Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. desember 1991 - DAGUR - 5 É Ingvi setur bátinn með aðstoð krana. að koma inn á fjörðinn, en fisk- urinn fylgir henni venjulega eftir. Líklega er búið að ganga of nærri loðnunni, hvað sem kann að gerast. Þetta er mikið áhyggju- mál með þorskinn og ýsa er nán- ast horfin, en hún var uppistaða línuafla smábátanna á haustin. Nú eru menn að fá nokkur stykki yfir daginn og þykjast góðir með 100 til 150 kíló alls eftir allan daginn. Það er ekki mikill afrakstur eftir þrælavinnu eins og er við meðferðarlínuna. Það gleymist oft, hve mikið þarf að hafa fyrir þessu, en oftar er taiað um þessa örfáu góðu róðra sem menn ná. Ekki bætir kvótinn úr skák. Ég held það hefði ekki orð- ið verra þó enginn kvóti hefði komið til. Þá held ég að því mið- ur sé dálítið til í því, að miklu sé hent, sérstaklega af netabátum. Til hvers eiga menn líka að vera að koma með tveggja og þriggja nátta fisk, alveg ónýtan í land, bara til að tapa kvóta við það. Sá fiskur, sem ekki er vigtaður í landi, er talinn lifandi í sjó. Það er nú samt búið að drepa hann og henda honum. Það er því ekki nema von, að hrygningarstofninn sé lítill. Það er líklega minna af fiski í sjónum en menn halda. Ég held að frystitogararnir séu alls ekki svo slæmir, en verst er að þeir skuli ekki geta nýtt úrgang- inn betur. Menn ganga ekki af nægilegri varkárni um auðlind- ina, heldur hugsa alltof mikið um að sóðast bara í þessu af krafti og án nokkurrar forsjár. Því miður er þessi gúanó-helvítis-hugsun allt of rík í íslendingum. Að vísu virðist loksins vera farið að hugsa meira um krónur og aura en tonn og það gerist með minnkandi kvóta. Með því fara menn að huga betur að því að nýta allt, sem til fellur. Dragnótin skemmdarvargur Dragnótin hérna úti í firðinum er búin að skemma mikið fyrir okk- ur trillukörlum. Þessir stóru bát- ar máttu fara með dragnótina alveg upp í bryggjur á Árskógs- sandi. Á haustin röðuðu dragnóta- bátarnir sér inn eftir firðinum og litlu bátarnir urðu fyrir vikið að leita lengra og dýpra. Það var alveg sama hvað reynt var að tala um þetta, menn fóru undan í flæmingi nema Grenvíkingar. Þeir tóku af skarið og vildu færa dragnótina út. Svo endaði þetta loks þannig í fyrrasumar, að nán- ast öll sveitarfélögin fengu mikla hvatningu frá almenningi með undirskriftasöfnun þess efnis, að nótin yrði færð út eða firðinum jafnvel lokað fyrir henni. Það mistókst einhvern veginn að fara eftir þessu fyrir sunnan svo það varð ekki fyrr en í sumar, sem nótin var færð út fyrir Hrísey. Sem dæmi um skaðsemi drag- nótarinnar má nefna, að ég var ineð kolanet úti við Hrísey í fyrra og fékk ágætis veiði. Nú fæst ekk- ert þar, ég reyndi víða við eyjuna í sumar, en það var ekkert nema dauður þari í netunum. Það er uppsópið frá dragnótinni sem liggur í sköflum á botninum og straumarnir bera það svo sitt á hvað. Þetta er svipað og að sjá hrakið hey fjúka á túnum. Það vill engin skepna sjá slíkt. Það er sitthvað hvort þetta veiðarfæri er notað inni á löngum og þröngum firði eða fyrir opnu hafi. Við, sem búum hér innstir og erum fleiri, en þeir sem utar eru, hljót- um að eiga okkar rétt til veiða eins og hinir. Ég held líka að það ætti að banna netin hérna inni á Eyjafirðinum. Fiskurinn kemur hingað inn til að hrygna, að vísu í minna mæli en áður og því enn frekari ástæða til að koma í veg fyrir að hann sé drepinn áður en hann nær að hrygna. Fiskur, sem kemur úr goti annars staðar elst ekki upp hér. Hér sjást engin seiði við bryggjur nú orðið, sem er mikil breyting frá því sem áður var.“ Nú á tímum mikillar umræðu um fjölgun smábáta er athyglisvert að hugsa til þess að um miðbik síðustu aldar voru meira en þrjú þúsund smábátar til í landinu. umræðu um fjölgun smábáta er fróðlegt að líta á þessar tölur. Á því herrans ári 1770 eru hvorki fleiri né færri en 1869 bátar til í landinu. En sjötíu árum síðar orðnir 3017 og árið 1869 nær tal- an hámarki, eða 3119 bátar. Úr því dregur verulega úr fjöldanum enda farið að styttast í vélbáta- öldina og tilhneiging mikil hjá útvegsbændum að fækka minnstu bátunum. Það er ekki fyrr en eft- ir síðustu aldamót sem róttækar breytingar verða á högum manna í sjósókninni. Fram að þeim tíma höfðu sex-, átt-, tein- og tólfær- ingar verið floti landsmanna. Smábátarnir voru þá búnir að draga björg í bú meira en tíu aldir. Tímamót Árið 1902 markar dýpra spor í framþróun íslensks þjóðlífs en margan grunar. Það ár er sett í fyrsta skipti vél í bát hérlendis og útvegsbændurnir voru ekki seinir að taka við sér. 1907 eru komnar vélar í allmarga vertíðarbáta og ný öld rann upp í tvennum skiln- ingi. Það hlýtur að hafa verið ótrúleg tilfinning fyrir menn sem langa sjómannsævi höfðu barið með árum hvern einasta dag, að verða vitni að þeirri gjörbyltingu sem vélin hafði í för með sér. í kjölfar vélbátaaldarinnar hófu menn að stækka skipin. Hrika- legar mannsfórnir öldum saman við stranga sjósókn leiddi eðli- lega til þeirrar þróunar. En því fór fjarri, að vélin ásamt öllu því er hún dró í kjölfarið útrýmdi smábátunum af íslandsmiðum. Árið 1938 eru opnir vélbátar 855 og fjöldi báta sem ekki voru tald- ir en stunduðu róðra. Þrátt fyrir allan skarkalann héldu þeir velli og má vera að ein helsta ástæðan hafi þá verið sú sama og í dag: menn vildu gjarnan vera sjálfs síns herrar en ekki höfðu allir efni á stórum skipum, en í smá- bátnum fannst leiðin til þess að fullnægja þessari löngun. Tæknin heldur innreið sína Útgerðarhættir smábátanna breyttust í sjálfu sér lítið framan af öldinni. Krókarnir héldu áfram að vera aðalveiðarfærið en tæknin hélt smám saman innreið sína í þeim veiðiskap sem öðrum. í stað þess að menn drægju færið ofan í bátinn komu kefli eða vindur sem línan var dregin inná og enn síðar kom rafmagnsvind- an til sögunnar. í dag hefur síðan tölvan haldið innreið sína á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. En, þrátt fyrir allar tækniframfarir er grunnaðferðin við veiðina sú sama: fiskurinn er ginntur á öngul með beitu, hvort sem hún er eftirlíking eða raunveruleg. Svip- að má segja um línuveiðarnar, en eina sérstöðu hafa smábátarnir haldið í gegn um aldirnar með sárafáum undantekningum. Handfæraveiðar, frumveiði- skapurinn og undirrót allrar útgerðar í landinu eru eingöngu stundaðar á smábátum og ekki fyrirséð að það breytist. Hrognkelsaveiðar Upp úr 1930 hófu svo smábátarn- ir annarskonar veiðiskap sem þeir einir stunda, en það eru hrognkelsaveiðar. Þær hafa verið drjúgt búsílag og þar til fyrir fáum árum héldu íslenskir smá- bátar nánast öllum heimsmark- aðnum fyrir grásleppuhrogn. Með tilkomu veiða annarra þjóða hefur hlutur þeirra hins vegar minnkað verulega. í öllum þeim gríðarlega uppgangi sem var hér á landi með tilkomu stórra veiðiskipa og gífurlegs afla fór lítið fyrir smábátunum allar götur fram undir 1984. Þó má finna merkileg dæmi þess að stjórnmálamenn litu þá hýru auga þegar harðnaði á dalnum og ' skal hér rakið eitt dæmi um slíkt. Bestu vinir - eftir Andrés Indriðason Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók, Bestu vinir eftir Andrés Indriðason rithöfund sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir bæði börn og unglinga. í þessari nýju bók segir frá Palla, ellefu ára gömlum strák, sem á heima fyrir austan, og við- burðaríku sumri í lífi hans og Gunnhildar, forvitnu stelpunnar úr Reykjavík. Hún var ekkert of hress með lífið á Hólmsfirði fyrst í stað - það var ekki einu sinni bíó í kaupstaðnum - en fljótlega komst hún að raun um að það var margt hægt að bralla í sveitinni. Hvert ævintýrið rak annað og krakkarnir urðu margs vísari um heiminn á þessu stutta sumri, sem kannski gleymdist aldrei. Og í fyrstu Reykjavíkurferðinni sinni komst Palli að því að ekki er allt sem sýnist... Gunnar Karlsson myndskreytti bókina. Hrói höttur Sögurnar um Hróa hött eru alltaf sem nýjar og hafa enn öðlast frægð með hinni geysivinsælu kvikmynd um Hróa hött með Kevin Costner í aðalhlutverki. Nú hefur bókaútgáfan Örn og Örlygur sent frá sér mynd- skreytta útgáfu þar sem sagan er stytt og endursögð. „í þessari bók má lesa um æsi- spennandi ævintýri Hróa hattar og kappa hans er þeir taka hönd- um saman til að klekkja á hinum ágjarna og spillta fógeta í Nott- ingham. Óbilandi tryggð og hug- rekki Hróa hattar, Tóka munks, Litla-Jóns og lafði Marion birtast á heillandi hátt í þessari hug- næmu frásögn af ævintýrum þeirra í Skírisskógi,“ segir í kynningu frá útgefanda. EYIÖUHIR GUBMUNDSSON A MVOU URMYRDAL Minningar úr Mýrdal Örn og Örlygur hafa gefið út bókina Minningar úr Mýrdal. Hún hefur að geyma áður óbirtar endurminningar Eyjólfs Guð- mundssonar á Hvoíi sem lést 1954. Eyjólfur varð þjóðkunnur er bók hans Afi og amma kom út 1941. Á eftir fylgdu minningar- bækurnar Pabbi og mamma, Vökunætur og Lengi man til lítilla stunda, sem var eigin ævi- saga. Þessi bók tekur upp þráð- inn þar sem henni sleppir. Halldór Laxness rithöfundur komst svo að orði í umsögn um bókina Pabba og mömmu er hann nefndi Bók ársins (1944): „En ég leyfi mér að fullyrða, að enginn í hópi okkar, sem nú ger- um skáldsögur, hafi málfar sem standist samjöfnuð við málið á þessari bók; ég held enginn okk- ar hafi heldur eins slípaðan stíl né jafn fína frásagnarmenningu og þessi skaftfellski bóndi.“ Þórður Tómasson í Skógum bió bókina til Drentunar. elgi Jónsson borgjnni ►►►►►►► „Virkilega spennandi og óvenjuleg unglingasaga eftir einn efnilegasta rithöfund okkar.“ Arnaldur Indrióason, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaósins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.