Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 í góðu hjónabandi - skáldsaga eftir Doris Lessing Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna ígóðu hjóna- bandi eftir Doris Lessing. Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar um Mörtu Quest sem út kom í fyrra og annað bindi af fimm í þeim meistaralega sagnabálki sem Doris Lessing nefndi síðar Börn ofbeldisins. Fríða Á. Sig- urðardóttir rithöfundur þýddi söguna á íslensku. í kynningu Forlagsins segir: „Marta Quest er af æskuskeiði, ung kona í hjónabandi sem hún hefur hafnað í gegn betri vitund sinni, leiksoppur draumóra og léttúðar augnabliksins. Styrjald- arblikur eru á lofti og síðari heimsstyrjöldin brátt í algleym- ingi. Á þessum ógnartímum vaknar félagsleg vitund Mörtu. Hún getur ekki setið aðgerðar- laus í skjóli sínu - ábyrgðin er líka hennar." í góðu hjónabandi er 400 bls. Ævintýri bamanna - þrjár nýjar bækur í ritsafninu Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út þrjár nýjar bækur í ritsafninu Ævintýri barnanna. Þær eru Gosi, Litla stúlkan með eldspýt- urnar og Þyrnirós. Áður hafa komið út níu ævintýri í þessu safni, allt sígild verk í safni ævin- týra. Þorsteinn skáld frá Hamri hefur þýtt öll ævintýrin. í kynningu Foríagsins segir: „Gömlu, góðu ævintýrin eru allt- af í fullu gildi og hér eru sögð óborganleg ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Þau eru endur- sögn við hæfi yngstu barnanna og myndskreytt af frægum spænsk- um listamönnum.“ Ævintýri barnanna eru 32 bls. hver bók. Reiðskólinn þinn - undirstöðuatriði reiðmennsku í máli og myndum Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Reiðskólinn þinn - undirstöðuatriði reiðmennsku í máli og myndum. Haukur Hall- dórsson hefur samið bókina og myndskreytt. í kynningu Forlagsins segir: „Þessi glæsilega myndasaga er ætluð börnum og unglingum sem feta fyrstu sporin á hestbaki í reiðskólum landsins á hverju sumri. Þeir sem lengra eru komn- ir geta líka sótt í hana nytsaman fróðleik. Allir geta lært að sitja hest, en góð reiðmennska byggist á tilfinningu, þekkingu og reynslu, og því er þessi bók kjörin til að leiða unga knapa á rétta braut. Hér eru undirstöðuatriðin útskýrð: Börnunum er kennt að handleika hnakk og beisli, sitja hestinn og öðlast tilfinningu fyrir gangtegundum hans. Hver gang- tegund er útskýrð á einfaldan og auðskilinn hátt og síðan eru unga knapanum lagðar lífsreglurnar áður en haldið er í fyrsta útreið- artúrinn. Loks er í bókinni stutt- ur kafli um hindrunarstökk og tamningu hesta. Bókin er samin og myndskreytt af miklu listfengi og skilningi á þörf barna og ungl- inga fyrir nákvæma leiðsögn.“ Reiðskólinn þinn er 60 bls. í stóru broti og í fullum litum. Hreyfimyndahók um Mjóna rauðref - ævintýri refsins ráðsnjalla Mjóni rauðrefur var að sálast úr hungri en þá kom honum ráð í hug. Hann bauð vinum sínum í kvöldmat. En hann hafði ekki búist við óboðnum gesti og sá síðasti var annar en hann hafði gert ráð fyrir. „Örn og Örlygur hafa gefið út þessa bráðfjörugu sögu. Hún er með litfögrum lyftimyndum, spjöldum og hólfum sem opnast og lokast á hverri síðu. Það má með sanni segja að hver síða kvikni til lífs um leið og hún er snert,“ segir í frétt frá útgefanda. Höfundar bókarinnar eru Stephen Wyllie og Korky Paul. Hjörtur Pálsson þýddi. Spakmæli - málshættir frá mörgum löndum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér 2. útgáfu bókarinnar Spakmæli, í nýjum búningi. Safn þetta hefur að geyma yfir 4000 spakmæli og málshætti. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Spakmæli er gamansöm og alþýðleg menningarsaga. Les- andinn finnur hér kjarnyrt spak- mæli og jafnvel hneykslanlega málshætti, en fyrst og fremst er hér um að ræða skemmtilegt og fróðlegt efni. í bókinni eru fjöl- margar skopmyndir tengdar efn- inu. Bókin hentar vel til hvers konar notkunar í skólum og ræðumenn nota hana mikið.“ Spakmæli er 227 bls. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Hið íslenska bókmenntafélag: Hausthefti Skímis Hausthefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 165. árgangur, er komið út. Heftið er 270 bls. að stærð. Bókmenntafélagið er 175 ára á þessu ári og fylgir Sigurður Lín- dal heftinu úr hlaði af því tilefni. Mun Skírnir nú vera eitt elsta menningartímarit sem út kemur í Evrópu. Efni heftisins er afar fjölbreytt, en sem endranær lætur það sig einkum varða íslenska Tnenningu og menningarsögu. í heftinu eru ritgerðir eftir íslenska og erlenda fræðimenn. Einar Már Jónsson skrifar ritgerð um efnisskipan í kaupmannabálki Konungsskuggsjár, Rory McTurk fjallar um merkingu nafnsins „loðbrók“ og tengir það Gunnlaðar sögu, og Andrew Wawn segir frá Þorleifi Repp og Færeyinga sögu. Gísli Jónsson fjallar um nöfn Dalamanna 1703- 1845, Sveinn Einarsson ritar um leikskáldskap Steingríms Thor- steinssonar og Sveinbjörn Rafns- son skrifar stutta ritgerð sem hann nefnir „Af fiskrykni og hvalbera". Þá skrifar Ágúst Hjörtur Ingþórsson ítarlega rigerð um lýðræði og fleira mætti nefna. Þrjár greinar eru um bækur. Kristján Kristjánsson skrifar yfir- litsgrein um heimspekirit Páls Skúlasonar, Halldór Stefánsson fjallar um bók Gísla Pálssonar, Sambúð manns og sjávar, og Ein- ar Falur Ingólfsson ritar um Mýr- arenglarnir falla eftir Sigfús Bjartmarsson og Svefnhjól Gyrð- is Elíassonar. Skáld Skírnis að þessu sinni er Vigdís Grímsdóttir. Einnig er birt þýðing Sverris Hólmarssonar á „Mansöng J. Alfreds Prufrock" eftir T.S. Eliot, ásamt stuttri rit- gerð þýðandáns um ljóðið. Myndlistarmaður Skírnis er Jóhannes Geir og prýðir mynd hans „Bið“ kápu heftisins. Aðal- steinn Ingólfsson fjallar um myndina. Ritstjórar Skírnis eru Vil- hjálmur Árnason og Ástráður Eysteinsson. Ritstjóri Bók- menntaskrár, sem nú fylgir Skírni í 23. sinn, er Einar Sig- urðsson. Afgreiðsla Hins ís- lenska bókmenntafélags, Síðu- múla 21, er opin daglega kl. 13- 17. íslandsmyndir Páls Stefánssonar - ný ljósmyndabók frá Iceland Review Iceland Review hefur sent frá sér ljósmyndabók eftir Pál Stefáns- son og ber hún nafnið ísland. Bókin er 192 síður í stóru broti og hefur að geyma vel á annað huiidrað- ljósmyndir í fullum litum. Texti bókarinnar er á íslensku, ensku og þýsku, og er þetta í fyrsta sinn sem Iceland Review gefur út íslandsbók sem ekki síður er ætluð íslendingum en útlendingum. Páll Stefánsson hefur starfað sem ljósmyndari Iceland Review í tæpan áratug, og á þeim tíma [SLAND ÍCELAND ISLAND P Á L L S TKFANSSON hefur hann ferðast um landið vítt og breitt. Páll er fjölhæfur ljós- myndari, en af öllum hans við- fangsefnum er það íslensk nátt- úra sem heillar hann mest. Myndasafn hans er orðið mikið að vöxtum, og úrvalið sem birtist í þessari bók er valið úr fleiri þús- undum mynda. Flestar myndirn- ar í bókinni eru þó teknar á allra síðustu árum. í formála sínum segir Haraldur J. Hamar, ritstjóri, meðal annars: „Þótt Páll sé metnaðarfullur og nógu þolinmóður til að bíða eftir réttu birtunni, þá er það ekki allt- af nóg. Það er eins og hann nái einhverju beinu sambandi við náttúruna, sem ekki er á allra færi. Þetta er það sem aðskilur mann með Ijósmyndavél og lista- ljósmyndara." Bókin er öll hin vandaðasta. Hún skiptist í sex kafla, sem bera heitin Rauð jörð, Skínandi perlur, Ströndin, Vatnið, Land- nemar, og Vetur. Formáli og inn- gangar að köflum eru eftir Har- ald J. Hamar. Skagfirdingar - Sauðárkróksbúar fáið þiÓ hjá okkur Sauðárkróki Bókabúð Bryrijars Minnisbók Bókrúnar komin út Minnisbók Bókrúnar 1992, 6. árgangur, almanak í dagbókar- formi, er komin út. í bókinni eru efnisatriði við hvern dag er snerta konur og viðfangsefni þeirra fyrr og nú og við upphaf hvers mán- aðar er heilsíðu ljósmynd. Fimm kunnar konur rita áhugaverða pistla, kona úr bændastétt lýsir starfi sínu sem forðagæslumaður, kynnt er starf- semi Stígamóta og eins og í fyrri Minnisbókum sagt frá einhverj- um samtökum kvenna, að þessu sinni Zonta á íslandi en nú er hálf öld síðan þessi merku alþjóða- samtök námu hér land. Ljóð- Stafir eru eftir Steinunni Eyjólfs- dóttur. Formaður útgáfufélagsins Bókrúnar, Björg Einarsdóttir, fylgir Minnisbókinni úr hlaði en ritstjóri hennar er Valgerður Kristjánsdóttir. Minnisbók Bókrúnar fæst í Átta ára Reykjavíkurmær, Kristín Guðmundsdóttir, gluggar í Minnis- bók Bókrúnar frá yfirstandandi ári. bóksölustöðum og á skrifstofu útgáfunnar að Eínarsnesi 4, sími 91-14156, þar sem einnig er unnt að panta bókina í áskrift.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.