Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. desember 1991 - DAGUR - 3 Staðið í ströngu - brot úr nýútkominni ævisögu Erlendar Einarssonar Furstjóraskipti hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Erlendur Einarsson tekur við af Vilhjálmi Þór. Bókaútgáfan Fróði hefur sent frá sér bókina „Staðið í ströngu“. I bókinni, sem skráð er af Kjartani Stefánssyni, blaðamanni, rekur Erlendur Einarsson æviminningar sínar. Erlendur var, sem kunnugt er, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga um langt ára- bil. Óhætt er að fullyrða að undir hans stjórn reis veldi samvinnuhreyfingarinnar á Is- landi hæst og hún varð stór- veldi í íslensku samfélagi. Flest var þar slétt og fellt á yfirborð- inu en eins og oft gerist í mikl- um atvinnurekstri og umsvif- um, kraumaði undir niðri. - Og nokkrum sinnum sauð reyndar upp úr. / bókinni „Staðið í ströngu“ 1 fjallar Erlendur Einarsson um af- skipti sín af málum samvinnu- hreyfingarinnar, rekur feril sinn hjá Sambandinu og fyrirtækjum þess og segir frá átökum við lok starfsferils þar. í bókarkaflanum sem hér fer á eftir, fjallar Erlendur um forvera sinn í forstjórastóli Sambandsins, Vilhjálm Pór, en hann hafði mjög afgerandi áhrif á lífsferil Erlendar. Örlagavaldurinn Vilhjálmur Þór Vilhjálmur Þór var einn af frum- kvöðlum samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi og í höndum hans varð Sambandið að stórfyrirtæki. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Sambandsins og þó að hann hafi verið þekktastur fyrir dugn- að og framtakssemi var hann ekki síður mikill hugsjónamaður sem trúði á mátt samtaka og sam- vinnu. Ég minnist Vilhjálms Þórs þó einkum fyrir það að hann var örlagavaldur í lífi mínu. Hann valdi mig til þess að stjórna Sam- vinnutryggingum og hann tilnefndi mig eftirmann sinn hjá Samband- inu. Enginn einn maður hefur gripið jafn afgerandi inn í líf mitt og hann. Vilhjálmur Þór átti glæstan starfsferil. Hann byrjaði sem sendill hjá Kaupféalgi Éyfirðinga á Akureyri og aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri varð hann kaupfélagsstjóri KEA við fráfall Hallgríms Kristinssonar. Vil- hjálmur Þór stóð að mikilli upp- byggingu hjá KEA og hann átti mikinn þátt í því að gera það að stórveldi. Vilhjálmur Þór fór frá KEA árið 1939, þegar hann varð fram- kvæmdastjóri íslandsdeildarinn- ar á heimssýningunni í New York, og síðan varð hann um tíma íslenskur aðalræðismaður fyrir Bandaríkin. Hann varð bankastjóri Landsbankans 1. október 1940 og kom þá heim til Islands. Hann varð utanríkisráð- herra í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar árin 1942 til 1944. Þó tók hann aftur við banka- stjórastarfi í Landsbankanum og gegndi því til ársloka 1945. ,í árs- byrjun 1946 tók hann við for- stjórastarfi Sambandsins. Eftirminnilegur maður... Vilhjálmur Þór er eftirminnilegur maður. Ég kynntist honum náið þegar ég tók við Samvinnutrygg- ingum og okkur kom alltaf vel saman. Mér fannst gaman að vinna með honum en hann gat verið nokkuð sérstakur og hann var afspyrnu kröfuharður. Ég hef áður sagt frá viðbrögðum hans þegar ég ætlaði að gleðja hann með fréttum um mikla sölu bif- reiðatrygginga og svipað var uppi á teningnum þegar ép var að semja um tryggingar í kýnnisferð minni í Bretlandi. Ég hafði feng- ið 30% afslátt, sem var það hæsta sem tíðkaðist í þessari grein, og lét Vilhjálm vita. Hann skrifaði mér um hæl og sagði: „30% afsláttur þykir mér tæpast viðun- andi kjör.“ Hann gerði sér stund- um allt of háar hugmyndir um hlutina. Vilhjálmur Þór var mikil hamhleypa til vinnu og hann hélt sínum mönnum einnig við efnið. Mér virtist hann reka „trippin“ mjög .vel áfram. Hann var ekki afskiptasamur og við fengum að vinna okkar verk í friði. Það er mikill kostur því þeir stjórnend- ur, sem sífellt eru að horfa yfir axlirnar á starfsmönnum sínum, eru ekki til fyrirmyndar. Vil- hjálmur Þór var yfirleitt jákvæð- ur og studdi vel við bakið á mér þegar ég var hjá Samvinnutrygg- ingum en hann var ekkert lamb að leika sér við ef maður skilaði ekki góðum árangri. Vilhjálmur Þór var hár maður vexti, grannur og kvikur í hreyf- ingum. Hann virkaði svolítið fráhrindandi enda vildi hann ekki hleypa hverjum sem var inn á sig. Hann var nokkuð formfastur og lengi vel þéraði hann mig, sér- staklega í bréfaskriftum, en þeg- ar ég fór að kynnast honum betur fann ég þessar ljúfu taugar sem voru undir niðri. ...en umdeildur Þótt Vilhjálmur Þór væri mikill hugsjónamaður var hann mjög ólíkur Jónasi frá Hriflu. Hann var ekki baráttumaður orðsins. Hann skrifaði ekki greinar í blöð- in og tók lítinn þátt í umræðum um hugmyndafræðileg efni innan Sambandsins. Hann sór sig meira í ætt við þá stjórnendur í við- skiptalífinu sem bortist höfðu til metorða fyrir eigin rammleik. En hann átti sér stóra drauma urn víðtæka uppbyggingu atvinnulífs- ins í landinu með þátttöku Sam- bandsins. Hann hafði þá trú að lyfta mætti grettistaki ef fólk ynni saman. Segja má að hann hafi fengið staðfestingu á þeirri trú í verkum sínum bæði hjá KEA og hjá Sambandinu. Vilhjálmur Þór var mjög umdeildur maður og hann var oft hafður að skotspæni í pólitískri umræðu. Sú mynd, sem and- stæðingar hans reyndu að draga upp af honum að hann væri harð- svíraður kaupsýslumaður sem. nyti þess að hafa völd og áhrif og svifist einskis til að skara eld að sinni köku, var einfaldlega ekki rétt. Vilhjálmur Þór var allt öðruvísi persóna. Hann var mjög trúaður og hann hafði miklar og hlýjar tilfinningar. Ég kynntist honum það vel að ég veit að það voru háleitar hugsjónir sent drifu hann áfram og hann lét verkin tala. Ég felldi mig mjög vel við hug- myndir hans og oft fannst mér að við hefðum svipaða lífssýn. ísland er lítið land og strjálbýlt. Ef við eigum að geta náð árangri við að byggja hér upp atvinnu- rekstur og bæta lífskjör fólks er nauðsynlegt að menn taki hönd- um saman. Þegar hver og einn er að bauka í sínu eigin horni verð- ur árangurinn oft lítill og okkur miðar einnig lítt áfram þegar hver vinnur gegn öðrum. Harkalegar árásir Þegar Vilhjálntur Þór kont til Sambandsins hóf hann uppbygg- ingarstarf af sömu atorku og hann hafði gert fyrir norðan hjá KEA. Hann fór stundum geyst og hann var tilbúinn til þess að taka áhættu í viðskiptum ef svo bar undir. Hann var þó aldrei óvarkár en eins og oft vill verða, þegar menn hafa mikið umleikis, er alltaf hætta á að ekki sé haldið nógu vel utan um hlutina. Þeir voru svilar Vilhjálmur Þór og Jakob Frímannsson. Þeir unnu saman að framfaramálum hjá KEA og Jakob tók svo við þegar Vilhjálmur hætti. Ég hef einhvern tímann látið þau orð falla að Jakob hafi verið afskap- lega þýðingarmikil persóna fyrir Vilhjálm Þór á Akureyrarárum hans. Jakob passaði upp á að hnýta alla lausa enda og gætti þess að ekkert færi úr böndunum í þessari hröðu uppbyggingu. Ég held að það hefði verið sterkara fyrir Vilhjálm Þór að hafa ein- hvern slíkan mann við hliðina á sér í Sambandinu sem Jakob var á Akureyri. Oftast voru árásir blaðanna á Vilhjálm Þór mjög harkalegar, ekki síst þegar hann stóð í miklum framkvæmdum. Þá var pólitísk umræða miklu illvígari og persónule^ri en hún er nú á tímum. Eg hef þá skoðun að þessi áróður hafi ráðið miklu um það að Vilhjálmur Þór óskaði eft- ir því að láta af forstjórastarfi í Sambandinu í árslok 1954. Mér er kunnugt um það að Rannveig, kona Vilhjálms, tók mjög nærri sér þær persónulegu ádeilur sem maður hennar varð að þola. í Landsbankanum Landsbankinn hefur verið aðal- viðskiptabanki Sambandsins og margir vilja eflaust fá að vita hvort það hafi ekki verið þægilegt fyrir mig að hafa fyrrverandi for- stjóra Sambandsins í stóli banka- stjóra Landsbankans eftir að ég tók við Sambandinu. Víst er það að Vilhjálmur Þór lét þau orð falla við mig, þegar hann hætti, að ekki væri verra fyrir Samband- ið að hann væri í Landsbankan- um. í þessum orðum fólust engar skuldbindingar en vissulega var Vilhjálmur okkur hliðhoilur. Góður vilji mátt sín þó stundum Iítils, jafnvel í stærsta banka landsins, þegar harðnaði á daln- um í þjóðfélaginu. Oft greindi okkur Vilhjálm Þór á. Mér fannst Sambandið ekki fá nægilega fyrirgreiðslu en Vilhjálmur Þór vildi jafnvel skera hana niður á tímabili og var ekki ánægður þeg- ar það tókst ekki. Þessi ágrein- ingur varð þó ekki til þess að varpa skugga á ágæta vináttu okkar. Vilhjálmur Þór var í Lands- bankanum til ársins 1961 þegar Seðlabanki íslands var settur á stofn. Meðan hann var banka- stjóri sótti hann mörg þing Sam- einuðu þjóðanna. Þau hjónin voru mjög hrifin af Bandaríkjun- um allt frá því þau höfðu verið þar árið 1939. Vilhjálmur var kosinn í stjórn Alþjóðabankans í Washington 1964 og þar var hann fulltrúi allra Norðurlandanna. Þá gafst honum kostur á að búa í Bandaríkjunum og ferðast um heiminn og heimsækja þróunar- löndin. Þegar tveggja ára starfs- tíma hans var lokið var hann ráðinn tvö ár til viðbótar til þess að sinna sérstökum verkefnum í þróunarlöndunum. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Frá fyrsta þingi Alþjóðasamvinnusambandsins sem Erlendur mætti á, í Prag árið 1948. Þarna situr hann á milli Jakobs Frímannssonar og Vilhjálms Þór. Kveðjustund. Erlendur og Margrét kona hans voru kvödd í hófi sem haldið var að Hótel sögu árið 1986. Valur Arnþórsson færði þar Erlendi fagra gjöf, Sambandshúsið að Sölvhólsgötu skorið út í trc.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.