Tíminn - 23.12.1940, Page 15

Tíminn - 23.12.1940, Page 15
T í M I N N 15 ! maður og hinir villtu bræður hans, neðar og neðar, unz hirtinum skrikuðu fætur á steinlagningunni á þreskireitunum; hann blés, því að þefur af mönnum barst honum að vitum. Þeir voru komnir að öðrum enda hinnar löngu og viðhafnarmiklu þorpsgötu. Hinn heilagi barði með hækjunni sinni í gluggann hjá járnsmiðnum og blysið hans fuðraði upp í hléi í upsimar á húsinu. „Vaknið, út með ykkur,“ æpti Purun Bhagat. Hann þekkti ekki lengur sína eigin rödd, því að það voru mörg ár liðin, síðan hann hafði kallað á einhvern. „Fjallið er að hrynja! Fjallið er að hrynja! Á fætur og út!“ „Það er Bhagat,“ sagði kona jámsmiðs- ins. „Hann stendur þarna og hirtirnir allt í kring um hann. Taktu börnin og gerðu fólkinu viðvart.“ Nú var hlaupið hús úr húsi. Dýrin rudd- ust um þröng húsasund og þrengdu sér eins nærri hinum heilaga manni og þau gátu. Sona urraði órólega. Þorpsbúar hröðuðu sér út á veginn, það voru ekki nema 70 manneskjur alls. Við glætuna frá blysinu sáu þeir, hvemig Bha- gat hafði hemil á hinum dauðskelkaða hirti. Aparnir héngu biðjandi utan í honum, en sona tyllti sér á hæklana og öskraði. „Yfir þveran dalinn og upp í hina fjalls- hlíðina“, hrópaði Pumn Bhagat. „Látið engan verða eftir! Við fylgjumst öll að!“ Fólkið forðaði sér sem skjótast. Það hljóp eins hratt og fjallbúum einum er veitt, því að þegar skriðuföll og bjarghmn vofa yfir, verður maður að leitast við að komast upp á sem hæstan hamar, þar sem skriðan nær ekki til manns. Það óð yfir dálitla á, sem rann um dalinn, og æddi másandi og blásandi upp akurskákimar hinum meg- in í dalnum. Purun Bhagat og bræður hans eltu. Meðan þorpsbúar klifu upp bratt- ann, æpti hver á annan — það var hóp- könnun þeirra á meðal — og rétt á eftir þeim brokkaði hinn stórvaxni barasingh með Purun Bhagat. Að lokum nam hjört- urinn staðar í skjóli við hávaxin barrtré, fimm hundruð fet uppi í fjallshlíðinni. Sú eðlistilvísan, sem hafði varað dýrið við því, er var að gerast, fyllti það nú öryggis- tilfinningu á ný. Purun Bhagat hneig hálfmeðvitundarlaus til jarðar við hliðina á hirtinum. Vosbúðin og áreynslan var að gera út af við hann; þó kallaði hann blysberana til sín og sagði: „Farið ekki lengra og teljið fólkið“. Og þegar hann sá blysin hnappast sam- an, hvíslaði hann að hirtinum: „Vertu hjá mér, bróðir minn. Vertu — hjá — mér — þar — til — ég — dey.“ Það heyrðist skark, sem varð að þung- um dyn, dynur, sem breyttist í háværar drunur, drunur, sem urðu að óskiljanlegum, ■órofa hávaða. Það var eins og fjallið, þar sem fólkið stóð, hefði verið lostið ógurlega þungu höggi; það skókst til. Svo yfirsteig dimmur ómur, þungur, hreinn og drynjandi, öll önnur hljóð í margar mínútur. Barr- trén sveifluðust við hljómfallið. Síðan dó ómurinn út og nú heyrðu allir, að regnið streymdi ekki lengur niður á víðar og harð- lendar flatneskjur dalsins eða féll i hávax- ið grasið, heldur draup með þungu falli i lausan jarðveg. Allir vissu, hverju það sætti. Enginn af þorpsbúum, jafnvel ekki prest- urinn, dirfðist að nálgast hinn heilaga mann, sem hafði bjargað lífi þeirra. Þeir þnipruðu sig saman undir barrtrjánum og biðu dagrenningar. Þegar birti, litu þeir yfir dalinn og sáu, að þar sem áður höfðu verið stórskógar og akurreinar og bithagi,voru nú ;gapandi og rauðar skriðurennur, sem I ,.. „3 , | | GLEÐILEG JÓL! | GLEÐILEG JÓL! j Prentmyndagerðin, j Ólafur Hvanndal, j Smjörlíkisgerðin j Laugaveg 1. j „Svanuríe. —• .—.—— —~ i ? 1 | GLEBILEG JÓL! Olíuverzlun íslands h.f. ! . — GLEÐILEG JÓL! Smjörlíkisgerðin Ásgarður. y ! , j GLEÐILEG JÓL! GLEBILEG JÓL! Sláturfélag . 1 > Suðurlands. -————.—.————~————~ breikkuðu niður til dalsins, og hingað og þangað risu trjástofnar upp úr aurdyngj- unum, krónumar á kafi i eðjunni. Hinar rauðu dyngjur höfðu haugast langt upp eftir fjallinu, þar sem fólkið hafði leitað afdreps, og stíflað ána, sem nú var tekin að mynda stöðuvatn, rauðlitað af leimum. Þorpið sást hvergi, ekki vegurinn . upp að kapellunni, kapellan sjálf né skógurinn bak við hana. Öll fjallshlíðin hafði umturnazt; þúsund feta há og tveggja kílómetra breið var skriðan, sem fallið hafði. Þorpsbúamir læddust hver á eftir öðrum út úr skóginum til að tilbiðja Bhagat. Þeir sáu barasíngh standa yfir honum, en hjört- urinn lagði á flótta, er þeir nálguðust, Þeir heyrðu sorgþrungið væl í ianpúr-öpunum í trjátoppunum og örvinglunaröskur sona uppi í fjallinu. En Purun Bhagat, Purun Bhagat þeirra, var dáinn. Hann sat og hall- aðist upp að tré með hækjuna í handholinu og fæturna krosslagða. Hann sneri andlit- inu í norðausturátt. Presturinn mælti: „Hér sjáið þið enn einn undra viðburðinn. Þannig á að grafa sunnaysi. Þar sem hann situr, skulum við reisa dýrlingi okkar musteri.“ Þeir höfðu reist musterið áður en árið var liðið, dálitla kapellu úr leir og grjóti. Þeir kölluðu staðinn Fjall hins heilaga Bhagats og tilbáðu hann þar dag hvern og færðu honum blóm og blys að gjöf. En þeir hafa enga hugmynd um, að dýrlingur þeirra er hinn fyrrverandi Sir Purun Dass, K. C. I. E., doktor jur. et phil. h. c., áður æðsti ráðgjafi í framfara- og menningar- ríkinu Mohiniwala og virkur meðlimur í fleiri félögum hálærðra vísindamanna en þörf er fyrir — þessa heims og annars. Jón Helgason þýddi. KAUPIÐ INGÓLF ------------------- GLEÐILEG JÓL! Málartnn. GLEÐILEG JÓL! Bifreiðastöð tslands. 1 GLEÐILEG JÓL! Bóhaútqáfa S. V. F. GLEÐILEG JÓL! HANfAB H. F. _________________

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.