Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 10

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 Úrríki náttúruimar - ný bók eftir Ara Trausta Guðmundsson og Sigmund Erni Rúnarsson Út er komin bókin Úr ríki náttúr- unnar, fræðslurit handa almenn- ingi og framhaldsskólum um umhverfismál og náttúrufræði og málefni þeim tengd sem eru ofar- lega á baugi á íslandi. Þrjátíu ný ljóð eru einnig í bókinni og heitir sá hluti Náttúrustemmur. Höfundar eru Ari Trausti Guð- mundsson rithöfundur og jarð- eðlisfræðingur (megintexti) og Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og fréttamaður (ljóð). Bókin er 250 blaðsíður í með- albroti, ríkulega myndskreytt og eru m.a. birtar 50-60 ára gamlar Ijósmyndir með ljóðunum. Meðal 30 kafla bókarinnar eru þessir: - Hvenær springur frárennslis- sprengjan? - Er gagn af stjörnumerkjum? - Hækkar í sjónum? - Viljum við eina milljón ferðamanna? - Hvenær urðu jöklarnir á ís- landi til? - Hvers vegna hefjast eldgos? - Hvenær lýkur þeim? Útgefendur eru ísafold og Ari Trausti Guðmundsson. Svanurinn Svanurinn - ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Svanurinn eftir Guðberg Bergsson. Hvert nýtt skáldverk, sem Guðbergur sendir frá sér, sætir tíðindum í íslensk- um bókmenntaheimi, og er þetta ellefta skáldsaga hans. Eru þá ótalin smásagnasöfn, ljóðabækur og fjölmargar þýðingar á stór- verkum heimsbókmenntanna frá hans hendi, en á þessu hausti eru þrír áratugir liðnir síðan fyrsta skáidverk Guðbergs, Músin sem læðist, kom út. í kynningu Forlagsins segir: „Svanurinn er saga stúlku. Hún er níu ára gömul þegar hún er send í sveitina til að bæta fyrir brot sitt. í nýju umhverfi vakna óvæntar kenndir - dularfullar, ógnvekjandi og sárar. Náttúra | sveitarinnar og tilfinningar telp- unnar tala saman á því margræða máli sem Guðbergur Bergsson hefur flestum skáldum betur á valdi sínu. Gleðin kallast á við harminn - frelsið við fjötrana - í þessari meistaralegu sögu um íitla manneskju, eina og óstudda, í leit að lífinu.“ Svanurinn er 150 bls. Ástaratlot - unaður kynlífs í myndum og máli Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Ástaratlot eftir dr. Andrew Stanway, einn virtasta kynfræðing Breta. Kynmök og ástaratlot er meginefni bókarinn- ar, tilgangur þeirra og tækni, og það hlutverk sem kynlífið leikur í lífi allra heilbrigðra karla og kvenna. í kynningu Forlagsins segir: „Hér er fjallað um samspil lík- ama og sálar, hvernig hægt er að vinna bug á vandamálum sem upp koma í ástarlífinu og geta auðveldlega spillt ástríkustu sam- böndum. Hér er fjallað um öll stig kynlífsins - frá því að kyn- hvötin vaknar til þess að ná öruggu valdi á leikjum ástarinn- ar. Pá er að finna í bókinni skynsamleg og tæpitungulaus ráð til allra þeirra sem eru of feimnir og bældir til að njóta kynlífs eða eiga við sérstök kynlífsvandamál að stríða. Einnig er hér að finna ítarlegar upplýsingar um getnað- arvarnir, kynsjúkdóma og alnæmi, og loks er fjallað á málefnalegan hátt um allt það fólk sem fetar aðra leið en fjöld- inn í ástum og kynlífi." Ástaratlot er 192 bls. í stóru broti, prýdd miklum fjölda ljós- mynda og teikninga. Magnús Rafnsson þýddi. Fuglar - Fyrsta ljóðabók Eórunnar Valdimarsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Fuglar eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók Þórunnar en áður hafa birst eftir hana ljóð í tímaritum og safnritum. Þó að Fuglar séu fyrsta eigin- lega skáldverk Þórunnar Valdi- marsdóttur, hefur hún engu að síður verið afkastamikill og sér- stæður rithöfundur og eftir hana liggja sagnfræðirit og ævisögur sem vakið hafa mikla athygli: Sveitin við Sundin er saga af búskaparháttum og hversdagslífi í Reykjavík: Af Halamiðum á Hagatorg, ævisaga Einars Ólafs- sonar í Lækjarhvammi og Snorri á Húsafelli, saga frá 18. öld. Á sfðasta ári samdi hún ásamt Meg- asi sögu lítillar píslar úr Austur- bæ, bókina, Sól í Norðurmýri. Um ljóðabókina Fuglar segir svo í kynningu Forlagsins: „Hér eru óljós skil milli manna, fugla og trjáa, landið er líkami manna Á hjólum - ný skáldsaga eftir Pál Pálsson Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Á hjólum eftir Pál Pálsson. Þetta er þriðja skáldsaga hans. Á hjólum segir frá ungum manni sem nýtur lífsins eins og ungum mönnum er einum lagið þegar hann missir skyndilega fót- anna - í bókstaflegum skilningi. Og það á tilviljunarkenndan og fáránlegan hátt. En hvað þýðir að reyna að útskýra fyrir fólki hvernig það er að sitja í stól og geta ekki staðið upp? Eða hvern- ig það er að sjá fallega konu og fá hugsanlega aldrei fullnægingu? Eða horfa á börn að leik og eiga sennilega aldrei eftir að verða pabbi? Eða vera bara innan um fólk sem gengur, og það er sjálf- sagðasti hlutur í heimi, eins sjálf- sagt og að anda og maður hættir ekki að hugsa: Af hverju ég? Á hjólum er 200 bls. Ort - ný ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út bókina Ort eftir Þórarin Eldjárn. Þetta er sjötta ljóðabók Þórarins en fyrr á þessu ári sendi hann frá sér bókina Hin háfleyga moldvarpa. Yrkisefnin eru fjöl- breytt og formið margslungið, en efni bókarinnar skiptir skáldið í vísur, orðlengjur og sonnettur. í kynningu Forlagsins segir: „Ekki er ofmælt að fyrstu þrjár ljóðabækur Þórarins Eldjárns gerðu hann að víðlesnasta ljóð- skáldi þjóðarinnar. Þar tefldi hann saman hefðbundnu ljóð- formi og ögrandi en jafnframt gráglettinni afstöðu til yrkisefn- anna. í næstu tveimur kvæða- söfnum sínum birti hann í fyrsta skipti ljóð á frjálsu formi, en með þessari nýju ljóðabók tekur hann upp þráðinn þar sem frá var horf- ið og yrkir háttbundin ljóð sem þó virðast búa að reynslu form- leitarinnar í síðustu bókunum tveimur.“ Ort er 48 bls. Helgi Þorgils Friðjónsson málaði mynd á kápu. BLÁSKJÁR A'ViN'tÝKt f!PT»a Bláskjár - Fræg barnasaga í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Bláskjár eftir þýska skáldið Franz Hoffmann í þýðingu Hólmfríðar Knudsen. Þetta er fimmta útgáfa sögunnar, en hún kom fyrst út á íslensku árið 1915. í kynningu Forlagsins segir: „Fáar sögur hafa notið jafn mikill- ar hylli meðal íslenskra barna og ævintýrið um Bláskjá, drenginn með bláu augun sem flökkufólkið rændi og vistaði hjá sér í dimm- um helli. Ekkert þráði hann heit- ar en að sleppa út til að sjá sólina - þó ekki væri nema einu sinni. Loksins rættist sá draumur og Bláskjá tókst að flýja frá svarta Eiríki og hyski hans. En flótti drengsins hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og kennari ritar eftirmála þessar- ar nýju útgáfu þar sem hún fjallar um söguna, segir frá höfundi hennar og hugleiðir þá þýðingu sem gamlar sögur geta haft fyrir nútímabörn. Hér fá eldri kyn- slóðir tækifæri til að rifja upp söguna um Bláskjá og kynna hana fyrir nýrri kynslóð barna.“ Fiiran nýjar bækur komnar út - í bókaflokknum „Skemmtilegu smábarnabækurnar“ Bókaútgáfan Björk gefur út á þessu hausti 5 nýjar bækur í hin- um kunna bókaflokki: Skemmti■ legu smábarnabækurnar Þær eru allar prentaðar í 4 lit- um og mynd á hverri blaðsíðu. Sigurður Gunnarsson fyrrv. skólastjóri og Stefán Júlíusson rithöfundur hafa þýtt bækurnar á íslensku. í bókaflokki þessum hafa alls komið út 30 titlar og eru umræddar bækur nr. 26-30. Þær heita: Villi hjálpar mömmu (nr. 26); Panda málar (nr. 27); Þegar Kolur var lítill (nr. 28); Hvar er GIói? (nr. 29) og Jól í Betlehem (nr. 30). Auk þess hefur Björk endurút- gefið í haust 2 bækur í sama bókaflokki: Benna og Báru (nr. 3), sem kemur út í 6. útgáfu og Kalli segir frá (nr. 15). Hún er í 2. útgáfu. „Skemmtilegu smábarnabæk- urnar hafa átt miklum vinsældum að fagna. Sumar þeirra hafa komið út í áratugi, en eru þó allt- af sem nýjar. Þær eru hinar vönd- uðustu að efni og frágangi, sem- völ er á fyrir lítil börn, enda vald- ar og íslenskaðar af hinum fær- ustu skólamönnum,“ segir í frétt frá útgefanda. Helgi Bjarnason. Bænduráhvunn- dagsfötum - þriðja og síðasta bindi komið út Bókin Bændur á hvunndagsföt- um, þriðja og síðasta bindi sam- nefndra viðtalsbóka Helga Bjarnasonar blaðamanns, er komin út. í bókinni eru viðtöl við fjóra bændur sem allir hafa frá viðburðaríku lífi að segja. Bænd- urnir eru Egill Ólafsson á Hnjóti, Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum, Björn Sigurðsson í Úthlíð og Egill Jónsson á Seljavöllum. Hörpuútgáfan á Akranesi gefur bókina út. Egill Ólafsson bóndi og fræða- þulur á Hnjóti í Örlygshöfn hefur helgað líf sitt varðveislu menn- ingarverðmæta. Hann kom upp byggðasafni og gaf Vestur-Barða- strandarsýslu og flugminjasafni sem hann hefur nú gefið Flug- málastjórn. Eiríkur Sigfússon stórbóndi á Sílastöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði segir meðal annars frá deilum við yfirvöld og kerfið í frásögn sem hefur yfirskriftina „Kaupi mér aldrei frið“. Björn Sigurðsson bóndi í Út- hlíð í Biskupstungum er einn af brautryðjendum í ferðaþjónustu bænda sem sannað hefur gildi sitt á undanförnum árum. Á jörð hans hefur byggst upp stórt sumarbústaðahverfi og hann stendur nú í stórhuga uppbygg- ingu á þjónustu við sumarbú- staðafólk og aðra ferðamenn. Egill Jónsson bóndi og alþing- ismaður á Seljavöllum í Nesja- sveit í Hornafirði segir frá störf- um sínum í landbúnaði í Austur- Skaftafellssýslu. Bændur á hvunndagsfötum, þriðja bindi, er 172 blaðsíður að stærð, prýdd um 100 ljósmynda auk yfirlitskorta af heimabyggð viðmælenda. Austurlenskar sögur Út er komin hjá Máli og menn- ingu smásagnasafnið Austur- lenskar sögur eftir frönsku skáld- konuna Marguerite Yourcenar, í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. „í þessum sögum flögra skógardísir um og trylla af mönn- um vitið, hetjur standast ótrúleg- ustu raunir, en ekki yndisþokka kvenna og sjálf guðsmóðir vitjar manna mild og há; sólin skín heit og ástin nær út yfir gröf og dauða. Þessar austurlensku sögur sem Yourcenar lætur gerast fyrir löngu síðan í Kína, Japan, Ind- landi eða Balkanlöndum virðast óháðar stund og stað - þótt hver og ein sé gluggi að heillandi heimi hins fjarlæga austurs fjalla þær allar um ástríður manna sem breytast aldrei, afrek þeirra og afglöp.“ . Marguerite Yourcenar (1903- 1987) var ein kunnasta skáldkona Frakka á öldinni og fyrst kvenna til að vera kosin í frönsku Akademíuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.