Tíminn - 23.12.1940, Blaðsíða 16
16
T f M I N N
Pálmi Hannesson:
Mannskadinn á
§
F j allabaks vegpi
Sögu þá, er hér fer á eftir, sagöi ég í út-
varpið í fyrra vetur. Samdi ég hana að
mestu eftir handriti Guðmundar Árnason-
ar, hreppstjóra að Múla á Landi, en hann
hafði, fyrir áeggjan mína, ritað söguna og
safnað að sér heimildum frá hinum fróð-
ustu mönnum, er til atburöanna mundu,
svo sem Skúla Guðmundssonar á Keldum.
— Tímans vegna1 varð ég þó að fella all-
mikið úr frásögn Guðmundar og hafa víð-
ast eina sögu þar, sem fleiri ganga. Nokkru
er þó aukið við eftir annarra frásögn og
leiðarlýsingin samin eftir eigin kunnug-
leika. — Þess skal getið, að frásögn Guð-
mundar er prentuð í íslenzkum ságnaþátt-
um og þjóðsögum eftir Guðm. Jónsson,
mag. art.
* * *
Fyrir norðan Mýrdalsjökul hefir um lang-
an aldur legið fjallvegur rhilíi Skaptár-
tungu og Rangárvalla, og er hann tíðast
nefndur Miðvegur eða Fjallabaksvegur
syðri. Allt fram á síðasta mannsaldur áttu
Skaptfellingar áðdrætti að sækja til Eyrar-
bakka eðá ýéstur um Hellisheiði, og var þá
vegur þessi fjölfarinn, enda er hann mikl-
Um mun skemmri en byggðaleiðin um Mýr-
dal og stórvötn engin til fyrirstöðu. En
, siðan verzlun hófst í Vík í Mýrdal, hefir
vegurinn lagzt af að mestu, nema helzt á
haustum, því að hann liggur um afrétti
Rangvellinga og Skaptártungumanna.
Þegar Fjallabaksvegur er farinn úr Skaft-
’ ártungu, er í fyrstu haldið vestur yfir öld-
ótt heiðalönd, unz komið er á móts við Mýr-
dalsjökul, og er þá farið yfir Hólmsá við
hraunlindir, sem Brytalækir heita. Síðan
tekur við öræfaslétta vestur með jöklinum.
og heitir Mælifellssandur, en norðan við
hann hefjast upp hlíðar Torfajökuls, giljum
grafnar og djúpum dalaskvompum. — Vest-
an við Mælifellssand heita Emstrur að
Markarfljóti, og er þar afréttur Hvolhrepp-
inga, en upp með fljótinu að vestan eiga
Fljótshverfingar afrétt, og heitir þar
Grænafjall nyrzt. Þar er farið yfir fljótið,
en síðan liggur leiðin norðan við Tinda-
fjallajökul og niður á Rangárvöllu.
Vestanvert við Mælifellssand gengur
gróðursælt dalverpi til norðausturs milli
brattra fella, og heitir Hvanngil. Þar er
fjallvegurinn sem næst hálfnaður, en hann
er að gömlu lagi talinn 20 stunda lestaferð
• byggða á milli. — í Hvanngili er sæluhús
\ allstórt í hraunhvelfingu og hefir lengi
verið, enda eiga þar flestir næsturstað, þeir,
; er veginn fara.
Nokkuð austur frá Hvanngili verður ann-
ar dalur, er gengu allt upp að Torfajökli.
Gróður er þar enginn, og nefnist dalurinn
Kaldaklof. Þaðan fellur kvíslarkom, er
Emsturá heitir, vestur fyrir kjaft Hvanngils
og I Markarfljót norðan við Emstrur. — Á
sandinum, suður frá Kaldaklofi, er alda ein,
sérstök og nafnlaus, og kemur hún hér
síðar við sögu.
Óhreint þótti áður fyrr á Fjallabaksvegi,
einkum í nánd við Hvanngil og Kaldaklof,
» og getur Sveinn Pálsson þess í ferðabók
sinni. En nú er flest slíkt gleymt og grafið
í forneskju.
Eftir miðja síðustu öld bjó sá maður að
Gröf í Skaptártungu, er Þorlákur hét og var
Jónsson. Hann var bróðir þeirra merkis-
bændanna Eiríks í Hlið og Gísla á Býjar-
skerjum og talinn gildur bóndi. — Sá var
siður Þorláks, að hann stundaði sjóróðra
á Suðurnesjum hjá Gísla, bróður sínum, frá
haustnóttum til vordaga, og fór hann þá
of$ Fjallabaksveg, ef veður og færðir leyfðu,
enda var hann talinn ferðamaður í bezta
lagi. Þess er getið, að hann hafi þótt ölkær
heldur um of og þó eigi síður kona hans,
Kristín Símonardóttir, er hann kvæntist
eftir bróður sinn.
Haustið 1868 bjóst Þorlákur til sjóróðra
að venju og hugðist að fara Fjallabaksveg.
Með honum réðust til ferðar 3 menn aðrir,
og voru þeir þessir: Jón Runólfsson, vinnu-
maður í Gröf, 32 ára og ókvæntur, mikill
ill maður vexti og afrenndur að afli. Árni
Jónsson, er lengi bjó í Skálmarbæ í Álfta-
veri, en hafði verið kaupamaður í Hlíð um
sumarið. Hann var 52 ára og talinn heilsu-
veill. Loks var Davíð Jónsson, 17 ára ung-
lingur frá Leiðvelli í Meðallandi, og er sagt,
áð áður en hann fór að heiman, hafi hann
skipt bamagullum sínum milli systkina
sinna með þeim ummælum, að hann mundi
eigi vitja þeirra aftur.
Þorlákur var sjálfur 44 ára og talinn
fullhraustur maður og reyndur að harð-
fengi. Það er sagt, að kvöldið áður en förin
var ráðin, hafi þessir menn allir mætzt að
Eiríks í Hlíð, og var þar þá fyrir fleira
manna. Hægviðri var á, en meðan þeir
töfðu, hlóð niður mikilli fönn, og hugðu
menn uggvænlega horfa um ferðalag þeirra
Þorláks, en hann brosti við, og kvaðst eigi
mundu láta slíkt aftra ferðum sínum. Féll
svo talið niður.
Sunnudaginn 11. október, hálfum mán-
uði fyrir vetur, lögðu þeir félagar upp, árla
morguns. Ætluðu þeir að ná í Hvanngil um
daginn og komast þangað í björtu, því að
tungl var á síðasta kvartili og kvöldin
dimm. Fjóra hesta höfðu þeir í ferðina og
flutning á sumum, ef ekki öllum. Voru það
færur þeirra: skrínur með smjöri og kæfu,
fatnaður og annar farangur. Sumir segja,
að þeir hafi haft tvo hesta undir burði, en
tveimur skyldu þeir skiptast til að ríða.
Annars fer hér ýmsum sögnum um. Tjald
höfðu þeir ekkert, en sitt brekánið hver. —
Sá mun hafa verið siður Skaptfellinga, að
fylgja þeim á leið, er lögðu á fjöll síðla
sumars eða hausts, og var þeirri venju eigi
brugðið að þessu sinni. Fylgdarmaður
þeirra félaga var Sæmundur Jónsson, bóndi
á Ljótarstöðum, síðar hreppstjóri að Borg-
arfelli, þaulkunnugur maður og greinagóð-
ur. Er það eftir honum haft, að þeir hafi
haft flutning á öllum hestunum og allþung-
ar klyfjar, en hversu sem því hefir verið
háttað, munu þeir þó allir hafa farið ríð-
andi á stað, en fylgdarmaðurinn tekið þá
hesta til baka, sem ekki áttu lengra að fara.
Þennan morgun er talið, að verið hafi
kalsarigning í byggð í Skaptártungu, en
krapaslitringur til fjalla og vindur suðlæg-
ur. Héldu þeir félagar nú frá Gröf eíns og
leið liggur upp Skaptártungu, en komu við
í Búlandsseli, næsta bæ við fjallið.
Sagt er, að áður en Þorlákur í Gröf
kvæntist, hafi hann verið trúlofaður stúlku,
er Guðrún hét, en síðan brugðið við hana
eiginorði með nokkurri nauðung vegna þess,
að bróðir hans hafi beðið hann á deyjanda
degi að taka að sér ekkju sína, Kristínu,
er hann svo gekk að eiga. — Nú var Guðrún
þessi vinnukona í Búlandsnesi hjá bróður
sínum þar, og er mælt, að Þorlákur hafi
sagt víð hana, er þau kvöddust: „Bráðum
GLEÐILEG JÓL!
Verkstniðjan Fram.
GLEÐILEG JÓL!
Blómaverslunin Flóra.
GLEÐILEG JÓL!
Vélsmiðjjan Héðinn.
GLEÐILEG JÓL!
Verksmiðjan Venus h.f.
GLEÐILEG JÓL!
íltvarpsviðfferðarstofa
Otto B. Arnar.
GLEÐILEG JÓL!
Heildverzlun
Jóns Loftssonar.
GLEÐILEG JÓL!
Efnalauffin Glœsir.