Tíminn - 23.12.1940, Síða 10

Tíminn - 23.12.1940, Síða 10
10 T í M I N N an verði aldrei fullbúin. Söfnuðurinn verði ár eftir ár að bæta við nýrri fegurð. Nokkr- ir menn hafa nú þegar gefið fé til að fá góðán myndhöggvara til að gera skírnar- skál úr íslenzkúm steini. Kórgluggarnir eru fimm. Innan skamms kemur glermálverk í miðgluggann. Síðah mún bætast við hver glugginn af öðrum, unz hin norðlenzka dómkirkja getur í þessu efni keppt við hinar fögru miðalda- kirkjur, sem safnað hafa listaverkum og skrauti um mörg hundruð ár. Jafnhliða þessari listrænú aðhlynningu safnaðarins kemur meira helgihald í sjálfa messu- gjörðina. Á Akureyri er öll aðstaða til að hafa söngflokk hvítklæddra kórdrengja, sem auka helgíblæ guðsþjónustunnar með hreinleik barnaraddanna. Siðabótin taldi sér nauðsynlegt vegna kjarna kristindómsins, að útiloka mikið af fegúrð og draumlyndi miðaldakirkjunnar. Það var að mörgu leyti óbætanlegur skaði fyrir helgistarf kixkjunnar, þegar listin var gerð útlæg að miklu leyti, en söfnuð- inum boðnir guðfræðilegir fyrirlestrar í þess stað. Á þessu þarf að verða breyting hér á landi. Listin þarf aftur að halda innreið sína í kirkju landsins. Á Akureyri hefir hið fyrsta musteri hins nýja tíma verið byggt. >ar getur orðið forusta í sameiningarmáli kirkju og listar. Og það tekst, ef þeir menn haldaj/öldum í kirkju- málum Akureyrar, sem segja, að kirkju- þróun þeirra sé enn á bernsku stigi.Kirkjan sjálf verði fegruð meir og meir ár frá ári. Hún verði staður, þar sem þreyttir veg- farendur leiti að ró, hvíld og því lífsins brauði, sem nærir anda mannsins. VIII. Nálega engin listaverk eru svo fullkom- in, að ekki megi sjá á þeim einhver lýti. Svo er og um kirkjumál Akureyrar. Fram- kvæmd þess er öll hin lofsamlegasta, nema áð einu leyti. Bæjarbúar eru ekki nógu aimennt farnir að heimta, að þessi kirkja sé kennd við sr. Matthías. Þessir menn muna eftir gömium presti í bænum, sem var í öllum venjum og háttum eins og þeir, góðlyndur, bjartsýnn Akureyrarbúi, sem andaðist þar í hárri elli og var graf- inn upp í kirkjugarði. Þessum mönnum finnst ekki nægilegt tilefni að helga hon- um þessa kirkju, þó að hann væri þjóð- skáld. Hann hafi þó aðeins verið mennsk- ur maður eins og þeir. Þessi gagnrýni samvistarmanna er engan veginn bundin við Akureyri. Jafnvel Jesús Kristur gat ekki gert kraftaverk'í ættborg sinni. Þar mundi fólkið eftir því, að hann var sonur Maríu og trésmiðsins. Annars staðar á landinu er þessi sam- tíðartilfinning horfin. Menn vita að vísu, að Matthías var veikur reyr, undirorpinn þjáningum og ófullkomleika hins mann- iega lífs. En hann hafði undarlega gáfu. Gegnum vitund hans streymdi trúarlegur vísdómur í fullkomlega listrænu formi inn í þjóðlíf íslendinga. Aðeins einu sinni á þúsúnd árum hefir þjóðin eignazt annað trúarskáld með því líka yfirburði. Yfir þann mann er, eftir meir en tvær aldir, verið að reisa minningarkirkju við Hval- fjörð. Á Akureyri hefir kirkja Matthíasar verið reist, rétt hjá heimili hans og dán- arbeði. Söfnuður Matthíasar hefir reist þessa kirkju. í henni mun um margar aldir hljóma trúarljóð Matthíasar Joch- umssonar. Enginn annar íslendingur mun setja jáfn varanlega merki sitt á andleg- Óskum öllum samvinnumönn- um og öðrum viðskiptavinum GLEÐILEGRA J Ó L A! Samband ísl. sam vinnuf élagf a ar athafnir í þessari kirkju eins og sr. Matthias. Akureyringum ber mikill heiður fyrir forustu sína í mörgum hinna stærstu þjóð- mála. Þeir eiga lika skilið þökk. og aðdá- un samborgara sinna fyrir glæsilega for- ustu við að tengja saman kirkjulegar at- hafnir og listrænan hugsunarhátt. Það er mannlegt, að þeir sjá ekki enn sinn mesta andans skörung í hæfilegri fjarlægð. En hjól tímans snýst ótt. Eftir skamma stund verða hin fornu sóknarbörn sálmaskáldsins mikla komin í sömu aðstöðu og aðrir landsmenn. Þá lifir ekkert nema minning- in um skáldið, sem leggur krans ódauð- legrar frægðar yfir turna og hvelfingu fegurstu kirkjunnar, sem íslendingar hafa byggt á undangengnum tíu öldum. J. J. GLEÐILEG JÓL! Verksmi&jan Venus h.f. Prentsmiðjan Edda h. f. 1940. Gleðileg jól! Raftækjaverksmiðjan h.f. GLEÐILEG JÓL! Reiðhjól averksm. Fálhinn. —~——i— -----——----— -------------------------——-—-7 GLEÐILEG JÓL! GOTT FARSÆLT IVÝÁR! óskum vér viðskiptavinum vorum, með þökk fyrir hið liðna Verksmiðjan Magni h.f.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.