Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 Líf og' störf trillukarla Bókaútgáfan Líf og saga hefur sent frá sér bókina „Trillu- karlar“ eftir Hjört Gíslason. Eins og nafnið bendir til er í bókinni fjallað um líf og störf þeirra manna sem sækja sjóinn á smábátum. Hún byggir á viðtölum við nokkra verðuga full- trúa þessa hóps manna, „menn sem hafa ýmist gert svo frá unga aldri, og eiga þá ósk heitasta að geta haldið áfram fram í rauðan dauðann, og menn sem eru að hefja þennan feril,“ eins og það er orðað í inngangi bókarinnar. Þar segir enn- fremur: „Trillukarlar eru eins misjafnir og þeir eru margir, en viðtölin við þá, sem hér eru skráð, ættu að gefa nokkra mynd af lífi þeirra almennt.“ í bókinni er einnig fjallað um upphaf útgerðar smábáta hér við land, þróun hennar, baráttu trillukarlsins í „frumskógi kvótakerfísins“ og fleira. Þeir sem leggja bókinni lið eru auk höfundarins, Hjartar Gísla- sonar, þeir Arthur Bogason, Vestmannaeyjum; Bergsteinn Garðarsson, Akureyri; Haukur Jónsson, Eyrarbakka; Hilmar Sigurbjörnsson, Vestmannaeyj- um; Hjörtur Arnfinnsson, Nes- kaupstað; Ingvi Árnason, Akur- eyri, Jón Sveinsson, Höfn, Jó- steinn Finnbogason, Húsavík; Per Sulebust, Bolungarvík; Sig- urgeir Bjarnason, Ólafsvík og Örn Pálsson, Reykjavík. Hér í opnunni birtum við brot úr tveimur köflum bókarinnar. Fyrst kemur hluti af viðtalinu við Ingva Árnason á Akureyri og síðan örstutt brot úr frásögn Art- hurs Bogasonar af smábátaút- gerð á íslandi fyrr og nú. Byrjaði snemma að sulla við sjóinn „Ingvi Árnason á Akureyri er einn þeirra trillukarla, sem þekktir eru orðnir um allt land. Hann hefur ekki aðeins sótt sjó- inn um áratuga skeið, heldur hef- ur hann einnig unnið sem ketil- og plötusmiður og tók hann sveinspróf rúmlega fertugur, en námskeið um skipsstjórn hafði hann sótt áður. Slys varð til þess, að hann hætti sjómennsku um tíma og slys þarf til að hann hætti henni alveg, en Ingvi er á áttræð- isaldri. Hjartað hefur angrað hann hin síðari ár, en hann vill helzt ekki hætta, enda telur hann, að ekki sé síðra að standa við færavinduna en vera heima í stofu, þegar kallið kemur. Ábyggilega er langt í það. Ingvi er fæddur frostaveturinn mikla 1918. Faðir hans var Árni Þorgrímsson, gamall skútuskip- stjóri og móðir hans hét Jakobína Jónsdóttir. Þau voru bæði Þing- eyingar en komu ung í Eyjafjörð- inn og settust að í Glerárþorpi, sem reyndar taldist þá til Glæsi- bæjarhrepps. Ingvi var auðvitað alinn þar upp og byrjaði snemma að sulla við sjóinn. Fyrst var hann á stærri skipum, en meidd- ist illa í baki 1943 og fór þá í land, en líkaði það ekki. Því fikr- aði hann sig á sjóinn aftur, byrj- aði með trillu í hjáverkum og hefur verið í trilluútgerð meira og minna síðan. „Það var mikill munur að alast hér upp í mínu ungdæmi en nú er. Þá var ekki hlaupið eftir hverjum hlut í búðirnar og engin efni á slíku. Við áttum þá heima úti í Glerárþorpi og þá skildi áin á milli Akureyrar og Glæsibæjar- hrepps og karlarnir utan ár fengu helzt ekki vinnu inni á Akureyri. Þeir höfðu Krossanes, en þá voru Norðmennirnir þar með síldar- bræðslu. Vinna við hana var hins vegar aðeins yfir sumarið og þurftu menn að afla allra tekna yfir sumarmánuðina. Menn voru svo með skepnur og það bjargaði miklu, en ofan í sumarvinnuna þurfti að heyja handa þeim. Á þessum tíma var alltaf unnið á 6 tíma vöktum í Krossanesi í síld- inni. Karlagreyin voru þá að hlaupa heim milli vakta til að stunda heyskapinn og menn hafa því oft verið þreyttir. Það var líka mikið saltað af síld á sumrin, bæði í Krossanesi og á fleiri plön- um í Þorpinu og þar höfðu kon- urnar auðvitað nokkra vinnu líka. „Þú eldist hægt vinur minn“ Menn voru svo mikið við sjó að ég var 15 ára, þegar ég fór fyrst á síld á Þingey, sem þeir áttu Sigur- óli Tryggvason og Stefán Jónas- son. Það mátti ekki munstra mig, því ég var ekki orðinn 16 ára, svo ég varð að ljúga upp á mig einu ári. Ég kem svo aftur árið á eftir og þá er ég enn 16 ára. Þá sagði fulltrúi sýslumanns: „Þú eldist hægt vinur minn.“ Þetta sumar Ingvi Árnason. vorum við heppnir. Ég kom heim með þúsund krónur í hlut. Það þóttu engir smápeningar og ég man að kerlingarnar voru að koma heim og segja við mömmu að hún gæti nú haft það gott. Það fer nú minna fyrir þúsundkallin- um í dag. Þá var 5 krónur upp- söltuð tunna. Það voru 2,50 fyrir málið, en það var 135 kíló svo þetta var töluverður afli, sem við fengum. Þessir gömlu útgerðarmenn voru nákvæmir og passasamir. Kæmi maður ekki á réttum tíma til að sækja hlutinn sinn, var maður sóttur. Ég man eftir því, að einu sinni gleymdist ein kost- nóta, þegar gert var upp og hluturinn reiknaður út. Það munaði um krónu á mann. Nótan kom of seint og Stefán Jónasson kom til mín og sótti krónuna, en var í öngum sínum því hann hafði misst Vestfirðingana vestur. Hér á eftir fer örstutt brot úr frásögn Arthurs Bogasonar af smábátaútgerð á íslandi fyrr og nú. Björgunarleiðangur smábáta Árið 1939 skall seinni heimsstyrj- öldin á og atvinnuástand var svo aumt að mikil vá var fyrir dyrum. Þrátt fyrir að hlutur þeirra sem gátu siglt með afla sinn á þessum tímum hefðu góðan hlut skapaði sá fiskur enga atvinnu í landi. Ekki er frítt við að allt það tal sem í dag er um útflutning á óunnum fiski minni á þær aðstæður sem þá voru, þó ástand- ið hafi að sjálfsögðu verið sýnu verra þá. Opinberir aðilar leituðu allra leiða til að bæta þetta slæma ástand og árið 1940 fól Ríkis- stjórnin Fiskifélagi íslands að gera út bátaleiðangur frá Suður- og Suðvesturlandi, þar sem atvinnuástand var hvað verst, til Vestfjarða og Norðurlands. í þennan leiðangur fóru meir en 40 bátar á stærðarbilinu 1,5 til 7 brl. og voru 3 til 5 menn á hverjum bát. Á þessum flota voru því um 160 manns. Bátarnir dreifðu sér á svæðið frá Vestfjörðum austur að Langanesi. Þrátt fyrir að ekki gengi þessi leiðangur upp á það besta sýnir framkvæmdin og hug- Þá tók sá gamli andskoti skrið Þingeyin var heldur leiðinlegur dallur, tvístöfnungur svokallað- ur. Þetta voru ekki mikil skip, en þau gengu yfir sumarið. Ég var á nokkrum skipum á síldinni á þessum árum, meðal annars á Sigurfara, sem kom hingað frá Færeyjum og er nú hluti af Byggðasafninu á Akranesi. Við vorum 10 íslendingar og 7 Færey- ingar á honum á síldinni. Sigur- fari var með Röston-vél, 110 hestöfl og gekk bókstaflega ekki neitt, þegar hann var orðinn hlaðinn. Við fengum einu sinni í hann við Grímsey í svona austan- skellu og það var kul upp sundið. Við þurftum að fara með síld til Dagverðareyrar, en þá byrjaði báturinn að velta heilt helvíti. Þeir settu þá upp segl, gaffalsegl að aftan og stóra fokku og þá tók sá gamli andskoti mikinn skrið og óð fram úr öllum á leiðinni inn, en þegar við komum inn fyrir í lognið var dýrðin búin. Þá komu hinir aftur og við urðum síðastir inn.“ „Ekki bætir kvótinn úr skák“ „Fiskirí hér á Eyjafirði er nánast að deyja út. Nú verða menn að hafa sig burt af staðnum, ætli þeir sér að lifa af veiðunum. í sumar voru þeir í Grímsey, austur á Þórshöfn og víðar. Fiskurinn fannst ekki hér og hefur ekki fundizt enn. Það getur nú verið margt, sem þessu veldur. Fiski- gengd virðist vera minnkandi fyr- ir Norðurlandi og loðna er hætt myndin á bak við hann að menn hafa þá gert sér grein fyrir hversu atvinnuskapandi smábátarnir geta verið. Mikilvægt hlutverk Er þar komið að þætti sem sjald- an er minnst á og er tengdur öðr- um þætti í þjóðlífinu sem ekki er ósjaldan í umræðunni. Smábát- arnir hafa gegnt miklu hlutverki í að halda uppi byggð víða í land- inu. Enn þann dag í dag eru sjáv- arpláss vítt og breitt um landið sem byggja stóran hluta afkomu sinnar á smábátum og sum alfar- ið. Tilkoma stóru skipanna hefur vissulega gegnt þar miklu hlut- verki, en hættan er ævinlega meiri á verulegri röskun á högum manna þegar öll eggin eru lögð í sömu körfuna. Máltækið segir að þorskur gangi þegjandi í ála. Þetta á í sjálfu sér vel við smábát- ana fram undir daga kvótakerfis- ins því þeir gegndu allan tímann miklu hlutverki í þjóðlífinu þó ekki væru þeir í fréttatímum ljós- vakamiðlanna upp á hvern dag.“ „Um fjölda fiskibáta framan af öldum er lítið vitað en þeir hafa þó verið allmargir. Það er ekki fyrr en árið 1770 sem fyrstu heim- ildir geta um fjölda báta í landinu öllu og nú á tímum mikillar J 9 V/ 9 i iæro joia m mar DæMmar 0 9 leira aja oKKir Bókabúðin Möppudýrið Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð i IIIBBBIBJBJBBBBBBBIBJBIBIBJBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBBBIBIBIBIBIBIBJBIBIBÍBIBIBBBIBIBBBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBIBJBIBIBIBIBIBIBIBIBII IB Þrjú þúsund bátar fyrir tveimur öldum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.