Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FÍ>STUDAGUR 30. ágóst 1968. M.s. Blikur ier vestur um land í ’hring ferð 5. sept. Vörumóttaka föstudag, mánudag og þriðju- dag til Patreksfjarðar, Tálkna fjarðar, Mdudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, Bolunga víkur ísafjarðar, Norðurfjarð- ar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Álkureyrar, Húsavíkur Raufar- hafnar Þórshafnar, Bakkafjarð ar og Mjóafjarðar. M/s Esja fer austur um land í hring- ferð 6. sept. Vörumóttaka föstu dag, mánudag og þriðjudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, — Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, — Borgarfjarðar og Vopnafjarð- ar. M/s Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 4. sept. Vörumót taka mánudag og þriðjudag. PLASTGLER UNDIR SKRIFBORÐSSTÓLA — VERNDAR TEPPIN _ — BETRI VINNUAÐSTAÐA — GEISLAPLAST SF v/MIKLATORG _ SÍMI 21090 FRÉTTIR DAGSINS » Framhald af dis 3 Jarðvinnu vegna skólabygg- ingarinnar er að mestu lokið, en það verk var boðið út sér- staklega. Fyrsti áfangi fyrirhugaðrar skólabyggingin er 7238 rúm metrar, og verða í honum 12 almennar kennslustofur og 4 sérkennslustofur. Skólinn verður reistur skammt frá Víðistöðum og er staðsettur þar m.a. til að taka við nemendum úr nýju hverfi, sem þar er fyrirhugað að bygg- ist á næstu árum. Arkitektarnir Sigurjón Sveinsson og Þorvaldur Krist- mundsson teiknuðu skólahús- ið og önnuðust ásamt verk- fræðingum undirbúning útboðs undir umsjón bæjarverkfræð- ings og fræðslustjóra. (Bæjarstj. Hafnarfj.). Sextán slösuðust í umferS- arslysum í síSustu viku Framkvæmdanefnd hægri umferðar hefur fengið tilkynn ingar úr lögsagnarumdæmum landsins um umferðarslys, sem lögreglumenn hafa gert skýrsl ur um í þrettándu viku hægri umferðar. í þeirri viku urðu 84 slík umferðarslys á vegum í þétt- býli, en 8 á vegum í dreifbýli, eða alls 92 umferðarslys á land inu öllu. Þar af urðu 50 í Reykjavík. Samkvæmt reynslu frá 1966 og 1967 eru 90% líkur á því, að slysatala í þéttbýli. sé milli 58 og 92, en í d^eifbýli milli 10 og 32, ef ástahd umferðar- mála helzt óbreytt. Slík mörk eru kölluð vikmörk, eða nán- ar tiltekið 90% vikmörk, ef mörkin eru miðuð við 90% likuc_.,.. A**- ■ ■ Slysatölur. voru því milli. vik marka í þéttbýli en lægri en Sonur okkar, Haraldur ÞórSarson, Ásenda 5, verður jarðsunginn frá safnaðarheimlli Langholtskirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 10.30 árdegis. Unnur Haraldsdóttir. Þórður Kristjánsson. Faðir okkar og fósturfaðir, Guðjón Þórðarson frá Jaðri, Langanesi, verður' jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laug- ardaginn 31. ágúst kl. 10.30 aráegis. Fyrir hönd vandamanna, Óskar Guðjónsson. Jón Magnússon, frá Hurðarbaki, andaðist hinn 28. ágúst. Systkini og vinir, Ásvallagötu 16. Margrét Júlíana Sigmundsdóttir frá Skógum, andaðist 29. þ. m. að hjúkrunarheimilinu Sólvangi f Hafnarflrði. Börn hinnar látnu. Útför eiginkonu minnar, Ingiríðar Eyjólfsdóttur, Yita-Bæli, A-Eyjafjöllum, verður gerð laugardaginn 31. ágúst kl. 2 síðdegis frá Eyvindarhólakirkju. Vegna mín, barna okkar og ættingja hinnar látnu. Ingimundur Brandsson. Alúðar þakkir færum við öllum þeim er sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu vegna andláts föður okkar Jóns Ólafssonar frá Austvaðsholti. Börn hins iátna. neðri vikmörk í dreifbýli. Af fyrrgreindum umferðar- slysum urðu 33 á vegamótum í þéttbýli við það, að ökutæki rákust á. Vikmörk fyrir þess háttar slys eru 13 og 32. Tala sl'ikra slysa er því fyrir ofan efri vikmörk. Á vegum í dreifbýli urðu 3 umferðarslys við það, að bif- reiðar ætluðu að mætast. Vik- mörk fyrir þá tegund slysa eru 2 og 21. Alls urðu í vikunni 9 um- ferðarslys, þar sem menn urðu fyrir meiðslum. Vikmörk fyr- ir tölu slíkra slysa eru 3 og 14. Af þeim, sem meiddust, voru 4 ökumenn, 8 farþegar og 4 gangandi menn, eða alls 16 menn. SISE mótmælir ákvörSun læknadeildar. Stjórn SÍSE, Sambands ís- lenzkra stúdenta erlendis, mót mælir harðlega þeirri ákvörð- un Læknadeildar Háskóla fs- lands, að veita ekki erlendum stúdentum inngöngu í deildina. Telur stjórnin, að ákvörðun þessi geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir íslenzka stúd- enta, sem eru við nám, eða hyggja á nám erlendis. Erlend háskólayfirvöld hafa sýnt ís- lenzkum námsmönnum mik- inn velvilja og veitt þeim skóla vist, þó að heimamönnum hafi verið vísað frá. Hætt er við, að breyting geti orðið á þessari afstöðu gagnvart íslendingum, er er- lend háskólayfirvöld frétta á- kvörðun þessa. Stjórn SÍSE hvetur íslenzk háskólayfirvöld til þess að end urskoða afstöðu sína í þessu máli. / (Fréttatilkynning.) | *,.,Árbók Landsbókasafnsins 1967. Árbók Landsbókasafnsins 1967, 24. árgangur, kom út á 150 ára afmæli safnsins. Auk skýrslu um starfsemi Landsbókasafnsins 1967 og venjulegra skráa, sem birtar eru í Árbókinni, eru í þessu nýja hefti eftirtaldar greinar: Finnbogi Guðmundsson ritar um Sveinbjörn Egilsson og Carl Christian Rafn, Haraldur Sigurðsson um Joris Carouls og íslandskort hans, Ólafur Pálmason um skrár Landsbóka safnsins og Ólafur F. Iljartar um íslenzka bókagerð 1887— 1966, og fylgir grein hans tafla er sýnir, hve mörg rit hafa komið út í einstökum bóka- flokkum á þessu skeiði. Árbók Landsbókasafnsins 1967 er prentuð í Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar og er 139 blaðsíður auk fyrr nefndrar töflu. HUMPHREY Framhald af bls. 1 um fulltrúanna á flokksþinginu eftir að úrslitin voru kunn, heldur tók kona hans við hyllingunni, er var blandin óánægju. Nokkrir fulltrúanna á þinginu, sem eru mjög óánægðir vegna ó- sigursins sem tillaga minnihlutans um stefnuna í Vietnam beið og útnefningu Humphreys hafa hótað því að segja sig úr Demókrata- flokknum og mynda nýjan flok;k. McCarthy hefur hins vegar ,lýst yfir að hann muni ekki taka að sér forystu í slíkri hreyfingu, sem örugglega myndi ná takmörkuðu fyigi. Þrátt fyrir djúpstæða sundr- ungu sem ríkir innan flokksins og hið ruddalega framferði lög- reglunnar gagnvart mótmælaað- gerðum ungmenna er skapað hef ur andrúmsloft þrungið spennu i Chicago, er talið líklegt, að John son verði viðstaddur slit flokks- þingsins, en þau byrja skömmu fyrir miðnætti að íslenzkum tíma. En ekkert verður tilkynnt um komu Johnsons fyrr en á síðustu stundu. Johnson forseti sagði eftir að kunnugt var um útnefningu flokks ins, að demókratar hefðu útnefnt ágætan og mjög vel hæfan mann sem forsetaefni og hann skoraði á flokkinn að fylkja sér einhuga að baki Humphrey í forestakosn ingunum í nóvember. Snemma í morgun sagði Hump- hr.py að gleðin yfir útnefningunni væri blandin sorg vegna uppþot- anna og óeirða, sem henni fylgdu. — Það er leyfilegt að vera óá- nægður í þjóðfélaginu, en það verður að láta óánægjuna í ljós eftir reglum samfélagsihs, sagðl Humphrey, og sikýrði frá því, að hann hefði snúið sér til dómsmála ráðuneytisins og FBÍ og beðið um rannsókn á uppþotunum. Til mikilla átaka kom í nótt milli reiðra ungmenna og lögregl- unnar í Ohicago í þaun mund er flokksþinginu var að Ijúka. Eftir að Humphrey hafði verið útnefnd ur gengu um sex hundruð þing- fulltrúa og varamenn eftir Michi- gan-breiðstrætinu í þögulli mót- stöðu gegn útnefningu Humphreys og Johnsons-stjórnar-stefnunni i Vietnam. Harðar árásir hafa verið gerðar á borgarstjórann í Ohicago, Ric- hard Daily og Chicago-lögregluna í blöðum, útvarpi og sjónvajpi. Það er talað um lögregluríki og Daily er líikt við þá tegund glæpa- manna sem haldið var að hefðu dáið út með A1 Capone. Allt var með kyrrum kjörum í miðborg Ohicago í dag en rnikil spenna lá í loftinu. Lögreglan og þjóðvarðliðar hafa stöðugt vakandi auga með hundruðum mótmæla seggja, sem enn halda til í Grant- garðinum við Michican breiðgöt una rétt við Hilton hótelið, þar sem bæði Humphrey og McCarthy hafa aðsetur sitt. Þegar dagur rann í morgun og yfirvöld gátu gert sér grein fyrir ástandinu var skýrt frá því að 267 menn hefðu verið hand teknir um nóttina, 29 lögreglu- menn hefðu meiðzt, tala meiddra og særðra óbreyttra borgara, það er að segja mótmælaseggja, áhorf enda og blaðamanna var álitin vera frá 100 allt upp í 300. Margir blaðamenn urðu fyrir barðinu á hinum löngu kylfum lögreglu- mannanna í nótt. Þykir framganga lögreglunnar í Chicago hafa verið hin hrottalegasta. TÉKKÓSLÓVAKÍA Framhald af bls. 3 ástandið í Tékkóslóvakíu. Blaðið nefnir dæmi: — í Reuter-fregn frá sl. miðvikudegi var skýrt frá því að Gustav Husak einn af tðkk nesku aðstoðarforsætisráðherrun- um, hafi sagt af sér embætti. Iz- vestjia segir, að Reuter hafi hald ið því fram að Husak hafi látið af em'bætti til þess að sýna and- stöðu sína við Moskvusáttmálann, en raunverulega ástæðan hafi ver ið því fram að Hujak hafi látið efa9emdir um að 14. flokksþing tékkneska komimúnistaflokksins iiail verið löglegt. Einkennisklæddir járnbraut ’arstarfsmenn stóðu heiðursvörð, er einn stanfsbróðir þeirra var jarðsettur í Prag í dag. Hinn látni hafði fallið fyrir vélbyssu- skothríð sovézkra hermanna. Síð- ustu tónar tékkneska þjóðsöngs- ins heyrðust varla fyrir gráti þeg ar kistan með líki hins 20 ára gamla eimreiðarstjóra var borin út úr fullskipaðri kirkiunni Æskufólk. sem stóð heiðurs- vörð meðfram veggjum kirkjunn- ar létu fána síga unz þeir snertu gólfið Meðal margra, sem lögðu blómkrans við líkbörurnar var ung, svartklædd kona, sem hefur sagt frá því hvernig dauða járn- Sumarhátíð á Laugum Gísli ájörn Sumarhátíð Framsóknarmanna á Norðausturlandi verður .haldin n.k. laugardagskvöld að Laugum ír Reykjadal og hefst kl. 21,00. Ávörp flytja Gísli Guðmundsson, alþm. og Björn Teitsson, stud. mag. Jóhann Konráðsson syngur einsöng við undirleik Áskels Jóns sonar. Jóhann Ögmundssón flytur' gamanþátt. Að lokum munu Laxar og Sæ- björg leika og syngja fyrir dansi. brautarstarfsmannsins bar að. Þau voru samferða til vinnu síðdegis. á miðvikudaginn í bifreið með vestur-þýzku númeri. Sovézkir her menn kölluðu til þeirra skipun um að nema staðar, hvað þau gerðu, en samt sem áður skutu hermenn irnir á bifreiðina. „Ég fleygði mér út úr bifreiðinni“, sagði unga kon- an, „og hrópaði: Skjótið ekki, skjótið ekki, en þeir héldu áfram að skjóta.“ Ung stúlka, sem í bílnum var, var einnig skotin niður og fjórir aðrir vegfarendur, sem voru nær staddir, særðust. Stúlka, félagi hins látna úr æsku lýðssamtökum, sagði í stuttri ræðu sem hún hélt í kirkjunni: „Þeir, sem létu lífið fyrir frelsi okkar, munu aldrei gleymast. Þess sverjum við eið“. A Áreiðanlegar heimildir herma, að auk hinnar opinberu yf- irlýsingar, sem gefin var í Iok Moskvuviðræðnanna milli tékkn- eskra og soyézkra leiðtoga, hafi tékkneskum leiðtogum einnig ver ið settar frekari reglur, þar sem þeim er gert að hefja ýmsar að- gerðir. Sagt er, að Rússar hafi ekki kraf izt þess að leiðtogar Tékka undir rituðu reglur þessar, en að öðru leyti er lítið um þær vitað. þó eiga eftirfarandi atriði að vera aðal inntak þeirra: 1. Kommúnistaflokkurinn skoli hafa mest áhrifavald um stjórn landsins. Þjóðarráð og ríKÍsstjórn in skipi annað sæti. 2. Ríkisstjórninni í Prag skuli breytt. Jiri Hajek utanríkisrá?« herra og Otarr Sik aðstoðarforsæt isráðherra láti af embætti. 3. Fóik, sem hefur veitt hernáms Iiðinu aðstoð, skuli ekki beitt mis- rétti. 4. Tékkar skuli liafna lanum frá kapítalískum löndum og Alþjéða bankanum. 5. Auk þess að prentfreisi verö ur afnumið, skai láta fara fram hreinsanir meðal tékkneskra og erlendra blaðamanna, sem gagn rýnt hafa Sovétríkin síðustu vik ur. Strangt eftirlit skuli haft með þeim blaðamönnum erlendum, er fá Ieyfi til að dvelja áfram í Tékkóslóvakíu. 6. Taíía skuli upp ströng ákvæði um ferðalög inn og úr landinu. 7. Sambandið milli Tékkóslóva kíu og Vestur-Þýzkalands. skuli Vera hið sama og milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. 8. Tékkar skuldbindi sig til að spyrja ieiðtoga hinna Varsjárbanda laganna álits í öllu sem viðkemur samskiptum við Bonnstjórnina. 9. Tékkneskir leiðtogar skuli minnka verulega samskipti sín við leiðtoga Rúmeníu og Júgó- slavíu. 10. Ilerir Tékka skuli vera und ir yfirstjórn Varsjárbandalagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.