Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 13
T í M I lí N
13
utan kapelluna í hléi við samanfléttuðu
rótarkylfurnar; þá skal hinn heilagi maður
fá mat á degi hverjum. Fólkiö í þorpinu er
litan við sig af fögnuði yfir því, að slíkur
maður,“ og hann leit óttablöndnu tilliti
framan í Purun Bhagat, „skuli vilja setjast
að í grennd við það.“
Þenna dag var langferð Purun Bhagat
lokið. Hann var kominn á þann stað, sem
honum hafði verið búinn, þar sem kyrrðin
ríkti í sínu víða veldi, Tíminn var hættur
að líða, og hann, sem ávallt sat við dyr
hinnar heilögu kapellu, greindi ekki fram-
ar hvort hann var lífs eða látinn, hvort
hann var maður með valdi yfir líkama og
limum eða aðeins hluti af fjöllunum og
skýjunum, eða þá þáttur úr sólskininu og
regnskúrunum. Stundum endurtók hann í
hálfur hljóðum sama orðið hundrað sinn-
um, þar til hann við hverja endurtekningu
fjarlægðist æ meir líkama sinn og
barst æ nær musteri hinnar miklu gátu. En
í sömu svifum og musterisdymar voru að
ljúkast upp, seiddi hinn jarðneski líkami
hann til sin aftur, og með sárindum fann
hann, að hann var að nýju fangi í holdi og
ham Purun Bhagats.
Á hverjum morgni var betliskálin látin
hljóðlega undir tréð við kapelluna, full af
mat. Stundum kom presturinn með hana,
stundum var það umferðasali, sem gist
hafði í þorpinu um nóttina, oftast var það
konan, sem hafði matbúið kræsingamar
kvöldið áður. Þá hvísláði hún svo lágt, að
varla varð greint: „Flyttu mál mitt við guð-
ina, heilagi maður. Viltu biðja fyrir þess-
ari eða hinni, sem gift er þessum eða hin-
um?“ Stöku sinnum vom það stálpuð böm,
sem fengu að inna þetta göfuga starf af
hendi. Þá heyrði Purun Bhagat, þegar þau
settu frá sér skálina í flýti og hlupu brott
eins hratt og smáir fætumir gátu horið þau.
En hinn heilagi kom aldrei niður í þorpið.
Það lá eins og útbreiddur uppdráttur fyrir
fótum hans. Hann sá kvöldgleðina á þreski-
vellinum, því að það var eini staðurinn, þar
sem fólk gat hópazt saman á sléttri grund;
hann sá bylgjandi hrisgrjónaakurinn, dá-
samlega, græna breiðu, og hina himinbláu,
indversku maísakra, reitina, þar sem bók-
hveitið dafnaði, og seinna blómin á ama-
raref-jurtinni, sem hvorki er komjurt né
belgjurt og gefur af sér örsmá fræ, sem
Hindúar geta neytt á leyfilegan hátt, þegar
föstutími er.
Þegar leið að hausti, voru maiskólfamir
breiddir til þerris á húsþökin, sem tilsýndar
virtust úr skíru gulli. Hann gat virt fyrir
sér hunangssöfnunina, komskurðinn, sán-
ingu og þreskingu frá aðsetursstað sínum.
Allt þarna niðri á sundurhólfuðum akur-
reinunum var eins og listfengt perluprjón.
Hann hugsaði um alla þessa menn, sem
þama störfuðu, og spurði með undrun,
hvert þeir gætu eiginlega farið, þegar fyll-
ing tímans kæmi og starfsskeiðið væri á
enda runnið.
Jafnvel í hinu þéttbýla Indlandi getur
maður ekki setið hreýfingarlaus allan dag-
inn, án þess að villidýr komi og hlaupi yfir
mann eins og dauðan hlut. Og þama uppi
1 fjallaauðninni komu hin villtu dýr, sem
vissu um kapellu Kali, fljótlega á vettvang,
til þess að forvitnast um þann, sem hafði
rofið friðinn. Lahgúrar., hinir stóru, grá-
skeggjuðu mannapar, sem hafast við í
hellum og fylgsnum Himalaya-fjallanna,
voru vitanlega þeir fyrstu; þeir eru svo ó-
stjórnlega forvitnir.-Þegar þeir höfðu hvolft
betliskálinni, velt henni um kapellugólfið,
bitið í látúnsvarið á hækjunni og fýlt grön
að hjartarskinninu, þóttust þeir þess vissir,
að mannveran, sem þama sat hreyfingar-
DAGSBRUTV
óskar öllum alþýðuheimilum og uimend-
um verkalýðssamtakanna gleffilegra jóla
VerUanumnafélagið Dagsbrún.
laus, hlyti að vera hættulaus með öllu. Þeg-
ar kvöldaði, stukku þeir niður úr barrviðar-
trjánum og báðu með útréttum örmum um
eitthvað ætilegt. Siðan sveifluðu þeir sér
burt í löngum stökkum. Þeim gazt einnig vel
að hlýjunni frá bálinu og þrengdu sér allt í
kring um það, þar til Purun Bhagat varð að
reka þá burtu, til að geta bætt viði í eldinn.
Oft vaknaði hann á morgnana með loðinn
apa sem legunaut. Hann hafði notið góðs
af ábreiðunni um nóttina. Liðlangan daginn
sat einhver úr apahjörðinni við hliðina á
honum og starði út yfir snæþakta tindana
og nöldraði ástúðlega með ólýsanlega há-
tíðlegum svip.
Næstur öpunum kom barasingh, stóri
hjörturinn, sem svo mjög likist krónhjört-
unum, en er þó miklu sterkari og stórvaxn-
ari. Honum þótti gott að nudda húðina af
homunum á hinnl köldu steinstyttu af
Kali, ,og hann stappaði niður fótunum,
þegar hann sá mann sitja við musterið. En
Purun Bhagat hrærði sig ekki, og með gætni
vogaði hinn tígulegi hjörtur sér að koma
nær og nær, þar til hann gat þefað af öxl-
inni á manninum. Purun Bhagat strauk
með svalandi hendi um brennheita hom-
stiklana. Seinna kom barasingh með hind-
ina og kálfinn i fylgd með sér, tvö yndisleg
dýr, sem jöpluðu á ábreiðu hins heilaga
manns í munni sér. Stundum kom hjörtur-
inn þó aleinn til að fá skerf af nýjum val-
hnotum; þá glóðu grænu augu hans í eld-
skininu.Seinast kom moskushjörturinn með
sín stóru eym. Hyggnustu og hlaupalegustu
dýrin af allri hjartarættkvíslinni. Jafnvel
hinn hljóðláti, flekkótti muchick-nabha,
hafði komizt á snoðir um, hvað eldbjarminn
í kapellunni boðaði. Hann stakk gildri
snoppunni niður i keltu Purun Bhagats og
kom og stikaði jafn hljóðlega og flöktandi
bjarminn umhverfis bálið. Purun Bhagat
nefndi öll dýrin „bræður sína“, og um há-
bjartan dag gat hann seitt þau út úr skóg-
inum, ef hann kallaði hóglátlega „bhai-
bhai“, væru þau aðeins svo nærri, að þau
heyrðu til hans. Svarti Himalaya-bjöminn,
hinn geðilli og tortryggni sona, sem líkast
er að merktur sé með stóm V-i neðan á
hálsinum, fór fram hjá dag hvem. Og þar
sem hinn heilagi óttaðist hann ekki hið
minnsta,rann honum aldrei í skap við hann.
Hann gaf honum nánar gætur, nálægðist
hann og leitaði eftir vinarhótum hans og
sínum hluta af brauði og villiberjum. Oft
bar það við, þegar Pumn Bhagat klifraði
upp á efstu fjallsbrúnina við fyrstu dag-
skímu til að sjá rauðan morgunbj armann
breiðast yfir snæþakta tindana, að hann
heyrði sona allt í einu hrína og urra bak
við sig. Hann gróf með mestu forvitni inn
undir fallna trjáboli og dró óþolinmóður að
sér klærnar: „Voff!“ Það kom fyrir, væri
hann snemma á ferli, að hann vakti sona,
þar sem hann lá í hnipri í fasta svefni. Þá
reis þessi stóra.grimma skepna upp á aftur-
lappirnar og beið í vígstöðu, þar til hann
heyrði rödd Purun Bhagats og bar kennsl
á bezta vin sinn.
GLEÐILEG JÓL!
Sápuverksmiðjjan
Sjöfn.
GLEÐILEG JÓL!
Sjjóklœðagerð tslands.
!
GLEÐILEG JÓL!
VUarverksmiðjjan
Framtíðin.
GLEÐILEG JÓL!
Soffíubúð.
n»nnn«ffl»nnnnnnnntnnmmmmmffifflffim«
mmn«nnm»»nnnnmnnnnn«n»nn»nnn»»mn
Gleðilcg jól!
EFNALAUG REYKJAVÍKUR
mn»nnnnm»«m«»nmmnmm»»m»»mffinnm
Því nær allir einsetumenn og heilagir
menn, sem búa fjarri hinum miklu borgum,
eru frægir fyrir sambúð sína við villidýr.
En allur galdúrinn er sá, að vera rólegur,
hreyfa sig aldrei'snögglega og líta alls ekki
beint á hinn óboðna gest, lengi vel. Fólkið
í þorpinu sá barasingh læðast eins og
skugga í dimmum skóginum handan við