Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 Grænlendingarnir - söguleg skáldsaga með fornsögulegt svipmót íslendingasagnanna Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér bókina „Grænlend- ingarnir“ eftir bandaríska konu, Jane Smiley að nafni. „Grænlendingarnir“ er söguleg skáldsaga sem gerist á Grænlandi á fjórtándu og fimmtándu öld, á tímum norrænna manna þar. Bókin ber undirtitilinn „Gunnars saga Asgeirs- sonar 1350-1420“. Höfundurinn Jane Smiley, segir í formála bókarinnar, að hugmyndin að „Grænlendingunum“ hafi kviknað er hún var við nám í Háskóla Islands árin 1976 og 1977, á námsstyrk frá Fulbright-Hays stofnuninni. Þann tíma notaði hún jafnframt til að kynna sér öll tiltæk gögn um land- nám og veru íslendinga á Grænlandi til forna. Sagan „Græn- lendingarnir“ ber yfirbragð fornra hetju- og íslendingasagna og veitir innsýn í lifnaðarhætti, venjur og störf fólks úr fjar- lægri fortíð. Hún er þó fyrst og fremst saga af venjniegu fólki, örlögum þess, ástum og sorgum. Sigurlína Davíðsdóttir þýddi bókina, að undanskildum vísum. Þýðingu þeirra annaðist Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Þess má geta að „Grænlendingarnir“ er gefin út með styrk frá Þýðingarsjóði menntamáíaráðuneytisins. Hér á eftir birtir Dagur, með leyfi útgefanda, stuttan kafla úr bókinni. Nikulás munkur var um kyrrt hjá Ivari Bárðarsyni þennan vet- ur og þann næsta og hann mældi og kannað allan tímann með tækjunum sem hann hafði komið með. Ensku sjómönnunum líkaði í fyrstu illa við Grænlendinga, og sérstaklega fannst þeim kjötið ógeðfellt og annar matur sem þeir urðu að borða. Þeir sögðu að þurrkað kjöt gæti ekki komið í staðinn fyrir brauð, og mjólk væri léleg uppbót fyrir bjór og vín, sem enskir sjómenn voru vanir að drekka. Fólk sagði að þeir yrðu víst nógu feitir á mat Grænlendinga, og við lok annars vetrarins hikuðu þeir ekki við að taka með sér eins mikið og þeir komu í litla skipið sitt. Eftir að þeir voru farnir, urðu nokkrir til að benda á að Grænlendingar hefðu ekki farið vel út úr við- skiptunum við þennan guðsmann, því að þeir hefðu einungis fengið nokkra muni í kirkjuna sem endurgjald fyrir tveggja ára fæði og húsnæði. Auk þess hafði heimskuleg ferðaþrá munksins kostað byggðina tvo góða menn sem hún gat illa verið án - og þann þriðja, ef talin var með brottför ívars Bárðarsonar prests, sem ákvað að snúa til Noregs aftur eftir að hafa eytt tuttugu árum að Görðum við að líta eftir bæjum og kirkju biskups. ívar sagði Ásgeiri að sögur Nikulásar hefðu vakið með sér mikla löngun til að sjá aftur Niðarós, þar sem hann hafði eytt nokkrum árum í æsku sinni, og Brimaborg, þar sem hann gekk í skóla. Hann var að verða gamall, og hann óttaðist að verða brátt of gamall til að yfirgefa Garða nokkru sinni, svo að hann fór. Margir urðu til að benda á að Gissur Gissurarson, lögsögumað- urinn sem bjó í Brattahlíð, sem hafði leyft ívari að sinna málefn- um Eystribyggðar í tuttugu ár, væri honum miklu eldri. Sagt var að hann væri orðinn svo gamall að hann væri búinn að gleyma lögunum og gæti ekki sett niður deilur. Og nú heyrðust fleiri óánægjuraddir yfir því að erki- biskup skyldi ekki senda biskup til Garða, því að enginn var í byggðinni sem gat gripið þar inn í málefni, hvorki í nafni kirkju né kóngs. Fólki fannst kirkjunni illa við haldið og í mörgum kirkjum voru dýrmæt altarisgögn blettótt og dældótt eða brotin. ívar Bárð- arson hafði komið til að líta eftir eignum biskups, en hafði engan rétt til að farga þeim. Á sama hátt var sagt að sálir fólksins væru blettóttar af synd og dæld- óttar af ósiðum og brotnar af við- haldsleysi því biskup vantaði. Sumir hótuðu að snúa aftur til gömlu trúarinnar á Þór og Óðin og Frey, þótt nágrannar þeirra hlæju að þeim og segðu að þess- um trúarbrögðum væri enn verr við haldið. Þannig leið tíminn hjá Grænlendingum. Sum árin vom góð, önnur köld, og þá kom skip frá Noregi og með því Álfur biskup, sem hafði komið til að taka við brauðinu í Görðum og leiðrétta þær villur sem græn- lenskar sálir hefðu getað ratað í. Ásgeir var meðal fyrstu bænda sem fóru til Garða eftir að nýi biskupinn kom, og hann hafði meðferðis margar gjafir: tvö náhvelahorn sem hann hafði geymt eftir síðustu ferð Hauks, margar þykkar gærur í mörgum litum, lengjur af fínu vaðmáli og ágætan bolla sem faðir hans, Gunnar Ásgeirsson, hafði skorið út úr rostungstönn meðan síðasti biskup bjó í Görðum. Hann sagði svo frá að biskup hefði tek- ið við þessu með þökkum og sagt að Grænlendingar færðu sér góða hluti til húshaldsins. Álfur var eldri en Ásgeir hafði búist við, nærri eins gamall og Ivar Bárðarson, en hærri og grennri. Kinnbeinin voru eins og rauðir hnúðar og augun fölblá eins og vorhiminninn uppi yfir fjörðunum. Ásgeir sagði Ingiríði að hann væri ekki þægilegur í viðmóti eins og menn verða ef þeir venjast góðum félagsskap, og hann talaði um Grænland eins og það væri á enda veraldar og Grænlendinga eins og þeir væru einhvers konar tröll. Þegar Ás- geir gerði að gamni sínu um að menn hefðu talað um afturhvarf til Ásatrúar, þá hélt nýi biskup- inn að hann væri að tala í alvöru, og Ásgeir varð að útskýra málið. Hann hafði komið á litlu skipi og var með lítið af varningi með sér, einungis dálítið af tjöru og eitt- hvað af höfrum, og langtum of lítið af hvoru tveggja til að allir bænd- ur í Eiríksfirði gætu fengið eitthvað, hvað þá öll byggðin. Þarna voru einnig nokkrar hjól- rimar, nafir og öxlar sem Ásgeiri leist vel á, en nokkrir bændanna höfðu komið og tekið eftir því hve lítið var um varning. Biskup hafði nokkra unga presta með sér, sem erkibiskup sjálfur hafði skipað, alla vel menntaða. Aðeins einn af þess- um þrem var eldri maður sem hafði verið neyddur til prestþjón- ustu eftir svarta dauða, því að plágan hafði geisað aftur í Noregi og Englandi og allri Evrópu um það bil sem ívar Bárðarson var að fara frá Grænlandi. En enginn gat sagt Ásgeiri hvort vinur hans hefði látist af völdum hennar. Hann spurði einnig eftir Þorleifi, því að nú töluðu Grænlendingar oft um Þorleif og undursamlegt skip hans, botnlausar birgðir hans af varningi og allt sem hver og einn þarfnaðist, en enginn hafði heldur heyrt neitt um Þor- leif, eða Skúla eða nokkurn af hinum sjómönnunum sem þeir mundu eftir. Ungu prestarnir flutt með sér fjölda bóka á bókasafnið að Görðum. Allir sem heimsóttu nýja biskupinn sögðu að mikil umsvif yrðu brátt að Görðum, eins og verið hafði þegar gamli biskupinn var þar. Asgeir sagði að Ölafur Finnbogason yrði bráðlega að snúa aftur, því að fólkið þar mundi nú skyndilega muna eftir honum og ekkert skilja í því hvað af honum hefði orðið. Ölafur hló að þessu, en fólkið á bænum sagði að hann hefði lítinn áhuga fyrir því að eyða tíma sínum í bókagrúsk með ókunnum mönnum. Margrét var nú tuttugu og þriggja ára gömul, hávaxin og ljós yfirlitum, og Kristín hafði kennt henni vel á sumrin á Siglu- firði allt sem góð bóndakona þarf að kunna. Hún gekk um í skóm, sokkum og kjó)um sem hún hafði sjálf unnið, litað og saumað, og batt hár sitt með böndum sem hún hafði búið til á kvöldin úr skærlitum ullarþræði. Auk þess hafði hún lært af Ingiríði margt um notkun jurta og plantna, við fæðingar og til þess að lækna blóðsótt á vorin og margt annað. Hún vann alla daga með hinum konunum, spann og óf og bjó til osta og smjör. Þrátt fyrir kven- kosti var Margrét ólofuð. Það var rétt að Helga Ingvadóttir hafði verið orðin tuttugu og fjögurra ára áður en hún kom til Græn- lands með Ásgeiri, en hún hafði verið þrjósk og sjálfstæð kona og henni höfðu ekki geðjast þeir karlmenn sem hún hafði kynnst. Kristín sagði Ásgeiri að Margrét kynni ekki að gefa undir fótinn, og Ásgeir sagði að auður sinn ætti að vera nóg ástæða, en allir vissu reyndar að með auðnum og dugmiklu konunni varð sonurinn að fylgja. Gunnar var nú sextán ára, og þótt hann væri hávaxinn og myndarlegur, var hann vitagagns- laus á bænum, eins og hann hafði alltaf verið. Það var hægt að láta hann lagfæra hlið eða bera á túnin. Hann gerði þessi einföldu verk glaður en seinlátur, en reyndi alltaf að fá þann sem vann með honum til að vinna beggja verk. Hann svaf lengi, jafnvel yfir bjart sumarið, og stundum sofnaði hann á daginn. Það var aldrei hægt að fara með hann á veiðar af því að hann gat ekki verið kyrr eða hljóður. Hann eyddi mörg- um dögum sitjandi við eldinn með Ingiríði fóstru sinni sem var nú orðin afgömul, stirð og því nær blind og átti skammt ólifað. Gunnar var eini vinur hennar, og var sá eini sem fylgdist með því að maturinn væri eins og hún vildi og að henni væri hlýtt. Þau eyddu mörgum dögum muldr- andi sín á milli meðan aðrir voru í skemmum eða á túnum. Gunn- ar gekk jafnvel svo langt að hann fór að spinna ull að hætti kvenna til þess að vinna fyrir mat sínum, af því að Ingiríður sagði að hann yrði að gera eitthvað. Ásgeir sagði að allir menn ynnu sín verk og væru eigin gæfu smiðir, en aðrir í byggðinni sögðu að hann ætti ekki barnaláni að fagna. Vinnufólkið kom fram við Gunn- ar eins og hann væri vangefinn, hló alltaf að honum eða talaði til hans með háum róm og þetta var svo rótgróinn siður að Ásgeir mótmælti því ekki, né heldur Margrét og ekki heldur Gunnar sjálfur. Meðal prestanna sem komu til Grænlands með Álfi biskupi var Páll Hallvarðsson. Hann var sendur til Vatnahverfis til að aðstoða Nikulás, prestinn við kirkjuna undir Höfða, sem var nú farinn að eldast eins og allir hinir grænlensku prestarnir, þótt hann væri ennþá hraustur og hispurslaus. Séra Páll Hallvarðs- son var ekki norskur, heldur flæmskur. Faðir hans var þó íslenskur og hafði einu sinni komið sjálfur til Grænlands sem léttadrengur á verslunarskipi, meðan síðasti biskup þjónaði þar. Páll Hallvarðsson sagði Ásgeiri að fáa presta fýsti að þjóna á Grænlandi, og þegar hann sagði hvert hann vildi fara, hefði erkibiskup veitt honum far- arleyfi með ánægju. Páll Hall- varðsson hafði verið við nám í Ghent og hafði verið í umsjá og þjónustu kirkjunnar síðan móðir hans dó í plágunni stuttu eftir að hann fæddist. Annar prestur var séra Jón, á aldur við Margréti, og var frændi biskupsins. Um hann var sagt að hann gerði sér far um að vísa til biskups með hvaðeina, „jafnvel um bragðið af súpunni sinni.“ Pétur var plágupresturinn, nærri eins gamall og Ásgeir, þótt hann væri nývígður. Hann tranaði sér ekki fram. Margir í byggðinni sögðu að það væri rétt af honum, því að fólk var óánægt yfir því að erkibiskup sendi þeim eftir öll þessi ár gamlan mann því nóg var af þeim fyrir. Þú færðallan pappír á einum stað Strandgötu 3 i • Akureyri • 24222 & 24166 n YHvaÓ er betra en góó bók • Mikið úrval Bók er besta jóiagjöfini TÖ1 IKVAL barna- og ungiingabóka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.