Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 6

Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 6
6 T í M I N N Johan Augusi Sirindberg Saga Sankii Goíihavds Sænski rithöfundurinn Johan August Strindberg fæddist í Stokkhólmi 22. janúar 1849. Hann gekk menntaveginn og varð stúdent 1867. Snemma kom í ljós, að hann var gæddur miklum hæfileikum og áhuga fyrir margvíslegum málurn. En hann var sízt við eina fjöl felldur. Hanrj lauk því aldre* embættisprófi, en fékkst við leiklist, ritstörf og kennslu. Hann hugðist í fyrstu að hljóta frægð sem leikritahöfundur. Ritaði hann leikrit, er hann nefndi „Máster Olof“ árið 1872. En frægðarvonir hans brugðust á þeim vettvangi. En með skáldsögu sinni „Röda rummet", sem út kom 1879, gat hann sér loks hinn þráða orðstír. Þar með var hin mikla sókn hans á listamannsbrautinni hafin. Strindberg fékkst við blaðamennsku um nokk- urt skeið, en hlaut síðar bókavarðarstöðu í Stokk- hólmi. Hann var mjög afkastamikill rithöf- undur um sagnfræðileg efni, m. a. um kínverska tungu og \>ókmenntir. Afköst Strindbergs voru harla mikil og reit hann um hin ólíkustu efni. í heimalandi sínu gat hann sér ódauðlega frægð, og nafn hans er þekkt meðal allra menningarþjóða. Á íslenzku hefir fátt eitt eftir hann birzt. Smásaga sú, er hér fer á eftir, gerist i Sviss, landi fjalla, vatna og heillandi náttúrufegurðar. Strind- berg lýsir svissnesku þjóðlífi og siðum með frá- sagnarhætti, sem er mjög einkennandi fyrir hann. Það er laugardagskvöld 1 Göschen í fylk- inu Uri. Þorpið liggur norðan Sankti Gott- hards, við læk einn, sem knýr mylluhjól og næg silungsveiði er í. Þar er ger- mönsk tunga töluð, og þar býr kyrrlátt, vin- gjarnlegt fólk, sem hefir sjálfsákvörðunar- rétt um málefni sin. Og þar er skógurinn helgi, sem skýlir hrauni og fjallagrösum. Nú á laugardagskvöldinu, þegar kvöld,- klukkan hringir, safnast þorpsbúarnir sam- an við brunninn undir stóra valhnotutrénu. Þangað kemur póstmeistarinn, amtmaður- inn og sjálfur ofurstinn, allir án yfirhafna og með orf og ljái á öxlum. Hingað koma þeir eftir liðinn sláttudag, til að leggja ljá- ina á, því að hér er vinnan í miklum metum, og sjálfs er höndin hollust. Svo koma dreng- irnir, einnig með ljái, og síðan stúlkumar með mjólkurfötumar. Að lokum er hinum risavöxnu kúm safnað þar saman, því að hver kýr er stór eins og naut. Landið er frjó- samt og gott. En vínviður vex ekki norðan Sankti Gotthards, og ekki olífur. Silki er ekki ræktað þar, og ekki maís. Grænt gras og gullinhyrndar kýr, valhnotutréð háa og beitilöndin ágætu eru landkostir fylkisins. Veitingahúsið Gullni Hesturinn stendur við brunninn neðan við þverhnípta hamra- veggi Sankti Gotthards. Hinir þreyttu sláttumenn sitja þar í trjágarðinum við langt borð að loknum önnum dagsins. Allir sitja við sama borð, án tillits til metorða: amtmaðurinn, póstmeistarinn, ofurstinn, vikapiltarnir, hattagerðarmaðurinn og sveinar hans, litli skósmiðurinn þorpsbú- anna, skólakennarinn og allir hinir. Þeir ræða um sáning og mjaltir. Og þeir syngja saman söngva, er óma í látlausum þríhljómum, eins og smalapípan og kúa- bjöllurnar. Þeir syngja um hið tryggða- græna og vonabláa vor og yndi þess. Og þeir drekka hið hvíta öl. Síðan rís æskan á fætur til að leika sér og takast á, því að á morgun er skotmanna- hátíð með kappleik, og þá ríður á að vera fimur. Og þess vegna er kvöldbumban barin árla þetta kvöld, svo að enginn skuli koma ó- sofinn eða drungalegur til hátíðarinnar, þar sem um er að ræða heiður þorpsins. * * * Sunnudagurinn rann upp með klukku- hljómi og sólskini. Prúðbúið fólk safnaðist saman úr nærliggjandi þorpum, og allir virtust vera útsofnir og nývaknaðir. Nær því allir karlmenn höfðu skipt á ljánum og byssunni. Stúlkurnar og giftu konurnar sendu þeim eggjandi augnaráð, því að það var í þágu húss og heimilis, sem þeir iðkuðu skotfimi. Og skotmeistarinn vissi, að hann átti að hefja dansinn, ásamt fegurðar- drottningunni. Nú kom stór heyvagn, dreginn af fjórum hnarreistum hestum, skreyttum böndum og blómum. Allur heyvagninn var einn stór laufsalur með bekkjum. Maður sá ekkert fólk inni þar, en maður heyrði söng óma þaðan, fagurlega samstilltan söng, um Svissland og svissnesku þjóðina, fegurstu og hraustustu þjóðina. Síðan kom fylking barnanna. Þau gengu tvö og tvö saman og héldust í hendur líkt og góðir vinir eða litlir brúðgumar og brúðir. Og svo, þegar klukkumar hringdu til tíða, héldu allir til kirkjunnar. En þegar guðsþjónustunni var lokið, hófst hátíðin. Og brátt skullu skotin á skotvell- inum, sem hafði verið byggður við hið hrikalega þverhnípi Sankti Gotthards. Sonur póstmeistarans var skotmeistari þorpsins. Það efaðist enginn um, að hann myndi hljóta verðlaunin. Hann skaut sex sinnum og hæfði fjórum sin^um. En þá heyrðust Uppi í fjallinu köll og há- reysti. Steinar og möl ultu niður brattann. Maður sá grenitrén bylgjast til i hinum helga verndarskógi, eins og af stormi. Andrea frá Airolo, hinn tryllti gemsuveiði- maður úr ítalska þorpinu í fylkinu Tessin, handan fjallsins, kom brátt í ljós á kletta- stalli einum. Hann bar byssu um öxl og veifaði hatti sínum. — Farðu ekki inn í skóginn, hrópuðu allir skotmennimir. Andrea skildi ekki, hvað þeir sögðu. —i Farðu ekki inn í skóginn helga. Fjallið hrynur yfir oss! hrópaði amtmaðurinn. — Látum það þá hrynja! svaraði Andrea og renndi sér á fleygiferð niður brattann. — Og hér er ég! — Þú kemur of seint, svaraði amtmað- urinn. — Ég hefi aldrei komið of seint, mælti Andrea og gekk að skotvellinum, skaut sex sinnum til marks og hæfði sex sinnum. Nú hefði átt að dæma honum sigurinn. En skotmannafélagið hafði sín lög, og manni var ekkert sérstaklega hlýtt til þessa hörundsdökka, valska fólks handan fjalls- ins, þar sem vínviðurinn óx og silkið var spunnið. Þetta var forn fjandskapur, og skot Andrea voru dæmd ógild. En Andrea gekk til fegurðardrottningar- innar, sem var dóttir amtmannsins, og bað hana kurteislega að hefja dansleik kvölds- ins ásamt sér. Geirþrúður hin fagra roðnaði, því að henni leizt vel á Andrea, en hún varð að hafna boði hans. Þá myrkvaðist svipur Andrea, og hann laut áfram og hvíslaði í eyra hennar, sem varð dreyrrautt. — Mín skaltu verða, þótt ég verði að bíða í tíu ár. í átta klukkutíma hefi ég gengið yfir fjallið til að ná fundi þínum, þess vegna varð ég of seinn. En næst skal ég koma í tæka tíð, þótt ég verði að fara gegnum fjallið. Hátíðin var á enda og dansinn einnig. Allir skotmennirnir sátu fyrir utan Gullna Hestinn, og Andrea var þar einnig. En Rudi, sonur póstmeistarans, sat í hásæt- inu, þar er hann var skotmeistari sam- kvæmt félagslögunum, enda þótt Andrea væri það raunverulega. Rudi vildi glettast. — Jæja, Andrea, sagði hann. — Þú ert mætur veiðimaður. En þú veizt, að það er ekkert að skjóta gemsuna í samanburði við að ná henni. — Hafi ég skotið hana, þá hefi ég náð henni, svaraði Andrea. — Nú jæja! Allir hafa skotið á hring Barbarossa, en náð honum hefir enginn, mælti Rudi. — Hvað er hringur Barbarossa? spurði ókunnur maður, sem aldrei hafði dvalizt í Göschen fyrr. — Jú, svaraði Rudi. — Þú getur séð hann þarna! Og hann benti upp á hamravegginn, þar sem stór koparhringur hékk á króki. Og hann hélt áfram: — Friðrik keisari Barbarossa var vanur að fara þessa leið yfir til Ítalíu. Hann fór hana alls sex sinnum og lét krýna sig þæði í Milano og Róm. Og þar sem hann hafði þannig gerzt þýzk-rómverskur keisari, lét hann setja þennan hring í fjallið Þýzka- lands megin til merkis um, að hann hefði vígt saman Þýzkaland og Ítalíu. Sagan segir, að þegar hringnum verði lyft af króknum, þá verði þessu hjóna- bandi slitið, sem eigi hafi reynzt ham- ingjusamt. — Þá skal ég slíta því, sagði Andrea, — eins og feður mínir leystu hið kúgaða land mitt, Ticino, undan yfirráðum harð- stjóranna í Schwyz, Uri og Unterwalden. — Ert þú ekki Svisslendingur? spurði amtmaðurinn harðneskjulega. — Nei, ég er ítali, sem tilheyri sviss- neska eiðssambandinu. Þar með hlóð hann byssu sína járnkúlu. Hann miðaði og hleypti af. Hringurinn lyftist að neðan. Skammt frá króknum féll hann niður, hringur Bar- barossa, Hohenstáfans. — Lifi hin frjálsa Ítalía! hrópaði And- rea og veifaði hatti sínum. En enginn tók undir. Andrea tók upp hringinn, afhenti hann amtmanninum og mælti: — Geymdu þennan hring sem menja- grip um mig og þennan dag, þegar þið beittuð mig órétti. Því næst gekk hann til Geirþrúðar og kyssti hönd hennar. Og svo kleif hann fjallið og hvarf, kom aftur í ljós og hvarf í ský. En innan stundar birtist hann á ný hærra uppi. Það var ekki hann sjálfur, því að það var risaskuggi hans á skýinu. Og hann stóð með lyftum hnefa ógnandi yfir þýzka þorpinu..... — Þar sem nú er svo áliðið kvölds, sagði amtmaðurinn, — ætla ég að skýra ykkur frá leyndarmáli, sem birtist í blaðinu á moreun. — Heyr! — Heyr! — Jú, þau tíðindi hafa borizt, að eftir að Frakkakeisari hafi verið tekinn til fanga við Sedan, hafi ítalarnir stökkt á brott frönsku hersveitunum frá Róm, og að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.