Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. desember 1991 - DAGUR - 11 íbókinni^jóðlífogþjóð- hættir“ segir GuöJ"u í| á L. Friðfinnsson, bondi a Egilsá í Skagafirði tra mannlífi, atvinnuhattum og bjóðlífi öliu, siðum og venjum, á uppvaxtar- og fullorðinsárum s'nuuM fram undir unðja þes a öld. Fullyrða ma að bokm er greinargóð lýsing þjoð-] há«a hér á « hluta þessarar aldar. D g birtir hér, með leyfi gefanda, hluta ur emum kafla bókarinnar, þar sem fjallað er um rjúpnaveiðij fyrr á árum. Rjúpnaveiði fyrr á - kafli úr bók Guðmundar L. Friðfmnssonar „Fjóðlíf og „Rjúpnaveiði var talsvert stunduð í mínu nágrenni, þegar ég fyrst man til og lengi síðan, mátti trú- lega kallast aukabúgrein. Þetta var innleggsvara í kaupstað og munu sumir hafa haft drjúgar tekjur af. Margir bændur létu vinnumenn sína ganga til rjúpna eða gengu sjálfir. Til var og, að menn úr lágsveitum kæmu til dala- og heiðabænda, þar sem rjúpnalönd voru, og fengju veiði- leyfi eina eða tvær vikur, stund- um lengur og héldu þá til á staðnum. Oftastvoru þettalausa- menn eða aðrir, sem ekki voru mjög bundnir við störf. Það mun hafa heyrt til undantekninga, ef menn fóru í eignarlönd annarra til rjúpnaveiða. Skotfærin Fyrrum voru rjúpur veiddar í vað, þótt sú aðferð heyrði sög- unni til, þegar ég fór að muna heiminn. Flestar byssur voru framhlaðningar, þótt bakhlaðn- ingar væru einnig til. Riffla heyrði ég nefnda, en man lítið eftir fyrr en síðar. Framhlaðning- ar voru svipaðir og bakhlaðning- ar, nema það sem kallaðist lás var annarrar gerðar. Upp úr hlaupinu aftast kom „knallpíp- an“, var skrúfuð í og hallaðist aftur. Á þessa pípu var „hvell- hettan“ sett, en í henni var ofur- lítið sprengiefni, sem kveikti í púðrinu, þegar tekið var í „gikkinn“ og „bógurinn“ féll. Skotfærahylkin, púðurhorn og haglapung, höfðu menn í bandi um hálsinn, stungu gjarnan í vasa svo ekki dinglaði. Púðurhornið var ýmist horn af nautgrip eða búið til úr tré. Stundum hékk lít- ið mál við og var mælt í byssuna með því. Sumir mældu þó í lófa eða gengu með fingurbjörg í vasa. Haglapungar, sem ég sá, voru aflangir, saumaðir úr skinni og stútur á úr tré eða beini. Hvellhettuna eða „perluna" geymdu menn ýmist í dósum eða vasa. Eins og nafnið bendir til, voru skotfærin látin í byssuhlaupið að framan, púðrið fyrst, og var þá venja að stappa niður byssuskeft- inu svo púðrið félli vel í pípuna. Þá var ýmist látin visk af hampi eða bréfi í hlaupið og kallaðist forhlað. Þessu var þrýst fast nið- ur með „hlaðstokknum", sem oftast var mjótt, sívalt járn með ofurlitlum hnalli á enda. Hlað- stokkurinn var geymdur í hólk eða iykkju neðan á hlaupi byss- unnar og gekk svo aftur í skeftið. Stundum var notast við hlað- stokk úr tré, en ekki gaf hann eins góð högg á forhlaðið. Slíkir hlaðstokkar voru geymdir í hlaupi byssunnar og gat hent, að gleymdist að taka úr og fóru þá með skotinu og urðu ekki til nota eftir það. Þegar búið var að hlaða fyrir púðrið, voru höglin látin í og farið að á sama hátt. Þá var byssan hlaðin. Misjafnt var hve mikið menn létu í byssuna. Á rjúpur voru notuð smá högl og ekki stór skot. Skotið „dregið upp“ Ógætilegt þótti að ganga með hvellhettuna á, því í hálku og bratta duttu menn stundum, og ef bógurinn kom niður eða spenntist og féll, gat skotið hlaupið úr byssunni, kom enda fyrir. Varkárir menn gengu með hamp eða bréf yfir pípunni, með- al annars til að raki kæmist ekki í púðrið, en það gat valdið miklum óþægindum, því þá kviknaði sjaldnast í púðrinu eða brann fyrir, sem raunar gat átt aðrar orsakir. Ef það henti að svo illa var hlaðið, að púðrið hafði ekki komist í pípuna eða blotnað, þekkti ég ekki annað ráð en setj- ast niður, spenna bóginn og fara með öryggisnælu í pípuna. Lítið eitt af púðri var haft í lófa og þrýst í pípuna með nælunni, einu eða fleiri kornum í senn. Þetta var seinlegt og kaldsamt í frosti og misjöfnu veðri, en gekk þó oftast. Fyrir gat komið að fara varð heim og „draga skotið upp“ úr byssunni. Það vissi ég gert með nagla eða gormlaga járni, sem sett hafði verið í annan enda á hlaðstokk úr tré. Þessu var snúið í hlaupinu, og kom þá for- hlaðið oftast upp smátt og smátt. Hlaupið hreinsað daglega Ekki var sama hvernig byssu var snúið, ef borin var á öxl, talið öruggara að halda um skeftið. Dytti maðurinn áfram, slengdist byssan oftast fram, og vissi þá hlaupið frá. Dæmi um þetta eru mér kunn, og hljóp skotið úr Skefli og bógur framhlaðnings ásamt haglapung og höglum, stórum og smáum, púðurhorni með tappa og enda hlaðstokksins, öðru nafni krassans. byssunni en sakaði ekki, reif að- eins upp sand og grjót fyrir fram- an manninn. Um þetta heyrði ég talað, og var mönnum ráðlagt að halda um skeftið. Margir báru í hendi, og sneri þá hlaupið ávallt fram. Þessar byssur, sem aðrar, varð að hirða vel, hreinsa hlaupið daglega, ef nokkuð var skotið að ráði. Það gerðu skyttur á kvöldin með hlaðstokk úr tré, sem hampi hafði verið vafið um. Þetta var endurnýjað, þar til hlaupið var spegilfagurt. Á bernskutíð minni var mergð rjúpna hér í dölum fram. í ljósa- skiptum heyrðist tíðum vængja- blak í lofti og rjúpur vældu eða ropuðu í brekkunni að bæjar- baki. Ef mikið kvað að, var þetta talið boða veðurbreytingu, allt eftir flugstefnu og hljóði. Svona var þetta allt til ársins 1918. Eins og kunnugt er, féll rjúpa þá í stórum stíl, svo að hræ eða dauð- vona rjúpur, grindhoraðar, lús- ugar og ósjálfbjarga voru nær hvarvetna, auk heldur heima við hús og bæi, þegar líða tók á vetur. Held ég, að þeim hafi ekki verið hægt að bjarga. Löngu eftir að snjóa leysti voru breiður í móunum kringum túnið og niður undir Norðuráreyrum, virtust þær hvorki hafa sinnu né mátt að fljúga til fjalla. Aldrei síðan hef- ur verið hér mikið um rjúpu, að minnsta kosti ekki líkt því sem áður var. Friðunarlög Árið 1913 var rjúpa friðuð með lögum frá 1. febrúar til 20. sept- ember ár hvert, og auk þess allt árið 1915, en úr því sjöunda hvert ár. Ég minnist þess óljóst, að um þetta var talað, sögðu menn sem satt var, að gnógt væri rjúpu og því ástæðulaust. Árið 1924 voru sett ný lög og rjúpa friðuð frá 1. janúar til 15. októ- ber. Aldrei á sunnudögum Aldrei stundaði faðir minn mikið rjúpnaveiðar. Raunar var sjaldan talað um rjúpnaveiði á þeirri tíð, heldur „að ganga til rjúpna" eða bara „að ganga“. Ef hann hins vegar hélt vinnumenn, lét hann þá oft ganga, þó ekki minnist ég þess að sótt væri af kappi. Kunn- ingjar foreldra minna, búsettir í Blönduhlíð, komu stundum, fengu að halda til um tíma og gengu. Fjármenn frá Silfrastöð- um, sem hirtu á Bessakoti (beit- arhús frá Silfrastöðum, trúlega forn), voru tíðir gestir á Egilsá, sökum þess að ekki var siður að láta fé liggja við opið. Var oft fengið leyfi fyrir þá til að ganga. Aldrei var gengið á sunnudögum, og veit ég með vissu, að engum datt slíkt í hug. Ekki held ég þetta hafi fyrst og fremst verið af trúarlegum ástæðum. Miklu fremur vegna þess að það var hefð, að aflífa ekki á helgidög- um, enda fornar hefðir virtar á þeirri tíð. Svo virðist sem veiðieðlið sé mannsbarninu eðlislægt. Þegar ég var drengur, hugsaði ég tals- vert um veiði, og svipað held ég um flesta aðra, sem ég þekkti. Það kom líka á daginn, að ég sótti fast að fá að vera með rjúpnaskyttum og tína upp, þeg- ar ég hafði aldur til. Ékki var óalgengt, að rjúpa særðist með einum eða öðrum hætti, gat stundum flogið alldrjúgan spöl. Var þá jafnan reynt að hafa auga með, hvar settist eða féll niður. Stundum vængbrognaði fugl og gat þá lítið sem ekkert lyft sér. Núna geri ég bæði að blygðast mín og undrast, hve óskaplega grimmt og miskunnarlaust þetta barn var, þegar ég elti þessa aum- ingja uppi og aflífaði með köldu blóði, án efa á kvalafullan hátt. Ekki vissi ég til að drengjum væri leyft að fara með byssu fyrr en eftir fermingu, og auðvitað kom að því með mig, enda vant- aði hvorki vilja né viðleitni. Þó varð til happs, að hvorki var ég góð skytta né fljótur að miða, sem raunar hét að sigta. Sökum þess og kannski af fleiri ástæðum, stundaði ég þessar veiðar.hvorki lengi né mikið.- Tvær til fjórar í skoti Hagstæðasta veður til rjúpna- veiða var logn og nokkurt frost. Þá kúra rjúpur oft og eru gæfar, en styggar og hlaupsamar í stormi. í frostleysu eða væri hláka í nánd, héldu þær sig alténd neðar en ella og gjarnan í hlíðum undan vindátt. Álgengt var að þrjár til fimm væru saman. Oft voru þó heilir flokkar, en vana- lega styggri og mikið á hlaupi. Ekki þekkti ég að rjúpur væru skotnar á flugi, stafaði trúlega af því að skotfæri kostuðu sitt, og góðar skyttur vildu hafa fleiri í skoti. Jafnan var því reynt að fá sem flestar til að „bera saman“. Talið var sæmilegt, ef tvær lágu, en oft þrjár og stundum fjórar í skoti. Það þótti ágætt. Fyrir kom að fimm fengust, jafnvel allt upp í sjö. Ekki vissi ég þó til, að það væri algengt. Reyndar heyrðist talað um enn fleiri og var vissu- lega til, en afar fátítt. Algengt var að valkóka kring- um hópa, jafnvel að reyna að reka saman. Gengu menn þá tíð- ast með hvellhettuna á og höfðu oft byssuna spennta, enda áríð- andi að vera fljótur að bregða í sigti og hleypa af. Þótt freistandi væri að skjóta af hálfgerðu handa- hófi í stóra hópa, held ég það hafi fáir gert. Þrátt fyrir veiðihug og árum þjóðhættir“. veiðigleði reyndu menn að missa ekki særða fugla,- Víst er þó, að svo fór stundum þrátt fyrir ómök og leit. Trúlega var sárum líka stundum svo háttað, að menn vissu ekki af. Þegar svo vildi til að eitthvað sat eftir þrátt fyrir skot, kom sér illa, hve seinlegt var að hlaða. Sama var og, þegar rjúpur settust skammt frá. Éi að síður veiddist oft nokkuð vel. Sjötíu rjúpur á einum degi Það mun hafa verið annan hvorn veturinn, sem Rögnvaldur Jóns- son var hjá okkur, þá 1914 eða ’15, að hann fékk sjötíu rjúpur dag einn. Ekki er ég þó viss um að hann hafi verið heilan dag, því rjúpnaveiði er erfitt verk í bratta og oft harðfenni, einkum ef veiði er mikil og byrðar gerast þungar. Venja var að „kippa“ rjúpur, þannig að snæri var brugðið um annan fót fuglsins, hnýtt að og svo koll af kolli. Ef eitthvað veiddist til muna, báru menn kippuna á baki. Þetta var erfitt, og fyrir kom að skilin var eftir kippa. Betra var þá að fara ekki alltof langt frá, því hrafnar voru fljótir að hafa veður af svo auð- fenginni bráð. Reyndar var sá fugl rjúpnaskyttum altént til óþurftar og ama, að ekki sé talað um fálka og smyril. Við þessa hræ- og ránfugla eru rjúpur mjög hræddar, flugu upp í ofboði, og tæmdust stundum stór svæði. AHt hirt nema garnirnar Þegar veiði var hætt og skyttur héldu til bæjar, báru þær oft rjúpnaknippu í bak og fyrir, hengdu tíðum á snaga eða nagla á skemmu- eða bæjarþili, en inn- an dyra, ef væta var eða hríð. Byssa var reist upp við bæjardyr utan eða innan. Naumast vissi ég til að þannig væri þó gengið frá hlöðnu skotvopni, nema í undan- tekningartilvikum svo sem, ef draga þurfti skot upp úr byssu. Ef perla hafði verið á en svo tekin af, gat örlítið af sprengiefni orðið eftir á pípu og valdið því að skot hlypi úr, væri ógætilega með farið. Eins og fyrr er frá greint, voru rjúpur verslunarvara og flokkað- ar eftir gæðum. Misjafnt verð var og í verslunum eins og á flestri annarri vöru. Mjög blóðugar rjúpur eða með holsárum voru í lægri verðflokki og oftast pakk- aðar sér eða borðaðar heima. Á einstaka heimili voru rjúpur nær eina kjötmetið um vetur, þótt ekki væri svo hjá okkur eða á nágrannabæjum. Aldrei var ham- flett, en plokkað og dúnninn not- aður, það grófasta í undirsængur. Síðan var sviðið og oftast soðið, en stundum þó steikt og þá búin til sósa. Annars var kastað út á soðið. Rjúpnasúpa fannst mér sérlega góð og lystaukandi. Oft hirti ég sarp, blés upp og hengdi á þil inni í baðstofu. Þetta var eins konar loftvog, harðnaði eða Iin- aðist eftir loftþrýstingi. Allt af rjúpinni var hirt nema garnir. Háls var kroppaður og hjartað borðað. Sumir munu hafa étið fóarnið, en aldrei fannst mér það ljúffengur matur. Rjúpur voru vandmeðfarnar svo ekki Ijókkuðu í flutningi. Ég sá þær pakkaðar þannig, að höfði var stungið undir væng, síðan raðað þétt saman í trékassa, best að bréfi væri sveipað um hvert stykki. Þannig var flutt í klyfjum eða á sleða.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.