Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 39. ágúst 1968. TIMINN fflWK Vtgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikv>emdastiórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssoa (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj*jri: SteingrimuT Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, sím«r 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiSslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán lnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Grein úr The New York Times: Sænskur greifi Biaframönnum hefur reynzt hjálparhella Þörf á þáttaskilum í hinni snjöllu ræðu, sem Ólafur Jóhannesson. for- . maður Framsóknarflokksins, flutti á afmælisfundi S.U.F. á Laugarvatni, vék hann m.a. að stjrónmálahorfunum: „Ég get litlu spáð úm það, hvað gerast muni í íslenzkri pólitík á næstunni. Hitt vil ég segja, að það er þörf á þáttaskilum og það sem fyrst. Hvort vænta megi nú á næstunni nokkurra stakkaskipta, get ég auðvitað ekki ! fullyrt neitt um. Það er að sjálfsögðu að einhverju leyti ' óskhyggja hjá mér, en ég verð þó að segja, að ýmislegt virðist benda til þess, að það fari að styttast í núverandi stjórnarsamstarfi. Ég ætla ekki hér að fara að halda neinn dómsdag yfir núverandi ríkisstjórn. Ég vil aðeins . segja þetta: Stjórnarflokkarnir hafa farið lengi með : völdin. Þeir hafa fengið öll þau tækifæri sem hugsazt . getur, en þeir hafa ekki borið gæfu til að hagnýta þau sem skyldi. Það er fáum hollt að fara svo lengi með völd í senn. Þess eru því miður mýmörg dæmi, að stjórnin hafi misbeitt valdi sínu. Slíkt hlýtur að særa réttlætis- . kennd allra heiðarlegra manna, þegar til lengdar lætur, og þá ekki hvað sízt unga fólksins. Samkomulag stjórnar- . flokkanna er sennilega eitthvað farið að versna á bak . við tjöldin. Af ýmsu má marka, að í stjórnarherbúðunum gæti vaxandi þreytu. Ég held, að trúin á getu ráðherra sé stórlega minnkandi, jafnvel á meðal áhrifamanna • í liði þeirra. Forsetakosningarnar voru að einhverju leyti andsvar við stjórnarstefnunni. Stjórnarflokkarnir hafa ekki reynzt vanda sínum vaxnir að okkar dómi, alira sízt þegar á móti blæs. Þeim hafa orðið á marg- vísleg mistök, svo sem nú verður ljósara með degi hverj- um. Þau mistök hafa orðið þjóðinni dýr. Óleyst vanda- mál hrannast upp. Samþykktir víxlar, óútfylltir, falla á haustdögum. Vandinn, sem við er að glíma, er að mínum dómi, mjög alvarlegs eðlis fyrir þjóðina alla. Ég hygg, að á þessum tíma sé engum ljóst, hvernig fram úr honum verði ráðið í vetur. Hér verður engu um það spáð, hvað við kynni að taka, ef svo færi, að núverandi stjórn gæfist upp. Þar eru svo mörg atriði óráðin og óljós. En að sjálfsögðu er hægt að hugsa sér pólitísk þáttaskil með ýmsum hætti. Framsóknarflokkurinn mun þar fara’ að öllu með gát.“ Samstarf kynslóðanna í áðurnefndri ræðu vék Ólafur að þátttöku ungra manna í þjóðmálum og sagði m.a.: „Það þarf að mínum dómi að hleypa fersku lofti inn í íslenzk stjórnmál. Ungir menn eru líklegastir til að koma með það ferska loft. Á hinn bóginn met ég reynsl- una mjög mikils. Hún verður löngum ólygnust um menn og málefni. Beztu meðmæli hvers manns eru þau, að hann sé góður af verkum sínum. Enginn stjórnmála- flokkur hefur efni á því að afskrifa menn, sem eru i fullu fjöri og áunnið hafa sér traust samferðamann- anna. Hér þarf að gæta hófs á báða vega. Ég vil leggja aukna áherzlu á að fá unga menn til trúnaðarstarfa fjrrir Framsóknarflokkinn, en ég vi! fá þá þar til starfa við hlið hinna eldri og reyndari manna. Ég held, að skörp skil milli kynslóða séu ekki æskileg. Það verður farsæl- ast, að ungir og aldnir vinni saman. Þeir eiga að bæta hvor annan upp og læra hvor af öðrum. í Framsóknar- flokknum þarf eldmóður æskunnar og reynsla hinna eldri að eiga samleið. Það er minn boðskapur, jafnt til eldri sem yngri.“ Hann hefur flutt þeim vistir eftir að aðrir höfðu gefizt upp. CARL-GUSTAV von Rosen greifi var spurður að því, dag inn eftir að hann rauf flutninga bann Nigeríu til Biafra og flaug með tíu smálestir af mat og lyfjum til sveltandi og þjáðra fbúa þess landshluta, hvernig hann hefði farið að þessu. Greif inn, sem orðinn er fyrir löngu að þjóðsagnapersónu í flug- málum Skandinavíu, svaraði á þessa leið: „Við framí hugsuðum um það eitt að fljúga, en þeir, sem voru farþegar aftur í, sinntu engu öðru en að biðjast fyrir“. Svarið var stutt og laggott, fram borið af hófsamri kímni, einmitt eins og við var að bú- ast hjá greifanum. Hann er sænskur aðalsmaður, varð 59 ára fyrir fáum dögum og.ævin týralegur æviferill hans væri ærin uppistaða í atburðaríka skáldsögu. Hann hefir ekið kappakstursbílum, verið flýgill á fjölleikasýningum, brotið sam göngubann í Ethiopíu og Kongó, flogið sprengjuflugvél sem sjálfboðaliði í finnska flug hernum og stjórnað flugher Ethiopíú. VON ROSEN greifi kom til Genfar 20. ág. til þess að ræða við nokkra fulltrúa alþjóðlegra samtaka um hvernig fara ætti að því að hraða loftflutningum matvæla og lyfja til Biafra. Rúmri viku áður hafði hann ákveðið að reyna nýja flugleið til Biafra, þegar allir aðrir höfðu gefizt upp við að fljúga þangað vegna ákafrar loftvarna skothríðar Nígeríumanna, og hlotið á samri stundu enn einu sinni almenna viðurkenningu sem hetja og mannvinur. Greifinn fæddist 19. ágúst ár ið 1909. Þegar hann var tíu ára fékk hann ákafa löngun til að aka kappakstursbílum. Fað ir hans, — sem hann segir að hafi verið strangur og ráðríkur, var af aðalsætt, sem rekja mátti í Svíþjóð aftur til ársins 1726 og allt aftur á þrettándu öld í Eistlandi. Vitaskuld gat ekki komið til greina að afsprengi von Rosen- ættarinnar tæki þátt í kapp- akstri. Carl Gustav strauk því frá æskuheimili sinu í Helge-, stad, 65 km frá Stokkhólmi, til þess_ að gerast kappakstursmað ur. í fimm ár neitaði faðir hans að tala við hann. HINUM unga greifasyni virt ist ekki nema eðlilegt að gerast flugmaður, þegar hann var bú inn að aka hraðgengum bílum um skeið. Flugmannsskírteini fékk hann þegar hann var nítj án ára. Hafði um sinn það hlutverk við fjölleikasýningar að leika sprengjuárás í heimsstyrjöld- inni fyrri. Hann flaug tvíþckju í náttmyrkri, varpaði niður út- troðnum pokum, sem áttu að tákna sprengjur. og skaut púð urskotum á sýningarsviðið Há marki náði sýningin, þegar hinn ungi greifi lét svo sem flugvél Carl-Gustav von Rosen. in hefði verið skotin niður. Hann lét flugvélina steypast nið ur, en rétti hana af skammt frá jörðu í skjóli mikillar spreng ingar, sem stjórnendur fjöl- leikasýningarinar sáu um og átti að tákna hrap flugvélarinn ar. Von Rosen greifi hafði öðl azt miikla reynslu sem flugmað ur á fjórða tug aldarinnar og þá íðk hánn1 þátt í aðstófna flug félag, sem síðar gekk inn í samsteypuna, sem nú _er þekkt undir nafninu S.A.S.. Á þessum árum hlaut hann svo mikla frægð sem flugmaður, að hann varð að hálfgerðri þjóðsagna persónu. ÁRIÐ 1934 fól stjórn alþjóða Rauða Krossins von Rosen greifa að stjórna fyrstu sjúkra flugvélinni til Ethiópíu, sem her Mussolínis hafði þá ráðizt á. Honum varð daglegt brauð að bjóða ítalska flughernum birginn og ítalir lögðu tíu þús und dollara til höfuðs honum. Hann var þó aldrei skotinn nið ur, en flugvél hans varð fyrir skotum hvað eftir annað. Fyrir skömmu var hann að rifja upp ýmsa atburði frá þessum árum og sagði þá meðal annars: „Einu sinni voru vængir flugvélarinn ar orðnir nokkuð götóttir og ég reif skyrtuna mína til þess að troða í götin.“ Þegar Ethíópíumenn biðu ó- sigur varð von Rosen greifi þar um kyrrt og barðist með skæru liðum. Að lokinni síðari heims styrjöldinni stjórnaði hann flug her Ethíópíu eða frá 1946 til 1956. Ethíópíu-menn voru greif anum mjög þakklátir fyrir upp byggingu flughersins og þjálf un mörg' hundruð flugmanna. Þeir leigðu honum stórt land svæði í þakklætisskyni og þar hefir hann komið á fót kaffi x'ækt. VON ROSEN greifi starfaði sem siálfboðaliði í íinnska flug hernum og fór tugi árásarferða í styrjöld Finna og Rússa vetur iijn 1939—40. Finnar sæmdu ann orðu í þakklæt'sskym. Hann flaug einmg til Lnndon til þess að biðja Churchill að láta Finn um í té flugvélar Sú ferð varð þó að mestu árangurslaus, eins og sams konar ferðir, sem hann fór til Danmerkur og Hollands. Greifinn hafði verið kvæntur Maríu Wijkmark allmörg ár, en meðan hann dvaldi í Hollandi hitti hann stúlku, sem hét Jóhanna Krijgsman. Hann skildi við fyrri konu sína og gekk að eiga Jóhönnu Krijgsman, sem ól honum dóttur. Þegar nazistar voru í þann veginn að ieggja Holland undir sig, sárbað greifinn konu sína að koma með sér í öruggt skjól til Svíþjóðar, sem var hlutlaus. Hún sagði mér, að hún ætlaði að vera um kyrrt og taka þátt í neðanjarðarhreyfingunni". Ég sætti mig við ákvörðun hennar, en vitanlega sá ég eftir því síðar.“ VON ROSEN greifi flaug vikulega fyrir Svía milli Stokk hólms og Berlínar. Að stríðinu loknu komst hann að raun um, að eiginkona hans var ein af föngunum, sem lifðu í Belsen- fangabúðunum. Hann flaug þang að, en það sem hún hafði orðið að þola, hafði reynzt henni of- raun og hún var „buguð and- lega“. Skömmu síðar fyrirfór hún sér. Greifinn skipulagi flug með fangana frá Belsen til Sví þjóðar, og þar var þeim komið fyrir í sjúkrahúsum. Síðar gekk greifinn að eiga Gunnvöru Martin. Þau eiga eina dóttur og tyo syni. Sonur hans og fyrstu konu hans stjórn ar kaffiræktinni í Ethíópíu, en þar ætlar greifinn að setjast um kyrrt eftir nokkur ár. Von Rosen býr með konu sinni í Malmö í Svíþjóð, en fer þaðan á reiðhjóli til flugvallarins, sem er fimm mílur í burtu. Árið 1960 flaug Von Rosen greifi með birgðir til Kongó fyrir hinar sænsku sveitir, sem þar voru á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann var þá helzti flugmaðurinn hjá Transair, stærsta flugfélaginu í Svíþjóð. Hann særðist lítillega þegar flugvél hans varð fyrir skoti eitt sinn, þegar hún var að lenda. Aður hafði hann særzt einu sinni þegar hann brennd- ist illa af gasi í styrjöldinui í | Ethíopíu. GREIFINN er tæp sex fet á hæð, gráeygur og hárið er orð ið stálgrátt. Hann gaf í skyn um daginn, að hann hefði eigin- lega fyrirvara- og' undirbúnings laust tekið þá ákvörðun að brjóta flugbannið til Biafra. „Við hjá Transair höfðum tek ið að okkur að fljúga með mat væli og lyf til portúgölsku eyjarinnar Sao Tomé og koma þeim þar í geymslu". sagði hann. „Þegar við lentum og sáum allar matvælabirgðimar, sem söfnuðust þama fyrir og kom umst ekki á ákvör'íunarstað var ekki um neitt að velja. Við urð | um að reyna að koma þessu á- leiðis. Til b’jers var öll þessi aðstoð ef vörurnar komust ekki til fólksins, sem beið dauða síns. ? Framhald a bLs. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.