BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 8
„Bindindi var talið félagsleg dyggð“ - segir Halldór á Kirkjubóli Hann er að verða 78 ára, sumum finnst hann vera ímynd góðtemplara, jafnvel afturhalds, aðrir telja hann góðan talsmann hreyfingar- innar. Hann er mjög hress til sálar og líkama og hefur lifað tvenna tíma, uppgang bindind- ishreyfingarinnar og þrengingartíma. Hall- dór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundar- firði er í viðtali BFÖ-blaðsins að þessu sinni. Bróðir Halldórs var Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri og stórtemplar og barst talið fyrst aðþví hvort bindindi væri í ættinni. „Það er rétt að því leyti að ég er frá bindind- isheimili. En það eru einkum tvö blöð sem ég tel að hafi átt þátt í að móta þetta lífsviðhorf mitt, Æskan og Tíminn, sem var málsvari bindindis meðan Tryggvi Þórhallsson var rit- stjóri hans. Svo var ungmennafélag í sveitinni og ég gekk í það á þrettánda ári. Ég gekk hins vegar ekki í stúkuna á Flateyri fyrr en tæp- lega þrítugur.“ Höfðu ungmennafélögin þá bindindisheit? „Já, þegar ég gerðist templar sá ég að Ung- mennafélag íslands hafði á þeirri tíð skuld- bindingu templara í raun og veru.“ Er það ekki rétt að bindindishreyfingin hafi verið búin að lifa sitt blómaskeið þegar þú tengist henni? „Jú, hún var ekki eins tilþrifamikil félags- málahreyfing og hún hafði verið. Til dæmis var verkalýðshreyfingin ekki eins bindindis- sinnuð og áður. Árið 1912 var tíundi hver íbúi landsins undir persónulegu bindindisheiti, en síðan hefur þetta hlutfall lækkað.“ Hvers vegna minnkaði fylgi við bindindi? „Það er erfitt að átta sig á því. Bindindis- mönnum fannst að bindindi væri félagsleg dyggð og að þeir væru að vinna að því að fjar- lægja mannfélagsmein. Svo varð töluvert annað viðhorf þegar farið var að tala um áfengissýki, alkóhólisma sem sjúkdóm. Upp úr 1940 fór sú skoðun að breiðast út að veik- leiki fyrir áfengi væri bundinn við sérstaka manngerð og að það væri í lagi fyrir alla hina 8 að drekka.“ „Fækkun í góðtemplarareglunni stafaði líka af stofnun AA-samtakanna. Þeir sem voru hættir að neyta áfengis voru áður templ- arar en þegar AA-félögin komu til sögunnar veittu þau þessum mönnum skjól og aðhald. Ég skil að það sé aðgengilegra fyrir ofdrykkju- menn að halla sér þar að. Báðar þessar hreyf- ingar eru þó byggðar á svipuðum grundvelli, að efla hin félagslegu tengsl. Hefði þá ekki þurft að breyta góðtemplara- hreyfingunni með hliðsjón afþessu? „Jú, mér finnst að það þurfi að endurskipu- leggja þetta, þannig að þarna eigi heima sá kjarni sem gerir sér grein fyrir að bindindis- hreyfing er nauðsynleg og gagnleg. Templar- ar eiga að leggja áherslu á að betra er heilt ép vel gróið, eins og máltækið segir. Það eiga þeir að gera með barnastúkustarfi og með ýmiss konar áhrifum öðrum. Sumum finnst að það

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.