Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 12.12.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 12. desember 1991 Er til olía eða gas við fsland? - kafli úr bók Ara Trausta og Sigmundar Ernis „Úr ríki náttúrunnar - Náttúrustemmur“ 1 Setsvæði á sjávarbotni. Nokkur helstu botnsvæðin við ísland þar sem eru I fremur þykk setlög. OIíu er helst að finna í þykkum og nokkuð gömlum set- lögum er myndast hafa við sérstakar aðstæður og grafíst undir jarðlög. Útlínur og staðsetning botnsvæðanna er lausleg á myndinni. (Teikn. a.t.g.) I. í gömlu tímariti sem heitir Fylkir (útg. á Akureyri 1920, 5. árg.) standa þessi orð: „Sé það nú ljóst og greinilegt orðið, að rafmagn- ið, alið af vatnskrafti, sem ísland er svo auðugt af, er jafn nýtilegt til húshitunar sem til málm- bræðslu, matsuðu, ljósa og ýmiss konar iðju, og sé mögulegt að byggja afístöðvarnar hér á íslandi fyrir álíka verð og í Noregi og Svíþjóð, þarf ekki að óttast að aflið verði iðjulaust um helming ársins eða meir né heldur að það geti ekki borgað sig né kept við kol, steinolíu, olíu, gas eða ann- að eldsneyti..." Höfundur þessa pistils er Frí- mann B. Arngrímsson, einn af þeim frumlegu hugsuðum sem reyndu að benda á róttækar leiðir í orkumálum snemma á öldinni. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og það kom í annarra hlut að hafa forgöngu um fyrstu vatnsvirkjanirnar hér í kringum 1930. Nú hefur meira vatnsafl verið virkjað en sem nemur orku- þörf landsmanna sjálfra og farið er að nota það til orkufreks iðn- aðar með erlendri eignaraðild. Rætt er um útflutning raforku um sæstreng. En þrátt fyrir nóga raforku og hutfallslega ódýra hitaorku af jarðhitasvæðum eru íslendingar mjög háðir olíu og olíuvörum. Um fjórðungur orkuneyslunn- ar er bundinn kolefniseldsneyti og verða íslendingar að flytja það allt inn; einna stærsti hlutinn fer til skipaflotans. Menn hafa um langa hríð gælt við þá tilgátu að olía eða gas leynist í jarðlögum, einkum á hafi úti, við strendur landsins eða lengra úti, jafnvel utan eiginlegra 200 mílna efna- hagslögsögu þess. Er til olía eða gas á íslandi og hvar er þessara efna helst að leita? II. Víða um heim eru olíulindir í mun eldri jarðlögum en unnt er að finna á íslandi eða í hafinu á stóru svæði umhverfis það. Yfir- leitt telja vísindamenn að bæði þurfi langan tíma og sérstakar aðstæður til olíumyndunar; m.a. verður hitastig í jarðlögum að vera á tilteknu bili. Hráolía er samsett úr margvís- legum kolvetnissamböndum. Þau eru langar keðjur úr kolefnis- frumeindum en þeim tengjast aft- ur vetnisfrumeindir. Ýmiss konar snefilefni (óhreinindi) eru í hrá- olíu, svo sem brennisteinn og málmar, t.d. blý. Jarðgas er blanda af metani (CH4) og öðrum einföldum kolvetnum. Blanda af efnum eins og heptan og nónan (C7H16 og C9H20) myndar bensín en þykkar olíur eru úr enn stærri kolefniskeðjum. Helstu tegundir olía og bensíns eru framleiddar úr hráolíu við upphitun, eimingu og mismikla hreinsun. Kolvetnissambönd eru í öllum lífverum, t.d. jurtum og þörung- um. Olían á sér uppruna í líf- heiminum og er orka hennar í raun sólarorka sem geymst hefur á þessu sérkennilega formi. Þegar lífverur deyja og setjast til, á landi eða í vatni eða í haf- inu, eru aðstæður ólíkar, bæði stað- og tímabundið. í hafinu eru víða djúp trog eða setdældir og þar getur safnast fyr- ir mikið af lífrænum leifum. Súr- efnissnauður kyrrasjór og hröð setmyndun geta komið í veg fyrir að lífræn efni brotni niður og líf- verur rotni eins og gerist víðast hvar á þurrlendinu. í lífrænu eðj- unni í setinu verða margvíslegar efnabreytingar. Hæfilegur hiti (á bilinu 100-200 stig) getur flýtt þessum efnahvörfum. Kolvetnin bindast í olíuættaðar kolefnis- keðjur og lífrænar gastegundir og verður þá smám saman til olía og jarðgas. Oft kann þetta að taka margar milljónir ára en getur gerst hraðar ef hitastig í jarð- lögunum er hæfilegt. Lífrænn vökvi og gas stíga hæglátlega upp úr setinu og verða að ná inn í gropin og lek jarðlög ef einhver von á að verða til þess að efnin verði í vinnanlegu magni á nógu afmörkuðu svæði. Til þess að svo megi verða þarf reyndar fleira til. Fellingahreyfingar (samþjöppun og landlyfting), misgengishreyf- ingar eða önnur ferli valda því að það myndast gildra sem verkar eins og lok á setsvæðið og safnar undir sig olíu og gasi. Ef hiti í olíuríka setinu verður of hár eyðileggjast hin dýrmætu lífrænu efni og ekki má heldur vera of mikið um sprungur í jarðlögun- um. Olíu- og gasríka setið verður helst að varðveitast alldjúpt í jörðu því að rof og veðrun geta leyst efnin úr læðingi. Slík skil- yrði eru m.a. víða á sjávarbotni þar sem rof er lítið og veðrun sem næst engin. Af þessum orðum ætti að vera augljóst að þykk, gömul set á sjávarbotni, ekki mjög fjarri stór- um varma- og óróasvæðum í jarðskorpunni ættu að vera álit- legust til olíu- og gasleitar. Hér við land gætu þess konar svæði verið á sjávarbotni nálægt rekhrygg Atlantshafsins og brotabeltum, tengdum honum. III. Við strendur landsins hefur helst verið um eitt olíuleitarsvæði að ræða. Það er allstórt setsvæði er nær frá Eyjafjarðarál og þaðan í suðaustur, skammt undan landi á Grímseyjarsundi og loks skáhallt áfram í suðaustur inn á Skjálf- anda. Þar er Flatey við austur- enda þessa setsvæðis. Svæðið afmarkast til suðvesturs af virku misgengi af þeirri gerð sem stundum er nefnt snið- eða víxl- gengi (Flateyjarmisgengið). Þar ganga jarðlög á misvíxl um vest- læga brotalínu, séð að ofan. Til norðausturs afmarkast setsvæðið af svipuðu misgengi, einu eða fleirum. Þarna verður því til, ef marka má ýmiss konar athuganir og mælingar, aflangt trog, um 10- 20 kílómetra breitt, hið minnsta, og allt að 1-2 kílómetra djúpt, nærri kjaftfullt af setlögum (Flat- eyjardældin). Önnur tvö skyld trog eru beggja vegna Kolbeins- eyjarhryggjar, heldur breiðari og eitthvað grynnri. Setlagatrogin þrjú eru í um 100 km breiðu, dálítið skástæðu brotabelti sem markast m.a. af Flateyjarmisgenginu í suðvestri en Grímseyjarmisgenginu í norð- austri. Síðarnefnda brotalínan er mun yngri en hin og nær frá svæði vestan Grímseyjar til lands í Öxarfirði. Sú hin eldri, Flateyj- armisgengið, hefur líklega verið virk í allt að 6 milljónir ára. Flók- ið kerfi af brotum, fleiri víxl- gengjum (sniðgengjum), hæðar- hryggjum og menjum eldvirkni á sjávarbotni rúmast innan og við þetta brotabelti er gengur undir heitinu Tjörnesbrotabeltið. Það tengir saman norðausturrekbelt- ið, sem liggur eftir landinu út að Öxarfirði, og Kolbeinseyjarrek- hrygginn, er liggur áfram í norðurátt. Víða eru djúpir dalir á víxl- gengjum á botni úthafanna við alla helstu rekhryggi heims. Er ekki ólíklegt að áðurnefnd Flat- eyjardæld sé einmitt af svipuðum toga. Setlögin í Flateyjardældinni eru líklega 1000 til 2000 metra þykk. Árið 1982 var boruð rann- sóknarhola í Flatey til þess að kanna setlögin. Hún varð aðeins 554 metra djúp og því óljóst hve mikið af seti er þar neðan við. í kjarnanum komu fram þrjú hraunlög en langmest af jarð- lögunum var set af ýmsum toga sem hafði sest til nálægt sjávar- strönd. í kjarnanum fundust víða ummerki um breytilega sjávar- stöðu (áflæði og afflæði). Hún stafaði af alltíðum skiptum milli jökulskeiða og hlýskeiða í land- inu. Lögin (sandur, silt, leir, möl o.fl., víða með skeljaleifum) reyndust nokkuð gropin (með holrýmum) en ekki vel lek (lítt tengd holrými). Aldurinn telst á bilinu 700 þúsund ár til 2 milljóna ára en eldra set er neðar í staflan- um. Það gæti verið á að giska 4-5 milljóna ára gamalt set allra neðst í troginu. Neðarlega er hiti í því vafalítið meiri en á 500 metra dýpi (þar var hann rúm- lega 50° C). Ekki fundust neinar vísbendingar um olíumyndun í Flateyjarkjarnanum. Léleg lekt er heldur ekki góðs viti hvað olíu varðar. Það verður varla úr því skorið hvort einhver olía er í neðri hluta setlaganna (eða á öðrum slóðum í Flateyjardældinni) nema með meiri rannsóknum og dýpri bor- unum. Áður var minnst á hvernig Grímseyjarmisgengið nær inn í Öxarfjörð. Þar sunnan við mis- gengið hafa einnig safnast fyrir þykk setlög, líklega af líkum toga og við Flatey. Við raskið samfara Kröflueldum og gliðnun lands um nokkra metra í landrekshrin- unni á þeim árum kom fram áður óþekktur jarðhiti á söndunum fyrir botni Öxarfjarðar. Er bor- aðar voru 8 rannsóknarholur, m.a. vegna jarðhitanota við fiskeldi, komu ekki aðeins fram þrjú ný jarðhitasvæði heldur einnig svolítið af lífrænu gasi (m.a. metani). Gasið er líkt jarð- gasi er fylgir olíu og þykir rétt að kanna setlögin, lífrænar leifar í þeim og gasinnihald þeirra betur. Meðal annars á að dýpka eina af borholunum átta eða bora nýja og skoða vel kjarna úr henni. Það er allsendis óvíst hvort unnt er að finna umtalsvert jarðgas í Öxar- firði. Þótt gas hafi streymt þar úr borholum gæti magn þess í set- lögunum verið mjög lítið er á heildina er litið. Vitað er að vott- ur af metani hefur fundist í Leginum á Héraði án þess að þar sé um nýtanlega auðlind að ræða. En þó ekki fyndist nema vinnan- legt gas til fáeinna áratuga í Öxarfirði, teldist það gott bús- ílag. IV. Forvitnileg setlög eru alllangt frá ströndum landsins en innan efna- hagslögsögunnar. Má þar nefna setlög við rætur Reykjanes- hryggjar, vestan og austan hans. Mun áhugaverðari eru þó setlög- in á hafsbotni við Jan Mayen og milli hennar og íslands. Samning- ar um miðlínu milli íslands og Jan Mayen og nýtingu auðlinda á hafsbotni tókst milli stjórnvalda í Noregi og á íslandi. Hann tryggir að íslendingar hafa rétt til olíu- og gasvinnslu ef slíkar auðlindir finnast þar. Nokkrar rannsóknir hafa farið fram við Jan Mayen en ekki borið skjótan árangur hvað olíu eða gas varðar. Engu verður spráð um hugsanlegar auðlindir á þessum slóðum. Við Jan Mayen, aðallega norðan og vestan við eyna, er brotabelti með setlaga- troj;i, líkt og Tjörnesbrotabeltið. Islensk stjórnvöld hafa einnig hugað að hafsbotnssvæði langt suður af landinu, utan íslensku efnahagslögsögunnar. Hér er átt við Hatton-Rockall-svæðið. Styst er til þess frá írlandsströndum og hafa Bretar ráðið yfir Rockall- klettinum og umhverfi hans. Þeir slógu eign sinni á „Rokkinn" meðan slíkt tíðkaðist, sbr. helg- un Norðmanna á Jan Mayen sér til handa. Bresk, íslensk og dönsk stjórnvöld (fyrir Færey- inga hönd) hafa öll gert tilkall til hugsanlegra auðlinda á hafsbotn- inum þarna. „Rokkurinn" og botnsvæðið umhverifs hann er eins konar flís úr miklu eldra bergi en finnst hérlendis, sem rekið hefur út frá N-Atlantshafs- hryggnum undanfarnar ármillj- ónir. Mikið er um setlög á svæð- inu og eru þau ekki óálitleg hvað olíu varðar skv. fyrstu rannsókn- um. Engin olía hefur þó fundist enda eiga rannsóknirnar enn langt í land og alls ekki víst að gas eða olía fyrirfinnist í nýtan- legu magni eða á því sjávardýpi sem viðráðanlegt er. Olíuvinnsla úti í miðju Atlantshafi á verulegu dýpi verður seint auðveld. Deila má um hver réttur ís- lendinga sé á Hatton-Rockall- svæðinu. Alþjóðaréttur er oft kyndugur í þeim efnum og ekki endilega uppfullur af réttlæti. Það er vandséð af hverju íslend- ingar geta teygt sig mörg hundr- uð kílómetra á haf út og gert til- Öxarfjarðarbotn. Horft er í suðaustur inn í botn Öxarfjarðar. í fírðinum eru þykk setlög sem innihalda m.a. vott af lífrænu gasí. (Ljósm-. Halldór Kjartansson.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.