Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 - bók um baksvið íslensks viðskiptalífs „Á slóð Kolkrabbans“ nefnist bók sem Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér. Bók þessi á vafalaust eftir að vekja umtal í þjóðfélaginu og vitað er að margir biðu útkomu hennar með eftirvæntingu. í bókinni fjallar höfundurinn, Ornólfur Árnason, um baksvið íslensks við- skiptalífs og leitast við að „kortleggja“ stjórnir og eigendur íslenskra stórfyrirtækja og tengsl þeirra innbyrðis. Við það verk nýtur hann aðstoðar Arnórs, vinar síns, eða Nóra, eins og hann er jafnan nefndur í bókinni. Hinn dularfulli Nóri heldur því fram að valdataumarnir í stærstu fyrirtækjum landsmanna, jafnvel heilar atvinnugreinar, séu í höndum örfárra ein- staklinga, sem fæstir hafa heyrt getið. Þá telja söguglaðir og meinfyndnir frændur Nóra sig vita flest sem gerist að tjaldabaki í viðskiptalífinu og á fínustu heimilum landsmanna. í bókinni er mörgum og stórum spurningum varpað fram, spurn- ingum á borð við þessar: „Ráða nokkrar fjölskyldur háskalega miklu á íslandi í krafti gífurlegra eigna og samtengdra hagsmuna? Hefur samþjöppun auðs og valda þróast með margföldum hraða að undanförnu? Er flokksmönnum á laun skipt í „hrein og óhrein börn“? Rekast stjórnmálamenn allt í einu á það, jafnvel eftir að þeir eru orðnir ráðherrar, að hin eiginlegu völd verða aldrei þeirra.“ Og síðast en ekki síst: Er Kolkrabbinn til eða er hann hug- arburður? Hér á eftir birtast, með leyfi útgefanda, þrír stuttir kaflar úr bókinni „Á slóð Kolkrabbans. Fyrst er borið niður þegar höfundur og Nóri vinur hans eru að hefjast handa við að kanna baksvið viðskiptalífsins. Ertu að meina Koikrabbann? „Margt kom mér einkum á óvart þegar ég fór fyrir alvöru að hafa samband við fólk til að rannsaka viðfangsefni okkar Nóra. Eitt var hversu fúsir viðmælendur mínir voru að opna sig og fræða mig um það sem flestir kölluðu Kol- krabbann. Peir sögðu ekki Kol- krabbinn með gæsalappir í munnvikjunum. Pað var sagt eins og nafnið hefði unnið sér sess í málinu. Mig undraði að þrátt fyrir örlæti á upplýsingar og skoðanir óskuðu flestir nafnleyndar. Meira að segja þeir sem sagt höfðu hug sinn um þessi mál opinberlega áður báðu mig að geta ekki heimildarmanns fyrir því, sem þeir létu mér í té, en bentu á viðtöl í blöðum og tíma- ritum til að sækja í orðréttar til- vitnanir undir nafni. Voru menn svona miklu feimnari við bók en aðra miðla? Flestir viðmælendur mínir og heimildamenn voru mér meira eða minna kunnugir. Marga þekki ég býsna vel. Gamlir skóla- félagar úr MR og Háskólanum. Eldri framámenn í stjórnmála- heiminum og viðskiptalífinu þekkti ég marga síðan ég fékkst við fréttamennsku á Morgun- blaðinu fyrir aldarfjórðungi. Öðrum hafði ég kynnst í hlut- verki mínu sem fjall- eða öllu heldur fjörukóngur Ingólfs Guð- brandssonar á syðsta afrétti Evr- ópu. í þessum liðlega hundrað manna hópi voru einnig vinir og ættingjar eins og gerist í litlu landi. Mér sýnist að þá sem ég var ekki áður a.m.k. hattkunnug- ur, megi telja á fingrum annarrar handar. Ég játa það að viðfangsefnið var illa skilgreint af minni eigin hálfu. „Samþjöppun valds á ákveðnum sviðum atvinnulífs- ins,“ eða eitthvað þvíumlíkt, var ég vanur að segja þegar ég hringdi í nýja viðmælendur. „Ertu að meina KoIkrabbann?“ spurðu margir. En svo fór þó gjarnan að þeir áttu sjálfir erfitt með að skilgreina hvað Kol- Halldór H. Jónsson. krabbinn væri. Oftar en ekki sögðu þeir sögur af óréttlæti og yfirgangi sem þeir eða aðrir hefðu orðið fyrir, sögur sem eng- in leið er að hafa eftir nafnlaus- um heimildarmönnum án sann- ana. Ætli það hafi ekki verið ég sem stakk upp á því að við skilgreind- um starf okkar sem leit að Kol- krabbanum. Fremur en lýsingu. Ennfremur að einskorða okkur við ískyggilegan gróður eins og hann birtist í garði atvinnulífsins, Eimskipafélag íslands hf. og dótturfyrirtæki þess Flugleiðir hf. Sameinaðir verktakar hf. íslenskir aðalverktakar hf. Borgarvirki hf. Skeljungur hf. H. Ben & co, Hreinn hf., Nói-Síríus hf. og Ræsir hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Festing hf. Fjárfestingarfélag íslands hf. Iðnaðarbankinn hf. Eignarhaldsfélagið Iðnaðarbankinn hf. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf. íslandsbanki hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. Hlutabréfamarkaðurinn hf. Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna Tryggingamiðstöðin hf. Landssamband íslenskra útvegsmanna Grandi hf. Hvalur hf. Venus hf. Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda Hekla hf. Hagkaup hf. ískyggilegan að því leyti að hann ógni lífríkinu í kringum sig, þjóð- arhag, almannaheill. Og freista þess að rekja afl- og vaxtarþræði þessa gróðurs hvort sem þeir liggja aftur í tíma og ættir eða tengjast öðrum plöntum í flóru íslensks þjóðlífs í dag. Af blaðaefni um fyrirbærið Kolkrabba, sem við Nóri höfðum úr að moða, var greinin í Þjóðlífi gagnlegust, ekki síst vegna þess að þar var að finna skrá yfir stærstu hluthafa og stjórnarmenn ýmissa stórfyrirtækja ásamt upp- lýsingum um hlutabréfaeign þeirra í öðrum fyrirtækjum. Sem sagt ljómandi kortlagning. Leitinni að Kolkrabbanum má líkja við athuganir á Loch Lomond skrímslinu eða snjó- manninum voðalega. Fleiri þekktu þessi náttúruundur af afspurn en eigin reynd. F>ó var allur þorri manna sannfærður um tilvist þeirra. Kolkrabbinn hefur einkum verið nefndur í sambandi við til- tekin fyrirtæki sem mörg eru inn- byrðis tengd og sömuleiðis ákveðnar ættir sem eiga mikil ítök í þessum fyrirtækjum og víðar. Samkvæmt kenningunum á Kolkrabbinn ýmist að hafa umvafið ofangreind fyrirtæki og stofnanir örmum sínum eða hafa a.m.k. sterk ítök í þeim. Auk þess eru stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, bæði fulltrúar launþega og atvinnurekenda, sagðir svo veikir fyrir töfrum Kolkrabbans „að það flokkast undir alvarlegt samband, ekki saklaust daður,“ svo vitnað sé í ummæli eins af spekingunum úr hinum fjöl- skrúðuga frændgarði Nóra, mannsins sem enginn kunni að feðra. Sjálfur sagði Nóri: Líkingin við kolkrabba getur orðið góður veg- vísir. Ég hef aldrei verið sterkur í dýrafræði en sköpulag krabbans stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Armarnir leika lausum hala og grípa bráð um all- an sjó en tengjast í einum búki og fæðan hafnar öll í sama kjafti. Við skulum rekja armana. Peir hljóta að gildna eftir því sem nær dregur búknum. Mig undrar oft hvað Nóri er gjarn á að gefa hugarfluginu laus- an tauminn og draga upp alls konar myndir í máli sínu. Hans hlutverk átti að vera ráðgjöf og upplýsingaöflun, ekki að skrifa bókina. Ég minni hann á þetta en hann glottir bara og svarar eitt- hvað á þá leið að ég megi þakka fyrir ef eitthvað sé hægt að nota af því sem hann segir. Og ekki þurfi ég að vera hræddur um að hann ætli að taka neitt fyrir. Hann segist eiga nóga peninga. Þetta er allt gott og blessað, Nóri minn, segi ég: En hvort eru fyrirtækin í Kolkrabbanum eða Kolkrabbinn í fyrirtækjunum? Pað er góð spurning, segir Nóri. Og næsta góða spurning, á hverju eigum við að þekkja krabbann? spyr ég. Á þrennu, svarar Nóri með miklum alvöruþunga: Græðgi, valdafíkn og hégómagirnd.“ í tveimur köflum bókarinnar er fjallað sérstaklega um Halldór H. Jónsson, sem stundum er nefndur „stjórnarformaður ís- lands" vegna þess hve hann gegn- ir og hefur gegnt stjórnarfor- mennsku í mörgum og stórum fyrirtækjum og félögum hér á landi. I bókinni er hann m.a. nefndur „The Grand Old Man“ og er þar vísað til ótrúlegra valda Halldórs í þjóðfélaginu. Kaflinn sem hér fer á eftir er seinni kafl- inn um Halldór. Eins og þú sáir... „Halldór H. Jónsson stóð déskoti vel að vígi sem ungur maður í nýfrjálsu og nýríku dvergríki, segir Nóri: Parna stóð hann með góða hæfileika, góða menntun, gott og ríkt kvonfang. Og svo þessi glerfínu sambönd. En fleiri ungir menn höfðu sambönd. Það sem gerði gæfumuninn fyrir Hall- dór H. var þessi einstaka elju- semi að rækta samböndin. Hann lagði sig strax í líma við að | styrkja jafnt og þétt sambönd sín Stjórn Eimskipafélags íslands og forstjóri vorið 1991. Sitjandi: Indriði Páisson, Halldór H. Jónsson og Hörður Sigurgestsson. Standandi: Hjalti Geir Kristjánsson, Jón Ingvarsson, Gunnar Ragnars, Jón H. Bergs, Bene- dikt Sveinsson, Thor Ó. Thors og BAIdur Guðlaugsson. bæði við eldri og yngri menn, alla sern eitthvert gagn var í. Ingólfur á Hellu hleypti honum bakdyra- megin inn á bændurna. Halldór H. teiknaði Áburðarverksmiðj- una og Bændahöllina og Hótel Sögu. Hann sat meira að segja í stjórn þessara fyrirtækja og hafði puttana í því hverjir tækju að sér verkin og ég tala nú ekki um hvar byggingarefnið væri keypt. Hall- dór H. vingaðist vel við Þorstein á Vatnsleysu og fleiri framámenn bændasamtakanna. Hann tryggði sér frá byrjun stuðning í Fram- sóknarflokknum og kom það sér oft vel. Svo er Geir Hallgrímsson bandamaður hans í hermanginu, heldur Nóri áfram: Hann er rétt að ljúka við lögfræðina, starfar með Halldóri H. í verktaka- braskinu og þó hann sé bara rétt að byrja í pólitíkinni, þá myndar hann hinn nauðsynlega tengilið við Bjarna Benediktsson, sem var utanríkisráðherra í ríkis- stjórn Steingríms Steinþórsson- ar, sem fór með völd þegar her- inn kom 1951 og allt fram til hausts 1953. Halldór H. átti ekki upp á pallborðið hjá Bjarna Ben en Geir var þá þegar mjög hand- genginn honum eins og sést á því að 1951 gengur hann erinda Bjarna við stofnun Borgarvirkis. Nýútskrifaður lögfræðingurinn lagði meira að segja fram stórfé úr eigin vasa. Ég er sammála Nóra um að Geir Hallgrímsson hljóti að hafa átt inni greiða hjá flokksforyst- unni eftir að hann, kornungur maðurinn, gekk fram fyrir skjöldu ásamt Halldóri Kjartanssyni, Halldóri H. og Ingólfi á Hellu til að bjarga íslenskum túnum und- an einlitum framsóknaráburði. I Geir starfaði sem ungur lögmað- ur fyrir lögfræðideild Varnarliðs- ins og var því hnútum kunnugur á þeim bæ. Aftur á móti var Hall- dór H. fyrir íslensku nefndinni sem samdi við Bandaríkjaher um starfsemi verktakanna. Það er þarna sem grundvöllur- inn að veldi Halldórs H. Jónsson- ar er lagður, segir Nóri: Hann er hinn góði hirðir og nostursami ræktandi. Hann hyggur að fram- tíðinni og tryggir sér vinskap ýmissa framsóknarmanna, aðal- lega þeirra sem vit höfðu á fjár- aflabrögðum, svo sem þeir Hánefs- staðabræður, Vilhjálmur og Tómas Árnasynir. Og svo er Ing- ólfur, fóstbróðir hans, Jónsson viðskiptaráðherra frá 1953 til 1956 og síðan landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra sam- fleytt frá 1959 til 1971. Þegar Bjarni Ben tekur við af Ólafi Thors 1963, verður annar kunn- ingi hans, Jóhann Hafstein, ráð- herra. Nágranni frænda míns seg- ir að Halldór hafi verið búinn að plægja þar, og bera vel á, þannig að Jóhann hafi verið alveg tilbú- inn til ræktunar. Halldór H. varð svissneskur konsúll 1963 og þegar farið var í viðræður við Svisslend- inga um álverksmiðju var hann okkar maður við samningaborð- ið. Hann lét af konsúlsembættinu þegar hann varð stjórnarformað- ur íslenska álfélagsins 1966. 1974 verður einkavinur Hall- dórs H., Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, heldur Nóri áfram: Þá eru þeir Ingólfur og Jóhann að vísu horfnir af vett- vangi og mikil eftirsjá að þeim. En hans eigin þræðir liggja þá orðið um allt efnahagslífið enda hafði hann fyrr sama ár verið kjörinn formaður Eimskipafé- lagsins. Þar naut hann sáningar sinnar í akur Ingvars Vilhjálms- sonar sem hann hafði lengi rækt- að af stakri samviskusemi, teikn- að yfir Ingvar og Áslaugu hús, leyft Ingvari að vera með í litlum, ábatasömum leynifyrirtækjum, gefið honum taðreyktan Þverár- lax og sérskotið hreindýrakjöt af gulldiskum og hælt honum á hvert reipi í aldarþriðjung. Þetta er svo einstök þolinmæði og þrautseigja, eins og þú lýsir þessu, segi ég, að mér þykja eng- in laun of ríkuleg fyrir. Mér heyr- ist Halldór H. Jónsson eiga skilið hverja krónu sem hann hefur eignast. Nú kemur Nóri mér á óvart. Hann tekur fram sérríflösku og tvö ljómandi falleg glös úr útskornum kristal, rennir í glösin og réttir mér annað gleiðbros- andi: Skál. Þú varst eitthvað að kvarta yfir því að ekki væri við hæfi að belgja sig út af vöfflum og þeyttum rjóma rétt fyrir kvöld- matinn. Úr því að við erum að tala um fínasta fólk á íslandi er best að reyna vanda sig. Frændi minn, sem býr í Garða- bæ, eyddi bestu árum ævinnar í það að kenna íbúum Rómönsku Ameríku að nýta sér jarðhita, þótt varla hafi það verið til húsa- kyndingar. Hann viðraði eitt sinn við mig athyglisverðar kenning- ar. Hann sagði að við íslendingar hefðum tvennt sem ættað væri frá þessum slóðum. Annars vegar Golfstrauminn sem gerði ísland næstum því byggilegt og hins veg- ar siðferði bananalýðveldis sem gerði landið næstum því óbyggi- legt. Það er nokkuð til í þessu hjá honum. Halldór H. Jónsson er svo slyngur maður, segir Nóri, að hann kann bæði að hagnýta sér það að vera óvenjulegur íslend,- ingur og að vera venjulegur ís- lendingur. Það er eitthvert sterk- asta einkennið á íslenskum fjármálamönnum að þeir standa alltaf í einhverjum „monkíbisn- is“. Og þarna kemur Halldór H. enn á óvart. Með því að vera nákvæmlega eins og hinir. Og ekki skárri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.