Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 3
JÓLAHUGLEIÐING Eftir HALLDÓR KRISTJÁNSSON, Kirkjubóli Ennþá einu sinni hefir jólaboðskapurinn, jólahugurinn, jólagleðin orðið okkur að há- tíð. Ennþá einu sinni hafa englaraddir bor- izt að eyrum manna og boðað frið á jörðu, þvi að hið forna fyrirheit nœr hjörtum manna á hverjum jólum, þrátt fyrir hern- aðarœði og geisandi styrjaldir. Ef til vill verða ógnir líðandi stundar til þess að gera þrána sterkari, löngunina meiri. Við höfum hrósað happi yfir þvi, íslendingar, að vera búsettir í þvi horni heims, þar. sem enginn var vígbúnaður og hernaðaræði náði tæp- ast til. Og nú er okkur sú raunin einna sárust, að erlendur her hefir setzt að í landinu, víggirt höfuðborg okkar og gert ýms önnur hervirki. Við óskum þess ein- huga að fá að vera lausir við hernaðaræðið gllt. En við megum samt ekki hugsa okkur, að hugarfar og innrœti hinna stríðandi þjóða, sem berast á banaspjótum, sé með allt öðr- um hœtti en þekkist hér á landi. Sama hugarfarið getur átt sér stað meðal frið- samra, vopnlausra manna, eins og íslend- inga. Hernaðarhugurinn er aðeins sérstök mynd þeirrar sérdrægu eigingirni, sem meira metur afl en rétt, tekur ofureflið fram yfir málamiðlun og samkomulag. Það er hnefarétturinn, og hnefarétturinn er alltaf sjálfum sér samur og jafn ógeðslegur, hvort sem hann birtist sem milljónaher, búinn hergögnum, eða við sjáum hann að- eins í rólegri sjálfsánœgju þess, sem hlotið hefir af tilviljun styrkari aðstöðu og situr yfir forréttindum. Og við megum vera minnug þess, núna á jólunum eins og endranær, að jafnvel hér á landi eru til menn, sem hika ekki við að boða hnefarétt- inn og tala um brennandi ofstæki, óvœnta atburði, baráttu með nýjum hætti og þrjót- andi langlundargeð hinna afskiptu. Þœr ógnarfréttir, sem berast okkur tiandan um höfin, méga verða okkur til margháttaðra lœrdóma. Gegnum allt þetta hversdagslega, sem er í andstöðu við jólaboðskapinn, berast engla- raddirnar i sérhverjum jólum, eins og fjar- lægt fyrirheit eða stefnumark. Og vegna þess, að þœr snerta nœman streng i brjóst- um mannanna, eru þœr þess umkomnar að skapa sérstakan geðblœ — geðblœ jól- anna, jólahugann. Mér finnst hún alltaf geyma mikinn sannleik, helgisagan hennar Selmu Lager- löf, um fyrstu jólanóttina, þegar eldurinn brenndi ekki, hundurinn beit ekki og spjót- ið stakk ekki. Það er þetta, að vilja engum mein gera, sem er einkenni á hugblæ jól- anna. Á jólunum vilja menn gleðja aðra. Þá er samúð mannanna ríkari en endranœr, og þau hlýju tengsl eru hjartaþáttur há- tíðahaldsins. Jólaboðskapurinn fœr sam- hljóm í dýpstu þrá mannshjartans, og það er vegna þess, sem hann er fœr um að skapa mestu hátið ársins. Þannig eru jólin okkur sönnun þess, að mennirnir elska hin hlýju tengsl milli sín og þrá betra samfélag. Manneðlið þráir brœðralag. Sú þrá kemur fram i jólaboð- skapnum og vegna þess hefir hann slíkt gildi fyrir manninn. Geðblœr jólanna er nokkru nœr takmarki þeirrar eilifu þrár en hversdagsleikinn. Ef til vill finnst einhverjum, að hér sé ekki byrjað á byrjuninni, því að jólin séu fyrst og fremst haldin í minningu Jesú frá Nasaret. Það er auðvitað alveg rétt. Orðin: í dag er yður frelsari fœddur, eru uppistaða í jólaboðskapnum. En þegar við gœtum þess, að frelsunin liggur í þvi, að gefa mönnunum kristindóminn, sjáum við, að hér ber allt að einum brunni. Kristindóm- urinn er ekki fyrst og fremst trúarlegar hugmyndir, heldur sérstök llfsskoðun og sérstök lífsstefna. Það er sú lífsskoðun, sem afneitar hnefaréttinum en leitar brœðra- lagsins. Það er lífsskoðun, sem viðurkennir persónuleg verðmæti mannsins og þroska- möguleika hans og leitar eftir þessu hvoru tveggja. Það er lífsskoðun, sem er í sam- rœmi við innstu þrá og eilífa löngun mannshjartans til fegurra og fullkomnara samlífs. Þannig er það, að fyrirheitið um frið á jörðu stendur í órjúfandi sambandi við fœðingu frelsarans. Það er líf hans, sem bregður Ijósi fram á veginn. Þess vegna eru jólin jól. En þó að það sé yndislegt að njóta hug- blœs jólanna og finna óvenjulegan kærleika umvefja sig og sjá hve lífið er hlýtt og hjartanlegt, þá megum við aldrei freistast til að álykta sem svo, að líf i kristin- dómi sé aðeins óvirkur kœrleiki til alls, því að kristilegt líf er markviss og ákveðin sókn. Geðbifun kristins manns er hœfi- leikinn til þess að snertast af kjör- um félaga sinna — verða fyrir geðhrifum vegna þess, sem kemur fram við þá. Það er hœfileikinn til þess að taka þátt í kjörum annars manns. Á þeim hœfileika grundvall- ast öll barátta og starfsemi fyrir félagsleg viðfangsefni. Einungis með því móti að okkur geti hitnað í skapi vegna þess, sem hinir verða fyrir, erum við liðgeng í menn- ingarbaráttu samtiðarinnár. Það er hin kristilega samúð og hluttekning, sem mótar geðblœ jólanna og gefur okkur trú á fyrir- heitið um frið á jörðu. Þessi hœfileiki kemur hvergi gleggra fram en í lífi Jesú frá Nasaret. Vegna ann- arra yfirgaf hann atvinnu sina og rólegt heimilislíf. Vegna annarra gekk hann í berhögg við andlega og veraldlega höfð- ingja samtiðar sinnar, því að honum fannst rétti hinna smáðu vera hallað. Vegna ann- arra velti hann borðum vixlaranna, þegar þeir höfðu flutt þau inn í musteri guðs. Vegna annarra gekk hann sín mörgu, ör- lagaþrungnu spor, sem enduðu með kross- ferli hans. Vegna annarra lifði hann og dó. Það var ekki blossandi stundarhrifning og eldmóður augnabliksins, sem réði úrslitum í lífi hans, þvi að það var markviss ganga af innri þörf. Hann átti þá geðbifun — þá samúð með rétti og kjörum annarra, að hann gat aldrei sœtzt við óréttinn og horft hlutlaus á. -Og líf hans er hin æðsta mynd lífs í kristindómi. En í þeirri lifsstefnu og í hugarfari hennar liggja frelsisvonir hins þjakaða og þjáða mannkyns. Svo undarlegt er lifið, að sá, sem lifir af mestum kœrleika til mannanna, verður líka að þjást mest þeirra vegna. Þetta er ekki einsdœmi. Sem betur fer, þá eru það margir, sem eyða kröftum sinum í þjónustu mannlegrar hamingju fram yfir það, sem varðar framfœrslu nánasta skylduliðs. Við vitum ekki um allar áhyggjur og andlegar þjáningar þeirra, sem meta það mest að koma einhverju góðu til leiðar og manna mannfélag sitt. En við skulum vera minn- ug þess, að slíkir eru lœrisveinar meistarans mikla, og að þeir eiga með honum nokkum þátt í jólagleði okkar. Og við skulum láta jólaguðspjallið og jólahelgina kenna okkur að meta þá betur, sem lifa og starfa á þann hátt á meðal okkar. Við skulum með þakk- látum huga minnast þeirra allra, sem eitt- hvað leggja á sig i þágu hins góða samfé- lags, því að það eru þeir, sem bera synd heimsins og flytja jólahelgina og jólavon- irnar frá kyni til kyns. Svo skulum við þá öll sameinast i gleði og þakklœti yfir því, sem hinn fórnandi kœrleikur hefir fyrir okkur gert, nœr og fjœr, og í þeirri bœn, að hann megi einnig bera ávexti i lífi og störfum okkar sjálfra. Guð gefi okkur náð og styrk til að láta þœr vonir, sem til okkar eru bornar fyrir hönd litlu, saklausu barnanna og framtíðarinnar, rætast og gróa í lifi kynslóðarinnar. GLEÐILEG JÓL!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.