Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 5
FÖSTUBAGUR 30. ágúst 1968. JÍMINN Sonja Haraldsen er nú orðin krón'prinsessa í Noregi. Norð- menn virðast nokkuð ánægðir og að því er norsk blöð segja, er enginn þar í landi, sem hef- ur nokkuð Ijótt um hana að segja. Henni hefur verið hrós- að fyrir hve\ vel hún talar er- lend tungumól, frönsku, þýzku og ensku, og henni er einnig hrósað fyrir þekkingu á bók- menntum og listum. — En það ★ eru fjölmargir í Norégi, sem ekki geta fellt sig við það, að krónprinsessan þeirra er ekki af konungsættum, heldur kaup mannsdóttir. * * Bæjarráðið í sænsku borg- inni Vaxholm hafði mjög mikl ar áhyggjur af auknum fjölda villikatta í bænum. Þess vegna •k réði borgarráðið Olle Pálson til þess að drepa þá. En áðUr en hann skyldi gera það, var send út aðvörun til allra katta eigenda í bænum og var þeim ráðlagt að binda rauða slaufu um hálsinn á húsdýrum sínum til þess að forða því, að þau yrðu drepin. Nokkrum dögum síðar átti Pálsson að hefja starf sitt, en þá brá svo við, að hver einasti köttur, sem Pálsson sá, var með rauða slaufu um hálsinn. Hann upp- götvaði bráðlega, hvernig stóð á þessu. Börnin í bænum höfðu átt annríkt þessa dagana og bundið rauðar slaufur um háls allra katta, sem þau náðu í. * Eftirfarandi frásögn rák- umst við á í dönsku blaði: Um þessar mundir ríkir geysilegur fögnuður á Venus, eftir að heppnazt hefur að senda mannað geimfar til jarð arinnar. Geimfarið lenti við landsvæði, sem er nefnt Kaup- mannahöfn, og nú þegar hafa vísindamenn sent mikilvægar upplýsingar heim til Venusar, og í gær var haldinn blaða- mannafundur á tæknistofnun Venusar. — Við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að það geti ekki verið líf á jörðinni, sagði Zog prófessor. — Hvernig getið þér vitað það? spurðu blaðamennirnir. — í fyrsta lagi þá er yfir- borð jarðarinnar á þessu svæði úr asfalti og steynsteypu og þar getur ekkert þrifizt. í öðru lagi er andrúmsloftið fullt af kolsýringi og öðrum loftteg- undum, sem hættulegt er að anda að sér. — Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir geimferðir okkar? — Við verðum að fara með okkar eigið súrefni og það þýð ★ ir það, að við verðum að byggja stærri geimför. — Hvaða hættur aðrar geta steðjað að fólki okkar? — Við höfum rannsakað vatnið á þessu svæði, og kom- izt að því, að það er hættu- legt að baða sig í því og enn- þá hættulegra að drekka það. Við verðum með öðrum orð- um að fara með okkar eigið vatn með okkur. Önnur hætta eru málmhlutir, sem eru á stöðugri hreyfingu eftir á- kveðnum brautum. Þeir spúa eiturgasi, gera gífurleg- an hávaða og rekast stöðugt hverjir á aðra. Þeir eru svo margir þarna, að mjög erfitt er að lenda geimfari þarna, án þess að þeir rekist á það. — Þýðir það, að við verð- um að fresta geimferðum okk- ar? — f bili. — Af hverju er eytt millj- ónum milljarða í það að senda mönnuð geimför til jarðarinn- ar. — Af því að geti Venusbú- ar lært að anda í andrúmslofti jarðarinnar, þá geta þeir bjarg að sér hvar sem er. * Hópur skáta var eitt sinn í heimsókn í aðalstöðvum Þeir stöðvuðust við það að skoða myndir af nokkrum eft- irlýstum glæpamönnum. Einn af drengjunum benti á eina myndina og spurði, hvort þetta væri virkilega mynd af eftir- lýstum manni. Lögreglumaður inn fullvissaði hann um, að svo væri. — Hvers vegna handtók- uð þið hann ekki, þegar þið tókuð myndina? spurði þá drengurinn. * Makarios, forseti Kýpur, kom til Danmerkur fyrir nokkru síðan. Þegar hann kom þangað, tók Hilmar Bauns- gard forsætisráðherra á móti honum á flugvellinum. Næsta dag fór hann svo og heimsótti Friðrik Danakonung og sjást þeir hér á myndinni. A VlÐAVANG! Að apa eftir öðrum Steingrímur Hermannssou skrifaði mjög athyglisverða grein hér f blaðið s. 1. þriðju dag, þar sem hann skoðaði lítil lega íslenzka stjórnmálaþróun síðustu ára í ljósi þeirra álykt ana, sem draga má af forseta kosningunum. Þessi grein hefur farið ofurlítið fyrir brjóstið á þeim Morgunblaðsmönnum, því að þeir hafa fengið að minnsta kosti tveggja daga hósta út af henni, eins og sjá má í stak- steinum, þar sem reynt er að afflytja/ og tortryggja það, sem sagt er í greininni. I greininni sagði Steingrímur m. a.: „Allt frá stríðsárum hefur í vaxandi mæli gætt þeirrar stefnu hjá ýmsum íslenzkum forustumönnum og sérfræð- ingum þeirra að apa sem flest eftir öðrum þjóðum, sérstak- lega síðustu árin. Vitanlega ber að læra sem mest af því, sem vel er gert erlendis. Hins vegar verður ávallt að hafa í huga, að aðstæður í okkar dvergríki eru að flestu leyti gjörólíkar því, sem er víðast annars staðar. í efnahagsmálum er fylgt því, sem nefna mætti sjálfs- stjórnarstefnu hinna háþróuðu iðnaðarríkja. Þó er efnahags- líf hér fábreyttara og háð meiri og stórkostlegri sveiflum en í nokkrum öðrum vestrænum löndum, að því er ég bezt veit. Afleiðingarnar eru efnahags- erfiðleikarnir í dag. Hér verð- ur að taka upp breytta stefnu, p íslenzka stefnu.“ Tertubotnamatið Það er auðséð, að það er viðkvæmt mál að minnast á að breyta þurfi stjórnarstefn unni — af því að það er svo augljóst mál. Þess vegna er sem Mbl. sé nálum stungið, ef minnzt er á aðra stefnu eða breytta stcfnu. Steingrímur sagði ennfremur í grein sinni: „Leitazt er við að meta lífs- kjörin með mælikyarða mill- jónaþjóðanna. Vitanlega getum við aldrei borið okkar lífskjör lið fyrir lið saman við lífskjör annarra. Þau verða ekki metin í „innfluttum tertubotnum“,, eða vöruúrvali í búðum, eða fjölbreyttu skemmtanalífi og þannig mætti lengi telja. Við eigum hins vegar ýmislegt ann- að, sem aðrar þjóðir eiga ekki. Við eigum íslenzka menningu, bókmenntir og þjóðararf, sem, við eigum að kappkosta að njóta. Við eigum einnig landið okkar og víðáttu þess. Þetta er margra „tertubotna" virði. Það skilur fólkið. Fjölskyldur leita í vaxandi mæli í frístund- um sínum út með strönd eða upp til fjalla. Einnig á þessu sviði er þörf breyttrar stefnu, íslenzkrar stefnu. Það er sannfæring mín, að í forsetakosningunum hafi kom ið ákveðið fram mat meirihluta þjóðarinnar á mikilvægi þjóðar- arfsins, menningar okkar, sögu og tungu og lahdsins í sjálf- stæðisbaráttunni og leitinni að batnandi lífskjörum. Því kalli verður að hlýða. Forustumönn- um ber að endurmeta stefnur í þjóðmálum í því ljósi.“ Hvers vegna er Mbl. svona meinilla við það, að menn hætti Itertubotnamati á lífskjörum og lífverðmætum og líti meira á Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.