Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 12
I mmm Tf MIN N FÖSTUDAGUR 30. ágóst 1968. Sjónvarp í næstu viku Á sunnuriagskvöld fá íslenzk ir sjónvarpsá'horfendur tæki- færi til a3 fylgrjast med hinu konunglega brúðkaupi í Nor- egi, er Haraldur ríkisarfi gekk að eiga Sonju Haraldsen, stúlku af borgaraættum, nú mjög fyrir skömmu. Ku þetta hafa verið hin glæsilegasta athöfn, enda ekk- ert til sparað og áætlaður kostnaður við brúðkaupið var 480.000 norskar krónur. Var mætt til brúðkaupsins margt stórmenni, sem sjá má á kvik myndinni, er sým.d verður kl. 21,10 á sunnudagskvöld. ★ I tilefni af vígslu Norræna hiússins hér í Reykjavík um síðustu helgi var efnt til fjöl- breyttrar norrænnar skemmtunar í Þjóðleikhúsinu og þótti sérlega vel til takast. Dagskrá þessi verður flutt í heild sinni á mánudagskvöldið kl. 20.55. Koma fram lista menn frá Norðurlöndunum 6 og flytja þar ýmis atriði, þ.á. m. listdans, þjóðlagasöng, stutt leikatriði og sitthvað fleira. Meðal listamannanna má nefna frægasta vísnasöngvara Svía, Gunnar Tureson, norska leikarann Per Aabel, en af fs- lamds hálfu koma tfram þau Brynjólfur Jóhannesson leikari og Guðrún Á. Símonar, óperu söngkona. ★ Á miðvikudagskvöld er sýnd dönsk kvikmynd er fjallar um aðstoð við heyrnardauf börn. Danir standa mjög framarlega á sviði heyrnarlækniuga, eink ram hvað varðar börn á’ skóla- aldíi, og hafa tekið þá stefnu að láta þau ganga í skóla með heilbrigðum börnum, en ekki ioka þau inni í sérskólum, eins og tíðkazt hefur. Sjónvarpið hefur þegar flutt tvær kvik- myndir um heyrnarhjálp Dana og var sú síðari sýnd 14. nóv. s.l. Þessar myndir sýna fram- farir heyrnardaufrar telpu, Sidse að nafni, sem nýtur hinna nýtízkulegu kennslu- hátta og aðstoðar. ★ Einiþóttungur Dario Fo, Nak- inn maður og annar í kjólföt- um, verður sýndur á föstudags kvöldið kl. 22.10, em hann var áður fluttur í sjón-varpinu 16. okt. s.l. Þeir leikarar, sem fara með hlutverk í þessum bráð- skemmtilega þætti eru Gísli Halldórsson, Arnar Jónsson, Guðmundur Pálss-on, Margrét Ólafsdóttir og Guðrún Ás- mundsdóttir, Haraldur Björns- son og Borgar Garðarsson. ★ Á laugard-agskvöldið kemur Lucy Ball á skerminn aftur, og siðan er flutt mynd um bandarísku dansmeyna og dans kennarann Isadoru Duncan, sem að m-argra dó-mi er bezti dansari, sem uppi hefur verið. Hún hefur á síðustu árum feng ið viðurnefnið „fyrsti hippí- inn“, því að líferni hennar og lífsskoðanir voru á marga lurnd svipaðar og ■ æskufólks þess, sem kallað er híppíar, blómsturbörn, provo, o.fl. Hún fæddist í San Francisko höfuð borg hippí-anna árið 1878 og { samnorrænu dagskránni n. k. mánudagskvöld heyrum viö m. a. í frægasta vfsnasöngvara Svia, Gunnar Tureson. „Æfingin skapar meistarann", 4.9. kl. 21.30. — Bandarísk kvikmynd gerð af Staniey Kramer. Leikstjóri er Roy Rowland. ASalhiutverk: Hans Conried og Tommy Retting, drengurinn f Lassie. MyHilin er sýnd næst komandi miðvikudag. lézt í NizzL tæplega 50 ára; eftir mjög viðburðarríka ævi, sem við kyn-num-st ögn í þess- ari sjónvarpskvikmynd.. ★ Síð-asti liður á dagskrá laug- ardagskvöldsins er bandarísk kvikm-ynd, sem nefnist Fæd-d í gær. Hún segir frá b-andarísk- ummilljónam-æringi, óheiðarleg um viðskiptum hans og vand- ræðum, er han-n lendir í vegna ungrar vinkonu sinnar, sem sví-kur hann. Með aðalhlutverk í mynd þess-ari fara Judy Holli- day, William Bolden og B-rode- rick Crawf-ord. Af öðrum dagskrárliðum sjónvarpsins næstu vikuna má nefna sjón-varpskvikmyndina Stríðstima, gerða eftir sögum Maupassants, en hún verður sýnd kl. 20.20 á sunnuda-gskvöld með Joan Barrett, Jeremy Young, Norah Blaney, Warren Mitchell og Michael Collins í aðalhlutverkum. Þá er á mánu- dag sýnd kvikmynd er f-jallar um f-íla í Murchison Falls þjóð garðinum í Uganda, og sitt- hvað fleira. „Nakinn maður og annar í kjólfötum", einþáttungur eftir Dario Fo, verður fluttur föstudaginn 6. sept. kl. 22.10. — Á myndinni sjáum við Gísla Halldórsson, Arnar Jónsson og Margréti Ólafsdóttur f hlutverkum sínum. Á NÆTURVAKT Framhald af 8. síðu söm framkoma, vinur sæll. Ætla inn um glugga á milli fjögur og fimm að nóttu til einhverrar vin- konu, sem þú veizt varla hvað heitir og alls ekki hvers dóttir er, segir Björn. — Húsráðandinn hafði komið til dyra og sagt honum að stúlk- an væri ekki heima, skýtur lög- regluþjónninn inn í sem kom með piltinn. — Já, en það var ljós hjá henni og ég 'nef oft dansað við hana, sagði sá lágvaxni, sem hafði minnkað ískyggilega í sætinu sínu. Björn tekur niður nafn og heim ilisfang og snýr sér að lögreglu- þjóninum og biður hann að aka pilti heim. Varla leið nema hálftími þang- að til komið var með sama lág- vaxna piltinn aftur ,og nú var hann sýnu brattari og sagði að fyrra bragði: — Þeir tóku mig á bflnum mín um. — Hvað er þetta, fórstu ekki heim eins og þú lofaðir? spurði Björn. — Jú, en svo fékk ég mér leigubíl í bæinn aftur til að ná í bílinn minn, ég þarf í vinnu í fyrramálið og maður getur ekki verið bíllaus. — En þú ert undir áhrifum áfengis, segir Björn. — Ég finn ekki á mér og hef ekki smakkað það síðan klukkan eitt. — Við skulum athuga málið, segir Björn og lætur hann blása upp belg og græni liturinn sýn- ir að minnsta kosti 0.7%» áfengis- magn í blóðinu og B-jörn miður um að fara með hann í blóðkönn- un. — Ég er akkúrat maður og vil ekki koma of seint í vinnuna, þess vegna sótti ég bílinn minn, maður, segir sá lágvaxni um leið og hann hverfur út úr varðstjóra- herberginu. Þið eruð alveg „lost” — Hæ strákar, segir hún um leið og hún kemur inn á stöð- ina. Lágvaxin, ekki ósnotUr í grænum kjól, öðru hvoru megin við tvítugt. Yngri piltur er með henni og hann fer fyrst inn til varðstjórans? — Það var gæinn, sem keyrði en ég á bílinn. Ekki vissi ég hann væri fullur. Ég er svo sem blá- edrú, þrír fjórir sjénnar, kannski fimm og' ekki meir. Hvað haldiði maður finni á sér af því. Hvern- ig átti ég að vita það að gæinn væri í kippnum. Maður veit aldrei neitt. Hvað haldiði að mamma segi, klukkan orðin rúmlega fimm og ég lofaði að koma heim klukk- an þrjú. Fylgisveinn og meintur öku- maður ungu dömunnar, sem að vísu kvaðst ekki muna allt um aksturinn var sendur í blóðrann- sókn og nún inn til varðstjórans. — Þið eruð alveg „lost“ að taka mig og hvað heldurðu að mamma segi ef hún kemst að þessu, þetta er hræðilegt og það var hann sem keyrði. Sagði hann það hefði verið ég. Hann lýgur þvi ef hann hefur sagt það. og hún hélt áfram að fjasa og það leið drykklöng stund þangað til Björn komst að. Hann tók skýrslu af henni og sagði að hún yrði að (ara í blóðrannsókn. Ertu alveg sjóð maður? Ég upp í löggubíl? Aldrei í lífinu. Þú ert eitthvað klikk maður. Hvað heldurðu að fólk segði ef það sæi mig í löggubfl? Nei það þýðir ekki að nefna það, ekki í löggu- bíl. Getið þið ekki keyrt mig í, mínum bíl. Þetta þýðir ekki inn í löggubfl fer ég ekki. Hún hélt áfram að þvarga en á milli tveggja ungra fór hún samt áleiðis á Borgarspítalann og ekki var hún með neinn mótþróa nema svona í orði. Klukkan nálgaðist sex að morgni og tveim drukknum næt- urhröfnum var ekið í „Múlann“. Rólegri vakt var að ljúka og ár- risulir menn á leið í vinnu. Það er létt yfir þeim lögreglu- þjónum,. sem eru á heimleið og hinir eru að koma eru sumir of- urlítið súrir á svipinn og máske syfjaðir. Björn \ varðstjóri ekur mér heim og á leiðinni verður niður- staða mín sú, að Reykvíkingar séu eftir allt löghlýðnir borgarar. þó hitt sé að vísu staðreynd að allt of margir láti freistast að aka bifreiðum sínum undir áfeng- isáhrifum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.