Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 30. ágúst 1968. sá í iljar honum inn um... Það var auðsótt að fá leyfi Bjarka Elíassonar til að fylgjast með lögreglunni í starfi eina næt- urvakt. Viljandi valdi ég venju- lega nótt þ.e.a.s. hvorki laugar- dags- né föstudagsnótt en þær ku vera amtasamastar og þá mest um að vera. — Þú hefðir átt að vera hér á laugardagskvöldið, sagði Hilmar Ásgrímsson, varavarðstjóri, sem tók á móti mér og hann hélt á- fram. — Bílarnir bókstaflega stoppuðu ekki frá níu um kvöld- ið og fram undir fimm um morg- uninn. Það kom líka á daginn, að kvöld ið var rólegt og að ég held bara eitt útkall fyrir miðnætti. Dauða- drukkin kona tekin og henni ek- ið x „Múlann-* eins og þeir kalla fangageymsluna við Síðumúla. ; Kisa mín í ástarleik Við Björn Kristjánsson, varð- ý stjóri sitjum í varðstjóraherberg- , inu og spjöllum saman. Björn er sérlega viðkunnanlegur maður ■ hægur og gætinn, tæplega fimm- t tugur og hefur starfað í lögregl- | unni í tuttugu og sjö ár. — Við verðum að reyna að ' leysa allra vanda og það jafnt ) þótt það séu klára vitleysur og ég - skal segja þér frá einu dæmi: Einn morguninn, ja, svona um , fimmleytið kemur hingað kona nokkur og biður um aðstoð. Þetta var kona á að gizka rúmlega fer- 1 tug og hún talsvert undir áhrif- ; um og erindið er að biðja okk- , ur að ná í kisu sína,’" sem hún segir vera stadda í húsi ekki langt frá, en sjálf búi hún austur í bæ. Ég spyr hana, hvernig standi á þessum ferðum kisu og þá ‘ícemur sagan: Konan kveður sig , eiga dálítið góðan vin í sama húsi ,og kisa sé stödd og vinurinn sé ógiftur eins og hún þ.e.a.s. kon- an, og hann hafi boðið sér heim kvöldið áður, þau hafi ætlað að hressa upp á sálina saman og 'reka burt einmanaleikann o.s.frv. ■'En nú hafi hún vitað, að vinur- (inn ætti myndarlegan fresskött, þess vegna hafi henni komið í hug, að upplagt væri að taka kisu •'sína með, svo hún gæti líka haft nokkra ánægju af nóttinni. Allt gekk þetta samkvæmt á- ætlun. Konan og vinur hennar skemmtu sér uppi, og í kjallaran- ■ um var kattarparið og allt í fínu Næturvakt á lögreglustöðinni standi. Þegar svo kom að því að það bólaði á nýjum degi hugðist konan koma sér heim og kvaddi vininn og vildi að sjálfsögðu hafa heimfylgd kisu sinnar, en þá kvað vinurinn öll vandkvæði á að nálg- ast kisuihjónin í kjallaranum. Allir myndu vakna í húsinu, og það hefði alls konar vandamál í för með sér, hvort hún gæti ekki komið seinna um daginn og sótt kisu. En konan vildi fá sína kisu og ekkert múður og vinurinn sat fast við sinn keip, og nú væri hún komin til að leita aðstoðar laganna varða til að nálgast bles- aða skepnuna sína aftur og kom henni til síns rétta heima. Mér var vandi á höndum, vildi gjarnan að konan kæmist ánægð heim eftir tiltölulega velheppnaða nótt og til að gera gott úr öllu spurði ég konuna, hvort hún vissi ekki að kettir þyrftu nokkuð lengri aðdraganda að ástinni og leikjum hennar heldur en við mannfólkið, og það væri hreint og beint ómanneskjulegt af henni að ætla að drífa veslings kisu heim svona kannski í miðj- um klíðum. Konan kvaðst aldrei hafa heyrt þetta fyrr og auðvitað yrði hún síðust manneskja til að hafa af henni kisu sinni nokkra ánægju. Sæl og lukkuleg hélt kon- an heim kisulaus, sagðist ætla að sækja hana seinna um daginn. Á þessu geturðu séð, að vanda- málin geta stundum verið dálít- ið kostuleg, en eins og ég sagði þá leggjum við ‘ okkur alla fram að leysa hverskyns vanda. Þið verðið að redda þessu Ungur piltur situr fyrír fram- an varðstjórann. Lágvaxinn, dökk hærður, dálítið taugaóstyrkur, tyggur tyggigúmmí, en reynir að bera sig mannalega: — Ég er alveg bláedrú, eins og þið sjáið, og ég ætlaði að aka bílnum fyrir vin minn frammi, ég geri það oft þegar hann er að skemmta sér. Við fórum saman að bílnum, sem stóð skammt frá Glaumbæ, þar sem við höfðum verið og vinurinn startaði drusl- unni og ætlaði aðeins að færa ASra hverja nótt eru ölvaðir ökumenn, jafnvel ökufantar, á kreiki, og sá leikur ndar oft mð ósköpum. Myndin sýnir ökutæki illa leikið eftir vand- ræðamann. A8 baki er mikil harmsaga. hana tij en svo ætlaði ég að taka við og þá kom löggan og greip okkur. Það var ekki einu sinni bíllengd, sem vinurinn færði drusluna, já og ég ætlaði að taka við eins og ég geri alltaf ef vin- urinn er puntaður. Vinurinn var leiddur inn í varð storuna, hann var alls ekki áber- andi drukkinn en slæptur og skömmustulegur. — Já, það er rétt ég setti bíl- inn í gang og bakkaði honum að- eins og þó alls ekki meira en einn rnetra og hinn ætlaði svo að taka við honum og keyra fyr- ir mig. Björn varðstjóri er vingjarnleg ur við delíkventinn og bendir honum á að saknæmt sé að gang- setja bifreið eftir að maður hafi neytt áfengis og biður hann að blása í blastbelg. Þessi plastbelg- ir eru notaðir af lögreglunni til að kanna, hvort um áfengisneyzlu hafi verið að ræða hjá þeim, sem í þá blása. Stútur er festur við op belgsins og í stútnuip eru gul korn, sem litast græn ef loftið úr þeim, sem blæs í belginn er áfengismengað. Vinurinn blæs belginn upp og græni liturinn er sáralítill og Björn varðstjóri bendir honum á að hann skuli láta taka af sér blóðsýnishorn og þá verði úr því skorið, hve mikið áfengismagn hann hafi í blóðinu. — Ég drakk ekki nema einn sterkan þarna í Glaumbæ, en ég var fullur í gær og nótt sem leið og svaf ekki mjög mikið, segir vinurinn og horfir niður í gólfið. — Já, og ef þú sleppur nú, mundu þá að hreyfa aldrei bíl eftir að hafa smakkað það, segir Björn. — Maður gleymir því varla, seg ir vinurinn og lítur upp og reyn- ir að brosa. — Mesta vandamál okkar er unglingadrykkjuskapurinn og jafnframt að hafa hendur í hári þeirra, sem kaupa vín fyrir þessa unglinga og jafnvel í sumum til- vikum börn. Ég held ég megi fullyrða, að það sé varla meir en einn af hundrað unglingum, sem komið er með hingað vegna áfeng isneyzlu, sem gefur okkur ein- hverja vísbendingu um,' hvar og hvernig hann hafi komizt yfir áfengi og get ég sagt þér stutta sögu af einum: Eina nóttina hér í sumar var allt í einu kominn mikið drukk- inn unglingur á að gizka sextán ára hér inn í varðstofuna og bað um að fá að tala við mig. Þó j hann væri mikið ölvaður sagði I hann skýrt frá og af f ullkominni! einlægni: Fyrrihluta dags hafði hann hitt leigubílstjóra að máli og beðið hann að kaupa fyrir sig áfengisflösku. Leigubílstjórinn | fékk fimmhundruðkall og dreng-; urinn flöskuna, sem kostaði tvö : hundruð og áttatíu krónur, af-! ganginn hirti bílstjórinn fyrir \ greiðann. j Ekið upp að Jaðri og drukkið mest allt úr flöskunni afgang- urinn hirtur af stúlku við hliðið, því þetta var bindindismót. Re.vnt að dansa og þá kom einhver, p<:m vildi dansa við sömu stúlku. Ýt- ingar og slagsmál. Tekinn af Hafnarfjarðarlögreglunni eða einhverri annarri lögreglu og ek- ið hingað. Pabbi heima á fyileríi, mamma úti í bæ að skúra. Þorði ekki heim, þvi pabbi hans yrði alveg vitlaus, þegar hann sæi hann svona fullan og illa til reika. Og drengurinn bað: Þið veröið að redda þessu. Þessi unglingur gaf okkur all- góða vfsbendingu um leigubílstjór ann, sem hafði keupt fyrir hann áfengið, og ég er alls ekki frá því að við getum nálgazt hann en það er eins og ég sagði, ekki nema kannski einn af hundrað, sem fæst til að veita okkur slík- ar upplýsingar svo vissulega 4r okkur mikill vandi á höndum. Undan stýrinu skýt- ur upp kvenmanns- höfði Ég er á eftirlitsferð í tvistin- um eins og þeir kalla einn græna fólksbflinn. Við erum þrfr í bílnum og sá yngri, sem situr við hliðina á þeim, sem ekur seg- ist vera í úrvalsliðinu. — Úrvalsliðinu, hvað er það? spyr ég. — Það er sumarliðið, en Oskar yfirlögregluþjónn sagði í Vísi um daginn, að það væri úrvalslið. — Ertu í skóla eða kannski kennari? spyr ég? — Hvort tveggja. Var kennari s.l. vetur og ætla í guðfræði nú í vetur. — Hvernig fellur þér þetta starf ? — Ágætlega. Annars hef ég verið mikið í umferðinni og það er bara lögreglumennska í nið- ursuðudós. Á næturvaktini kynn ist maður lífinu og það er áreið- anlega ekki minni lærdómur í því en nokkurra vetra skólaseta. Við ökum út á Granda og þar er bíll, ljóslaus og ekki sem allra bezt staðesttur. „Presturinn“ eins og starfsbræður hans kalla verð- andi guðfræðinemann, út og bank ar varlega á framrúðu bflsins. Upp undan stýrinu kemur í Ijós kvenmannshöfuð, það er ungt og obbolítið vandræðalegt og svq skýtur upp öðrum kolli og eig- andi hans er ungur piltur með roða í kinnum og augsýnilega sár- móðgaður út í þessa slettireku, sem er að kíkka inn um glugg- ann á vafasömu augnabliki. „Presturinn" biður skötuhjúin kurteislega að færa farartækið af alfaraleiðinni og þau bregðast vel við og hafa sjálfsagt tekið upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið. — Þetta er orðið fátítt hérna á Grandanum, segir sá sem ekur,' sem er eldri í hettunni en „prest- urinn“ — hérna áður fyrr var oft btílaröð hér og flestir sörnu erinda. bætir hann við. Ekkert að gera fyrr en við ök-, um eftir Tryggvagötunni þar veif- ar mikið drukkinn maðiu: og þeg- ar stanzað er, þá biður hann vini sína, eins og hann kallaði lög-i reglumennina í öllum hamingj- unnar bænum að aka sér út í skipið sitt, sem liggi einhvers stað j ar út á Granda, hann veit ekki hvar og segist alls ekki treysta, sér til að ganga svona sjóðblind- ur, eins og hann sé. Vinir hans bregðast vei við og hann á engin orð til að þakka! fyrir sig og segist ætla að minn-; ast þeirra í bænum sínum á hverju kvöldi áður en hann fari að sofa. —- Þessu hefði ég aldrei trúað, var það síðasta, sem hann sagði um leið og hann klöngraðist yfir borðstokkinn ás kipinu shuu Það var Ijós hjá henni — Vxð sáum í xljar bonum / inn ixm glugga upp í bæ, segir ■; ljóshærður lögregluþjónn við / Bjöm varðstjóra og bendir á lág-1 vaxinn náunga, sem hann kemur ‘ með inn x varðstofuna. — Hvað varstu að gera km um glugga vinur? spyr Bjöm. — Ég ætlaði að hitta stúDcu, sem ég þekki og býr þar. Hún anzaði ekki, þegar ég bankaði en það var ljós, og ég vissi að hún var heima. Svaraði lágvaxni ná- unginn. — Ég held hún heiti A. Já, hún heitir áreiðanlega A. — Og hvers dóttir? — Ja, ég veit það bara ekki. — Jæja, veiztu ekki hvers dótt ir stúlban er, sem þú ætlar í heimsókn til á þessum túna sólar- hrings og hvað starfar þessi vin- kona þín? — Ég veit það ekki, held hún skúri á skrifstofu. Nei ég veit það ekki, segir delinkventinn og er niðurdreginn. — Þetta er meir en lítið vafa- Framhald á 12. síðu. 1 Lögreglan stöðvar margt bifreiða á næturferðum sínum, og þá iafnt s og saklausa, til þess að kanna, hvort ekki sé allt með felldu. Flestir t því vei og þykir jafnvel gott að verða þess var, að lögreglan er ekki gerðalaus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.