Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 16
183. tbl. — Föstudagur 30. ágúst 1968. — 52. árg. Skipshafnir hnupla oft á Langanesinu ÓH-Gunnarsstöðum, fimmtudag. 81. sunnudag bar það við, að 'áhöfn Hrings frá Siglufirði gekk á land norður af Skoruvík, hnupl aði þar ýmsu lauslegu, m.a. neta- kúlum, og hafði einnig á brott með sér trollbauju. Hefur þetta atferli veríð kært. Málavextir voru þeir, að á sunnu dag hugðist vitavörðurinn í Skoru vík fylgja skémmtiferðafólki út á Langanesfont, en er þeir voru komnir u.þ.b. 2 km frá bgenum urðu þeir varir við menn í fjör unni, sem voru að bera alls kyns hluti út í bát. Er þeir urðu manna ferðanna varir hlupu þeir út í bátinn, og höfðu með sér troll- bauju í togi. Kallaði vitavörðurinn til þeirra, og bað þá að snúa til lands, en þeir skeyttu því engu, heldur héldu áfram, en slepptu baujunni og hana rak til hafs. Vitavörðurinn greindi nafnið á bátnum og reyndist það vera Hring ur frá Siglufirði. Kærði hann þenn an þjófnað fyrir sýslumanni. Það hendir oft, að skipshafnir ganga í land á Langanesinu og hafa ýmislegt lauslegt á brott með sér. Konur gæti veskja sinna á átsöium KJ-Reykjavík, fimmtudag. Seinni hluta dags i dag var kona að kaupa garn í verzlun í Hafnar stræti í Reykjavík, og lagði frá sér veski sitt eða tösku á meðan hún skoðaði garnið. Þegar hún ætlaði að fara að borga garnið, uppgötvaði hún, að búið var að stela frá henni töskunni. Varð uppi fótur og fit í búðinni, en enginn sem inni var, hafði orðið var við þjófinn. Jón Halldórsson rannsóknarlög reglumaður sagði í þessu sam- bandi að það væri allt of algengt að konur skildu veski sín eftir á glámbekk — sérstaklega á út- sölum. Nú eru haustútsölurnar ein mitt að byrja, og því er ástæða til að minna konur sérstaklega á að gæta veskja sinna og taska, þegar mikil mannþröng er í verzl unum, og kaupskapur í algleym- ingi. Þeir sem kynnu að hafa séð til þjófsins í garnverzluninni í Hafn arstræti í dag, eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við rann sóknarlögregluna. Aðalfundur Stéttarsam- bandsins að Skógum Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður haldinn í Skóga skóla næstkomandi laugardag og sunnudag. Fundurinn hefst á lau ardagsmorgun klukkan tíu. dagskrá eru venjuleg aðalfundar störf, og mun Gunnar Guðbjarts son formaður sambandsins flytja skýrslu sína á laugardagsmorgun ínn. JAW-gH?.’’..!—ii—n.'-ju1 m iiim ■um ræami i jpuiwniim Marceau frumsýnir fjögur nv atriði hér í Reykjavík EKH-Reykjavík, fimmtudag. Meistari látbragðslistariniiar, franski listamaðurinn Marcel Marceau, gistir ísland nú í annað sinn. Á föstudags- laug- ardags- og sunnudagskvöld gefst gestum Þjóðleikhússins kostur á að sjá Marceau tjá sig á fjöiunum. Það seldist upp á svipstundu á þessar þrjár sýn ingar og vegna mikillar eftir- spurnar hefur listamaðurinn fallizt á að cfna til aukasýn- ingar kl. 3 á sunnudag. Á efnis skrá Marceau eru nú fimmtán atriði, þar af 10, sem ekki voru á sýningarskrá látbragðsleikar ans, þegar liann sýndi hér 1966. Sýningar Marceau í Reykjavík að þessu sinni er upphaf á nýrri „tourné“ eða sýningar- för scm ekki lýkur fyrr en í maí á næsta ári, og það hefur m.a. í för með sér að á sýn- ingunni n.k. föstudag verður „heimspremier“ eða fyrsta frumsýning í heiminum á fjór- um nýsköpuðum atriðum lista mannsins. Fréttamönnum gafst í dag tækifæri tiil þess að ræða lítil- lega við Marceau á skriístofu Þjóðleikhússtjóra. Það er ó- þarfi að rekja æviferil hins þekkta listamanns, svo vel er hann þekktur og lifishlaup han.s hefur verið dregið saman í stuttu máli í dagblöðunum að undanförnu. Hins vegar gæti blaðalesendainum leikið for- vitni á að kynnast nokkuð við horfum listamannsins til list- greinar sinnar. Marceau byrjaði viðtalið við fréttamenn með því að segja: „Ég tala ensku og frönsku oig ég tala með andlitinu". Síðan fór listamaðuriinn að segja frá listgrein sin-ni á ensku. Hann sagði „mímuna“ eða látbragðs- leikinn tjá tilfinni-ngar og af- stöðu með látbragði líkt og balilett, en ekki orð. Hann sagð ist ekki ,,máma“ vegna þess að hann væri máliaus heldur vegna töluðú, líkt og ballett, tónlist eða málaralist. „Mímulistin“ yrði líka að vera sönm, „Orð geta oft verið tvíræð", sagði Marceau, „og íhægt er að skilja Marceau á blaðamannafundi ! Þjóðleikhúsmu I gær. (Tímam. ©oiMiar) þess að með því móti þætti bonum hann ná bet-ur til fólks í nútímáþjóðfélagi, sem í sí- auknu-m mœli notaði augun í stað eymanna. Marceau sagði „mimulistina“ allþjóðleg-a og að hún næ'ði til allra þjóða og kynstofna, burt- séð frá því hvaða mál þeir þau á ýmsa vegu, en látbragðs leikur verðux að vera skýr, au@ skilinn og sannur, a-nnars næst ekkert samband. við folkíð. Sé ‘ein hreytfing hjá mér vanlhuigs- uð, skilja álhorfendur unfnir ebki lengur hvað ég er að fara“. Framhald á bls. 15 IVIenningarsjóður Akureyrar heiðrar Guðmund Frímann ED-Akureyri, fimmtudag. Stjórn menningarsjóðs Akureyi ar veitti í kvöld Guðmundi Frí- mann skáldi heiðurslaun úr sjóðn um vegna ritverka sinna í bundnu og óbundnu niáli. Formaður sjóðsstjórnar, Bragi Sigurjónsson, sem jafnfrgmt er íor seti bæjarstjórnar afhenti verð launin, og síðan var haldið hóf. Menningarsjóður Akureýrar var stofnaður á 100 ára afmæli Akur eyrar, og hefur Helga Valtýssyni áður verið veitt verðlaun úr hon um fyrir ritstörf og menningarmála störf. «*Bfaranótt sunnudagsins féll mikil grjót. og aurskriSa niður í kauptúnis á Bíldudal, og urðu nokkrar skemmdir af voldum skriðunnar. Skriðan féll yfir aSalgötuna á Bíldudal, mllll tveggja nýrra einbýlishúsa, og niður á tún. Hér á myndúnum sjáum við skriðuna. Önnur myndin er tekin á aðalgötunni, en hin myndin sýnir fjárhús sem skemmdust af völdum skriðunnar. Héraðsmót Fram- sóknarmanna í A-Húnavatnssýslu Jón Helgason Jón Skaftason Framsóknarmenn í A-Hún. halda héraðsmót í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 7. septem ber og hefst það klukkan 21.00. Ræður flytja: Jón Helgason rit- stjóri og Jón Skaftason alþingts- maður. Skemmtiatriði annast annast Jóhann Daníelsson og Ei ríkur Stefánsson, sem syngja ein söng og tviisöng við undirleik Ás- kels Jónssonar. Þá annast Baldur Hólmgeirsson skemmtiþátt. Hljóm sveitin Póló og söngvararnir Erla og Bjarki leika og syngja fyrir dansi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.