Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 27.10.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, föstudagur 27. október 1995 207. tölublað Þrefaldurl. vinningur Cniirf hoiyya t i¥ CAPCf^ nwUig pciira t rl UNldl oUíg - sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í ávarpi vegna hins hörmulega slyss á Flateyri Upp úr klukkan fjögur í fyrrinótt féll stórt snjóflóð á Flateyri við Önundarfjörð og urðu 19 hús fyrir flóðinu. Þrjá- tíu manns lentu í því og björg- uðust 10 manns í gær og stað- fest var á áttunda tímanum í gærkvöld að 19 manns hefðu þá látið lífið. Eins barns var enn saknað þegar vinnslu blaðsins lauk í gærkvöld. Þetta er eitt mannskæðasta slys á ís- landi á þessari öld. Veður batnaði nokkuð á Vest- fjörðum þegar leið á gærdaginn og tókst þá að fljúga þyrlum með björgunarfólk, leitarhunda og búnað til Flateyrar. Björgunar- menn komu einnig með varð- Frá Flateyri við Önundarfjörð. Snjóflóðið í fyrrinótt féll á 19 hús, eða á þann hluta þorpsins sem sést lengst til vinstri á myndinni. Mynd: GG skipum og fiskiskipum á slys- stað, sem og landleiðis úr ná- grannabyggðarlögum. Margt af þessu fólki tók einnig þátt í björgunarstarfinu í Súðavík um miðjan janúar síðastliðinn þegar 14 manns fórust í snjóflóði. Þeir sem em látnir á Flateyri eru tíu karlar, sex konur og þrjú böm. Eins bams var saknað á átt- unda tímanum í gærkvöld. For- seti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, ávarpaði þjóðina í út- varpi og sjónvarpi um hádegisbil í gær og sagði þá meðal annars: „Ókkur er orða vant Islendingum öllum þegar við í dag enn horf- umst í augu við afleiðingar miskunnarlausra náttúruhamfara, en um leið finnurn við hvað við emm nákomin hvert öðm, hve þétt við stöndum saman þegar raunir ber að höndum. Við erum öll nú hverja stund með hugann hjá þeim sem orðið hafa fyrir þungbæmm raunum. Sorg þeirra er okkar sorg.“ Fundum, samkomum og íþróttaviðburðum vítt og breitt um landið var aflýst í gær vegna hörmunganna á Flateyri og fjöl- sóttar bænastundir vom haldnar í mörgum kirkjum. Þá gaf forsæt- isráðuneytið út tilmæli um að ís- lenski fáninn verði dreginn í hálfa stöng í dag við opinberar byggingar. Jafnframt mæltist ráðuneytið til þess að almenning- ur geri slíkt hið santa. JÓH Nöfn hinna látnu Um kl. 19 sendi Rauði kross íslands frá sér lista yfír þá sem létust í snjóflóðinu á Flat- eyri, nafn barnsins sem var saknað og þá sem höfðu fundust á lífi. Eftirtalin létust í snjóflóðinu: Þórður Júlíusson, fæddur 1937, Hjallavegi 6, Sigurður Þorsteinsson, fæddur 1956, Hjallavegi 8, Þorsteinn Sigurðsson, fæddur 1977, Hjallavegi 8, Kristinn Jónsson, ekki vitað um aldur, Hjallavegi 8, Haraldur Eggertsson fæddur 1965, Hjallavegi 10, Svanhildur Hlöðversdóttir, fædd 1965, Hjalla- vegi 10, Haraldur Jón Haraldsson, fæddur 1991, Hjallavegi 10, Ástrós Bima Haraldsdóttir, fædd 1992, Hjallavegi 10, Benjamín Oddsson, fæddur 1936, Hjallavegi 12, Þorleifur Yngvason, fæddur 1957, Hafnarstræti 41, Lilja Ásgeirsdóttir, fædd 1961, Hafnarstræti 41, Gunnlaugur P. Kristjáns- son, fæddur 1923, Tjamargötu 3, Geirþrúður Frið- riksdóttir, fædd 1926, Tjamargötu 3, Svana Eiríks- dóttir, fædd 1976, Unnarstíg 2, Halldór Ólafsson, fæddur 1971, Unnarstíg 2, Sólrún Ása Gunnars- dóttir, fædd 1980, Unnarstíg 4, Magnús E. Karls- son, fæddur 1942, Hafnarstræti 45, Fjóla Aðal- steinsdóttir, fædd 1945, Hafnarstræti 45 og Linda Björk Magnúsdóttir, fædd 1971, Hafnarstræti 45. Um kl. 19.30 var saknað Rebekku Rutar Har- aldsdóttur, fædd 1994, Hjallavegi 10. Eftirtalin fundust á lífi í snjóflóðinu: Atli Már Sigurðsson, Hjallavegi 8, Anton Rún- arsson, Hjallavegi 4, Sóley Eiríksdóttir, Unnarstíg 2, og Guðný Margrét Kristjánsdóttir, Tjamargötu 7. óþh Snjófióð féll úr Króklækjargili í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt: Sumarbústaður í rúst Snjóflóð úr Króklækjargili í Ljósavatnsskarði, í hlíðinni fyrir ofan bæinn Birkihlíð, hreif með sér 40 fermetra sumarbú- stað í fyrrinótt. Sumarbústaður- inn hvarf í snjóinn og heimilis- fólk í Birkihlíð sá í gær lítið af honum annað en spýtur á víð og dreif á túninu í Birkihlíð. Bú- staðurinn, sem var byggður 1989, var í eigu Kristins Hólm Vigfússonar á Akureyri og barna hans, Láru og Braga. Að- stæður þarna voru lítt eða ekk- ert kannaðar í gær, enda var fólki eindregið ráðlagt að fara ekki inn á svæðið af ótta við frekari snjóflóð. Lára Svavarsdóttir, húsfreyja í Birkihlíð, sagði í samtali við Dag að flóðið viitist afar stórt, hún skaut á að það væri hátt í kílómet- er að breidd. Heimarafstöðvar eru fyrir Birkihlíð og næsta bæ, Sigríðar- staði, en báðar sluppu við þetta stóra flóð. Hins vegar fór lítið flóð í miðlunarlónið fyrir heimaraf- stöðina í Birkihlíð og gerði það að verkum að rafmagn fór þar af. Sömuleiðis fór neysluvatnið af í Birkihlíð og óttaðist Lára að stóra flóðið hafi orsakað það. Umræddur sumarbústaður má segja að hafi verið við fjallsrætur. Bústaðnum var fundinn þar staður í trausti þess að hann væri tryggur, enda eru engar heimildir um að snjóflóð hafi fallið inn á þetta svæði. Hins vegar féll snjóflóð niður Króklækjargil fyrir nokkrum árum, án þess að valda eignatjóni. „Að sjálfsögðu er þetta óhugn- anlegt. Þar kemur líka til að hér er bæði rafmagnslaust og vatns- laust,“ sagði Lára Svavarsdóttir. Karl Bragason, eiginmaður áð- umefndrar Láru Kristinsdóttur, eins eigenda sumarbústaðarins, sagði í gær að bústaðurinn hafi verið byggður árið 1989. „Þama hefur ekki fallið snjóflóð í manna minn- um. Þetta átti að vera á öruggu svæði og var auðvitað valið með tilliti til þess. Snjóflóð hafa fallið töluvert norðar en aldrei þama.“ Karl sagði erfitt að meta tjónið, en ljóst væri þó að það væri um- talsvert. Bústaðurinn sjálfur var tryggður, en innbú ekki. „Við vit- um reyndar ekki hvort eitthvað er heilt, við eigum eftir að skoða það,“ sagði Karl Bragason. Jón Óskarsson, oddviti Háls- hrepps, sagði að mörg snjóflóð hafi fallið niður fjallshlíðina gegnt Illugastöðum. Hann sagði þó erfitt að átta sig á umfangi flóðanna, en ljóst væri að fjallshlíðin hafi meira og minna verið á hreyfingu. Hann sagðist ekki kanna aðstæður þar fyrr en veðrið gengi niður. óþh Á sorgarstundu Síðdegis í gær og í gærkvöld voru bænaslundir vegna atburðanna á Flateyri í flestum kirkjum landsins. Meðfylgjandi mynd var tekin í Akureyrarkirkju þar sem Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, flutti bænarorð. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.