Tíminn - 23.12.1940, Side 14

Tíminn - 23.12.1940, Side 14
14 TÍMINN kapelluna. Það sá minaul, Himalaya-fas- aninn, prýddan dýrlegu litaskrúði sínu, fyrir framan Kali-líkneskið, en inni í must- erinu sátu Zangrwr-aparnir og léku sér að hnotuskumi. Sum bömin höfðu líka heyrt sona beita rqdd sinni, eins og bjama er siður, hjá stóru klettadröngunum. Allir þóttust því vissir um hæfileika Purun Bha- gats til dáleiðslu og kraftaverka.. Þó var ekkert fjær huga hans en unara- verk. Honum virtist allt sköpunarverkið vera eitt dásamlegt undur. Og opnist augu manns einu sinni fyrir því, er að svo mörgu að hyggja. Hann varð þess fullviss, að ekk- ert væri öðra meira í þessum heimi. Nótt og dag beindist hugur hans að því, að kom- ast að kjarna verundarinnar, komast þang- að, sem sál hans átti upptök sín. Hárið á hpnum óx niður á herðar, úfið og mikið, þar sem hann sat og hugsaði. Lát- únsvarið á hækjunni myndaði smám saman dálitla holu í litlu steinhelluna hjá hjartar- skinninu, staðurinn, þar sem brúna betli- skálin stóð dag eftir dag, fór að taka lögun af botninum á henni þegar fram í sótti, og senn lærðu dýrin að þekkja sinn afmarkaða reit við bálið. Akrarnir tóku litaskiptum eftir árstíðum. Þreskisvæðin voru fyllt og tæmd og fyllt á nýjan leik. Hvað eftir ann- að hurfu langfúraparnir gegnum snjódrifinn skóginn, er vetra tók, en þegar voraði aftur, komu kvéndýrin neðan úr dölUnum með litla, gráa unga með dapurleg augu. Það bar fátt nýstárlegt til í þorpinu. Presturinn eltist, og mörg litlu bamanna, sem fyrst höfðu komið með mat í betli- ákálina upp á fjallsbrúnina, sendu nú börn áín með hann. Væru þorpsbúar spurðir, hve lengi hinn heilagi maður þeirra hefði búið í Kali-kapellunni í fjallskarðinu, svöruðu þeir: „Frá ópiunatíð“. Svo var það eitt sinn, að slíkar sumar- rigningar gengu, að i mörg herrans ár hafði ekkert þvílíkt þekkzt í fjöllunum. f meira en þrjá mánuði var dalurinn kafinn skýj- um og regnþrungnum þokubólstrum. — Þrumuveður var dag eftir dag og látlaus, ægileg úrhellisrigning. Regnskýin lágu oft- ast neðar heldur en Kalikapellan á fjalls- brúninni, og í heilan mánuð sá hinn heil- agi þorpið aldrei. Það var kafið hinni hvítu hulu, sem hófst og hneig og hrannaðist saman, en lyftist aldrei burt af snarbrött- um hlíðum dalsins. Allan þenna tíma barst honum ekki ann- að hljóð til eyrna en regnhljóðið; miljónir vatnsdropa féllu á trén uppi yfir honum og á jörðina umhverfis hann. .Vatnið seytlaði um furubarrið, draup af óhreinum burknablöðum og steyptist í leirblöndnum fossum niður fjállshlíðina. Loks brauzt sólin fram og angandi reykelsiseim lagði frá deodar-trjánum. Hin dásamlega angan, sem fjallabúamir kalla „snæilm“, fyllti loftið. í eina viku var sterkjusólskin; síðan komu skýin yfir að nýju með steypiregni. Regnið fossaði úr loftinu og reif upp svörð- inn. Þetta kvöld bar Purun Bhagat mikið af viði að eldinum, því hann þóttist þess viss, að hinir villtu bræður hans myndu þurfa hlýjunnar við. En ekki eitt einasta dýr kom heim að kapellunni, þó að hann kallaði og kallaði, þangað til svefninn bar hann ofur- liðí. Hann furðaði sig á því, hvað gæti hafa hent í skóginum. Um nóttina vaknaði hann við, að einhver tók í ábreiðuna. Það var þreifandi myrkur, og regnið dundi í skóginum, líkast því sem þúsund bumbur væru barðar. Hann þreif- aði fyrir sér og fálmaði í loppu á litlum langúr-apa. „Það er hlýrra hér en uppi í trjánum,“ sagði hann syfjulegri röddu og færði ábreiðuna til, “hjúfraðu þig upp að mér og yljaðu þér.“ Apinn greip í hendina á honum og reyndi að draga hann til sín. „Er það mátur, sem þú ért að sníkja?“ spurði Purun Bhagat. „Bíddu ofurlítið, ég skal ná í eitthvað handa þér.“ En þegar hann skreið úr bóli sínu til að bæta í eldinn, hljóp Zangrúr-apinn fram að dyrunum og umlaði, kom stökkvandi til baka og greip um hnén á Puran Bhagat. „Hvað er þetta? Hvað er að þér, vinur?“ spurði Puran Bhagat, því að apinn horfði á hann slíkum bænaraugum, að ekki verður með orðum lýst. „Út í þetta veður fer ég ekki, nema ein- hver af þínu kyni hafi lent í gildra — en hér hefir engínn maður gildrur. Ég fer ekki út í þetta hrakveður! Líttu á, vinur, jafn- vel barasingh leitar sér skjóls." Það glamraði í hornaskrúði- hjartarins, þegar hann ruddist inn í kapelluna, svo harkalega rákust þau í Kali-líkneskið. Hjörturinn setti undir sig hausinn fyrir framan Purun Bhagat, krafsaði eirðarlaus í gólfið og blés út um samanklemmdar nasaholurnar. „Svona, svona“, sagði hinn heilagi maður. „Launar þú þannig húsaskjólið?" En hjörturinn hrakti hann á undan sér fram að dyrunum, og rétt í sömu svifum heyrði Purun Bhagat þungan nið, sem nálg- aðist óðfluga. Hann sá gólfhellumar um- turnast og samanþjappaðan jarðveginn undir þeim bresta í sundur. „Nú skil ég“, mælti Purun Bhagat. „Ég skal ekki ásaka ykkur, bræður mína, þó að þið kæmuð ekki til mín að eldinum í gær- kvöldi. Fjallið er að hrynja. En hvað um það? Hvers vegna ætti ég að leita brott?“ Honum varð litið á tóma betliskálina. Svipur hans breyttist. „Á hverjurp degi hafa þeir gefið mér gnægð góðrar fæðu, allt frá því ég kom hingað. Hafi ég ekki hraðann á, verður eng- in manneskja á lífi í dalnum, þegar morgn- ar. Vissulega má ég liraða mér og gera þeim viðvart. Frá, bræður. Ég ætla að komast að eldinum!“ Barasingh vék fúslega til hliðar og Purun Bhagat stakk blysi niður í glóðina og tendraði það. „Jæja, þið komið til að vara mig við hættunni,“ sagði hann og rétti úr sér. „Við skulum gera meira, inna af höndum betra verk og göfugra. Komdu, bróðir, og lofaðu mér að hanga á hálsinum á þér, því að ég hefi ekki nema tvo fætur.“ Hann greip um hin greinastóru horn barasingh með hægri hendinni, en lyfti blysinu með þeirri vinstri og lagði af stað út í óveðrið, burt frá kapellunni. Það var ekki minnsti vindblær, en úrhellið því nær kæfði blyslogann. Hjörturinn hljóp niður hlíðina með afturfæturna kreppta undir sig. Óðar en þeir voru komnir niður fyrir skóginn, komu fleiri bræður Purun Bhagats æðandi á eftir þeim. Hann heyrði, þó að hann gæti ekki eygt það, að langur-aparnir hópuðust í kring um þá og einhvers staðar heyrði hann sona, Himalayabjöminn, hrína. Regnvott hárið á honum var eins og þung strábreiða, vatnið skolaðist um bera fæturna og gulur kuflinn loddi við ellihruman líkamann. En hann hélt sér fast í hjörtinn og þeim miðaði vel niður fjallið. Hann var ekki lengur hinn heilagi einsetu- maður. Hann var Sir Purun Dass K. C. I. E., æðsti ráðgjafi í stóra ríki, maður, sem var vanur að skipa fyrir, og nú hafði einsett sér að bjarga fólkinu. Þeir hentust niður snarbratta, leirrunna hlíðina, hinn heilagi GLEÐILEG JÓL! Kolasalan s.f. GLEÐILEG JÓL! \erzlunin Brynjja. ii GLEÐILEG JÓL! JVót, Hreinn oy Sirius. GLEÐILEG JÓL! Sœlgœtisger&in ] Víkingur. GLEÐILEG JÓL! Ehnskipufélag íslands. •>*■ ! f GLEÐILEG JÓL! Bókaverzlun Finns Einarssonar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.