Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. desember 1991 - DAGUR - 15 Ný íslandsbók Iceland Review Iceland - Life and Nature on a North Atlantic Island heitir ný bók sem Iceland Review sendir frá sér um þessar mundir. Bókin, sem er á ensku, er prýdd fjölda litmynda, sem ásamt léttum og lifandi texta gera nátt- úru landsins og þjóðlífi hin bestu skil. Hún skiptist í nokkra aðal- kafla, og er fjallað í máli og myndum um legu landsins og strandlengjuna, andstæður í nátt- úrunni og þá ofurkrafta sem hafa mótað landið og eru enn að verki. Pá er sagt frá villtum dýr- um og fuglum og fjallað er um mannlíf og menningu, atvinnulíf til sjávar og sveita og lokakaflinn er um byggðir landsins. Flestar myndirnar í bókinni eru eftir Pál Stefánsson, en einn- ig hafa nokkrir aðrir ljósmyndar- ar lagt hönd á plóginn. Textann skrifaði Bernard Scudder. Bókin er 96 blaðsíður í all stóru broti og kostar 2.990,- krónur með virðisaukaskatti. Iifsháskinn - minningar Jónasar Jónassonar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Lífsháskinn, minningar Jónasar Jónassonar eftir Svanhildi Konráðsdóttur. í kynningu Forlagsins segir: „Allir þekkja útvarpsmanninn Jónas Jónasson, enda hafa fáir átt jafn stóran þátt í því og hann að ljá íslensku útvarpi sérstöðu og svipmót. Með sterkri og áleit- inni nærveru sinni hefur honum tekist að gefa okkur innsýn í líf og tilfinningar viðmælenda sinna og gera samtöl í útvarpi að sann- kallaðri listgrein. En Jónas hefur komið víða við. Hann hefur sam- ið sönglög, sent frá sér átta bækur, samið fjölmörg leikrit fyr- ir útvarp og leikhús og iðkað leik- stjórn um áratugi. Jónas Jónasson er maður margra blæbrigða. Tilfinninga- ríkur fagurkeri, skapríkur nautnamaður, hörkutól sem sífellt storkar sjálfum sér og heiminum. Um hann hefur blásið hressilega og margsinnis hefur hann orðið efni í sögur samferða- mannanna sem sumar voru beitt- ar og særðu djúpt. Hér segir hann hispurslaust frá lífi sínu og sam- tímafólki og slær til skiptis á blíða og stríða strengi. En við hvert fótrnál vofir lífsháskinn yfir, lífsháski þess manns sem leitast við að horfast í augu við sjálfan sig og ljá lífi sínu merk- ingu.“ Lífsháskinn er 236 bls., prýdd miklum fjölda mynda. Sigurgeir Sigurjónsson tók ljósmyndir á kápu. Ný matreiðslubók: Villibráð - og veisluföng úr náttúru íslands Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér matreiðslubókina Villi- bráð og veisluföng úr náttúru íslands. Höfundarnir eru sjö íslenskir matreiðslumeistarar sem sl. vor tóku þátt í einni stærstu alþjóðlegu matreiðslu- keppni sem haldin er í heirnin- um, American Culinary Classic í Chicago. I kynningu Forlagsins segir: „í þessa glæsilegu bók hafa mat- reiðslumeistararnir sjö safnað uppskriftum að 46 réttum handa þeim sem vilja spreyta sig á að matreiða villibráð eða aðrar nátt- úruafurðir. Hér eru forréttir og súpur, aðalréttir og ábætisréttir. Leiðbeiningar eru um úrbeiningu á fugli og fjallað er um soð og sósur. Bent er á ýmsar jurtir, ber og sveppi sem nota má við mat- reiðsluna, en auk þess gefa mat- reiðslumeistararnir ýmis hagnýt ráð við matreiðslu. Sjömenningarnir fóru ekki erindisleysu vestur um haf, held- ur unnu bæði til silfur- og brons- verðlauna. Þeir eru Ásgeir H. Erlingsson, Baldur Öxdal Hall- dórsson, Bjarki Ingþór Hilmars- son, Sigurður L. Hall, Sverrir Þór Halldórsson, Úlfar Finn- björnsson og Örn Garðarsson.“ ViIIibráð og veisluföng úr nátt- úru íslands er 128 bls., prýdd fjölda litmynda. Þetta er önnur bókin í ritröðinni íslenskt eldhús. Guðsböm þurfa gönguskó Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Guðsbörn þurfa gönguskó, og er það fimmta bindi sjálfsævi- sögu blökkukonunnar Maya Angelou. Maya Angelou fæddist í Bandaríkjunum árið 1928. Hún átti erfiða æsku og eftir 16 ára aldur lifði hún því sem hún kallar „rússíbanalífi... þoldi súrt og sætt, skin og skúrir". Hún starf- aði sem frammistöðustúlka, söngkona, leikkona, dansmær, baráttukona fyrir mannréttindum svertingja og ritstjóri, jafnframt því að sinna móðurhlutverkinu en hún eignaðist son sinn Guy, þegar hún var 16 ára. Réttindabarátta svertingja var henni mjög hjartfólgin og tók hún virkan þátt í henni á sjöunda áratugnum. í bókinni Guðsbörn þurfa gönguskó, segir hún frá þeirri ákvörðun sinni að fara til Ghana í Afríku, sem hún taldi að hlyti að vera hið fyrirheitna land sér- hvers afkomanda þeirra svert- ingja sem höfðu verið fluttir nauðugir til Bandaríkjanna á tímum svartrar þrælasölu. Hún leiðir lesandann inn í hinn sérstaka heim daglegs lífs í Afríku, heita goluna, siðvenjur og samskipti, söng- og dansgleði fólksins, alls ólíkt því sem tíðkast í vestrænum heimi. En þrátt fyrir að allt virðist slétt og fellt í fyrstu kemst hún brátt að því að „fjarlægðin gerir fjöllin blá“ í þessu eins og öðru í lífinu. Lífróður komin út Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina Lífróð- ur eftir Ingólf Margeirsson. Bók- in hefur að geyma æviminningar Árna Tryggvasonar leikara. Árni Tryggvasson er löngu þjóðþekktur fyrir leikferil sinn en hann er einnig þekktur af smá- bátaútgerð sinni frá æskueyju sinni, Hrísey. Ingólfur Margeirs- son rithöfundur er þekktur fyrir ritverk sín og hæfileika að nálgast viðmælendur sína í áreynslu- lausri frásögn. í frétt frá útgefanda segir m.a. „Lífróður er ævisaga í hæsta gæðaflokki. Náið samstarf Árna og Ingólfs hefur skilað vönduðu og miklu verki. Árni rekur hið litríka lífshlaup sitt á tæplega 400 síðum; allt frá æskuárunum í Hrísey, unglingstímanum við sjó- mennsku, á handfærum og á síld og við innanbúðarstörf í kaupfé- laginu á Borgarfirði eystra, uns örlagavefurinn skolaði honum á leikhúsfjalir höfuðborgarinnar. Bókin greinir frá lífinu á sviðinu jafnt sem baksviðs og segir frá fjölda eftirminnilegra samferða- manna Árna, óþekktu alþýðu- fólki jafnt sem þjóðkunnum ein- staklingum og bregður upp myndum af horfnum þjóðháttum og varpar nýju ljósi á leiklistar- sögu íslendinga. Árni segir á lifandi, hispurs- lausan og einlægan hátt frá öllu þessu mikla lífshlaupi, ekki síst þegar frægðin og lífið bak við leiktjöldin urðu honum ofviða og baráttan við „svarta hundinn“ - þunglyndið - tók við. Árni segir undanbragðalaust frá þeirri miklu glímu sem verður að teljast einstök frásögn í íslenskri ævi- sagnaritun. Lífróður er rituð af lipurð og innsæi og segir sögu Árna Tryggvasonar af heiðarleik og innlifun en einnig með kímni og hlýju og af næmum skilningi á umhverfi og persónum bókarinn- ar. Bókin er prýdd fjölda ljós- mynda. Meirigauragangur - skáldsaga eftir Ólaf Hauk Símonarson Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Meiri gaura- gangur eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Sagan er sjálfstætt framhald sögunnar Gauragangur sem kom út fyrir þremur árum. í kynningu Forlagsins segir: „Þeir sem hafa skemmt sér við lestur Gauragangs muna allir eft- ir Ormi Óðinssyni, ærslabelgnum orðheppna með skáldagrillurnar. í þessari sögu er hann orðinn 17 ára, en síst af öllu stilltari en áður. 17 ára og aldrei komið til útlanda. Algjör bæklun! Ormur er sjaldan að tvínóna við hlutina, hann hoppar upp í næstu flugvél til Kaupmannahafnar með Ranúr í farangrinum. í Höfn mæta þeir stórborgartöffurum og leður- gengi á öðru hverju götuhorni, og stúlkum á hinu horninu. Hvernig eiga grænjaxlar og fram- tíðarskáld að ráða við þessi ósköp? Meiri gauragangur er 160 bls. Guðjón Ketilsson gerði kápu. Þar sem jólagjafirnar fást

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.