Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 1
mmMBtmamm Gerizt áskrifendur i3 Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 183. tbl. — Föstudagur 30. ágúst 1968. — 52. árg. EKH-Reykjavik, fimmtudag. Norska fréttastofan NTB sendi frá sér í dag langa frásögn af hinu hátíðlega brúðkaupi norska ríkisarfans og Sonju Haraldsen. Hefur fréttastofan allt undir smá sjánni og lýsir athöfninni í öllum smáatriðum. Meðal annars er löng lýs ing á brúðarskartinu og einn ig er lýst hátíðarbúningi ým issa kvenna, sem við- staddar voru bi'úðkaupið. Hér fer á eftir tilvitn- un í frásögn NTB: Rlæðnaður tignargestanna var glæsilegur. Af kon- unum var sérstaklega tekið eftir glæsileik íslenzku forsetafrúarinnar, Halldóry Ingólfsdóttur Eldjárn, í hin um fagra þjóðbúningi sín- um og hinum indverska silkikjól finnsku forsetafrú- arimiar, Sylvíu Kekkonen, sem var kremgulur á lit Framihald á bls. 1S. Humphrey kjörinn forseta efni margklofins flokks! Edmund IVIuskie kjörinn varaforsetaframbjóðandi demókrata .rí-ifc-'ESíiíssgifia Humphrey með sonardóttur sína.Lorie. NTB - Chicago, fimmtudag. Hubert Humphrey var í nótt sem leið kjörinn forsetaefni demókrata á róstusamasta flokksþingi demókrata á þessari öld. Seint í kvöld, skömmu áður en flokksþinginu var slitið, tilkynnti Humphrey að hann hefði valið sér Edmund Muskie, öldungadeildarþingmann frá Maine, sem varaforsetaefni. Muskie er 54 ára gamall, lögfræðingur að mennt- un og var fyrst kosinn á þing fyrir demókrata árið 1958, en gegndi’ áður ríkisstjóraembætti í Maine. Ekki hefur borið mikið á Muskie I þinginu, en þó hefnr hann verið formælandi demókrata í ýmsum málum og hann þykir traustur og dugandi stjórnmálamaður. McCovern hefur þegar Iýst yfir stuðningi sínum við Humphrey eftir val vara- forsetaefnisins og líklegt þykir að Muskie gell haft einhver áhrif til að lægja öldurnar innan demókrataflokksins. Humpbrey varaforseti sem með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tryggði sér útnefningu demotkrata flokksins til forsetaframiboðs í nóv emiber, stóð í dag frammi fyrir því gífurlega verkefni að sameina flokk, sem virðist gjörsamlega sundraður. Sagt er að ekki hafi ríkt eins mikil ringulreið á flokks- þingi demókrata á þessari öld og ÞJOÐARGLEÐI VID BRÚDKAUP HARALDS NTB-Osló, fimmtudag. Sonja Haraldsen og Harald- nr ríkisarfi Noregs, gengu í heilagt hjónaband í hinni 310 ára gömlu dómkirkju Oslóbidrg ar. Dr. Fridjov Birkeli biskup, gaf brúðhjónin saman, en við- stödd athöfnina voru öll helztu fyrirmenni á Norðurlöndum og konungborið fólk víðs vegar að úr Evrópu. Höfuðborg Noregs skartaði sínu fegursta á þess- um hátíðlega og sögulega brúð kaupsdegi og þúsundir Norð- manna fögnuðu brúðhjónunum er þau óku um götur Oslóborg ar til og frá kirkju. Og þegar brúðhjónin birtust á tröppum dómkirkjunnar að lokinni vígslu, mættu þau innilegum velvilja og heillaóskum frá mannfjöldanum sem safnazt hafði saman á dómkirkjutorg- inu og götununi í kring. Giftingarathöfnin í kirkjunni hófst kl. 2 síðdegis með því að Leikin voru orgellög eftir norska höfunda. Þegar kl. 3.30 kom Haraldur ríkisarfi til kirkj unnar í fylgd með svaramanni sínum, Fleming greifa af Rós- enborg. Kl. 4 leiddi Ólafur kon ungur Sonju HaraldPi»i inn kirkjugólfið til altarisins, en á meðan söng norskur stúdenta- kór. Athöfnin í kirkjunni stóð í eina klukljustund. Meðal þjóðhöfðingja, sem viðstaddir voru, má nefna, Friðrik kon- ung og Ingiríði drottnin^u Dan merkur, Gústav 6, konungur Svfþjóðar, Margréti ríkisarfa í Danmörku og mann bennar, Henrik greifa, Baldvin Belgíu- konung, Stórhertogahjónin í Luxemburg, forseta Finnlands, Framlhald á bls. 15. á þessu þingi. Það lá við sjálft' að til átaka kæmi í þingsalnum, þegar líða tók að útnefningu Humphneys, Atkvæðin á þinginu fóllu þann- ig: Humiphrey hlaut samt. 1.761 atkv. Eugene McCarthy hlaut Ö)1 — . George MoCoveim 146% — Chanuing Philips prestur 67% — , Ðan Moore, rikisstjóri 17 — Paul Bryaut, knattspþjálf. 1% — George Wallace, fv. ríkisstj. % — Humpfcrey hefur Iótið í það skína að hann sé bjartsýnn á að geta sameinað flokkinn i kosninga baráttun.ni sem fíramundan er, en ekki eru aUir fulltrúarnir á þing- inu eins vissir um það. Eugene McCanthy, öldungadeildarþingmað ur sagði á blaðamannafundi í dag, að hann hefði ekki enn ákveð ið, að vcita Humphrey stuðning í kosningabaráttunni. Hann sagði að hann myndi aðstoða aðra fram- bjóðendur sem litu Víetnammálið sömu augum og hann. Áður hafði McCarfhy lýst því yfir að stuðn- ingur hans við forsetaefni flokks- ms væri undir því komið að skoð- anir Humpfcreys i Víetnammálinu breyttust og yrðu líkari hans eigin- Þvert ofan í aliar venjur tók Humphrey ekki á móti heillaósk- , Framhald á bls 14. BRÚÐARGJÖF EKH-Reykjavík, fimmtudag. fslenzku forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Eld- járn, höfðu meðferðis til Noregs forláta íslcnzkan smíðisgrip, sem þau færðu brúðhjónunum, Sonju Haraldsen og Haraldi ríkisarfa í Noregi að gjöf. Var það silfurskál með íslenzkri höfðaleturs-áletrun, mikil listasmíð, gerð af Leifi Kald dal, gullsmíðameistara. Haraldur og Sonja brúðkaupið. — Símsend mynd — Á iþróttasíðu blaðsins í dag er athyglisvert skoðanakönnun, sem TÍMINN stendur fyrir. — Lesendur blaðsins velja Knatt spyrnumann ársins 1968, og er þetta í fyrsta sinn að slík skoð anakönnun fer fram hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.