Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. desember 1991 - DAGUR - 7 kall til auðæfa (ef til eru) sem liggja miklu nær öðrum löndum en okkur. Það er líka vandséð hvað langsótt rök fyrir jarðfræði- legum skyldleika landgrunna (eða rök fyrir skyldleika botnlaga á milli „Rokksins“ og Atlants- hafshryggjarins við berggrunn íslands) hafa að gera með nýt- ingu auðlinda. Pað má líka líta svo á að sumar auðlindir geti ver- ið alþjóðlegar eða jafnvel ónýt- anlegar, þó ekki væri nema vegna umhverfisþátta. Á hinn bóginn má svo benda á að Bretar hafa ekki haft siðferðilegan rétt til að helga sér „Rokkinn" og þar með heldur ekki sérstakan rétt til auð- linda þar. Einnig kann að vera farsælast að deila auðæfum milli kröfuaðila ef lega í efnahagslög- sögu er ekki ákvarðandi eða auðlindin er ekki langt utan lög- sögunnar. Þá getur vel verið að fleiri þjóðir hafi einhvern ítöku- rétt til viðbótar þeim þremur sem um málið þinga. Ef farið væri í saumana á efnahagsmálum í þjóðlöndunum sem næst liggja „Rokkinum" væru það vafalaust írar sem hefðu mesta þörf fyrir ávinning af olíu- eða gasvinnslu þarna úti í hafsauga. Á næstu 5-10 árum mun koma í ljós hvort olíu- eða gaslindir er að finna við Jan Mayen, undan Norðausturlandi eða á Hatton- Rockall-svæðinu. Líkurnar eru fremur litlar ef raunsæi er beitt. Setlög milli Austur-Grænlands og íslands eru heldur ekki líkleg uppspretta gass eða olíu. y. Þegar á allt er litið teljast varla miklar líkur á að íslendingar hefji nokkurn tíma vinnslu elds- neytis úr jarðlögum á sjávar- botni. Nokkur svæði koma til greina sem olíu- eða jarðgas- svæði, flest alllangt frá ströndum landsins. Það er fremur dýrt að leita af sér allan grun og sam- vinna við önnur ríki er þar óhjá- kvæmileg, hér eftir sem hingað til. Kolvetniseldsneyti er ekki umhverfisvænt og mætti því íhuga hvort fjármunum til olíu- eða gasleitar væri ekki betur eytt í vinnslu vatnsorku og jarðhita- orku, að slepptum athugununum á Norðausturlandi, og svo til undirbúnings vetnisframleiðslu síðar. Helstu heimildir: A. I. Levorsen: Geology of Petroleum, New York 1967. Hagnýting orkulinda og landgrunnsins, Iðnaö- arráðuneytið, Reykjavík 1991. Karl Gunnarsson, Margrét Kjartansdóttir, Jón Eiríksson og Leifur Símonarson: Rannsóknar- borun í Flatey á Skjálfanda. Orkustofnun, OS- 84052/JHD-10, Reykjavík 1984. Fyrsta bókín sem fjallar um íslenska náttúru eins og hún er - segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, annar tyeggja höfunda bókarinnar Hve hár er Hvannadalshnjúk- ur? Viljum við eina milljón ferðamanna? Hvað verður um ísland? Á að leggja fleiri há- lendisvegi? Hvað er segulsvið? Geta steinar læknað? Þetta eru sex af þrjátíu spurn- ingum sem Ari Trausti Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur, spyr f bókinni „Úr ríki náttúr- unnar“. Ari Trausti er annar tveggja höfunda bókarinnar. í upphafi hvers kafla hennar er náttúrustemma eftir akureyrska ljóðskáldið og fréttamanninn Sigmund Erni Rúnarsson. Dagur| truflaði Sigmund Erni í erli frétt-1 anna á Stöð 2 og spurði hann um ástæður þess að þeir Ari Trausti „rugluðu saman reitum“ á svo óvenjulegan hátt. „Við höfum oft rætt um það inni í myndveri Stöðvar 2, á með- an fréttirnar hafa verið að malla út í loftið, hversu mikið umfjöll- un um náttúruna hefur aukist í fjölmiðlum. Þetta hefur að sama skapi leitt til þess að umræða fólks um ýmis náttúruleg fyrir- bæri hefur aukist verulega. Það var í þessu ljósi sem Ara Trausta datt í hug að setja saman lista yfir spurningar, sem hann hafði heyrt hinn almenna borgara velta hvað mest fyrir sér um náttúruna, og leitast við að svara þeim. Ari Trausti byrjaði að skrifa, en fannst eitthvað vanta. Svo skemmtilega vildi til að þann sama dag hafði ég sent ljóð í ljóðasamkeppni Dags og MENOR, sem var einmitt nátt- úrustemma. Þetta vakti forvitni Ara Trausta og ég ákvað að verða við beiðni hans um að ljóð- skreyta bókina með slíkum nátt- úrustemmum. Ég fékk efnisyfirlit hennar í rassvasann og gekk svo út í náttúruna og orti allan síð- asta vetur og fram á haust. í milli- tíðinni óx mér kraftur eftir að ég varð hlutskarpastur í áður- nefndri samkeppni Dags og MENOR,“ sagði Sigmunundur. Hann sagðist ekki vita til þess að áður hafi komið út bók hér á landi þar sem vísindum og ljóð- um væri spyrt saman með þessum hætti. „Vitaskuld hafa menn skrifað um náttúruna og stuðst við náttúrukvæði þjóðskálda, en BÓKABÚÐ JÓNASAR Of mikið úrval BQKABÚÐ JONASAR Hafnarstræti 108 Sími 96-22685 jííÍXxíLh Höfundar bókarinnar Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ijóðskáld og fréttamaður. þetta hefur ekki áður verið gert meðvitað og planað fyrirfram." Stuttar náttúrustemmur Ljóð Sigmundar Ernis í bókinni eru stutt og segja meira en mörg orð. í upphafi 7. kafla bókarinn- ar, þar sem Ari Trausti reynir að svara spurningunni um af hverju eldgos hefjist og hvenær þeim ljúki, er eftirfarandi ljóð: Duglega þrýtur fjallið þolgæði þar sem það situr á öld og önd sinni. Og í upphafi kafla um þá spurningu, hvort gull sé að finna á íslandi, er þetta ljóð: Undir silfruðu bergi ama geislar fram aflágum degi gylla snöggvast stein uns skiptir. „Það var misjafnlega erfitt að yrkja þessi ljóð. Sum komu nán- ast umsvifalaust. Önnur virtust ekkert ætla að koma, samanber áðurnefnt ljóð um eldgos í upp- hafi 7. kafla. Þegar ég settist nið- ur og ætlaði að byrja að yrkja um eldgos, þá fékk ég strax á tilfinn- inguna að það væri búið að segja þetta allt áður. íslendingar hafa mjög sterka mynd af eldgosi í huganum og grípa einatt til sterkra lýsingaorða þegar þeir lýsa áhrifum eldgoss. Eg valdi því þá leið að minnast ekki einu orði á eldgos í ljóði sem fjallar um eldgos," sagði Sigmundur. Er ánægður með útkomuna Hann fór ekki leynt með að hann væri ánægður með bókina. „Það hefur of mikið verið gert af því að fjalla um íslenska náttúru með fjálglegum hætti og hástemmdum lýsingarorðum um hvað hún sé fögur og ómenguð. íslendingar eru að vakna upp við annan veru- leika og hafa komist að raun um að vandamál sem tengiast náttúr- unni eru síst minni á Islandi en í nágrannalöndum okkar. Þessi bók er að mínu viti sú fyrsta, sem fjallar um náttúruna á íslandi eins og hún er í raun og veru, en ekki eins og mönnum finnst hún eiga að vera,“ sagði Sigmundur Ernir. Úr ríki náttúrunnar - náttúru- stemmur er 250 blaðsíður og ríkulega myndskreytt, bæði lit- og svarthvítum myndum. Hverju ljóði, í upphafi hvers kafla, fylgir 50-60 ára gömul ljósmynd úr merkilegu ljósmyndasafni Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal (föður Ara Trausta og Errós). óþh BÓKAÚTGÁFAN BÆR AUGLÝSIR: Stefjabækur Ólafs Gíslasonar, Neðrabæ í Arnarfirði, NÝJAR ÁTTIR '89, TYGIN NÝJU '90 OG ElTT TIGIÐ NÝ '91 FÁST í BÓKAVERSLUN JÓNASAR, BÓKVAL OG KAUPFÉLAGI ÓLAFSFJARÐAR. ÖÐRUVÍSI LJÓÐ, STUTT EN KRÖFTUG. LÍTIÐ í BÆKURNAR! Þær ER EINNIG HÆGT AÐ PANTA í SÍMA 94-2253. HVER BÓK KOSTAR KR. 750. ENGINN PÓSTKRÖFUKOSTNAÐUR Bækur frá Máli og Menningu Forlagsbækur MikiÖ úrval afbókum Barnabækur • Ástarsögur • Unglingabækur • Ævisögur • Leikrit • Ljóð Listagili • Sími 96-26345 Opið á laugardögum í desember Opið á verslunartíma fyrir jól

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.