanir var að ræða, og jafnvel þótt hann væri töluvert nostursamur um fatnað sinn, hár o. s. frv., þá A'ar hann þó í aðra röndina einhver sá mesti hirðuleysis og óregluseggur, sem jeg get hugsað mjer, og hefir þessi óregla hans oft gert mjer gramt í geði. Og þó er langt frá því, að jeg sje nein fyrirmynd í reglusemi. Flækingslíf mitt í herþjón- ustunni í Afghanistan og eitthvert meðfætt Zigeuna- eðli, hefir einmitt gert mig miklu hirðulausari um alla reglu og nákvæmni, heldur en lækni sæmir. En jeg gæti þess þó ávallt, að fara ekki of langt i því efni; og þegar jeg sje mann gej'ma vindlana sína í kolaskóflunni og reyktóbakið sitt í tánni á gömlum gólfskó, og fesla brjefin, sem liann á eftir að svara, með sjálfskeiðingsoddi á arinhylluna, þá fer jeg að verða upp með mjer af reglusemi minni. Jeg hefi ætið álitið það sjálfsagt, að skotfimisæfing- ar teldust til þeirra íþrótta, sem ættu að fara fram undir berum himni, og þegar Sherlock Holmes einu sinni, í einu dutlungakastinu, settist i hæginda- stólinn með skammbyssuna í hendinni og hundr- að hlaðin skothylki á horði við hliðina á sjer, og tók að skreyta vegginn andspænis sjer með kúlna- röðum, sem smám saman urðu að stöfum, svo að greinilega mátti lesa: »Victoria R«, þágatjeg ekki á mjer setið, að minna hann á það með viðeig- andi ávítunarröddu, að hvorki loftið í herberginu nje útlit þess batnaði við slíka dægrastyttingu. Herbergi okkar voru ætíð full af alls konar efnarannsóknaráhöldum, efnablöndunum og efna- samböndum, sem Holmes var öðru hvoru að gera tilraunir með, og alls konar þjófa og morðingja- áhöldum, sem hann hafði safnað að sjer úr öllum áttum. Alstaðar var dót þetta að flækjast fyrir, meira að segja stundum innan um matinn á boið- inu, og jafnvel á enn þá meira óviðeigandi stöðum. Þó voru brjef hans og skjöl mjer mest til ásteyt- ingar. Það var eins og hann ætti ómögulegt með að brenna eða ónýta nokkurt brjef eða annað skrif- að mál, einkum ef það stóð í einhverju sambandi við glæpamál, og þó var það ekki neina einu sinni eða tvisvar, frá því er við kynntumst, sem hann liafði fengið sig til þess að safna brjefunum sam- an og koma þeim í röð og reglu, því að þótt á- hugi hans og starfsþrek væri annað slagið svo óbilandi, að hann gat unnið svo að segja dag og nótt, þá var hann þess á milli það mesla letiblóð, sem jeg hefi þekkt, og lá hann þá venjulega með fiðlu sína eða einhverja hók, og hreyfði sig varla nema að matborðinu og frá því aftur. Afleiðingin var sú, að brjef hans og skjöl hrúguðust sanian mánuð eftir mánuð, þar til hver krókur og kýn)1 í dagstofunni var fullur af skrifuðum skjölunu sem fyrir engan mun mátti brenna, og enginn gat komið í röð og reglu, nema eigandinn sjálfur. Vetrarkvöld eitt, er við sátum saman við eld' stóna, dirfðist jeg að stinga upp á því við hann’ að nú, þegar hann væri búinn að líma blaðaui klippurnar inn í dagbókina sina, ætti hann verja næstu tveim klukkustundunum til þess að að taka ofurlítið til í lierberginu og gera það dálít^ vistlegra. Hann gat ekki neitað því, að tilmæli ndn væru sanngjörn, og þess vegna fór hann — reyud' ar með hálfgerðum ólundarsvip — inn í sveú1' herbergið sitt, og kom aftur að vörmu spori med litla járnkistu, er liann dró á eftir sjer. Hann setti kistuna á mitt gólf, lagðist á hnjen á f°l' skemil hjá kistunni og opnaði hana. Jeg sá þ8, að kistan var hjer um bil hálf af brjefurn. eI voru bundin í smáböggla með rauðu seglgarni. »Hjer eru nú margir góðir gripir, Watson(> mælti hann, og leit hálf-illgirnislega til min. »Ef þjer þekktuð allt, sem er í þessari kistu, þú *' mynda jeg mjer, að þjer hæðuð mig að taka eid' hvað af því upp, í stað þess, að láta meira niðnl í liana«. * »Eru það skýrslur um fyrstu afreksverkin y°' ar?« spurði jeg. »Jeg hefi oft óskað þess, að je$ hefði skráða lýsingu á þeim Iíka«. »Já, vinur minn, þetta hefir allt gerzt áðuf en jeg eignaðist æfisöguritara, til þess að gera m>é dýrðlegan«. Svo fór hann að taka einn og elIin böggul upp úr kistunni, og var auðsjeð á þvn hvernig hann tók á bögglunum, að honum þúttl mjög vænt um þá, og var annt um að þeir skemmd ust ekki. »Það eru ekki eingöngu sigurvinningar, ^ al son«, mælti hann. »En það eru mörg lagleg ul' lausnarefni hjer innan um. Hjer er Tarlito"' morðingjamálið, og hjer er mál Wamberrys, gamla vínsalans, og hjer cr mál gömlu, rússnesku gre>fa' frúarinnar, og hjer er einkennileg saga um áls' hækjuna, og nákvæm skýrsla um Ricoletti me snúna fótinn og andstyggilegu kerlinguna hanS’ Og hjerna — já þetta er nú alveg sjerstaks eðl>s<(' Hann seildist alveg niður á botn á járnkist' unni, og tók upp lítinn trjekassa með renniiok1’ eins og kassa þá, sem börn geyma í leikföng sl°' Upp úr honum tók hann gamalt og lúið pappirs blað, gamlan látúnslykil, trjetein, er seglgarni va vafið um, og þrjár gamlar, ryðgaðar málmkringlu^ »Nú, nú, vinur minn; hvaða ályktanir getJ þjer nú dregið af þessu?« spurði hann brosand1’ er hann sá hve forviða jeg var. — 11 — — 12 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.