Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.01.1984, Blaðsíða 10
10 11 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 FOSTUDAGUR 6. JANUAR 1984 ■ Pélur Guðmundsson í leik með ÍR í fyrra. Pétur mun nú klæðast ÍR-búningnum á ný auk þess sem hann hefuc,gerst þjálfari liðsins. Ekki er að efa að Pétur mun styðja mjög við bakið á félögum sínum í baráttunni í vetur þótt það verði með íþróttir Leika flestir í úrvalsdeildinni - ferðin undirbúningur fyrir EM í apríi ■ Leikmennirnir sem eru nú á ferð i Banda- ríkjunum með unglingalandsliðinu í körfu- knattleik eru flestir lcikmenn úrvalsdeildarliða, það er allir nema einn; sem leikur með Þór á Akureyri. Þetta lið mun keppa á Evrópumóti unglinga í apríl. Eftirtaldir leikmenn skipa liópinn: Gísli Gíslason Haukum, Hcnning Hcnningsson Haukum, Bragi Reynisson ÍR, Kristján Einarsson ÍR. Karl Gulaugsson ÍR, Sigurður Ingimundarson Keflavík, Guðjón Skúlason Keflavík, Kristinn Einarsson Njarðvík, Hreiðar Hreiðarsson Njarðvík, Ólafur Guðinundsson KR, Guðni Guönason KR, Guömundur Björnsson Þór. Meðliðinueru þjálfararnirTorli Magnússon, Jón Sigurðsson og Einar Bollason. Liðið mun leika 4 leiki. -SÖE Keppni frestað um helgina í úrvalsdeildinni í körfuknattleik ■ Um hclgina verður ekkert leikið í úrvals- deildinni í körtuknaltlcik sökum þess að ung- lingalandsliðið í körfu cr nú í keppnisferðalagi i Bandaríkjunum, og mun leika þar við há- skólalið. og dvcljast þar við keppni og æfingar til 12. janúar. Liðiðfór út2.janúar. Mcðliðinu eru leikmenn úr flestum úrvalsdeildarliðunum, og auk þeirra þrír þjálfarar úrvalsdeildarliða sem eru jafnframt þjálfarar unglingalandsliðs- ins. Þá mun Þór á Akureyri ekki leikti ncitt um næstu helgi í 1. deildinni, þar cö lcikmaður úr liðinu er með. -SÖE Deildakeppni badmintonmanna er frestað ■ Dcildakcppni Badmintonsambandsins, scm halda átti um næstu helgi, het'ur verið írestaö fram í miðjan febrúar, vcgna húseklu. Keppnin átti að vera í íþróttahúsi Seljaskóla, en þaö fór úr böndum. -SÖE Friðrik fer í Breiðablik ■ Friðrik Friðriksson, unglingalandsliðs- markvörður í knattspyrnu. hefur skipt unt fé- lag, farið úr Frani í Breiðablik. Friðrik ntun keppa um markvaröarstöðuna við Guðmund Ásgeirsson, sem leikið hcfur með Brciðabliki undanfarin ár, og leysir það þar mcð það áhyggjuefni Breiöabliksmanna, að liöið sé svo til markvarðarlaust, meiðist Guðntundur. Guðmundur má að líkindum hafa sig allan við að halda stöðunni, þar cð Friðrik er mjög vaxandi markvörður. -SÖE Jón Jör. úr leik ■ Jön Jörundsson körfuknattleiksmaður úr ÍR varð fyrir meiðslum í lcik ÍR og Hauka á dögunum. Þurfti hann að ganga undir uppskurð þar sem liðþófi í hné var rifinn. Verður Jön því frá æfinguin í að minnsta kosti cinn mánuð og óvíst hvenær hann getur farið að leika með á ný. . Þá er Hreinn Þorkelsson snúinn á ökla og óvíst að liann geti leikið með í næsta lcik. Þá munu þeirGylfi ÞorkelssonogStefán Kristjáns- son eiitiág eiga við meiðsl aö strfða þó þau séu ekki eins alvarleg og hjá Jóni og Hreini. Þetta kemur sér að sjálfsögðu mjög illa fyrir ÍR liðið þrátt fyrir að liðinu hafi í gær bæst óvæntur liðsstyrkur þar sem Pétur Guðmunds- son er. -BL. umsjón: Samuel Örn Erlingsson IÞRÓTTflMAflUR ARSINS 1983 KRÝNDUR í DAG — er fulltrúi Islands í keppni um Volvobikarinn ■ í dag munu Samtök íþróttafrétta- manna útnefna íþróttamann ársins 1983 í hófi á HÓtel Loftleiðum, í 28,sinn. Það er Veltir hf, Volvoumboðið á íslandi sem býður til þcssa húfs, en Volvo fyrirtækið fjármagnar kjör íþrótta- mannns ársins á öllum Norðurlöndun- um, og býður svo íþróttamanni ársins frá hverju landi til verölaunaafhendingar einhvers staðar á Norðurlöndunum þar sem krýndur er íþróttamaður Norður- landa. Er sá kosinn af Samtökum íþróttafréttamanna á öllum Norðurlönd- unum, og hlýtur að launum Volvobikar- inn svokallaða. Eins og áður sagði velja nú Samtök íþróttafréttamanna á íslandi íþrótta- mann ársins í 28. sinn, og hefur alltaf þótt mikill heiður að verða fyrir valinu. Oft hefur verið lítill munur á atkvæða- tölum íþróttamanna, en hver fjölmiðill hefur atkvæðisrétt. íþróttafréttamenn hvers fjölmiðils nefna tíu íþróttamenn, í röðinni frá 1 til tíu, og fær fyrsti 10 atkvæði, sá næsti 9o.s.frv. Allsgeturþví sami maðurinn fengið 60 atkvæði, mest, fái hann tíu stig frá öllum, Tímanum, Morgunblaðinu, DV, Þjóðviljanum, út- varpi og sjónvarpi. Frjálsíþróttamenn hafa verið hlut- skarpastir í þessu kjöri, verið alls 14 sinnum kjörnir, knattspyrnumenn oðrum hætti en a myndinm her að ofan. Túnamynd Róbert. BJARGAR PÍTUR ÍR-INGUM ÖÐRU SINNI FRfl FALU? Pétur Guömundsson tekinn við þjálfun ÍR af Kolbeini Kristinssyni ■ Körfuknattlciksmaöurinn góðkunni Pétur Guðmundsson, scm dvalið hefur hér heima í jólafríi, að undanförnu, mun ekki fara utan aftur eins og búist var við. Þess í stað hefur Pétur tekið við þjálfun síns gamla félags, ÍR, auk þess sem hann mun einnig leika með liðinu. Kolbeinn vildi hætta „Við vorum á höttunum eftir nýjum þjálfara, vegna þess að Kolbeinn vildi hætta" sagði Kristinn Jörundsson for- maður körfuknattleiksdeildar ÍR í sam- tali við Tímann í gær. „Kolbeinn vildi hætta vegna þess að hann var óánægður með árangur liðsins, við snérum okkur því til Péturs og hann var strax mjög jákvæður. Frá þessu var svo gengið endanlega í gær í fullu samráði við Kolbein", sagði Kristinn ennfremur. Staða liðsins í dag Staða ÍR liðsins í dag er ekki ósvipuð því sem hún var í fyrravetur þcgar Pétur gekk til liðs við ÍR og bjargaði liðinu frá falli og gott betur, þvf liðið hafnaði í þriðja sæti í úrvalsdeildinni, auk þess að komast í úrslit bikarkeppninnar. Einsog staðan í deildinni cr í dag þá hafa ÍR-ingar aðeins 4 stig eftir 11 leiki, en næstu lið, Keflavík og Valur hafa 10 stig eftir jafnmarga leiki. Ekki er að efa að tilkoma Péturs mun styrkja liðið gífur- lega og kemur á besta tíma því mikil meiðsl há nú liðinu eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Spurningin er hins vegar sú hvort Pétri tekst að stýra liðinu á rétta braut og upp úr botnsæti úrvalsdeildarinnar eða jafnvel enn lengra. „Stefnum í úrslitin“. „Mér líst mjög vel á þetta nýja verkefni sem ég hef tekið að mér og ég vona fastlega að liðið verði meðal þeirra fjögurra sem komast í úrslitakeppnina í vor“,sagði Pétur Guðmundsson, þegar Tíminn ræddi við hann í gær. „Eftir því sem ég hef frétt þá hefur oft lítið vantað uppá til þess að liðið næði að sigra og ef liðið nær vel saman núna þá er aldrei að vita hvað gerist. Það er vísu nokkur meiðsl sem há liðið nú, en það eru fjórar æfingar í næsta leik og þær verða notaðar til hins ýtrasta til að stilla menn saman. „Varðandi hugsanlegt tilboð frá Nýja- Sjálandi þá heyrði ég ekkert í þeim fyrr en í gær, þeir vilja gjarnan fá mig þangað, en keppnistímabilið þar hefst ekki fyrr en í apríl, svo verið getur að ég fari þangað þegar keppnistímabilinu hér líkur, en þau mál eru öll í nánari athugun," sagði Pétur Guðmundsson ennfremur. - BL. ■ Kulbeinn Kristinsson hætti þjálf- un ÍR að eigin ósk, og mun leika áfram með liðinu. þrisvar, sundmenn þrisvar, handknatt- leiksmenn þrisvar, lyftingamenn þrisvar, og einu sinni hefur körfuknattleiks- maður verið kjörinn. Sjá dálk.. Eins og nánar er greint frá hér neðar á síðunni, hefur Vilhjálmur Einarsson stökkvari hlotið titilinn oftast, fimm sinnum. Kona hefur aðeins einu sinni hlotið titilinn íþróttamaðurársins. Það varárið 1964, þá var kjörin SigríðurSigurðardóttir handknattleikskona úr Val, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem varð Norður- landameistari í handknattleik það ár. Sigríður átti ekki hvað minnstan þátt í því, og þótt á þeim tíma, eins og reyndar oftast hefur verið, mjög vel að titlinum komin. En stóra stundin rennur uppídag... - SÖE. IÞROTTAMENN ARSINS: ■ Eftirtaldir iþróttamenn hafa verið kjömir iþróttamenn ársins, frá því íþrótta- fréttamenn hófu að kjósa íþróttamann ársins 1956: 1956 Vilhjálmur Einarsson ÍR 1957 Vilhjálmur Einarsson ÍR 1958 Vilhjálmur Einarsson ÍR 1959 Valbjörn Þorláksson ÍR 1960 Vilhjálmur Einarsson ÍR 1961 "Vilhjálmur Einarsson ÍR 1962 Guðmundur Gíslason ÍR 1963 jön Þ. Ólafsson ÍR 1964 Sigríður Sigurðardóttir Val 1965 Valbjörn Þorláksson ÍR 1966 Kolbeinn Pálsson KR 1967 Guðmundur Hermannss. KR 1968 Geir Hallsteinsson FH 1969 Guðmundur Gíslason ÍR 1970 Eriendur Valdimarsson ÍR 1971 Hjalti Einarsson FH 1972 Guðjón Guömundsson ÍA 1973 Guðni Kjartansson ÍBK 1974 Ásgeir Sigurvinsson 1975 Jóhannes Eðvaldsson Celtic M76 Hreinn Halldórsson KR 1977 Hreinn Halldórsson KR 1B78 Skúli Óskarsson UÍA 1979 Hreinn Halldórsson KR 1980 Skúli Óskarsson UÍA 1881 Jón Páll Sigmarsson KR 1982 Óskar Jakobsson ÍR frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir sund frjálsar íþróttir handknattleikur frjálsar íþróttir körfuknattleikur frjálsar íþróttir handknattleikur sund frjálsar íþróttir handknattleikur sund knattspyrna ■ Einar Vilhjálmsson með fjárstyrk Eimskips í hendi. Honum á hægri hönd er Hörður Sigurgeirsson forstjóri Eimskips, og á vinstri Örn Eiðsson, formaður Frjálsíþróttasambands íslands. Tímamynd Arni Sæberg. „GET Nð UNDIRBÚ- Ifl MIG EINS OG KEPPINAinARNR” — sagöi Einar Vilhjálmsson í gær, eftir að Eimskip veitti honum 100 þusund króna fjárstyrk St.Liege knattapyrna knattspyrna frjálsar íþróttir frjálsar íþróttir lyftingar frjálsar íþróttir lyftingar lyftingar frjálsar iþróttir -SÖE. ■ Nú gct ég loksins farið að æfa við sömu aðstæður og kcppinautar mínir, þessi fjárhagsaðstoð frá Eimskip gerir það að verkum, að ég get slakaö aðeins á í náminu, og einbeitt mér frekar að æfingum fyrir Ólympíuleikana. Þetta jafngildir 3-4 klukkustundum á dag fyrir mig í raun“, sagði Einar Vilhjálmsson spjótkastarinn duglegi á hlaðamanna- fundi í gær, en þá afhenti Eintskip hf Einari eitt hundraö þúsund króna styrk, svo Einar geti enn betur einbeitt sér að undirbúningi sínum í Bandaríkjunum fyrir Ólympíulcikana í sumar. Höröur Sigurgeirsson forstjóri Eim- skips afhenti Einari styrkinn, og sagöi meðái annars aö Eimskip vildi fjármagna undirhúning Einars fyrir Ólympíuleik- ana, leggja fram það fé sem Einar næöi ckki aö fjármagna meö öörum hætti, og væri samkvæmt áætlun Einars sjálfs um 100 þúsund krónur. Hann sagði aö framlagið vcitti Eimskip í samráöi við Frjálsíþróttasamband íslands og Ólym- Vilhjálmur Einarsson: Var kjörinn fimm sinnum — oftast íslendinga enn sem komið er ■ Vilhjálmur Einarsson er sá íþrútta- maður sem oftast hefur hlotið titilinn íþrúttamaður ársins. Hann varð alls fimm sinnum íþróttamaður ársins, 1956, þegar íþrúttamaður ársins var útnefndur í fyrsta sinn, 1957, 1958, 1960 og 1961. Það hcfur kannske valdið því að Vil- hjálmur hlaut ekki titilinn oftar, að ekki var byrjað að útnefna íþróttamann ársins fyrr en Vilhjálmur var þegar orðinn silfurhafi á Ólympíuleikunum 1956 í Melbourne. Næstur Vilhjálmi er Hreinn Halidórs- son, kúluvarparinn sterki, sem varð þrisvar íþróttamaður ársins, 1976, 1977 og 1979. Aðrir sem hlotið hafa titilinn oftar en einu sinni eru Valbjörn Þorláks- son 1959 og 1965, Guðmundur Gíslason sundmaður 1962 og 1969, og Skúli Óskarsson 1978 og 1980. Allir eru þessir kappar hæltir keppni, og útlit cr því fyrir að met Vilhjálms verði ekki slegiö í bráð, að minnsta kosti eru fjögur ár þar til í fyrsta lagi fræðilega séð. -SÖE ■ Vilhjálmur Einarsson með hinn glæsilega grip, sem íþróttamaður ársins varðveitir í eitt ár. Þessi glæsilegi gripur er enn í notkun, og er enn cins og hann alltaf hefur verið.einn glæsilegasti gripur sem keppt er um hér á landi, og þó víðar væri leitað. Vilhjálmur geymdi þennan fimm ár alls. píunefnd Islands, eins og rcglur.scrri lúta aö slíkum styrkjum.s egja til um. „Þann- ig hafa þessir aðilar milligöngú um útborgun upphæðarinnar", sagði Höröur. Hörður drap á glæsilegan ár- angur Einars undanfarin ár, drap á að Einar væri nú meðal bestu spjótkastara heimsins, og gæti ef til vill náð frábærum árangri á Ó1 í sumar. Að lokum hét Höröur á Einar í .nafni starfsmanna Eimskips aö komast á verölaunapall á Ólympíuleikunum. Einar þakkaði fyrir, og sagði aö styrk- urinn væri scr ómetanlegur, nú gæti hann einbeitt scr að íþrótt sinni eins og keppinautar hans allir gætu. Aöspuröur sagöi Einar aö hann mundi ckki leggja námiö á hilluna, heldur minnka álagið. „Ég mun ekki þurfa að ljúka fimm áföngum til að uppfylla skilyrði Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, sem hefur verið sú uppspretta sem ég hef leitað cftir fé til að fjármagna mitt nám, og taka aöeins þrjá áfanga. Þetta þýöir þrjá til fjóra klukkutíma hjá mér á dag, sem ég get æft í stað þess að sitja kófsveittur í náminu", sagöi Einar. Örn Eiðsson formaður Frjálsíþrótta- sambands íslands þakkaði Eimskip einn- ig, og sagöi að hann þekkti engan íþróttamann sem væri betur til þess fallinn aö standa undir þeirri pressu sem á honum væri, bæði vegna vorta íslensku þjóöarinnar, og þeirra sem styrkt hefðu hann í hans erfiða námi og æfingum. „Þessi braut sem Eimskip hf er nú að fara inn á, hefur ekki verið farin hér á landi fyrr, og það er mjög ánægjulegt að hún skuli nú hafa verið rudd. Þetta hefur tíðkast erlendis, og þar hafa margir góðir íþróttamenn notið góðs af. Um þetta gilda ákveðnar reglur, þannig að allt slíkt fer í gegnunr viðkomandi sér- samband og Ólympíunefnd", sagði Örn Eiðsson. -SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.